Fréttablaðið - 10.10.2008, Page 19

Fréttablaðið - 10.10.2008, Page 19
FÖSTUDAGUR 10. október 2008 3 VERSLUNIN Súkkulaði og rósir á Hverfisgötu 52 er kærkominn viðkomustaður um helgina fyrir þá sem vilja gleðja sína nánustu. Þar stendur verslunar eigandinn og leikkonan Edda Heiðrún Backman vaktina og uppfræðir viðskiptavini um blómin sem þar eru á boðstólum og leyndardóma súkkulaðis. Fjölskyldan getur gert sér glaðan dag um helgina því á laugardag heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrstu tónsprotatónleika vetrarins. Þeir bera yfirskriftina Sjóðheit sígaunasveifla og er tónlistin undir áhrifum frá sígaunatónlist eftir meistara eins og Brahms og fleiri. Tónleikarnir eru stílaðir inn á fjöl- skylduna. „Þetta verður mikil flugeldasýn- ing og fjör,“ lofar Þorgeir Tryggva- son, kynningarfulltrúi Sinfóníu- hljómsveitarinnar, um tónleikana sem hefjast klukkan 14 á morg- un og standa yfir í klukkutíma. Yngstu tónlistarunnendurnir eru velkomnir á tónleikana sem verða kynntir af trúðnum Barböru í meðför- um Halldóru Geir- harðsdóttur leik- konu. Barbara var einn- ig kynnir á fjöl- skyldutónleikum Sinfóníu- hljóm sveitar- innar í fyrra. Þýski hljómsveitar stjórinn Sebastian Terwinkel mun stjórna hljómfalli á tónleikunum á laugardag og kemur fiðluleikarinn Rachel Barton Pine meðal annars fram. Hún þykir einn magnaðasti fiðluleikari samtímans og litríkur stíll hennar hentar þessari tegund tónlistar vel. Pine ólst upp í mikilli fátækt og fór ung að vinna fyrir fjölskyldunni með fiðluleik. Hún hefur vakið athygli fyrir óvenjulegar aðferðir til að ná til yngri áheyrenda en hún hlustar á þungarokk og er jafnvíg á Metallica og Mozart. Fernir tónleikar með þessu sniði verða í vetur. Næstir verða jólatón- leikar en þeir hafa jafnan verið mjög vinsælir að sögn Þorgeirs og eru orðinn fastur liður í jólahaldi margra. heida@frettabladid.is Fjölskyldan á tónleika Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir fjölskyldutónleikum á laugardag. Tónlistin er undir áhrifum frá tónlistarhefð sígauna sem eiga sér ríka og einstaka tónlistarhefð þrungna tilfinningum og lífsgleði. Trúðurinn Barbara verður kynnir á fjölskyldutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á laugardag. MYND/SINFÓNÍUHLJJÓMSVEIT ÍSLANDS Fiðluleikarinn Rachel Barton Pine þykir með mögnuðustu fiðluleikurum heims í dag. MYND/SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS G ra fís ka v in nu st of an e hf . H H 08 -0 12 8 Hlíðarvegur 7 | 860 Hvolsvöl lur | s : +354 487 8050 | fax: +354 487 8058 | hotelhvolsvol lur@simnet. is | www.hotelhvolsvol lur . is 18. Október SVIÐAMESSA Veislustjóri: Árni Johnsen Gisting, matur, skemmtiatriði og ball Verð: 8.900 kr. á mann - 5% = 8.455 kr. Án gistingar: 4.500 kr. á mann - 5% = 4.275 kr. Góðir landsmenn! 5% lækkun… …fram að áramótum! Við leggjum okkar að mörkum og hjálpum Íslandi að komast á réttan kjöl. 25. Október FRANSKT KVÖLD Gisting, 4 rétta matseðill og vín Lifandi tónlist og ball Verð: 11.500 kr. á mann. - 5% = 10.925 kr. Án gistingar 6.500 kr - 5% = 6.175 kr. Brauðbær • Hótel Óðinsvé • Þórsgata 1 • odinsve@odinsve.is • odinsve.is Við gerum veisluna þína Brauðbær sérhæfir sig í dönsku smurbrauði og pinnamat. 40 ára reynsla og fagmennska tryggir gæði veisluþjónustu okkar – vertu viss um að fá fyrsta flokks veitingar í veisluna þína. Pöntunarsími 552 0490 eða 511 6200 F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.