Fréttablaðið - 02.09.2008, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 02.09.2008, Blaðsíða 41
ÞRIÐJUDAGUR 2. september 2008 25 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 2. september ➜ Tónleikar 20.30 Almanaksljóð Gerður Bolladóttir sópran, Pamela De Sensi flautuleikari og Sophie Marie Schoonjans hörpuleikari halda tónleika í Sigurjónssafni. Meðal verka er nýtt tónverk eftir Önnu S. Þorvaldsdóttur við Almanaksljóð séra Bolla Gústavssonar. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70. ➜ Tónlist 20.00 Við slaghörpuna Jónas Ingimundarson kynnir tónleika- röðina TÍBRÁ og komanda starfsár í Salnum með spili og spjalli eins og honum einum er lagið. Aðgangur ókeypis. Salurinn, tónlistarhús Kópavogs. ➜ Myndlist Hlynur Hallsson er með yfirlits- sýningu sem samanstendur af eldri og nýrri verkum. Sýningin stendur yfir til 28. september. Nýlistasafnið, Laugavegi 26. Opnunartími mán.-fös. 10-17, lau. 12-17. Sigga Björg Sigurðardóttir sýnir í 101 Gallery, Hverfisgötu 18a. Sýnigin stendur til 5. október. Sjóndeildarhringir Málverk eftir Bjarna Sigurbjörnsson og högg myndir eftir Svövu Björnsdóttur og Kristinn E. Hrafnsson. Sýningin stendur til 21. september. Listasafn Kópavogs, Gerðasafn. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Beautiful Future er níunda plata Primal Scream á rúmlega tuttugu ára ferli. Plötur sveitarinnar eru ólíkar. Hún hefur flakkað á milli rokks, dubs, sýru og danstónlist- ar. Stundum hafa rokkslagararn- ir verið ráðandi, stundum sýran eða danstónlistin. Það sem hefur haldist í gegnum allan ferilinn er töffaraskapur og smekkvísi Bobby Gillespie, söngvara og höfuðpaurs sveitarinnar. Smekkvísin er á sínum stað á Beautiful Future. Þetta er popp- aðasta Primal Scream-platan hingað til og eins og stundum áður er sótt í riff og frasa úr rokk- sögunni með ágætum árangri. Það eru nokkur fín lög, til dæmis titillagið, Uptown og Suicide Bomb, en á heildina litið stendur platan bestu plötum Primal Scream töluvert að baki. Hún er of flöt og tilþrifalítil til að ná að halda athyglinni að fullu. Hún er ekki vonlaus, en það er ekkert nógu afgerandi á henni til að hún fari í hóp með Screama delicu, Vanishing Point, XTRMNTR eða Evil Heat. Trausti Júlíusson Smekklegt TÓNLIST Beautiful Future Primal Scream ★★★ Þó að smekkvísin sé á sínum stað á Beautiful Future þá er platan of tilþrifalítil til að komast í hóp með bestu plötum Primal Scream. Brúðguminn, kvikmynd Baltasars Kormáks, hefur hlotið tilnefningu til kvikmyndaverðlauna Norður- landaráðs í ár. Myndin er byggð á leikriti Antons Tsjekhov og hlaut afar góða aðsókn hér á landi fyrr á árinu. Baltasar skrifaði einnig handritið ásamt Ólafi Agli Ólafs- syni og framleiddi myndina ásamt Agnesi Johansen fyrir Sögn ehf. Alls eru fimm myndir tilnefndar, ein frá hverju Norðurlandanna, og fær vinningsmyndin í sinn hlut 350 þúsund danskar krónur. Dóm- nefndin er skipuð fagfólki frá hverri Norðurlandaþjóð, en það er rithöfundurinn Sjón sem er full- trúi Íslands í henni. Vara- maður er Sif Gunnarsdóttir kvikmyndagagnrýnandi. Í umsögn þeirra um Brúð- gumann segir að myndin sé án efa besta kvikmynd Baltasar Kormáks. „Í Brúðgumanum kemst hann til fulls þroska sem kvik- myndagerðarmaður á sama tíma og hann nýtir sér uppruna sögunn- ar til að auðga kvikmyndalist sína með tuttugu ára reynslu úr leik- húsinu, bæði í myndrænni útfærslu og frásagnarbrögðum.“ Hinar myndirnar sem eru til- nefndar eru Fyrstu árin – Erik Nietzsche – 1. hluti frá Danmörku, þar sem Jacob Thuesen leikstýrir handriti Lars Von Trier, hin finnska Heimili dökku fiðrildanna í leik- stjórn Dome Karukoski, Maðurinn sem unni Yngvari frá Noregi í leikstjórn Stian Kristiansen og hin sænska Þið sem lifið eftir Roy Andersson. Mynd- irnar fimm verða til sýn- ingar í Háskólabíói helgina 13. og 14. september á vegum Græna ljóssins. Tilkynnt verður um úrslitin 15. október, en verðlaunaafhending fer fram í Helsinki 28. október, þar sem einnig verða afhent önnur verðlaun Norður- landaráðs. - sun Brúðgumi Baltas- ars tilnefndur TILNEFNDUR TIL VERÐ- LAUNA NORÐUR- LANDARÁÐS Mynd Baltasars Kormáks, Brúðguminn, er tilnefnd til kvikmyndaverð- launa Norður- landaráðs í ár.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.