Fréttablaðið - 22.09.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 22.09.2008, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 22. september 2008 11 ÍS L E N S K A S IA .I S L B I 43 67 1 09 /0 8 Boðið verður upp á morgunverðarhlaðborð frá kl. 7:45. Vinsamlegast skráið þátttöku á www.landsbanki.is fyrir klukkan 16.00 í dag, 22. september. Greiningardeild Landsbankans býður til morgunverðarfundar þriðjudaginn 23. september, kl. 8:00 til 10:00, á Hótel Nordica. Á fundinum verður hagspá Landsbankans 2008-2012 kynnt og leitað svara við ýmsum áleitnum spurningum. Dagskrá fundarins • Af hverju eru horfurnar öfundsverðar? • Þarf ríkið að „bjarga“ fjármálakerfinu? • Geta seðlabankar heims afstýrt kreppu? Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri, setur fundinn Öfundsverðar langtímahorfur - Hagspá 2008-2012 Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningardeildar, Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, hagfræðingur Hver er staða íslensku bankanna? Benedikt Stefánsson, hagfræðingur Hagstjórn á tímum ótta og óvissu Lúðvík Elíasson, hagfræðingur Geta seðlabankar heims afstýrt kreppu? Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Fundarstjóri: Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Öfundsverðar langtímahorfur Hagspá Landsbankans 2008-2012 SAMGÖNGUR Erlendir nemar sem eru í framhaldsskóla eða háskóla hér á landi eiga að fá frítt í strætó eins og aðrir nemendur á höfuð- borgarsvæðinu nema í Garðabæ. Þeir hafa þó ekki enn fengið frítt í strætó þó að mánuður sé þegar lið- inn af skólaárinu og aðrir nemend- ur hafi þegar fengið nemakort. Talið er að um 300-400 manna hóp sé að ræða. Reynir Jónsson, framkvæmda- stjóri Strætós bs., segir að tækni- leg vandamál hafi gert það að verk- um að erlendir nemar hafi ekki enn fengið ókeypis í strætó en vonast til að það fari að leysast. Álitamál hafi verið hvort þeir ættu að fá ókeypis þar sem þeir séu hér ýmist um lengri eða skemmri tíma og það hafi tekið sveitarfélögin tíma að ná niðurstöðu. Þau hafi ákveðið að erlendir nemar ættu að fá ókeypis í strætó og nú sé reynt að leysa það tæknilega. „Allir þeir skiptinemar sem eru skráðir til náms í skólum á fram- halds- og háskólastigi og eru með lögheimili eða aðsetur í þessum sveitarfélögum eiga kost á því að fá þessi kort,“ segir hann. „Það sem við ekki vissum þegar við vorum að undirbúa málið er að allir útlendingar sem eru með tíma- bundið dvalarleyfi hér eru á sér- stakri þjóðskrá, sem heitir utan- garðsskrá, og það hefur því miður tekið mjög langan tíma að fá þessa skrá frá Hagstofunni eða Þjóð- skránni og tengja hana því kerfi sem við notum hjá Skýrr. En mér skilst að þetta sé allt á lokasprett- inum,“ segir Reynir. Einar Kristjánsson, þjónustu- stjóri hjá Strætó, segir að Strætó hafi keypt aðgang að þjóðskránni og ekki haft hugmynd um að haldin væri sér þjóðskrá fyrir erlenda ríkisborgara, svokallaða utan- garðsskrá. „Þegar við fórum í loftið leið ein- hver tími þar til við fengum vitn- eskju um að þetta væri ekki rétt utangarðsskrá,“ segir hann. Strætó hafi fyrst fengið aðgang að skrá númer tvö og það hafi ekki verið rétt skrá en nú fáist fljótlega aðgangur að skrá þrjú og þá gangi þetta vonandi upp. Verið sé að laga málið. Spurður um það hvort erlendu nemarnir fái endurgreitt fyrir þann tíma sem þeir hafa greitt í strætó á skólaárinu segir Einar að ekki verði um endur- greiðslur að ræða af hálfu Strætós en sveitarfélögin geti tekið ákvörð- un um slíkt hvert um sig. ghs@frettabladid.is Erlendir nemar hafa ekki enn fengið fríkort í strætó Hátt í 400 manna hópur erlendra nema hefur ekki enn fengið nemakort í Strætó þó að mánuður sé liðinn frá því skóli hófst. Ekkert verður endurgreitt þótt nemarnir hafi greitt í strætó í mánuð. EKKI RÉTTAN AÐGANG Erlendir nemendur eiga að fá frítt í strætó búi þeir á höfuð- borgarsvæðinu, að Garðabæ undanskildum. Þeir hafa þó ekki enn fengið nemakort þar sem Strætó hefur ekki fengið aðgang að réttri utangarðsskrá. EYÐILEGGING Myndbandið sýnir spreng- inguna sem varð í Islamabad FRÉTTABLAÐIÐ/AP PAKISTAN, AP Asif Ali Zardari, forseti Pakistans, ætlar að herða baráttuna gegn hryðjuverkasam- tökum í kjölfar sjálfsmorðs- árásarinnar sem gerð var á Marriott-hótelið í Islamabad í fyrradag. Að minnsta kosti 53 létust og 300 særðust. Björgunarsveitir leita enn í rústum hótelsins og óttast er að fleiri muni finnast látnir. Innanríkisráðherra Pakistans fékk í gær myndbandsupptöku af árásinni. Þar sést hvar bílstjóri vörubíls keyrir upp að hliði hótelsins. Þar sprengir hann sig í loft upp og skömmu síðar springur bíllinn. - kh Forseti Pakistans: Ræðst gegn hryðjuverkum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.