Fréttablaðið - 10.10.2008, Side 28

Fréttablaðið - 10.10.2008, Side 28
5 2 föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 1 10. OKTÓBER 2008 Fá sér labbitúr með fram sjón- um eldsnemma að morgni – gera fimm sólstöðuæfingar og fara með Gunnarshólma aftur á bak til að efla andlegt góðæri. FRÁBÆR FÖSTUDAGUR Þóra Karítas Árnadóttir leikkona Fara bleikmálaður í bak og fyrir í vinnuna í tilefni af brjóstagjafarviku og til styrktar Krabbameinsfélaginu. 3 4 Fara í leikhús eða bíó til að hlæja og/eða gráta eftir þörf- um. Um að gera að kíkja á lokasýningu á Engisprettunum í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Nota daginn til að læra rússnesku og þruma svo rússneskar drykkjuvís- ur við Reykja- víkurtjörn á miðnætti – gefa öndunum brauð á eftir og dansa svo viki- vaka fyrir framan alþingishús- ið – hvetja ráðamennina til að taka þátt, teygja úr sér og rétta aðeins úr kreppunni. Annars uni ég mér bara glöð á æfingu á Hart í bak fyrri part dags og hlusta á Gunnar Eyj- ólfsson leika Jónatan sem hefur endalaust samviskubit yfir því að hafa siglt þjóðar- skútunni í strand. Jóhanna Sigurðardóttir er fædd 04.10 1942. Þegar þversumman af fæðing- ardeginum er fundin kemur út talan þrír. „Jóhanna er tilfinningarík kona, skap sterk og óbugandi. Hún er á afar sterku ári í ár og á eftir að verða mikla meira áberandi. Jó- hanna er að komast í sinn gamla gír sem hún var í á árum áður. Hún er að fara yfir á fjögurra ára góðæristímabil sem á eftir að einskorðast af kjarki, áræðni og þori. Ef Jóhanna kærir sig um gæti hún safnað að sér óteljandi stuðnings- mönnum. Okkar áramót eru þegar við eigum afmæli og því er hún á sínum áramótum núna þar sem hún átti af- mæli í síðustu viku. Samkvæmt talnaspekinni snúast allir hlutir í kringum okkur þegar við eigum afmæli. Virðist hún þar af leiðandi eiga eftir að verða mikil hjálp fyrir okkur sem minna megum okkar,“ segir Sigríður Klingenberg og bætir við. „Jóhanna er á ári ástarinnar. Það gæti átt við alla þjóðina, fjölskyldu eða maka. Hins vegar er þetta dá- lítið sprengjuár og ef Jóhanna fer óvarlega gætu hlutirn- ir snúist henni í óhag. Ef hún kemur fram af einlægni eins og henni er von og vísa þá mun hún hafa máttinn og dýrðina með sér. Jóhanna er að fara á mikið andlegt ferðalag á næsta ári og er að byrja á besta tímabili ævi sinnar frá og með október. Ekki sést að það verði miklar breytingar á stöðu Jóhönnu held- ur siglir hún áfram þennan ólgusjó eins og ekkert hafi í skorist. Hún verður alveg í ess- inu sínu,“ segir frú Klingenberg. www.klingenberg.is KLINGENBERG SPÁIR Jóhanna Sigurðardóttir GERIÐ VERÐSA MANBU RÐ Sama verð fyrir á l- og s tálfel gur Verðtilboð fyrir eldri borgara Fólksbíll kr 4.890,- Jepplingur kr 5.890,- Tilboð á umfelgun fólksbíll kr 5.490,- jepplingur kr 6.490,- Borgartún 36 Bakvið Hótel Cabin sími: 588 9747

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.