Fréttablaðið - 02.09.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 02.09.2008, Blaðsíða 38
22 2. september 2008 ÞRIÐJUDAGUR Svo virðist sem hörð viðbrögð umheimsins við sambandi Siennu Miller og leikarans Balthazar Getty, sem ku hafa haldið fram- hjá eiginkonu sinni til margra ára með Siennu, hafi ekki haft áhrif á turtil- dúfurnar tvær. Parið leitar sér nú að húsnæði í Los Angeles, og samkvæmt heimildum Daily Mirror hafa þau nýlega skoðað 22 milljóna dollara hús í Malibu. „Það er með sundlaug með söltu vatni og sturtu undir beru lofti. Sienna var mjög ánægð með það,“ segir heimildarmaðurinn. Skötuhjúin höfðu áður skoðað hús á öðru svæði í Malibu, sem átti að kosta tólf milljónir dollara, en hættu við að festa kaup á því þar sem það var ekki „nógu afskekkt“. Svo virðist sem þeim sé annt um friðhelgi einkalífsins. HRIFIN AF SUNDLAUG Sienna Miller ku hafa verið afar hrifin af 22 milljón dollara húsnæðinu sem hún skoðaði með Balthazar á dögunum. MEIRA NÆÐI Balthazar Getty hefur orðið fyrir ágangi ljós- myndara frá því Sienna kom inn í líf hans og vill því fá meira næði í nýja húsnæðinu. Amy Winehouse tókst aftur að svekkja aðdáendur sína með því að hætta við tónleika í París nú á föstudag, aðeins tveimur tímum áður en þeir áttu að hefjast. Tón- leikahaldarar eru svo æfir yfir framkomu söngkonunnar að þeir hyggjast leita réttar síns með aðstoð lögfræðinga. „Umboðsmaður Winehouse sagði okkur klukkan 20 um kvöldið að hún myndi ekki koma og við neydd- umst til að aflýsa tónleikunum. Okkur hafa enn ekki verið gefnar útskýringar fyrir fjarveru hennar. Við hörmum þessar aðstæður mjög og deilum vonbrigðum tónleika- gesta,“ segja þeir. Talsmaður Winehouse gaf ekk- ert út á mögulega lögsókn en talaði í staðinn um heilsu skjólstæðings síns, sem hefur ekki verið upp á marga fiska að undanförnu. „Amy Winehouse er sem stendur heima við að jafna sig. Veikindin eru ekki alvarleg, ekkert sem að smá tími í rúminu og hlé á söng getur ekki lagað,“ segir hún. Heilsa Winehouse var einnig umfjöllunarefni vinar hennar, sem ljóstrar því upp í viðtali við The Sun að sjúkrahúsinnlögn söngkon- unnar í júlí á þessu ári hafi komið til af því að söngkonan hafði þá neytt hass í 36 tíma samfleytt. „Hún hafði reykt ómannlegt magn af hassi sem leiddi af sér alvarlega kannabis-eitrun,“ segir vinurinn. „Köstin hennar voru jafn slæm og í ofneyslunni í ágúst í fyrra,“ bætir hann við, og segir lækna óttast að hún muni brjóta bein í slíkum köst- um, þar sem þau sé orðin svo þunn sökum neyslunnar. Winehouse á næst að koma fram á tónleikum á Isle of Wight-hátíð- inni á laugardag. Reykti hass í 36 tíma STEFNIR Í ÓEFNI Amy Winehouse gengur lítið í haginn þessa dagana og á yfir höfði sér lögsókn vegna aflýstra tón- leika í París á föstudag. NORDICPHOTOS/GETTY Flytja inn saman Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.