Fréttablaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 16
16 10. október 2008 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Auglýsendur athugið! Yfirburðir Fréttablaðsins umfram bæði Morgunblaðið og 24 stundir eru mjög miklir í nánast öllum aldurshópum. Hvar er þín auglýsing? Fréttablaðið tryggir þér aðgang að rúmlega 45 þúsund fleiri lesendum en Morgunblaðið og rúmlega 25 þúsund fleiri lesendum en 24 stundir í aldurshópnum 18-49 skv. nýjustu könnun Capacent. Fréttablaðið Morgunblaðið 24 stundir 0 2000 4000 6000 8000 10000 12000 14000 16000 12–14 ára 15–19 ára 20–24 ára 25–29 ára 30–34 ára 35–39 ára 40–44 ára 45–49 ára 50–54 ára 55–59 ára 60–64 ára 65–69 ára 70–74 ára 75–79 ára Allt sem þú þarft... ...alla daga UMRÆÐAN Jón Baldvin Hannibalsson skrifar um ábyrgð Davíðs Oddssonar Niðurstaðan af eintali Davíðs Oddssonar við sjálfan sig í Kastljósi RÚV sl. þriðjudagskvöld 8. okt. vakti óskipta samúð hlustenda með örlögum þessa mæðumanns. Davíð hefur, að eigin sögn, verið saklaust fórnarlamb óreiðumanna og brennuvarga (hans eigin orð) sem á undanförnum árum hafa vaðið uppi í þjóðfélaginu og farið sínu fram, þrátt fyrir fyrirbænir og varnaðarorð hins áhrifa- lausa seðlabankastjóra. Sjálfur var Davíð á móti útrásinni og segist reyndar aldrei hafa skilið hana.Hann segist ítrekað hafa varað við allri þessari sláttumennsku óreiðumannanna í útlöndum, en það hafi bara enginn hlustað á sig. Hann segist hafa beðið hina einkavæddu bankastjóra að gæta hófs en þeir skelltu við skollaeyrum. Hann segist hafa beðið þá í ríkisstjórninni – eftirmenn sína – um að stöðva feigðarflanið, en meira að segja þeir hlustuðu ekki á hann. Bæði forsætis- og fjármálaráðherrann, þessir fyrrverandi undirsátar hans, daufheyrðust við fyrirbænum og bænakvaki hins áhrifalausa seðla- bankastjóra. Það er alveg sama við hvern hann talaði: Enginn tók mark á orðum hans. Er nema von að honum finnist ósanngjarnt að skella skuldinni af þjóðargjaldþrotinu á hann? Samt segir hann að menn megi svo sem sín vegna gera sig að píslarvætti, ef þeim líði eitthvað betur við það. Þetta er alveg nýr Davíð sem þarna birtist þjóð sinni. Lítillátur maður, að vísu vel meinandi en atkvæðalítill og pasturslaus. En fyrst og síðast misskilinn, vanræktur og gersamlega áhrifalaus. Og meira en það. Hann var öll þessi ár þar sem hann birtist þjóð sinni sem höstugur valdsmaður, sem aðrir lutu af ótta og lotningu, í raun og veru saklaust fórnar- lamb myrkraafla, sem léku sér á kaldrifjaðan hátt að fjöreggi þjóðarinnar, meðan vörslu- maður þess, Davíð Oddsson, sætti ofsóknum og var lagður í einelti, einangraður og áhrifalaus hornreka. Svona getur spegilmynd samtímans orðið skrítin þegar fjölmiðlar í lýðræðisþjóðfélagi – í þessu tilviki Kastljósdrengirnir – valda ekki verkefnum sínum. Hvernig hefði alvörufjölmiðill í lýðræðisþjóðfélagi farið að í svona tilfelli? Er trúlegt að seðlabankastjóra – sem hefur „presiderað“ yfir hruni lánastofnana og greiðsluþroti þjóðarbúsins, eftir að hafa mistekist í sjö ár samfellt að ná yfirlýst- um markmiðum peningastefnunnar – hefði verið boðið í drottningarviðtal, sem þjónaði þeim tilgangi að upphefja hans persónu í stað þess að láta hann standa fyrir máli sínu? Með öðrum þjóðum hefði fjölmiðillinn hvatt til óháða sérfræðinga á sviði fjármála og viðskipta. Þá hefðu þeir ekki látið seðlabankastjórann komast upp með að þvo hendur sínar af eigin gerðum né heldur að leika saklaust fórnarlamb. Veruleikinn er nefnilega allur annar en leikritið sem var uppfært í Kastljósi gefur til kynna. En þá hefði seðlabankastjórinn sennilega ekki mætt í Kastljós því að hann hefur á löngum valdaferli vanið fjölmiðla við það, að hann tali bara í drottningarviðtölum. Birtingarform ritskoðun- arinnar eru margvísleg, víðar en í landi Pútíns. Höfundur var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar 1991-95. Fórnarlambið? JÓN BALDVIN HANNIBALSSON SPOTTIÐ F all Kaupþings kom ráðherra bankamála á óvart. Það bendir til að sá örlagaatburður hafi orðið fyrir mistök eða misskilning. Þrátt fyrir augljósa og þekkta veikleika í bankakerfinu hefur orðið meiri eignabruni í landinu en ætla má að óumflýjanlegur hafi verið. Hann snertir tugi þúsunda einstaklinga. Þá snjóskriðu verður að stöðva. Það er nóg komið. Stefna stjórnvalda er augljóslega sú að koma ríkisbönkunum nýju í virka viðskiptastarfsemi á ný. Fái atvinnufyrirtækin ekki án frekari tafar nauðsynlega fyrirgreiðslu heldur skriðan áfram. Sá frestur sem menn hafa til þess að hleypa nægu súrefni út í atvinnulífið aftur hleypur ekki á dögum heldur klukkustundum. Á þá köldu staðreynd verður ekki lögð nægjanlega þung áhersla. Annað höfuðverkefni stjórnvalda er að endurvekja traust. Því er Seðlabanki Íslands rúinn bæði heima og erlendis. Vandséð er hvernig endurreisnarstarfið getur hafist ef það traust verður ekki endurvakið. Stærstu mistök Seðlabankans liggja í framkvæmd peningastefn- unnar. Jón Daníelsson, hagfræðingur við kunnan breskan háskóla, hefur lýst með skýrum hætti hvernig bankastjórn Seðlabankans dældi inn í landið erlendu lánsfé með hávaxtastefnunni og kynti þannig undir útlánaþenslu, eyðslu og verðbólgu. Nokkuð er nú um liðið síðan Einar Oddur Kristjánsson sagði fyrir um afleiðingar þessarar stefnu með skýru íslensku tungu- taki. Vilhjálmur Egilsson, einn helsti efnahagssérfræðingur Sjálf- stæðisflokksins og atvinnulífsins undanfarna tvo áratugi, hefur með glöggum rökum vakið athygli á þessari brotalöm peninga- stefnunnar. Til viðbótar gagnrýni á stefnu Seðlabankans hafa bæst efa semd- ir sérfræðinga á fjármálamörkuðum hér heima og erlendis vegna einstakra athafna og orða bankastjóranna þriggja síðustu vikur. Þær hafa bent til ónógrar yfirsýnar um heildaráhrif þess, sem ráð- lagt hefur verið og sagt hefur verið, á fjármálalífið í heild. Bankastjórar Seðlabankans hafa harðlega gagnrýnt fyrrum stjórnendur viðskiptabankanna, sem nú hafa verið settir af, og hluthafana, sem nú hafa misst þær eignir. Að stóryrðum frátöldum er margt í þeim málflutningi reist á gildum rökum. Það upphefur hins vegar ekki vantraustið á Seðlabankanum sjálfum. Bankastjórn Seðlabankans hefur enn ekki gert grein fyrir því hvernig hún ætlar að vinna til traustsins á ný. Þegar svo er komið hvílir sú ábyrgð á ríkisstjórninni að gera fólkinu í landinu og erlendum fjármálamörkuðum grein fyrir hvernig hún ætlar að reisa traust bankans við. Vantrúin á Seðlabankann má ekki við ríkjandi aðstæður færast yfir á ríkisstjórnina. Þriðja stóra viðfangsefnið er að koma samskiptum við helstu viðskiptaþjóðirnar í eðlilegt horf. Engin þjóð lætur troða á rétti sínum og virðingu. En eftir því sem föng eru á þurfum við að halda í vináttu og traust þeirra þjóða sem næst okkur hafa staðið um langan tíma. Hugsanlegt er að kalla Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til aðstoðar eins og málum er komið. Það gæti hjálpað til með tvenns konar hætti. Annars vegar með því að greiða fyrir gjaldeyrisvið skiptum. Hins vegar með því að leggja lið þeirri viðleitni að endurheimta traust þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Fyrst þarf að endurreisa traustið Nóg komið ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR Strandhögg Eitt af þeim ritum sem ólíklegt er að verði endurprentað á allra næstu árum er bókin Straumhvörf – Útrás íslensks viðskiptalífs og innrás erlendra fjárfesta til Íslands, eftir Þór Sigfússon. Þar segir til dæmis frá upphafi útrásarinnar, þegar „nokkrir for- ystumenn í íslensku efna- hagslífi tóku afgerandi ákvarðanir fyrir áratug síðan um að losa sig úr viðjum vanans og hefja strand- högg og byggja upp alþjóðleg fyrirtæki.“ Enn fremur: „Með strandhöggi erlendis eru að verða gríðarlegar breytingar á mörgum íslenskum fyrirtækjum.“ Þeir sem héldu að Þór hefði verið að nota líkingamál höfðu rangt fyrir sér því á daginn kom að íslenska útrásin var einmitt strandhögg. Og eftir fylgdu gripdeildir. Enn ein hugafars- breytingin Þór skýrir í bókinni að útrasið... afsakið, útrásin hafi meðal annars haft í för með sér mikla hugar- farsbreytingu á Íslandi. „Stóra hugar- farsbreytingin í samfélaginu er auðvitað að við samfögnum þeim sem græða í stað þess að fordæma þá eins og áður tíðkaðist.“ Það má gera því skóna að þessi stóra hugar- farsbreyting sé að miklu leyti gengin til baka. Óásættanlegt Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sagði framámönnum í bresku viðskiptalífi í gær að „afstaða íslenskra stjórnvalda vegna fjár- málakreppunnar væri gjörsamlega óásættanleg“. Á íslensku ráða- mannamáli þýðir þetta að Gor- don Brown þykir við vera „algjör fífl og dónar“. bergsteinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.