Fréttablaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 18
 10. október 2008 FÖSTUDAGUR2 ÓHÆTT er að segja að hollustan sé í hávegum höfð á veitingastaðnum Á grænni grein á Suðurlandsbraut 52. Þar er hægt að gæða sér á gómsætu grænmetislasagna og -buffi, salati og réttum dagsins sem eru ávallt bornir fram tveir saman, svo fátt eitt sé nefnt. BANANABRAUÐ 3 vel þroskaðir bananar 2 egg 1 bolli sykur 2 bollar hveiti 1 tsk natrón 1 tsk lyftiduft Bananarnir maukaðir og öllu blandað saman. Sett í form og bakað við 150 gráður á blæstri í eina klukkustund. UPPSKRIFT INGU RÓSU Búrið nefnist ný osta- og sæl- keraverslun sem hefur verið opnuð í Nóatúni 17. Þar býður Eirný Sigurðardóttir úrval af íslenskum og erlendum ostum. Þegar komið er inn í Búrið blasa við bústnir ostar af ýmsum gerð- um í borðum og skápum. Ilmurinn er líka höfugur. Sérstaða verslunarinnar felst meðal annars í heimagerðum ostum frá bændabýlum í Bretlandi og Frakklandi að sögn eigandans Eirnýjar. „Ég flutti heim frá Bretlandi fyrir rúmu ári og saknaði svo gæðaostanna sem ég vandist þar. Þeir eru meðal annars frá bændum sem hafa viðhaldið aldagömlum hefðum. Sú framleiðsla var að deyja út þegar maður að nafni Randolph Hodgeson stofnaði lítið fyrirtæki Neals Yard Dairy árið 1979 sem bæði fram- leiðir gæðaosta og tók osta frá bændunum í sölu. Ég flyt inn osta frá fyrirtækinu og er líka með íslenska eðalosta,“ segir Eirný sem einnig selur hágæðahunang, sultur og ávaxtamauk. - gun Aldagamlar hefðir „Ég saknaði svo bresku ostanna þegar ég kom heim úr 17 ára útlegð að ég ákvað að flytja þá inn,“ segir Eirný, eigandi Búrsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Satt að segja átti ég ekki von á sigri en þetta er mikill heiður og styrkir stöðu mína,“ segir Jóhannes Steinn Jóhannesson, matreiðslu- maður á veitingastaðnum Silfri á Hótel Borg, sem hreppti titilinn Matreiðslumaður ársins í vikunni. Fimm af fremstu matreiðslu- mönnum landsins kepptu til úrslita í keppninni sem fór fram í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Keppendur höfðu tvo tíma til að undirbúa og skila inn þrírétta mat- seðli eftir að hafa fengið að sjá hráefnið daginn fyrir keppni. Þeir fengu fimm tíma til að skila inn forrétti á sjálfan keppnisdaginn og hinum réttunum á tíu mínútna fresti eftir það. Svo skiluðu fimm íslenskir dómarar, sem hafa alþjóðleg réttindi, inn áliti þar sem ljóst var að Jóhannes hafði tryggt sér sigur þótt mjótt væri á mununum. Spurður út í aðferðina segist Jóhannes hafa varast að taka óþarfa áhættu heldur notfært sér hugmyndaflug og reynslu, en hann hefur starfað innan veitingageirans síðan 2001. Óhætt er að segja að með sigrin- um eigi Jóhannes eftir að safna í reynslusarpinn því hann hlaut í verðlaun námsferð til Englands, vikudvöl hjá Raymond Blanc á Le Manoir aux Quat’Saisons í Oxford og tvo daga á Texture hjá Agnari Sverrissyni í London, auk ársáskriftar að Gestgjafanum. Jóhannes keppir svo fyrir Íslands hönd í Global Chef Challenge- keppninni sem haldin er í Dublin á Írlandi í febrúar 2009. „Ég hlakka mikið til,“ segir hann og færir aðstoðarmanni sínum Arnþóri Þórsteinssyni, nema á Silfri, þakk- ir fyrir framlag hans í keppnina. - hs, rve Vann eftir erfiða viðureign Keppnin um Matreiðslumann ársins er afstaðin en þar þreyttu krafta sína nokkrir af fremstu matreiðslu- mönnum landsins. Jóhannes Steinn Jóhannesson bar sigur úr býtum eftir erfiða viðureign. Jóhannes stefnir á Global Chef Challenge í Dublin. Forréttur Jóhannesar: Hægelduð bleikja og rauðspretturúlla með rauðsprettu og tómat-ravioli, bankabyggi, gulrótum og súraldinsmjörsósu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R F A B R I K A N Risaklattar að hætti Jóa Fel Súkkulaðiklattar JÓLAHLAÐBORÐ Í IÐUSÖLUM Jólahlaðborð fyrirtækja. Bókið sem fyrst. Nánari upplýsingar á idusalir.is Iðusalir | Lækjargata 2 a - Iðuhúsinu | s: 517 5020 - idusalir@idusalir.is w w w . i d u s a l i r . i s Reykjanesbæ • Hafnargötu 10 • s: 421 4601 • www.rain.is • rain@rain.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.