Fréttablaðið - 02.09.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 02.09.2008, Blaðsíða 34
18 2. september 2008 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is Lundúnabruninn mikli hófst þenn- an dag árið 1666 en elds upptök voru í bakaríi Thomas Farriner á Pudding Lane. Bruninn, sem stóð yfir í þrjá daga, eða til 5. september, er einn sá mesti sem orðið hefur á Englandi. Hann breiddist hratt út um alla miðborg- ina, náði yfir í fátækrahverfi borgarinnar og ógn- aði um tíma West minster. Í brunanum eyðilögðust 13.200 hús, 87 kirkj- ur, þar á meðal Dómkirkja Páls Postula og flestar opin berar bygg- ingar. Bruninn eyðilagði heim- ili sjötíu þús- und Lundúnabúa en í miðborg- inni bjuggu um áttatíu þúsund manns. Ekki er talið að margir hafi látið lífið en þó voru manntöl yfir millistéttina og fátæka ónákvæm og því getur verið að fleiri hafi látist en tölur gefa til kynna. ÞETTA GERÐIST: 2. SEPTEMBER 1666 Lundúnabruninn mikli hófst MERKISATBURÐIR 1625 Katla tekur að gjósa með miklum eldgangi og verður mikið vatnsflóð og ísrek fram Mýrdals- sand. Einnig varð mikið öskufall. Gosið rénaði 14. september. 1845 Heklugos hefst og stend- ur til næsta vors. Voru 77 ár frá gosinu á undan en 102 ár liðu til næsta goss á eftir. 1876 Kveikt er á fyrsta götu- ljóskerinu í Reykjavík. Þetta var steinolíulukt á háum stólpa neðst í Bak- arabrekku (nú Banka- stræti). 1967 Brúin yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi er vígð og var önnur lengsta hengibrú landsins eða 110 metra löng. JOHN RONALD REUEL TOLKIEN LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1973. „Huglaus er sá sem kveður þegar vegurinn myrkvast.“ Tolkien var breskur rithöfund- ur og fræðimaður þekktast- ur fyrir skáldsögurnar The Lord of the Rings og The Hobbit eða Hringadróttinssögu og Hobb- itann. Hafdís Árnadóttir stofnaði dans- og leiksmiðjuna Kramhúsið í gömlu tré- smíðaverkstæði við Bergstaðastræti fyrir 25 árum, en hluti hússins er frá því fyrir stríð. Þar hefur síðan verið unnið mikið grasrótarstarf og eins og Hafdís orðar það sjálf þá er staðurinn gróðurhús fyrir alls kyns dansstíla og menningarstrauma. „Mikið af þeim dansnámskeiðum sem eru orðin útbreidd hér á landi byrjuðum við með og má nefna tangó, afró, break og magadans sem dæmi. Við höfum verið óhrædd við að gera til- raunir og sumt deyr út á meðan annað festist í sessi,“ segir Hafdís og þakk- ar meðal annars þeim mikla fjölda erlendra kennara sem hafa komið í skemmri eða lengri tíma til að kenna. „Þeir bera með sér ferska strauma og þótt Kramhúsið sé lítið að utan þá er það dálítið stórt að innan. Hér er því rúm fyrir alla mögulega dansstíla og -stefnur.“ Hafdís hefur nýlokið við að stýra ár- legri tangóhátíð þar sem þátttakendur komu hvaðanæva að, byrjendur jafnt sem lengra komnir. Hátíðin var stærri í sniðum en venjulega í tilefni afmælis- ins en fleira er þó á döfinni. „Við erum nú frekar róleg í tíðinni en verðum þó með ýmsar uppákomur í haust líkt og endranær. Þá reikna ég með því að við gerum eitthvað alveg sérstakt og höld- um áreiðanlega góða afmælisveislu eða veglega jólagleði,“ fullyrðir Hafdís. Hún er menntaður íþróttakennari en komst snemma að því að hefðbundnar íþróttir áttu ekkert sérstaklega vel við hana. „Ég er lítil keppnismanneskja og ekki gefin fyrir kassalaga íþróttir. Ég sneri mér því að dansi, hreyfingu, spuna og sköpun. Í upphafi starfsins var á því talsverður leiksmiðjubragur en í dag er þetta fyrst og fremst dans- smiðja.“ Hjördís segir mikinn meðbyr með dansinum um þessar mundir og minn- ist eróbik-æðisins, sem gekk yfir um árið, með lítilli eftirsjá. „Þá tæmdist húsið og meira að segja dansarar fóru frekar í eróbik,“ segir hún kímin. Hafdís segir aldurshópinn sem sækir Kramhúsið mjög breiðan og að ekki sé óalgengt að þar séu þrjár kyn- slóðir við æfingar. Eins hafi fjölmarg- ir nemendur fylgt húsinu alla tíð. Með breakinu hafi síðan strákunum fjölgað til muna. Yngstu börnin segir hún læra að samþætta hreyfingu og tónlist en elstu nemendurnir fara gjarnan í leik- fimi með salsa og sambatakti. „Við höfum lengi lagt áherslu á að losa um hinar lútersku mjaðmir en fólk losnar hreinlega úr álögunum í döns- um á borð við salsa og afró,“ segir Haf- dís. Hún hyggst opna húsið á fimmtu- dag fyrir fólki sem vill kynna sér starf- semi vetrarins. vera@frettabladid.is KRAMHÚSIÐ: FAGNAR 25 ÁRA AFMÆLI Gróðurhús fyrir alls kyns dans og menningarstrauma GRASRÓTARSTARF Hafdís segir mikla tilraunastarfsemi fara fram í Kramhúsinu sem stundum skili sér í því að nýir dansstílar festist í sessi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Fanney Sigurbaldursdóttir frá Ísafirði, Asparfelli 2, Reykjavík, lést föstudaginn 29. ágúst á Landakoti. Ásta Dóra Egilsdóttir Jón Jóhann Jónsson Petrína Margrét Bergvinsdóttir Hulda Bergvinsdóttir Gunnar Hallsson Jón Bergvinsson Ingibjörg Viggósdóttir Ástkær faðir minn, sonur, bróðir og frændi, Gísli Marteinsson Þverbrekku 2, Kópavogi, lést þann 27. ágúst síðastliðinn í Kaupmannahöfn. Arnar Gíslason Lilja Gísladóttir Vilborg Marteinsdóttir og fjölskylda Marteinn Marteinsson og fjölskylda aðrir aðstandendur. Þökkum innilega þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns og föður, Magnúsar Karlssonar Mímisveg 8, Reykjavík. Sérstakar þakkir til lækna og alls hjúkrunarfólks á lungnadeild Landspítalans fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Bára Guðmannsdóttir Guðmann Sigurgeir Magnússon Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, Lára Petrína Guðrún Bjarnadóttir Háaleitisbraut 155, Reykjavík, sem lést föstudaginn 22. ágúst, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 3. september kl. 13.00. Birna María Eggertsdóttir Ásta Lóa Eggertsdóttir Ingigerður Eggertsdóttir Unnur Eggertsdóttir Hermann Arnviðarson Gunnhildur Hrefna Eggertsdóttir Óskar Þorsteinsson Kolbrún Eggertsdóttir Arnaldur F. Axfjörð Pétur Eggert Eggertsson Sigurborg Steingrímsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík • 566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ólafur Þórir Sighvatsson skipstjóri, Skúlagötu 2, Stykkishólmi, verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju föstudag- inn 5. september næstkomandi kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Orgelsjóð Stykkishólmskirkju. Eggert Bjarni Bjarnason Hafdís Sverrisdóttir Sævar Berg Ólafsson Hjálmfríður Guðjónsdóttir Guðbjörg Halldóra Ólafsdóttir Þorvarður Einarsson Ægir Þór Ólafsson Eydís Bergmann Eyþórsdóttir María Bryndís Ólafsdóttir Ásgeir Héðinn Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.