Fréttablaðið - 22.09.2008, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 22.09.2008, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 22. september 2008 23 Spore er hugarfóstur Wills Wright og er hann maðurinn á bak við SimCity og The Sims-leikina. Wright er einn af virtustu mönn- um í leikjabransanum og er vana- lega settur á sama stall og Sid Meier og Shigeru Myamoto. Allir þessir menn hafa mikil áhrif á iðnaðinn og leikir þeirra seljast vanalega í milljónum eintaka. Hvað er Spore? Ein leið er að kalla leikinn „Sim Everything“, sem sagt allt Sim-tengt. Leikurinn líkir eftir þróun lífsins frá frum- lífinu í hafinu allt til tuga milljóna ára síðar þegar lífið hefur sig á loft til stjarnanna. Eini munurinn er að áhrif spilarans móta þróun lífsins í Spore. Það er erfitt að fyllast ekki pínu stolti við að þróa líf frá frumu allt til þess að það teygir sig í átt til stjarnanna og vita að maður átti hlut í þróun þess lífs. Það er hlutverk spilarans að þróa lífveru frá upphafi lífsins og leiða hana áleiðis í þróun sinni og til þess hefur hann ýmis tól og leiðir til að fara. Viltu að Spore- dýrin þín verði kjötætur, græn- metisætur eða kannski hvort tveggja? Viltu að þau verði með tvær eða fjórar eða jafnvel sex hendur! Hvað ætli Charles Darwin myndi segja yfir furðuverum Spore? Forritin til að búa til dýr og far- artæki eru eitthvað sem hægt er að eyða miklum tíma í. Það er virkilega einfalt að nota þau og að mörgu leyti er þetta eins og að leika sér með leir eins og maður gerði sem krakki og tekur ekki nema andartak að búa til. Viltu ná árangri með hernaði eða sameina ættflokkana og að lokum alla plánetuna undir þínum fána? Allt eru þetta möguleikar sem standa til boða þegar Spore er spilaður og allan tímann er hægt að velja hvaða leið er farin. Að flokka leikinn er erfitt, hann er í raun fimm leikir í einu, sem skiptast í frumu-, dýra-, ættbálka- , siðmenningar- og að lokum geim- part sem er langstærstur hluti leiksins og er hægt að vera tímun- um saman bara í honum að kanna himingeiminn og nema nýjar plá- netur og breyta þeim eftir eigin þörfum. Hvern hefur ekki langað að hanna plánetu sem er með gulan himin, blátt land og bleikan sjó? Möguleikarnir eru miklir. Maxis-hönnuðir Spore sáu sér leik á borði og gáfu út í byrjun sumarsins forrit sem býr til dýrin í Spore og er hluti af lokaleiknum. Með þessu gat fólk byrjað að búa til dýr strax sem síðan var hlaðið upp á Sporepedia-kerfið sem er kjölfesta leiksins. Áður en leikur- inn kom út höfðu notendurnir búið til fleiri dýr en finnast á allri jörð- inni! Þessi tala heldur áfram að stækka og að auki munu bætast við ýmis farartæki og hús. Fólk getur gerst áskrifendur að því sem aðrir búa til í gegnum leikinn og það gerir að verkum að hver nýr leikur sem er spilaður í Spore, svo lengi sem að þú ert nettengd- ur, mun tryggja fjölbreyttan leik og þú hreinlega veist aldrei hverju þá átt von á. Hægt er, innan leiksins, að taka upp myndskeið og senda það beint inn á YouTube til að sýna vinum sköpunargáfu þína. Svona flókinn leikur er ekki án vankanta. Að vera hálfpartinn fimm leikir í einu gerir það að verkum að það þarf að horfa á leikinn sem eina heildarmynd og hvað hann býður upp á en ekki dæma hann fyrir ákveðna hluta hans. Þetta er frumlegur og fjöl- breyttur leikur sem býður upp á skemmtilega spilun og höfðar til margbreytilegs hóps. Sveinn A. Gunnarsson Fimm leikir í einum frábærum leik TÖLVULEIKIR Spore Kominn út fyrir PC/Mac. PEGI Merkingar: 12+ Leikurinn inni- heldur atriði sem geta valdið óhug. Upplýsingar um PEGI merkingar má finna á www.saft.is. ★★★★ Frá frumu til stjarnanna í einum leik. Abba-aðdáendur sem voru búnir að panta sér pakkaferð til Stokkhólms næsta sumar þurfa nú að endurskoða ferðalagið sitt því opnun Abbasafnsins í Stokkhólmi hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Safnið átti að opna fjórða júní en það varð mun flóknara og erfiðara að breyta gamla tollhús- inu í Stokkhólmi í Abbasafn en menn sáu fram á í fyrstu. Þeirri hugmynd var því slaufað og nú er leitað að öðru húsnæði. Undirbún- ingur safnsins var langt á veg kominn og umsjónarmennirnir biðja aðdáendur að örvænta ekki. Abbasafnið verði opnað fyrr eða síðar á nýjum stað. Miðað við gríðarlegar vinsældir Abba í gegnum tíðina er ljóst að safnið á eftir að njóta mikilla vinsælda. Abbasafni frestað EKKERT SAFN Í BILI Abba-aðdáendur gráta. FÆRÐ ÞÚ HAUSTUPPBÓT? Næsti útd ráttur verð ur 24.09.200 8

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.