Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.10.2008, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 10.10.2008, Qupperneq 10
10 10. október 2008 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 0 3.005 0,00% Velta: 0 milljónir MESTA HÆKKUN MESTA LÆKKUN HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 5,45 +0,00% ... Atorka 3,35 +0,00% ... Bakkavör 9,79 +0,00% ... Eimskipafélagið 1,50 +0,00% ... Exista 4,62 +0,00% ... Glitnir 3,91 +0,00% ... Icelandair Group 15,50 +0,00% ... Kaupþing 654,00 +0,00% ... Landsbankinn 19,10 +0,00% ... Marel Food Systems 71,70 +0,00% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 7,08 +0,00% ... Össur 82,80 +0,00% GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: 200,48 +14,75% Áhlaup var gert á reikn- inga Kaupþings í Bretlandi. Fjármálaeftirlitið tók Kaup- þing yfir í fyrrinótt. Yfir- lýsingar Darlings síðasti naglinn í kistuna. Erlendir fjárfestar reyndu að losa sig við íslenskar eignir. Samruni SPRON og Kaup- þings varð ekki. Ríkið hefur tekið við stjórn allra stóru viðskiptabankanna þriggja. Stjórnendur Kaupþings óskuðu eftir því seint í fyrrakvöld að Fjár- málaeftirlitið tæki við stjórn bank- ans. Skilanefnd hefur verið sett yfir hann og tekur hún yfir vald hluthafafundar. Stjórn Kaupþings hefur sagt af sér. Þetta er gert í þeim tilgangi að tryggja „fullnægjandi innanlands- starfsemi bankans og stöðugleika íslenska fjármálakerfisins,“ segir í tilkynningu Fjármálaeftirlitsins. Þetta gerðist um hálftvöleytið í fyrrinótt. Þá höfðu Sigurður Ein- arsson stjórnarformaður og Hreið- ar Már Sigurðsson forstjóri setið fundi í höfuðstöðvum Fjármálaeft- irlitsins. Fjármálaeftirlitið hefur því nú tekið við stjórn stóru viðskipta- bankanna þriggja, Glitnis, Lands- bankans og Kaupþings. Sigurður Einarsson, stjórnarfor- maður Kaupþings, segir að bank- inn hafi búið sig vel undir niður- sveiflu á verðbréfamörkuðum og við hafi blasað að gengi krónunnar hefði verið of hátt skráð. Lausa- fjárstaða Kaupþings hefði verið góð í lok september og áform hefðu verið uppi um að kaupa upp skuldabréf sem bankinn hefði gefið út. Þá hefði bankinn „varið eigið fé með því að færa það í erlenda mynt,“ auk þess að draga úr vexti lána hérlendis. Lausafjár- staða Kaupthing Singer & Fri- edlander hefði einnig verið góð, „líkast til best meðal allra banka í Bretlandi,“ segir Sigurður í yfir- lýsingu. Eftir að Glitnir lenti í erfiðleik- um og ríkið tilkynnti að þrír fjórðu í bankanum yrðu keyptir hófst atburðarás „sem enginn sá fyrir eða gat haft stjórn á,“ segir Sig- urður. Eftir að Icesave-reikningar Landsbankans lokuðust hefði fólk farið að taka peninga út af Edge- reikningum Kaupþings, enda þótt þeir lytu öðrum lögmálum. Í kjölfar yfirlýsingar Alistairs Darling, fjármálaráðherra Breta, um að Íslendingar hygðust ekki standa við erlendar skuldbinding- ar sínar hafi Singer & Friedlander verið settur í greiðslustöðvun. „[V]ísuðu lánardrottnar þá til þess að greiðslustöðvun dótturfélags væri vanefnd ... og því ígildi greiðslufalls. Skipti þá engu að lausafé móðurfélagsins væri nægj- anlegt og staða þess góð.“ Óvíst er hverjir eigi að stýra bankanum. SPRON er ekki hluti af þessari yfirtöku, þar sem samruninn við Kaupþing var ekki genginn í gegn í fyrrinótt. Það eina sem vantaði til að ljúka samrunanum var sam- þykki Fjármálaeftirlitsins. ingimar@markadurinn.is Ríkið hefur tekið við stjórn allra bankanna Á ÚTLEIÐ Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri og Sigurður Einarsson stjórnarformaður ganga út úr húsakynnum Fjármálaeftirlitsins í fyrrinótt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Enn sem komið er hafa atburðir síðustu daga ekki truflað starfsemi okkar,“ segir Gylfi Sigfússon, for- stjóri Eimskips um þrot bankanna. „Það hefur ekki verið nein sér- stök pressa að utan og það lítur allt vel út með söluna á Versagold Atlas og ég get ekki séð að atburð- ir síðustu daga hafi haft nein áhrif á hana,“ segir Gylfi. Eimskip byrjað í maí að skera niður starfsemi sem ekki tengdist kjarnastarfsemi hér og segir Gylfi félagið njóta góðs af því. „Helsta málið er þetta víkjandi lán sem þeir Björgólfsfeðgar gengust í ábyrgð á fyrir okkur, en við höfum sest niður með hinum Nýja Lands- banka, til að fara yfir stöðuna og ég hef enga ástæðu til að halda að nýi bankinn taki illa í að fram- lengja lánið,“ segir hann. - msh Engin áhrif á Eimskip „Ætlum við að skilja eftir þá arf- leifð að Íslendingar hlaupi frá skuldbindingum sínum erlendis?“ spyr Agnar Hansson, forstjóri Ice- bank. Hann segir ekki mega höggva á góð sambönd við útlönd, líkt og raunin virðist vera í tengslum við starfsemi Kaupþings og Lands- bankans í Bretlandi eftir að ríkið tók þá yfir. Slík mistök geti komið niður á greiðslumiðlun við útlönd í framtíðinni. Agnar segir Icebank hafa átt í góðum viðskiptum við útlönd fyrir sparisjóðina í aldarfjórðung. Nú virðist sem bankinn sé að verða sá eini sem geti státað af því að standa við allar sínar skuldbindingar við erlenda aðila, að hans sögn. - jab Góð sambönd haldi sér

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.