Fréttablaðið - 12.10.2008, Side 10

Fréttablaðið - 12.10.2008, Side 10
10 12. október 2008 SUNNUDAGUR AÐ VEITA ÞETTA VIÐTAL ER STÆRSTI VIÐBURÐUR LÍFS MÍNS Frank Hvam og Casper Christiansen veita aldrei viðtöl en eru ánægðir með hversu vel Íslendingar hafa tekið þáttaröðinni Klovn. FRÉTTABLAÐIÐ / ÓLAFUR RAFNAR Frank: Heyrðu, ég er með nokkrar stöðumælasektir frá síðustu heim- sókn okkar til Íslands og var að spá í hvort þú værir til í að borga þær næst þegar þú ferð til landsins. Ég fór í bankann áðan og ætlaði að kaupa íslenskar krónur sem þú gætir haft með þér en þá var búið að loka á öll viðskipti með íslensku krónuna. Ég var því að spá í hvort þú vildir taka við þessum dönsku krónum og borga sektirnar með þeim. Hvers virði er íslenska krónan eig- inlega í dag spyr Casper. Þegar blaða- maður segir þeim að hún flakki ein- hvers staðar á milli 20 og 30 danskra króna lifna þeir allir við, en verða um leið miður sín. Casper: Nú ættum við að kaupa íbúð í Reykjavík. En ég finn til með íslensku þjóðinni, þetta er ótrúlegt, er þetta ekki ótrúlegt? Frank: Já, þetta er svakalegt, við finnum til með þjóðinni. Íslendingar eru vinir okkar og okkur finnst leitt ef þjóðin er að verða gjaldþrota. Þetta er til dæmis fyrsta viðtalið sem við veitum saman í mörg ár. Við veitum helst ekki viðtöl og aldrei saman, en við erum mjög ánægðir með hvað Klovn hefur gengið vel á Íslandi. Þess vegna við vildum gjarnan veita íslensku blaði viðtal. Það hefur frést af ykkur á Íslandi undanfarin misseri. Hafi þið verið að taka upp, eða hvað eruð þið að gera þar? Casper: Nei, við vorum að hugsa um það, en það varð ekkert úr því. Það yrði of dýrt. Fyrirtækið okkar Nutmeg Movies er mjög lítið þannig að við megum ekki við því. Svo fannst okkur ekki rétt að taka upp þátt þar einungis af þeirri ástæðu að það væri smart. Hugmyndirnar verða að fæð- ast og þróast með okkur − við getum ekki þvingað hugmyndavinnunni í gegn. Þegar við áttuðum okkur á því Finnum til með Íslendingum Casper Christensen og Frank Hvam hafa slegið í gegn á Íslandi með þáttunum Klovn. Þættirnir hafa verið sýndir í Danmörku frá árinu 2005 en Íslendingar voru fyrsta erlenda þjóðin sem uppgötvaði þessa ágætu skemmtikrafta og fékk sýningarrétt að þáttunum. Frank og Casper voru fúsir til að veita Fréttablaðinu viðtal af því að Íslendingar hafa opnað þeim leið. Þeir hafa haf- að það að væri ekki að gera sig að taka upp á Íslandi hættum við við. Frank: En við komum oft þangað og njótum þess að vera á Íslandi. Ég kom fyrst þangað með bróður mínum og við fórum í dæmigerða karlaferð, keyrðum á fjórhjóladrifnum kagga í eyðimörkinni og skoðuðum landið. Ég hreifst af miðnætursólinni og nætur- lífi Reykjavíkur og vildi endilega fara aftur eftir þessa fyrstu ferð. Casper: Já, og svo varstu að tala um við mig hvað þetta væri frábært land og frábært fólk. Við fórum því í ferð saman og það var frábært. Þegar við erum á Íslandi förum við næstum aldrei út fyrir miðbæ Reykjavíkur. Erum á Dillon og viljum helst kaupa íbúðina fyrir ofan Dillon. Frank: Jú, reyndar förum við alltaf á Humarhúsið á Stokkseyri og keyrum framhjá fangelsinu í leiðinni. Það er óttavekjandi staður. Við verðum mjög meðvitaðir um að vera réttu megin við lögin þegar við keyrum fram hjá Litla-Hrauni. Casper: En keyrum samt alltaf of hratt fram hjá því, af því okkur finnst staðurinn svo skelfilegur. (Þeir hlæja mikið!) Fyrsta þáttaröðin af Klovn er sögð byggja á raunverulegum atburðum, er eitthvað hæft í því? Casper: Langflestir þættirnir eru byggðir að einhverju leyti á atburð- um sem við eða einhverjir sem við þekkjum hafa lent í. En við ýkjum og bætum miklu við þessa atburði. Frank: Ég hef til dæmis aldrei skeint mér á danska fánanum. Casper (flissandi): En þú hefur fengið magapínu á Borgundarhólmi. Frank: Einmitt. Við ýkjum atburði sem við höfum heyrt um, en sannleik- urinn á bak við atriði í þáttunum er oft á tíðum hroðalegur og mun verri en það sem birtist. Casper: Já, við gætum okkar vel á því að sannleikurinn komi aldrei í ljós, hann er of hættulegur! Við gætum ekki komið í stólinn hjá Lars Hjortsö í nýja þættinum hans, „Stund sann- leikans“ (þátttakendur eru tengdir við lygamæli og spurðir persónulegra spurninga). Við gætum átt á hættu að ljóstra upp alltof mörgum svakaleg- um leyndarmálum sem varða bæði okkur og vini okkar. Hvernig hefur gengið að fá vini ykkar til liðs við ykkur og taka að sér hlutverk í þáttunum? Lars Hjortsö hefur til dæmis brugðið sér í hlutverk raðnauðgara. Er ekkert mál að fá virt- an fjölskylduföður og sendiherra H.C Andersen til að taka að sér slíkt hlut- verk? Frank: Ef við tökum Lars sem dæmi þá er hann skemmtikraftur sem alltaf er til í að fara út á ystu nöf. Við byrj- uðum allir í uppistandi. Þar notar maður sjálfan sig í brandarana og verður ófeiminn við að ganga lengra og lengra með grínið. Lars er dæmi- gerður fyrir þá sem koma úr þessu umhverfi. Hann er aldrei hræddur við að fara alla leið sem skemmti- Frank Hvam er fæddur árið 1970. Hann ólst upp í Örum Sönderlyng, sem er 1300 manna bær á miðju Jótlandi. Frank stundaði nám í dýralækningum við Konunglega danska landbúnaðarháskól- ann í ríflega þrjú ár en hætti þá og sneri sér að uppistandi og gamanleik. Kærasta Franks heitir Anja Frasig. Hún starfar sem klippari hjá Zentropa. Þau eiga eitt barn. Casper Christensen er fæddur árið 1968. Hann ólst upp í Birkeröd á Norður- Sjálandi. Hann hefur verið starfandi skemmtikraftur í Danmörku í um það bil tuttugu ár. Hann byrjaði með uppistand eftir að hann kynntist því þegar hann var skiptinemi í Las Vegas seint á níunda áratugnum. Kærasta Caspers heitir Iben Hjejle. Þau eiga samtals þrjú börn. ➜ FRANK OG CASPER Frank og Casper hófu samstarf árið 1999 í þættinum Casper og Mandrilaftalen sem sýndur var á DR2. Síðar fóru þeir í gang með fyrstu dönsku svokölluðu ,,sitcom” þáttaröðina, Langt frá Las Vegas. Klovn hóf göngu sína árið 2005 á sjónvarpsstöðinni TV2 Zulu. Þættirnir eru unnir af fyrirtæki Caspers og Franks, Nutmeg Movies, í samvinnu við Zentropa kvikmyndafyrir- tæki Lars Von Trier og Peters Aalbæk fyrir TV2 Zulu. Þegar við erum á Ís- landi förum við næstum aldrei út fyrir miðbæ Reykjavíkur. Erum á Dill- on og viljum helst kaupa íbúðina fyrir ofan Dillon.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.