Fréttablaðið - 22.09.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.09.2008, Blaðsíða 4
4 22. september 2008 MÁNUDAGUR EFNAHAGSMÁL Átta aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins, SA, hafa haft til umfjöllunar mögulega aðildarumsókn Íslands að Evrópu- sambandinu, ESB, og hugsanlega upptöku evru, með eða án aðildar, frá því í fyrrahaust þegar SA bað aðildarfélögin bréflega um að fara í þessa vinnu. Afar misjafnt er hversu langt félögin eru komin, en stefnt er að því að þau hafi öll mótað afstöðu sína á næstu vikum eða mánuðum. „Menn eru að spá í þetta frá öllum hliðum,“ byrjar Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA. „Það má segja að tilefni hafi verið fyrir hendi þegar ákveðið var að fara í þessa vinnu og þetta tilefni hefur ekki minnkað. Ég held að það verði stöðugt brýnna að málið klárist,“ segir hann. „Þetta hefur mikið verið skoðað en umræðan hefur ekki verið á þeim nótum að taka ákvörðun um stuðning eða ekki stuðn- ing. Menn hafa aldrei talað um evruna í því ljósi að það væri komið nálægt því að taka ákvörðun,“ segir hann og bendir á að aðildarfélögin þurfi nú að komast að niðurstöðu. „Þetta er ferli sem hefur verið lengi í gangi og byrjaði fyrir alvöru fyrir ári síðan. Menn búa við þetta vandamál sem er peningastefnan og miklar gengissveiflur á krónunni. Krónan er nú lægri en nokkru sinni fyrr og verðbólgan meiri en fyrir þjóðarsátt og samt erum vextirnir sem atvinnulífið býr við himinháir. Það er þessi staða sem gerir það að verkum að menn leita annarra leiða.“ - ghs, shá Eftirlit með gæsaskyttum Lögreglan á Hvolsvelli hefur undan- farna daga haft í nógu að snúast við eftirlit með gæsaskyttum í umdæmi sínu. Byssuleyfi, byssur og veiðikort eru meðal þess sem lögreglan hefur skoðað hjá veiðimönnunum. Sparkaði í gegnum rúðu Karlmaður á tvítugsaldri var fluttur á slysadeild eftir að hann skarst á síðu og fæti þegar hann sparkaði í gegnum rúðu í heimahúsi á Selfossi í fyrrinótt. Maðurinn hafði átt í átökum við menn sem sátu við drykkju í hús- inu og var lögreglan á Selfossi kölluð að húsinu til að skakka leikinn. LÖGREGLUFRÉTTIR ÍSRAEL, AP Ehud Olmert hefur formlega sagt af sér sem forsætisráðherra Ísraels. Hann afhenti Shimon Peres forseta bréf þess efnis í gær. Olmert mun gegna embætti þangað til að ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Efirmaður hans sem formaður Kadima-flokksins, utanríkisráðherrann Tzipi Livni, mun hafa sex vikur til þess að reyna að mynda ríkisstjórn. Hún hófst handa við það fyrr í vikunni, eftir að hún hafði sigrað í leiðtogakjöri flokksins. Olmert neyddist til þess að segja af sér vegna spillingarmála, en hann hefur neitað að hafa brotið af sér. - þeb Forsætisráðherra Ísraels: Olmert segir formlega af sér EHUD OLMERT Hefur sagt af sér embætti sem forsætisráðherra Ísraels. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17° 17° 11° 14° 16° 18° 19° 16° 13° 15° 29° 26° 16° 18° 26° 22° 29° 17° 4 MIÐVIKUDAGUR Hvöss sunnanátt vestan til, annars strekkingur. Á MORGUN 3-8 m/s, breytileg átt. Rigning sunnantil síðdegis. 8 8 9 10 10 10 12 11 10 10 6 12 8 13 8 10 6 10 10 5 8 5 8 10 98 10 12 12 1210 LÆGIR Á MORGUN Almennt er nokkuð vindasamt á landinu í dag, líkt og verið hefur síðustu daga. Á morgun lægir hins vegar um allt land þó að greina megi strekkingsvind úti fyrir norðurströnd- inni. Á miðvikudag hvessir svo að nýju með vaxandi sunnanátt og rigningu og síðar skúrum. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur Samtök atvinnulífsins bíða eftir afstöðu aðildarfélaga sinna til upptöku evrunnar: Stöðugt brýnna að málið klárist „Við höfum bara staðfest að við telj- um að það sé skynsamlegt að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Sú stefna er óbreytt hjá okkur,“ segir Jón Steindór Valdimars- son, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins. „Við höfum sagt að menn eiga að undirbúa aðildar- viðræður með það að markmiði að ganga í Evrópusam- bandið og taka upp evru sem allra fyrst. Við teljum að það sé ekki eftir neinu að bíða,“ segir Jón Steindór og hafnar því að innganga í ESB geti leyst efnahagsvandann sem Íslend- ingar eigi við að stríða. Samtök iðnaðarins: Stefna liggur fyrir Hrund Rudolfsdóttir, formaður SVÞ, segir að samtökin hafi komist að þeirri niðurstöðu að opna aðildarvið- ræður að ESB. Hún segir að samtökin hafi komist að þeirri niðurstöðu í sumar. „Við erum ekki endilega að segja að við viljum fara í ESB en við viljum fara í viðræður og sjá hvert þær leiða okkur,“ segir hún og bendir á að í sumar hafi einhliða upptaka evru verið slegin út af borðinu. „Framkvæmdastjóri ESB sagði að upptaka evru gæti aldrei gengið upp. En við værum auðvitað til í að skoða það.“ SVÞ: Viljum viðræður Halldór Jón Kristjánsson, formaður Samtaka fjármálafyrirtækja, segir Evrópu- og evrumálin ekki fullrædd á vettvangi fjármála- fyrirtækja og „ólík sjónarmið uppi“. „Við erum eins og aðrir að ræða þessi mál þannig að ég vil engu spá. Það kemur bara þegar það kemur,“ segir hann. „Við munum reyna að setja fram sjónarmið okkar þegar þörf verður á og að því marki og inn í það samhengi sem kallað verður eftir, en það er ekki orðið ljóst núna. Ég vil ekki segja meira um þetta. Ég vil að félagsmenn og stjórn geti rætt þetta mál betur.“ Samtök fjármálafyrirtækja: Ólík sjónarmið Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, SF, segir að afstaða SF til upptöku evru verði rædd á aðalfundi um næstu helgi. Ekki sé von á niðurstöðu fyrr en í desember. „Á síðasta stjórnar fundi kom fram að á næstu vikum myndi afstaða aðildar- samtaka SA skýrast. Við erum að skoða þessa stöðu og reiknum með niðurstöðu fyrir áramót,“ segir hann og minnir á að SA hafi ekki samþykkt að mæla með upptöku evru án inn- göngu í ESB. Samtök fiskvinnslustöðva: Afstaða í mótun Styttist í ákvörðun um evru Samtök atvinnulífsins bíða eftir afstöðu aðildarfélaga til evrunnar. Sum þegar hafa fyrir löngu gert upp hug sinn. Önnur virðast eiga langt í land. Öll virðast þau þó stefna að niðurstöðu fyrir áramót. „Við höfðum þetta mál í vinnslu áður en okkur barst bréf SA og erum að skoða hvaða kostir og gallar eru varð- andi upptöku evr- unnar,“ segir Björg- ólfur Jóhannsson, stjórnarformaður LÍÚ. „Ég á ekki von á afdráttarlausri niður- stöðu úr þessari vinnu.“ Aðalfundur LÍÚ verður haldinn í október. „Þá verður farið yfir þá vinnu sem sérfræðingar eru að vinna fyrir okkar hönd. En ég tek fram að afstaða LÍÚ er ekki komin fram og við ætlum að spara stóru orðin þangað til niðurstaða okkar sérfræðinga liggur fyrir.“ Landssamband útvegsmanna: Kostir og gallar „Nei, Samorka hefur ekki ályktað um það hvort kanna skuli möguleika á að taka upp evru. Það skal hins vegar ítrekað að þrjú stærstu orkufyrir- tækin, Landsvirkjun, Hitaveita Suður- nesja og Orkuveita Reykjavíkur, hafa mikið af sínum tekjum í erlendum gjaldmiðli og er þess vegna nokkuð sama um krónuna held ég,“ segir Franz Árnason, stjórnar- formaður Samorku. Franz segir að samtökin muni ræða þetta á næstu mánuðum innan stjórnar og við félagsmenn samtak- anna. Samorka: Þeim stóru sama „Það var ályktað á aðalfundi SAF í vor að þar sem sýnt þætti að ekki væri hægt að taka upp evru einhliða yrði þetta starfsár notað til að kanna kosti og galla aðildar að Evr- ópusambandinu,“ segir Árni Gunnars- son, stjórnarformaður SAF. „Sú vinna er í gangi og í október munum við halda ráðstefnu um þessi mál. Í framhaldinu verður gerð skoðanakönnun meðal félagsmanna og þannig verður afstaða félagsins mótuð til þessara mála.“ Samtök ferðaþjónustunnar: Félagsmenn móta afstöðuna „Nei, það hefur ekki verið tekin formleg afstaða til þessa erindis SA en á stjórnarfundi í október verður þetta tekið til umfjöllunar. Hingað til hefur þetta verið rætt óform- lega,“ segir Jens Pétur Jóhannsson, stjórnar formaður SART. Jens segir að innan samtakanna séu afar skiptar skoðanir um upptöku evru og erfitt að meta hvernig landið liggi. Jens veit ekki hvenær niðurstöðu er að vænta en í byrjun desember verði stjórnar- fundur hjá SA og þá geti málin tekið að skýrast. Samtök í raf- og tölvuiðnaði: Rætt óformlega Menn hafa aldrei talað um evruna í því ljósi að það væri komið nálægt því að taka ákvörðun. VILHJÁLMUR EGILSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI SAMTAKA ATVINNULÍFSINS GENGIÐ 19.09.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 173,0016 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 92,44 92,88 166,13 166,93 131,29 132,03 17,594 17,696 15,882 15,976 13,742 13,822 0,8597 0,8647 143,01 143,87 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.