Fréttablaðið - 02.09.2008, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 02.09.2008, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2008 Hjá Fjarkennsla.com – símennt- un og ráðgjöf, er boðið upp á nám- skeið á netinu sem nemendur geta stundað hvar og hvenær sem er sólarhringsins. Fjarkennsla.com – símenntun og ráðgjöf hefur starfað í ellefu ár og segir Kristín Helga Guð- mundsdóttir, framkvæmdastjóri og kennari hjá fyrirtækinu, þau hafa verið meðal brautryðjenda í fjarkennslu á netinu. Hún segir að námskeiðin séu meðal ann- ars hugsuð fyrir fólk sem vill hefja fyrirtækjarekstur eða starf- rækir nú þegar lítil eða meðal- stór fyrirtæki því mikil áhersla er lögð á viðskipta- og tölvutengdar greinar. Einnig segir hún að í boði séu námskeið á netinu og í stað- námi fyrir fræðslustéttir. „Við miðum við hópa sem eiga kannski ekki svo auðvelt með að komast á staðnámskeið,“ segir Kristín. „Þá á ég við fólk sem er búsett úti á landi eða konur og karla sem eru heima hjá börnum og sinna þeim en vilja bæta við sig í þeim fögum sem við erum að bjóða upp á.“ Kristín segir að námskeið- in standi yfir leitt yfir í fjórar til átta vikur og að þátttakendur fái viðurkenningar- skjöl að námskeiði loknu. En hvernig er fylgst með því að nemendurnir vinni fyrir viðurkenningunni? „Við fylgjumst með okkar fólki og látum það ekkert í friði. Við höfum oft frumkvæði að því að hvetja það til dáða eða hafa sam- band ef við sjáum að þau eru ekki byrjuð að vinna,“ segir Kristín og bætir við að vel sé haldið utan um nemendurna en þeir fá ekki viðurkenningu nema þeir hafi skilað inn um áttatíu prósent- um verkefna. Nánari upplýsingar má nálgast á www.fjar- kennsla.com. - mmf Fylgst með nemunum Kristín Helga Gunnarsdóttir segir Fjar- kennslu.com einkum bjóða námskeið fyrir fólk í fyrirtækjarekstri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hægt er að stunda nám hjá Fjarkennslu.com á netinu hvar og hvenær sem er. Börn geta fundið námsefni við sitt hæfi á skolavefurinn.is. NORDICPHOTOS/GETTY Á heimasíðunni www.skola- vefurinn.is má finna efni sem nemendur í leik- og grunnskólum geta nýtt á skólagöngu sinni en foreldrar geta einnig fundið þar efni til að hjálpa börnum sínum að ganga menntaveginn. „Heimilin eru heldur betur að sækja í skólavefinn en í vor voru tæplega fjögur þúsund heim- ili áskrifendur að vefnum,“ segir Ingólfur B. Kristjánsson ritstjóri. „Hvert heimili þarf bara eina áskrift og fólk er auðvitað ánægt með að allir geti nýtt sér sömu áskriftina.“ Ingólfur segir áskrif- endur almennt telja vefinn auð- veldan í notkun. „Þeir sem lent hafa í einhverjum vandræðum hringja til okkar eða senda tölvu- póst og fá leiðbeiningar. Á síðunni eru líka leiðsagnir um vefinn sem þýðir að hann er útskýrður fyrir hverjum aldurshópi og sýnt er hvernig má nota hann fyrir mis- munandi aldurshópa.“ - mmf Námshjálpin á netinu heima

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.