Fréttablaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI EFNAHAGSMÁL „Þau geta ekki bara neitað að standa í skilum,“ sagði Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, um íslensk stjórnvöld og innstæður Breta í íslenskum bönkum á Sky-sjónvarpsstöðinni í gær. Hann sagði það hafa verið rétta ákvörðun að grípa til ákvæða í lögum um hryðjuverk til að kyrr- setja íslenskar eigur í Bretlandi. Þá sagðist hann telja íslensku þjóðina í raun gjaldþrota. Geir H. Haarde forsætisráð- herra segist ekki geta skýrt þess- ar harðorðu yfirlýsingar Browns og ætli ekki að munnhöggvast við hann. Hann hafi undir höndum yfirlýsingu Alistairs Darling, fjármálaráðherra Bretlands, um að greitt verði fyrir að eðlileg við- skipti milli landanna geti átt sér stað – jafnvel þótt Landsbankinn eigi í hlut – og að Bretar vilji leysa málin með samstarfi á vettvangi stjórnvalda. „Meðan ekki kemur annað í ljós hljótum við að treysta því að þess- ir pappírar standi,“ sagði Geir í samtali við Fréttablaðið í gær- kvöldi. Hann segist ekki átta sig á tímaröð yfirlýsinga bresku ráð- herranna eða hvort misskilnings gæti innan breska stjórnkerfis- ins. Sjá verði í dag hver þróun mála verði. „Ég veit vel að þetta er við- kvæmt mál í Bretlandi og ein- hverjir á borð við sveitarfélögin verða fyrir hnjaski en okkar vilji stendur eindregið til þess að leysa þessi mál í einhvers konar sam- komulagi við bresk yfirvöld.“ Breskir embættismenn eru vænt- anlegir til landsins í dag til við- ræðna við íslenska ráðamenn. Þá munu fjármálaráðherrar Íslands og Bretlands hittast í Washington í dag en þeir eru þar á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans. Hollensk stjórnvöld lýstu því yfir í gær að þau tryggi ekki inn- stæður á Icesave-reikningum þar í landi. Geir segist vita af þeirri afstöðu Hollendinga og koma þurfi á samræðum milli yfirvalda landanna til að leysa úr þeim málum. „Mín skýring á þessu er helst sú að Gordon Brown hafi í reynd verið að tala inn í atburðarás gær- dagsins [miðvikudagsins] þegar þessi mikli hiti var. Hann hafi ein- faldlega ekki fengið upplýsingar um hver var niðurstaða Geirs og Darlings,“ segir Össur Skarphéð- insson, starfandi utanríkisráð- herra. Össur kallaði sendiherra Bret- lands á Íslandi á sinn fund í gær og tjáði honum hörð mótmæli við því að Bretar skyldu láta hryðju- verkalög ná yfir Íslendinga. „Ég, bæði sem gamall unnandi Breta og menntaður á kostnað ríkis- stjórnar hennar hátignar, varð bæði sár og reiður yfir því að þessi góða þjóð skyldi með þess- um hætti setja okkur á sama bás og ótínda terrorista.“ Össur segir málið allt hryggja sig en kveðst vongóður um að það komist í eðli- legan farveg. „Mér þykir dapur- legt að flokksbróðir minn, því ég er enn þá í breska Verkamanna- flokknum, skuli ekki sjá að svona kemur maður ekki fram við gamla granna. Íslendingar eru ekki terr oristar og það veit Gordon Brown fullvel.“ - bþs, sh, gb / sjá síðu 4 Sími: 512 5000 FÖSTUDAGUR 10. október 2008 — 277. tölublað — 8. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 ÁRLEGT KJÓLABALL hljómsveitarinnar Heimilistóna fer fram í Iðnó á laugardagskvöld. Þar mun hljómsveitin, sem skipuð er landsþekkt- um leikkonum, flytja á íslensku þekkt lög frá gullaldarárum rokksins. Tónleikarnir hefjast klukkan 23 og ekki er verra að mæta prúðbúin til fara. Inga Rósa Ágústsdóttir er mat- reiðslumaður á leikskólanum Ásborg og líkar vel. Þar matreiðir hún hollan og góðan mat ofan í börnin og segir leikskólm t er í miklu uppáhaldi hjá krökkun- um.“ Inga segist dugleg að elda heienda hafi fó blaðsins upp á uppskrift aðbananabrauði s h Bananabrauð í kreppuInga Rósa Ágústsdóttir kokkur býður lesendum upp á uppskrift að góðu bananabrauði í frystinn. Hún bakar brauðið oft í leikskólanum Ásborg þar sem hún matreiðir ofan í leikskólakrakka. Inga Rósa Ágústsdóttir er matreiðslumaður á leikskólanum Ásborg, þar sem lögð er áhersla á að matreiða frekar frá grunni en að bjóða upp á tilbúinn mat. Hún segir bananabrauð vinsælt hjá krökkunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Villibráðarhlaðborð hefst 16. október.Jólahlaðborð hefst 20. nóvember. Banfi kvöldverður26. september - 15. október26. september er á ný boðið upp á Banfi kvöldverð í Perlunni, þar sem andi Toscana héraðsins á Ítalíu svífur yfir vötnum. Á föstudögum og laugardögum spilar Jazztríó Björns Thoroddsen.Aðeins 3 vikur! Gjafabréf Perlunnar Góð tækifærisgjöf! Parmaskinkameð fíkjusalati og balsamicoTígrisrækjur og smokkfiskurá pappardelle pasta í tómat-basilsósu Kálfahryggur á beinimeð grilluðu grænmeti, kartöflumauki og madeirasósuSítrónugrass–kókoshneta og vanillu panna cotta með kirsuberjaís og ávöxtum í chili-sírópi 6.590 kr.Með 4 glösum af víni: 10.490 kr. VEÐRIÐ Í DAG INGA RÓSA ÁGÚSTSDÓTTIR Bakar bananabrauð sem er gott í frystinn • matur • helgin Í MIÐJU BLAÐSINS UNNUR ÖSP OG SELMA BJÖRNS Slefan slitnar ekki milli þeirra FÖSTUDAGUR FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG föstudagurFYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 10. október 2008 SAMST Unnur Ösp Stefánsdóttir og Selma Björns-dóttir leikstýrur eru búnar að þekkjast síðan í Kardemommu-bænum árið 1983 Ungt fólk í öndvegi Alþjóðageðheil- brigðisdagur- inn er haldinn í dag. TÍMAMÓT 18 % 20 40 60 80 100 40.000 slaufurSöfnunarmarkmið Opið til 19 RIGNING EÐA SKÚRIR Í dag verða víðast suðaustan og austan 5-10 m/s. Rigning eða skúrir. Hiti 5-12 stig mildast sunnan til. VEÐUR 4 10 8 7 10 10 Fórnarlambið? „Davíð hefur, að eigin sögn, verið saklaust fórnarlamb óreiðumanna og brennuvarga“, skrifar Jón Bald- vin Hannibalsson. UMRÆÐAN 16 Tap hjá Haukum Haukar töpuðu fyrir þýska stórliðinu Flensburg ytra í Meist- aradeildinni. ÍÞRÓTTIR 26 Milliríkjadeila í miðri efnahagskreppunni Gordon Brown úthúðaði íslenskum stjórnvöldum á sjónvarpsstöðinni Sky í gær. Hann varði ákvörðun breskra stjórnvalda að beita hryðjuverkalögum. Geir Haarde segist ekki ætla að munnhöggvast við Brown. Deilan snýst um innstæður breskra sveitarfélaga og opinberra stofnana á reikningum íslenskra banka í Bretlandi. Innlánin nema alls um milljarði punda, eða jafnvirði tæplega 182 milljarða íslenskra króna, á opinberu gengi gærdagsins. Um hvað er að tefla? BRESKA PRESSAN Í MORGUN „Kalt stríð“ og „Skilið peningunum okkar“ eru meðal forsíðufyrirsagna helstu dagblaða Bretlands í dag. Ísland er alls staðar í brennidepli í kjölfar ummæla sem Gordon Brown lét falla á sjónvarpsstöðinni Sky.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.