Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.10.2008, Qupperneq 5

Fréttablaðið - 12.10.2008, Qupperneq 5
Hugum að velferð barna Íslendingar standa nú á miklum tímamótum sem hafa víðtæk áhrif á unga sem aldna. Mikilvægt er að huga sérstaklega að velferð barna og unglinga á þessum tímum. Höfum í huga: • Jákvæð samvera barna með fjölskyldunni skapar öryggi. • Börnin þurfa að finna að á þau sé hlustað og að spurningum þeirra sé svarað. • Börnin þurfa að vita að enginn er í hættu. • Höldum fjölskylduvenjum og festu þó að mikið gangi á í samfélaginu. • Notum matartíma fjölskyldunnar til að ræða við börnin á jákvæðum nótum. • Ræðum á yfirvegaðan hátt að fjármálakreppan er tímabundin. • Útskýrum fyrir barninu að framtíðin er björt þótt á móti blási í dag. • Verum góð fyrirmynd þegar kemur að vanda og lausnum. • Styðjum börnin til þess að takast á við mótlætið sem þau mæta á uppbyggjandi hátt. • Fylgjumst vel með þeim sem okkur þykir vænt um og hlúum að þeim. Verum þess minnug að hér er um tímabundna erfiðleika að ræða sem við Íslendingar munum vinna okkur í gegnum. Miklu máli skiptir að við tökumst á við þessa erfiðleika þannig að við byggjum á styrkleikum okkar og leggjum áherslu á baráttugleði, bjartsýni, og samkennd. LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐFÉLAGS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ BARNAVERNDARSTOFA

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.