Fréttablaðið - 02.09.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 02.09.2008, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 2. september 2008 3 Auglýsingasími – Mest lesið ÍSLENSKUNÁMSKEIÐ fyrir útlendinga hefjast 15. og 16. september hjá Mími símenntun. Námskeiðin eru á fimm stigum auk sérstakra tal- og ritunarnámskeiða. Hægt er velja um morgun- og kvöldtíma. Upplýsingar og skráning í síma 580 1808 eða á mimir.is. „Það er auðvelt að koma heim með vitlausa vínflösku þegar halda á matarboð,“ segir Sædís Gísladóttir vínráðgjafi, sem útskrifaðist með gráðu í vínfræðum frá hinum virta skóla Wine and Spirit Education Trust (WSET) á Englandi í vor. „Við útskrifuðumst þrjár konur að þessu sinni, en áður höfðu útskrifast fjórir karlar. ÁTVR er samstarfsaðili WSET og námið fer fram hér heima, en náms- og próf- gögn eru send að utan, sem og próf- skírteini,“ segir Sædís, sem í sjö ár hefur starfað hjá ÁTVR. „Nám í vínráðgjöf býðst þeim sem hafa lokið námskeiðum í Vín- skóla ÁTVR með ágætiseinkunn. Hjá WSET lærðum við um lönd, þrúgur, veðurfar, jarðveg og annað sem lýtur að víngerð og kom á óvart hversu mikill vísdómur liggur að baki. Námið var ótrúlega skemmti- legt, en virkilega strembið. Í verk- lega hlutanum er smökkun fyrir- ferðarmikil, enda þurfa vín ráðgjafar að geta skilgreint upp- byggingu víns og uppruna af nákvæmni með lyktar- og bragð- skyni sínu,“ segir Sædís. „Vínráðgjafar leiðbeina um val á víni fyrir hvert og eitt tilefni með sérþekkingu sinni, hvort sem það er léttvín, bjór eða sterkt vín. Vín- ráðgjöf nýtur mikilla vinsælda, enda margt sem spilar inn í hvað varðar vínið sjálft, en einnig mat og meðlæti sem á að njóta með vín- glasi. Fólk kýs í auknum mæli að drekka lífræn vín og er vínheimur- inn að koma til móts við þá eftir- spurn með því að hafa afurðir sínar eins náttúrulegar og hægt er. Það er bæði dýrara og áhættusamara fyrir framleiðendur, en þó hefur vín ekki hækkað að ráði hérlendis í mörg ár. Ódýr vín þykja dýr í saman burði við nágrannalöndin, en dýr vín eru ódýrari, og reyndar svo mjög að hingað koma safnarar til að kaupa fínustu vín í heimi,“ segir Sædís og staðfestir að frönsk vín þyki enn þau bestu á heimsvísu. „Frakkar stunda vínrækt við kjöraðstæður með gamla siði að vopni. Útkoman er spennandi og aldrei tvisvar eins, og fer eftir veðri. Það hefur loðað við vín frá Nýja heiminum að vera keimlík milli ára, en vín Frakklands, Ítalíu og Spánar eru margbreytileg og alltaf jafn spennandi að bíða nýrrar uppskeru þaðan,“ segir Sædís, sem starfar við vínráðgjöf í nýjustu verslun ÁTVR í Skútuvogi 2. thordis@frettabladid.is Vísdómur og vín Að velja hið fullkomna vín fyrir rétta tilefnið er þrautin þyngri fyrir leikmenn í hillum vínbúða, en þar koma vínráðgjafar til hjálpar með sérþekkingu á flóknu samspili víns og matar. Sædís Gísladóttir er nýútskrifaður vínráðgjafi og starfar í nýjustu 1.000 tegunda verslun ÁTVR í Skútuvogi. Hún er ein þriggja kvenna og fjögurra karla sem lokið hafa námi í vínráðgjöf frá hinum virta vínskóla WSET á Englandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Stefnumótun, vöru- og þjónustuþró- un, markaðsmál, fjármál og stjórn- un auk annarra hagnýtra atriða við stofnun og rekstur fyrirtækja er á meðal þess sem kennt er á nám- skeiðinu Brautargengi, sem hefst á Akureyri, Reyðarfirði og Reykja- nesbæ hinn 13. september. Námskeiðið, sem Impra hefur haldið síðan árið 1996, er ætlað athafnakonum sem vilja hrinda við- skiptahugmyndum sínum í fram- kvæmd. Markmið námskeiðsins eru að konurnar vinni viðskiptaáætlun, kynnist grundvallaratriðum í stofn- un fyrirtækis, öðlist innsýn og þekk- ingu á atriðum er lúta að rekstri fyrirtækis, til að mynda á stefnu- mótun, markaðsmálum, fjármálum og stjórnun. Það byggist upp á fyr- irlestrum og verkefnatímum. Námskeiðið er sjötíu tímar og kennt einu sinni í viku í fimmtán vikna lotu, 4,5 tíma í senn. Nánari upplýsingar um Brautargengi er að finna á heimasíðu Impru, www. impra.is, eða með því að hafa sam- band við Selmu Dögg Sigurjóns- dóttur, selma@nmi.is eða sími 460 7970. Konur á framabraut Brautargengi er ætlað athafnakonum. NORDICPHOTOS/GETTY Nám í búvísindum undirbýr nemendur fyrir alls kyns störf tengd landbúnaði, svo sem búrekstur, leið- beiningar, þjónustu, kennslu, rannsókna- störf og fleira. www.land- bunadur.is. Tungumál 10 vikna námskeið 20 kennslustundir Áhersla á talmál Kennt er í byrjenda - framhalds – og talæfi ngafl okkum ENSKA DANSKA NORSKA SÆNSKA FRANSKA ÍTALSKA SPÆNSKA ÞÝSKA Íslenska fyrir útlendinga I - V 9 vikna námskeið 50 kennslustundir Icelandic for foreigners I - V 9 weeks courses 50 class hours Nauka jezyka islandzkiego dla obcokrajowcow I – V Kurs 9-tygodniowy 50 godzin lekcyjnych Verklegar greinar Bókband Frístundamálun Glerbrennsla Silfursmíði Skrautritun Trésmíði Útskurður Saumanámskeið Að endursauma föt og hanna að nýju Crazy quilt Fatasaumur/ Barnafatasaumur Skrautsaumur Baldering Skattering Þjóðbúningur - saumaður Tölvunámskeið Fingrasetning Tölvugrunnur Tölvugrunnur II Word Ritvinnsla Garðyrkjunámskeið Garðurinn allt árið NÁMSKEIÐ Á HAUSTÖNN 2008 Matreiðslunámskeið Gómsætir bauna – pasta – og grænmetisréttir Gómsætir hollir suðrænir réttir frá Miðjarðarhafslöndunum Hráfæði Matarmiklar súpur og heimabakað brauð Matargerð fyrir karlmenn I Grunnnámskeið Matargerð fyrir karlmenn II Framhaldsnámskeið Bökur Fríðubökur Förðunarnámskeið Förðunarnámskeið Að farða sig og aðra Innritun í síma 564 1507 á vef skólans http:// kvoldskoli.kopavogur.is eða á skrifstofu Kvöldskólans í Snælandsskóla Nánari upplýsingar eru einnig á vefsíðu skólans Vefsíða:http:// kvoldskoli.kopavogur.is Netfang: kvoldskoli@kopavogur.is 554 7212 / 865 5890 Trommuskóli Gunnars Waage Innritun stendur yfir fyrir byrjendur og lengra komna Undirbúningsdeild Diplomanám á háskólastigi t ro m m u s k o l i n n . i s

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.