Fréttablaðið - 10.10.2008, Side 46

Fréttablaðið - 10.10.2008, Side 46
30 10. október 2008 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. brennt vín, 6. samanburðarteng- ing, 8. neitun, 9. meðvitundarleysi, 11. tveir eins, 12. iðja, 14. jurtaríki, 16. kaupstað, 17. efni, 18. ari, 20. sjúkdómur, 21. land í asíu. LÓÐRÉTT 1. erindi, 3. öfug röð, 4. samhliða, 5. sigti, 7. nýta, 10. mál, 13. upphaf, 15. eldhúsáhald, 16. ófarnaður, 19. skst. LAUSN LÁRÉTT: 2. romm, 6. en, 8. nei, 9. rot, 11. ðð, 12. starf, 14. flóra, 16. bæ, 17. tau, 18. örn, 20. ms, 21. laos. LÓÐRÉTT: 1. vers, 3. on, 4. meðfram, 5. mið, 7. notfæra, 10. tal, 13. rót, 15. ausa, 16. böl, 19. no. „Mér finnst best að fara á Vegamót til að fá mér bita. Mér finnst umhverfið þægilegt og svo þekkir maður alltaf einhvern þar inni. Maturinn líka góður og ég fæ mér eiginlega alltaf louisi- ana kjúklingabita eða nachos með öllu á og Coca Cola Light.“ Ragnheiður Ragnarsdóttir sundkona. Auglýsingasími – Mest lesið Poul Madsen, aðalritstjóri Ekstra- blaðsins, telur Dani hafa litla samúð með frændþjóð sinni í norðri. Íslendingar hafi grafið sína gröf sjálfir og Dönum beri engin skylda til þess að hjálpa þeim upp úr henni. Madsen segist hins vegar sjálfur ekki vera þeirrar skoðun- ar. Frétt Ekstrablaðsins um söfnun handa bágstaddri þjóð í norðri fyrir framan Magasin Du Nord, eitt útrásarvígi Íslands, vakti hörð viðbrögð meðal lesenda blaðsins og skiptust menn í tvo hópa. Annars vegar að Íslendingar ættu að líta í eigin barm og vera ekki að kalla á hjálp. Hins vegar að um ósmekklegt grín væri að ræða hjá Ekstrablaðinu og að það ætti að skammast sín. Ingimundur Gísla- son skrifar meðal annars í athuga- semd: „Þið ættuð að skammast ykkar. Íslenska þjóðin á í miklum erfiðleikum og þið gerið bara grín að því.“ Torkil Heinesen bætir við að það hljóti að vera grunnt á því góða milli Dana og Íslendinga, þá sérstaklega eftir að íslensku útrás- ar víkingarnir festu kaup á mörg- um af þekktustu vörumerkjum Dana. Ekstrabladet brá í kjölfarið á það ráð að efna til skoðanakönnun- ar um hvað lesendum fyndist í raun og veru um aðstoð handa Íslendingum. Niðurstöðurnar voru nokkuð ótvíræðar. Tæplega sextíu prósent svarenda töldu að Íslend- ingar ættu enga hjálp skilið. Madsen sagði að niðurstöðurnar kæmu sér óvart en þær hefðu verið viðbúnar. „Ég finn mikið til með Íslendingum á þessum tímum og finnst sjálfur að við ættum að leggja okkar af mörkum. En mín tilfinning er sú að danska þjóðar- sálin sé ekki á sama máli. Þeim finnst útrásin ykkar hafa verið blaðra sem nú sé sprungin og að Dönum beri engar skyldur til þess að hjálpa. Þið hafi keypt mörg þekkt dönsk vörumerki en nú komi í ljós að engin innistæða sé fyrir þeim. Þetta sé því alfarið ykkur sjálfum að kenna og þar af leið- andi ykkar vandamál.“ Madsen kvaðst jafnframt vera leiður yfir því ef grín vefsjón- varpsins hefði ekki komist til skila. „Við fylgjumst grannt með gangi mála á Íslandi og vitum vel að ástandið er ekki gott. Okkur fannst hins vegar að það mætti einnig reyna að brosa í gegnum þetta og vildum leggja okkar af mörkum til þess,“ útskýrir Madsen. „Húmor- inn er jú erfiður við að eiga á stundum eins og þessum,“ bætir hann við. freyrgigja@frettabladid.is POUL MADSEN: EKKI ÆTLUNIN AÐ SÆRA NEINN MEÐ ÍSLANDSSÖFNUN Dönum stendur á sama um íslenska frændur sína HEFUR SAMÚÐ MEÐ ÞJÓÐINNI Ritstjóri Extrablaðsins segist finna til með Íslending- um. Hann viðurkennir þó að danska þjóðin sé ekki á sama máli. MYND: POLFOTO „Ef þú ætlar að fá eitthvað skemmtilegt komment frá mér um Bubba Morthens þá tekst þér það ekki,“ segir Bergur Ebbi í Sprengjuhöllinni. Bubbi var allt annað en ánægður með að bandið skyldi hætta við að troða upp á samstöðutónleikunum á mið- vikudaginn og kallaði hljómsveitina „stelpurnar í Sprengjuhöllinni“ hjá Óla Palla á Rás 2. „Svo er það nú varla heimsendir þótt Bubbi fari í fæting við mann,“ segir Bergur. „Hann og Dóri DNA eru að fara að lýsa einhverjum bardaga saman. Ætli Bubbi bjóði okkur ekki bara í grill bráðlega.“ Þótt Sprengjuhöllin hafi heykst á Bubba- tónleikunum ætla þeir ekki að láta sitt eftir liggja í aðkallandi þjóðarpeppinu sem fram undan er. Þeirra fyrsta framlag er lagið „Byrjum upp á nýtt (Bestu kveðjur)“, sem nú er komið í spilun. „Við ætluðum að setja annað lag í spilun, lagið „Vegurinn“, og vorum að kynna það á X-inu á mánudaginn,“ segir Bergur. „Strax eftir viðtalið var bein útsending frá ávarpi Geirs Haarde. Þarna á útvarpssviðinu hjá 365 var meðal annars Hemmi Gunn að horfa, maður sem hingað til hefur verið einna hressastur á landinu. Hann og Ásgeir Kolbeinsson voru eitthvað að gantast fyrir ávarpið, en svo hljóðnuðu þeir eftir því sem Geir hélt áfram að tala. Þegar Hemmi Gunn var kominn með skeifu litum við Snorri á hvor annan og vissum að það kom ekki annað til greina en að breyta planinu og setja „Byrjum upp á nýtt“ strax í spilun.“ Nýja plata Sprengjuhallarinnar, Bestu kveðjur, kemur út um mánaðamótin október/nóvember. - drg Ekki heimsendir þótt Bubbi fari í fæting JAFNVEL HEMMI GUNN VAR KOMINN MEÐ SKEIFU Berg- ur Ebbi í Sprengjuhöllinni vill „Byrja upp á nýtt“. Hemmi Gunn virðist skynja hjartslátt þjóðarinnar betur en flestir og það sem í loftinu liggur en eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir viku hefur hann sett trúðinn Hemma inn í skáp og hinn „djúp - þenkjandi Hemmi“ er nú tekinn við, á Bylgjunni að morgni sunnudaga. Gestur Hemma næst er 81 árs eilífðarrokkari sem er fyrst nú að gefa út sína fyrstu plötu. Hér er um að ræða sjálfan Skafta Ólafsson sem byrjaði á að syngja og spila inni í tjaldi á Lýðveldishátíðinni árið 1944. Þeir urðu svekktir nemendur í MR þegar sérlegum árshátíðartónleik- um var aflýst með engum fyrirvara. Tónleikana átti að halda á miðvikudagskvöld, sem eins konar upphitun fyrir árshátíðina sem haldin var í gær. Aðalnúmerið áttu að vera Kiddi og félagar í Hjálm- um en þeir hringdu í forsvars- menn nemendafélagsins og sögðust vera hálfslappir og gætu því ekki komið. Þá munu neyðarfundir Geirs H. Haarde í Iðnó, þar sem tónleikarnir voru fyrirhugaðir, hafa sett strik í reikninginn því öll tæknimál fyrir hljómsveitarmenn voru komin í hnút. Aðdáendur Bubba Morthens geta farið að undirbúa sig fyrir þægileg mánudagskvöld á næstunni. Fyrsti þáttur Færibandsins, nýs útvarpsþáttar Bubba, fer í loftið á Rás 2 á mánu- dagskvöldið eftir tíufréttir. -jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Algjört fífl þessi maður – og dóni,“ hvíslar Geir Hilmar Haarde í eyra Urðar Gunnars- dóttur upplýsingafulltrúa á blaðamanna- fundi í Iðnó í gær. Forsætisráherra er ótví- rætt, að mati Vísis, sem birtir myndskeið þar sem heyra má þessi ummæli falla, að tala um Helga Seljan fréttamann Kastljóss. Þegar spurningum íslensku blaðamann- anna lauk með svörum Geirs og Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra biður Geir íslensku pressuna um að yfirgefa sal- inn svo ávarpa megi enskumælandi fjöl- miðlamenn. Þá gellur í Helga sem segir: „Geir!“ En forsætisráðherra þaggar snar- lega niður í frammíköllum og snýr sér svo að Urði með þessa athugasemd. Hann gætir hins vegar ekki að því að míkrófónninn nemur vel hvað hann segir. Helgi Seljan vill ekki tjá sig um málið, segist reyndar ekki geta fullyrt um hvort átt hafi verið við sig, hann hafi ekki heyrt þessi ummæli enda á leið úr salnum. Þórhallur Gunnarsson ritstjóri Kastljóss tekur í sama streng. „Ég get ekkert fullyrt um að hverjum hann beinir þessum orðum þó að Vísir fullyrði að Geir eigi við Helga. Það er eigin- lega ekki mitt að kommentera á þetta. Það verður eiginlega að spyrja Geir að því,“ segir Þórhallur. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Urði til að fá svar við því um hvern forsætis - ráðherra hafi verið að tala né heldur náðist í Geir – sem hefur í nægu að snúast þessa dagana. - jbg Helgi Seljan sennilega fífl og dóni Geirs HELGI SELJAN Í IÐNÓ Í GÆR Lét til sín taka á blaðamannafundinum í gær og var augljóslega ekki vinsælasti spyrjandinn í huga Geirs og Björgvins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Löggildir rafverktakar Rafmagnsvandamál Talaðu þá við okkur Uppl. síma 8604507 / 8494007 islagnir@islagnir.is www.islagnir.is VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8. 1 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. 2 Útrás, athafnir, átök og einkamál. 3 Sparisjóður Suður-Þingeyjarsýslu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.