Fréttablaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 12
12 10. október 2008 FÖSTUDAGUR Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sett af stað neyðaráætlun sem gerir sjóðnum kleift að hjálpa þeim löndum sem hafa orðið illa úti í lausafjárkreppunni, að sögn Domin- ique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra sjóðsins. „Við erum reiðubúin til að hjálpa öllum þeim löndum sem eru í neyð,“ sagði hann á blaðamannafundi í gær. Neyðaráætlunin, sem felur í sér lán - veitingar til nauðstaddra landa, var sett á laggirnar þegar efnahagslægð reið yfir Asíu árið 1995. Í kjölfarið núllstilltu Japanir stýrivexti sína til að koma efnahagslífinu aftur á réttan kjöl. Fulltrúar Alþjóða - gjaldeyrissjóðsins eru staddir hér á landi nú um stundir og skoða aðstæður. Reuters- fréttastofan sagði í gær verstu efnahagslægð ganga yfir landið síðan í Kreppunni miklu á þriðja áratug síðustu aldar og geti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslífið til langframa. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn funda í Washington um helgina en helsta umræðuefnið verða aðstæður þeirra landa sem hafa orðið illa úti í lausafjárþurrðinni. - jab DOMINIQUE STRAUSS-KAHN Neyðaráætlun komin í gang „Það er ljóst að hluta- bréfamarkaðurinn hefur beðið mikinn hnekki í augum fólks og það þarf að endurvinna traust almennings á honum enda er traust mikilvægasti hornsteinn allra mark- aða,“ segir Þórður Frið- jónsson, forstjóri Kaup- hallarinnar. Kauphöllin mun starfa áfram þótt brotthvarf bankanna og sviptingar síðustu daga leiði óhjá- kvæmilega til þess að hlutabréfa- markaðurinn skreppi mikið saman. „Skuldabréfamarkaðurinn hefur verið mjög öflugur á þessu ári og síðustu daga, og engin ástæða til að ætla að þar verði breytingar til lækkunar á veltuumsvifum á honum. Hlutabréfamarkaðurinn mun hins vegar skreppa saman úr um 1.600 milljörðum í 250-300 milljarða við brotthvarf fjármálageirans úr Kauphöllin,“ segir Þórður. „Þetta er lítill stofn, en góður, og á honum munum við nú byggja upp starfsemi Kauphallarinnar.“ Þórður segir að tekjur kauphallarinnar eiga eftir að minnka en verið sé að fara yfir stöðuna svo hægt sé að sjá hvernig best sé að byrja á uppbyggingar- starfinu. „Eins og staðan er núna get ég ekki sagt til um hversu langan tíma það tekur að byggja markaðinn upp að nýju. Í því sambandi skiptir miklu máli hvernig hagkerfið og efnahagslífið þróast,“ segir Þórður. - msh ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON Endurheimta þarf traust Þrjátíu þúsund hluthafar Kaupþings sitja eftir með verðlaus bréf eftir þrot bankans. Lífeyrissjóðir tapa tugum milljarða króna. Þegar Kaupþing fór í þrot og skilanefnd Fjármálaeftirlitsins tók við stjórn bankans í gærmorgun var endi bundinn á langstærsta hlutafélag Íslandssögunnar sem skráð hefur verið á markað. Markaðsverðmæti bankans föstudaginn 3. október síðastliðinn áður en viðskipti voru stöðvuð, nam 484,2 milljörðum króna. Þeir peningar eru nú gufaðir upp úr vösum rúmlega þrjátíu þúsund hluthafa bankans. Þar af eru 25 þúsund innlendir en rúmlega fimm þúsund utan landsteinanna. Af tíu stærstu hluthöfum Kaupþings voru sjö félög sem snerta almenning með beinum hætti og þrjú fjárfestingarfélög í nafni einstaklinga. Exista, kjölfestufjárfestir bankans, var skráður fyrir 24,7 prósenta hlut í bankanum og nam markaðsverðmæti hans 135,4 milljörðum króna á föstudag í síðustu viku áður en Kauphöllin saltaði viðskipti með hlutabréf bankans vegna aðstæðna. Að því er fram kom á vefsíðu Existu í gær voru hluthafar félagsins þrjátíu þúsund. Sá hlutur varð að engu í gær eftir að bankinn fór í þrot og FME tók við stjórnartaumum. Hinir þrír eru safnreikningar og verðbréfasjóðir á vegum Kaupþings og þrír lífeyrissjóðir. Markaðs verðmæti safnreikninga og sjóða nam 82 milljörðum króna. Þar á meðal er Gift fjárfestingarfélag en eign félagsins í Kaupþingi er nú horfin. Þá horfa lífeyris sjóðirnir þrír sem eftir standa upp á 51,7 milljarða gufa upp. Aðrir af stærstu hluthöfum Kaupþings sem standa uppi með verðlaus hlutabréf eru Egla Invest B.V., eignarhaldsfélag Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa og Alfesca, sem skráð er í Hollandi. Þá var félagið Holt Investment Group skrifað á Skúla Þorvaldsson, afabarn Þorvalds í Síld og fiski. Nýjasti hluthafi Kaupþings og einn af stærstu eigendum bankans þar til í gær var svo Sjeik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani, bróðir emírsins af Katar. Hann flaggaði fimm prósenta hlut í Kaupþingi fyrir tæpum þremur vikum og greiddi fyrir hann 25 milljarða króna. Hluturinn er nú að engu orðinn. - jab Fimm hundruð milljarðar horfnir BREYTINGAR Á TÍU STÆRSTU HLUTHÖFUM KAUPÞINGS Félag Hlutfall Markaðsvirði* Nú Exista B.V. 24,71% 135,5 ma. kr. 0 Arion Safnreikningur 10,63% 58,3 ma. kr. 0 Egla Invest B.V. 9,.88% 54,1 ma. kr. 0 Q Iceland Finance ehf 5,01% 27,5 ma. kr. 0 Lífeyrissjóðir Bankastræti 3,33% 18,2 ma. kr. 0 Lífeyrissjóður verslunarmanna 3,20% 17,6 ma. kr. 0 Holt Investment Group Ltd. 2,97% 16,3 ma. kr. 0 Gildi lífeyrissjóður 2,90% 15,9 ma. kr. 0 Gift fjárfestarfélag ehf 2,58% 14,1 ma. kr. 0 Kaupthing Bank Luxembourg SA 1,72% 9,4 ma. kr. 0 * Við lokun markaða föstudaginn 3. október 2008 KAUPÞING Sigurður Einarsson Q INVEST ICELAND Al-Thani EGLA INVEST Ólafur Ólafsson EXISTA Lýður Guð- mundsson Alþjóðleg matsfyrirtæki hafa í vikunni ítrekað lækkað lánshæfiseinkunnir bæði ríkissjóðs og bankanna. Fyrst eftir að tilkynnt var um aðkomu ríkisins að Glitni síðasta mánudagsmorgun og svo eftir aðgerðir í kjölfar nýrra laga sem heimiluðu inngrip Fjármálaeftirlits í rekstur fjármálafyrirtækja. Í gær færði japanska matsfyrirtækið R&I Rating lánshæfiseinkunn ríkissjóðs fyrir erlendar skuldbindingar í BBB- úr A+, með möguleika á frekari lækkun. Ákvörðunin kom í kjölfar þess að ríkið hefur tekið yfir Kaupþing, Landsbankann og Glitni. Deginum áður lækkuðu einkunnir ríkisins og Íbúðalánasjóðs hjá bæði Fitch og Moody‘s. Bæði fyrirtækin hafa einkunnirnar áfram í skoðun með mögulega lækkun í huga. Einkunnir Glitnis og Landsbankans náðu einnig nýjum lægðum í gær þegar Fitch setti bankana í flokk gjaldþrota fyrirtækja, með einkunnina D, en hún var áður B hjá báðum. Kaupþing var jafnframt á aðfaranótt fimmtudags lækkað í einkunnina CCC hjá Fitch. Sambærileg lækkun hefur einnig átt sér stað af hálfu Standard & Poor‘s og Moody‘s. Þá lækkaði Fitch á þriðjudag lánshæfiseinkunnir Straums- Burðaráss eftir kaup Straums á erlendri fjárfestingarbanka - starfsemi Landsbankans. Einkunnirnar hrapa Ætla má að tap breska athafnamannsins Roberts Tchenguiz vegna falls Kaupþings nemi einum milljarði punda, jafnvirði 190 milljarða íslenskra króna. Tchenguiz er jafn- framt stjórnarmaður í Existu. Tchenguiz átti tíu prósenta hlut í breska stórmarkaðnum Sainsburys, fjórðungshlut í kráar keðjunni Mitchell & Butlers og 22 prósenta hlut í leikjafyrirtækinu SCi Entertainment. Singer & Friedlander, banki Kaupþings í Bretlandi, hafði lánað fjárfestinum fyrir kaupunum. Við þrot Kaupþings voru hlutir hans seldir á brunaútsölu í stórum skömmtum. Þar af seldi hann hlut sinn í Sainsbury á rúmlega helmingi lægra verði en hann keypti þá á í fyrra. Bresk dagblöð segja að þótt verulega hafi hrikt í stoðum fjár- festisins þá sé hann enn skráður fyrir fjölda fasteigna og hlutum í öðrum fyrirtækjum. - jab ROBERT TCHENGUIZ Tapar 200 milljörðum VIÐ STJÓRNARRÁÐIÐ Forsvarsmenn stærsta banka landsins, Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson hjá Kaupþingi, svara spurningum fréttamanna við Stjórnarráðið fyrr í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ríkisstjórn Sviss ætlar að þrýsta á um hertari reglur um starfsemi fjármála- fyrirtækja á fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans sem hefst um helgina segir Doris Leuthard, efnahags- ráðherra Sviss. Leuthard sagði í útvarpsviðtali í vikunni að stjórnvöld í Sviss ætli að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hindra að annar tveggja risabanka landsins fari í þrot. Slíkt verði mögulega gert með inngripi af ein- hverju tagi. Stærstu bankarnir eru alþjóða - risarnir UBS og Credit Suisse, sem um árin hafa verið stoðir fjármálalífsins í Sviss. Fyrrnefndi bankinn hefur neyðst til að afskrifa 45 milljarða franka, jafnvirði 4.400 milljarða íslenskra króna, af undirmálslánum. Ráðherrann sagði að varlega yrði að feta brautina í því fjármálalega umróti sem nú ríkti á mörkuðum og gæti taugaveiklun valdið miklum skaða. „Ekkert okkar vill að bankarnir fari í þrot,“ sagði Leuthard. - jab DORIS LEUTHARD Vill strangar reglur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.