Fréttablaðið - 10.10.2008, Side 26

Fréttablaðið - 10.10.2008, Side 26
6 föstudagur 10. október tíðin ✽ taktu hippann á þetta... DÍANA MIST Föstudagur 3. október: töskufár... Var alveg steikt eftir vikuna en ákvað að kíkja aðeins á skvísurnar Herdísi og Drífu í Gallerí StartArt á Laugavegi þar sem þær kynntu Mumm tösku- línu sína. Þótt töskurnar séu meira fyrir flottar skvísur var ekki þverfótað fyrir flottum gaurum. Þar voru Björn Jörundur og Valli sport í svaka stuði. Þar var líka Snorri Ásmundsson og Hemmi á Jóa og félögum. Eftir nokkra drykki fór ég heim, upp í sófa og „Haarderaði“... Laugardagur 4. október: pallíettur og permanett... Skellti mér í diskógallann á laugardagskvöldið. Byrjaði í Þjóðleikhúsinu þar sem ég sá hina dásamlegu sýningu, Ástin er diskó lífið er pönk. Tók diskós- temninguna svo alvarlega að ég smyglaði litlum flugvélaflöskum með vodka- innihaldi í töskuna mína. Fékk mér sopa við og við og var orðin nokk- uð hress þegar ég fór yfir á Oli- ver. Þar var Daddi diskó við plötu- spilarann og rifjaði upp taktana frá því í Hollywood þar sem lögin voru sérstaklega kynnt. Þar var sæta sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn og Elín Reyn- isdóttir förðunarmeistari. Þar var líka Andri í Ölgerð- inni, Anthony Karl Gregory og kona hans Guðrún Margrét. Á tímabili leið mér eins og ég væri að stíga villtan dans í Hollywood sáluga þegar Kolla diskó, Reynir og Jóna Lár tóku sporin. Sóley Kristj- áns var í stuði og líka Selma Björns leikkona. Aðfaranótt sunnudagsins 5.október: hiti og sviti Þegar líða tók á nóttina fór ég yfir á Q-bar þar sem vertinn, Óli Hjörtur, hélt upp á 30 ára af- mæli sitt. Þar var mik- ill glaumur og gleði. Ási tískutröll var í svaka stuði ásamt Önnu Rakel og Rósu í Sometime. Þar var líka systir afmælisbarnsins, Hanna Stína, arkitekt með fjallmyndarlegan mann upp á arminn. Á þessum tíma- punkti gat ég ekki meira, ákvað að skokka heim á leið og reyna að ná innra jafnvægi... VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON Aukatónleik- ar í minningu Vilhjálms Vilhjálmssonar verða haldnir í Laug- ardalshöllinni annað kvöld, en í ár eru liðin 30 ár frá and- láti hans. Landslið söngvara kemur fram ásamt 10 manna hrynsveit, strengjasveit og kórum, en þar á meðal eru Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens og Diddú. LANDSLÖG Hugleikur Dagsson heldur mynd- listarsýninguna Landslög á Laugavegi 15 á morg- un. Auk fallegra landslagsmynda verður útgáfu bókarinnar Jarðið okkur fagnað og munu síður bókarinnar einnig verða til sýnis. Ekki láta þig vanta klukkan 16 á morgun. LÝSI LOVÍSA ÓSK GUNNARSDÓTTIR Dansari MÖNDLUR LESTUR PEYSA FRÁ ÖMMU Lovísa amma mín prjónaði á mig þessa peysu fyrir 15 árum. LEGGHLÍFAR HLÝIR SOKKAR TOPP 10 MÁLVERKIN Á HEIMIL- INU: Get ekki gert upp á milli þeirra en nýjasta verkið er eftir hann Peter Anderson, vin minn og samstarfsfélaga hjá Íslenska dansflokknum. „TEKETILSFATNAÐUR“ HESTUR EFTIR HÖLLU GUNNARS- DÓTTUR ÉG ER ALGJÖR KERTASJÚKLINGUR Söngleikurinn um Janis Joplin var frumsýnd- ur í Íslensku óperunni í síðustu viku. Bryndís Ás- mundsdóttir og Ilmur Kristjánsdóttir fara með aðalhlutverk- ið og Þórunn Elísa- bet Sveinsdóttir sá um búningana sem vöktu mikla lukku. Hippafílingur í Óperunni Flott par Gunnar Andri Þórisson og Margrét Jóna Margeirsdóttir. MYNDIR/VALLI Tók mömmu með Söngkonan Ragnheiður Grön- dal mætti með móður sinni, Oddnýju Hrönn Björg- vinsdóttur. Skáru sig úr Andrea Jónsdóttir er hér ásamt Birnu Þórðardóttur sem vakti mikla athygli í þessu rauða leðurdressi. Sími : 568 5305 • Grandagarði 5

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.