Fréttablaðið - 10.09.2008, Page 8

Fréttablaðið - 10.09.2008, Page 8
8 10. september 2008 MIÐVIKUDAGUR BANDARÍKIN, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti ætlar ekki að fækka hermönnum í Írak að ráði meðan hann er við völd, heldur lætur hann eftirmanni sínum, sem tekur við í janúar næstkom- andi, það eftir að hefja brottflutn- ing herliðsins frá Írak. Hann ætlar þó að kalla átta þús- und hermenn heim frá Írak í febrúar, en segir að unnt verði að kalla fleiri hermenn heim á fyrri hluta næsta árs ef aðstæður í Írak leyfa. Nú eru um 146 þúsund bandarískir hermenn í Írak. Hann ætlar ekki að senda fleiri hermenn til Afganistans, í bili, en segir að bandarískum hermönn- um þar hafi hvort eð er fjölgað á síðustu tveimur árum úr 21 þús- und í 31 þúsund. „Ég er gáttaður á því að Bush forseti hafi ákveðið að kalla svo fáa hermenn heim frá Írak og senda svo lítinn herafla til Afgan- istans,“ sagði Harry Reid, leið- togi meirihluta Demókrataflokks- ins í öldungadeild Bandaríkjaþings. Barack Obama, forsetaefni Demókrata, segir að þessi áform Bush um aukinn herafla til Afgan- istans nægi engan veginn: „Þetta eru ekki nógu margir hermenn, ekki nógu mikill herafli, ekki nógu miklir peningar,“ sagði Obama í gær. Hann segir að Bush hafi engan skilning á því að víglínur stríðs- ins gegn hryðjuverkum séu í Afganistan og Pakistan, en ekki í Írak. Obama notaði einnig tækifærið að spyrða mótframbjóðanda sinn, John McCain, enn á ný saman við Bush forseta og hina óvinsælu stríðsstefnu hans. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur fylgi Obama minnkað nokk- uð en fylgi McCains aukist síðan sá síðarnefndi tilkynnti um að Sarah Palin, ríkisstjóri í Alaska, yrði varaforsetaefni sitt. McCain og Palin hafa lagt áherslu á að boða breytingar á starfsháttum stjórnmálamanna í Washington og hafa þar með reynt að taka upp helsta áherslu- atriði Obamas í kosningabarátt- unni. Obama hefur hins vegar einnig sagst ætla að kalla herinn heim frá Írak innan 16 mánaða frá því hann tekur við sem forseti, verði hann kosinn. Yfirlýsingar Bush í gær gefa Obama tækifæri til að draga athyglina frá Palin og að stríðsrekstri Bandaríkjanna í Írak og Afganistan. gudsteinn@frettabladid.is 1. Hverjir eru taldir líklegir til að taka við framkvæmdastjóra- stöðu hjá Íslendingaliðinu West Ham? 2. Hver vann þrenn verðlaun fyrir myndband við lagið Piece of Me á verðlaunahátíð MTV- sjónvarpsstöðvarinnar? 3. Hvað heitir forsætisráðherra Taílands? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 GEORGE W. BUSH Bandaríkjaforseti skýrði í gær frá áformum sínum varðandi herafla Bandaríkjanna í Írak og Afganistan út kjörtímabilið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Bandarískur herafli í Írak verður óbreyttur Demókratar segjast gáttaðir á því að Bush ætli ekki að kalla fleiri hermenn heim frá Írak og senda fleiri til Afganistans. Bush lætur eftirmanni sínum eftir að taka ákvarðanir um brottflutning herliðs frá Írak. TÆKNI Talið er að yfir 200.000 manns hafi safnast saman í miðborg Liverpool á Englandi um helgina til þess að verða vitni að risakónguló ganga um götur bítlabæjarins. Hinni tölvustýrðu kónguló, sem er rúmlega fimmtán metrar á hæð og vegur yfir 37 tonn, var gefið nafnið „Prinsessan“. Hópur af frönskum listamönnum sem kallar sig „La Machine“ vann að gerð ferlíkisins. Var göngutúrinn um Liverpool hluti af mikilli tækniráðstefnu sem fer fram í borginni í tilefni af því að Liverpool er menningarhöfuð- borg Evrópu í ár. - kg Menningarhöfuðborg Evrópu: Risakónguló í Liverpool PRINSESSAN Tólf menn stýrðu risa- kóngulónni með fjarstýringum. NORDICPHOTOS/AFP Maður skyldi ætla að hagkvæm- ara væri að kaupa matvöru og annað í stærri einingum en minni. Svo er þó aldeilis ekki einhlítt og enn og aftur gildir að vera með fullri meðvitund í búðinni. Hörður Ágústsson skrifar: „Ég og konan vorum í Krónunni í gær að versla inn í ansi tóman ísskáp. Ekkert er betra en góður ávaxtasafi á morgnana svo ég ákvað að kaupa mér Happy Day appelsínusafa. Ísskápurinn okkar er rúmgóður og gríp ég því tveggja lítra fernuna enda er það augljóst mál að maður spar- ar á að kaupa stærri einingar... eða hvað? Ekki í þessu tilviki! Ég sendi með mynd af Happy Day djúsfernunum hlið við hlið. Einn lítri er á 149 krónur, tveir lítrar á 339 krónur eða 170 krónur lítrinn!“ Árvekni borgar sig í búðinni: Stærri einingar eru ekki alltaf hagkvæmari EINN LÍTRI EÐA TVEIR Hörður er með myndavél í símanum og gat því lagt fram sönnunargagn. SKIPULAGSMÁL Fjárfestirinn Ing- unn Wernersdóttir hefur fengið leyfi skipulagsfulltrúans í Reykja- vík til að reisa tengibyggingu við húsið á Þingholtsstræti 29a. Ætlun Ingunnar er að byggja tveggja hæða hús norðan við núverandi hús og tengja húsin saman. Í nýja húsinu verður meðal annars vegleg baðstofa á neðri hæðinni og bílskúr á efri hæð með aðkomu frá Grundarstíg. Engar athugasemdir við fram- kvæmdina bárust meðan hún var í grenndarkynningu fram til 4. sept- ember. Stækkunin nemur 245 fer- metrum og verður eignin með henni samtals 713 fermetrar. Auk nýja hússins verða gerðar breyt- ingar á eldra húsinu, meðal annars á gluggum og á dyraopum er snúa íl austur að garðinum. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu hefur Ingunn Wern- ersdóttir verið að gera upp hið sögufræga hús á Þingholtsstræti sem upphaflega var byggt sem einbýlishús en er þekktast fyrir að hafa þjónað í áratugi sem aðalsafn Borgarbókasafns Reykjavíkur. Húsið hefur lengst af gengið undir nafninu Esjuberg en var á sínum tíma kallað Villa Frida eftir eigin- konu þáverandi eiganda. - gar Skipulagsfulltrúi leyfir viðbótarhús við gamla borgarbókasafnið á Þingholtsstræti: Tengibygging mun rísa við Esjuberg STJÓRNMÁL Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður VG, gagnrýnir að ráðgjafarfyrirtæki hafi skipulagt vinnuferð heilbrigðisnefndar Alþingis til Stokk- hólms. Fyrirtækið heitir InDevelop og vinnur ráðgjafar- störf í heilbrigðisráðuneytinu vegna fyrirhugaðra breytinga á sjúkratryggingakerfinu. Ögmundur sagði í grein í Fréttablaðinu í gær að ferðin hafi verið „farin undir handarjaðri verktakafyrirtækis- ins sem skipuleggur markaðsvæðingarátak heil- brigðisráðherrans“. Í samtali við Fréttablaðið sagði Ögmundur óeðlilega að málum staðið. „Það er mjög óeðlilegt að fyrirtæki sem hugsanlega hefur hagsmuna að gæta er fengið til að hafa milligöngu um samtöl þingmanna og viðmælenda þeirra.“ Ásta Möller, formaður heilbrigðisnefndar, segir fyrirtækið hafa annast skipulagningu funda eftir forskrift hennar sjálfrar. Fyrirtækið hafi aðgang að því fólki sem kom að innleiðingu nýs sjúkratrygg- ingakerfis í Svíþjóð auk þess sem það kom á fundum með stjórnmálamönnum úr ólíkum flokkum. „Það er ekkert óeðlilegt við þetta, þvert á móti var ferðin gagnleg og ekki annað að heyra á nefndarmönnum en að þeir væru ánægðir með fyrirlestrana og fundina.“ - bþs Ögmundur Jónasson gagnrýnir fyrirkomulag við Stokkhólmsför heilbrigðisnefndar: Ráðgjafi heilbrigðisráðherra skipulagði ferð þingnefndar PAKISTAN, AP Asif Ali Zardari sór í gær embættiseið sinn sem forseti Pakistans. Hann er ekkill Benazir Bhutto, fyrrverandi leiðtoga Þjóðarflokks Pakistans, en hún var myrt seint á síðasta ári. Zardari hóf embættisferil sinn á að lýsa því yfir að stríðið gegn hryðjuverkamönnum geti gefið landinu tækifæri til að sigrast á efnahagsörðugleikum. Hamid Karzai, forseti Afganist- ans, var viðstaddur þegar Zardari tók við embætti sínu. Hann sagðist vona að samstarf þeirra yrði gott. - gb Ekkill Benazir Bhutto: Zardari orðinn forseti Pakistan AZIF ALI ZARDARI Við mynd af hinni myrtu eiginkonu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UMFERÐ Ungir ökumenn valda alls 27 prósentum banaslysa í umferðinni í OECD-löndunum þrátt fyrir að vera aðeins 10 prósent mannfjöldans. Þetta kom fram í fyrirlestri Divera Twisk á fundi Lýðheilsu- stöðvar, slysavarnaráðs og umferðarráðs um áhættuhegðun ungra ökumanna í gær. Twisk er sviðsstjóri rannsókna á mann- legri hegðun hjá SWOV, stofnun um umferðarrannsóknir í Leidchendam í Hollandi. Hún segir umferðarslys vera helstu dauðaorsök fólks á aldrinum 15 til 24 ára innan landa OECD. Helstu ástæðuna segir hún vera reynslu- leysi ungra ökumanna. - ovd Óreyndir ungir ökumenn: Valda um þriðj- ungi dauðaslysa UMFERÐ Óreyndir ökumenn valda stórum hluta umferðarslysa innan OECD-landanna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is ÁSTA MÖLLER ÖGMUNDUR JÓNASSON BREYTINGARNAR Á ljósmyndinni er húsið á Þingholtsstræti 29a en teikn- ingin sýnir hvernig baðhúsi og bílskúr er bætt til hliðar við húsið. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.