Fréttablaðið - 12.10.2008, Side 33

Fréttablaðið - 12.10.2008, Side 33
SUNNUDAGUR 12. október 2008 17 Hljómsveitin Motion Boys hélt útgáfutónleika á Nasa á fimmtudagskvöld til að fagna sinni fyrstu plötu, Hang On. Fjöldi fólks mætti á tónleikana og skemmti sér vel enda Motion Boys þekkt fyrir að halda uppi góðri stemningu á tónleikum sínum. Plata Motion Boys inniheldur smá- skífulögin Waiting to Happen, Hold Me Closer To Your Heart, Steal Your Love, Queen Of Hearts og nýjasta lagið Five 2 Love. Á tónleikunum var platan flutt í heild sinni og á sama tíma var heimagerður hljóðgervill prufu- keyrður í fyrsta skipti opinber- lega. Áður en Motion Boys steig á svið fluttu strákarnir í Sprengju- höllinni sérstæðan tónlistargjörn- ing þar sem þeir klæddu sig upp og dilluðu sér í takt við taktfasta danstónlist. Vakti það mikla athygli viðstaddra svo ekki sé meira sagt. Frábær stemning hjá Motion Boys MOTION BOYS Birgir Ísleifur Gunnarsson og félagar í Motion Boys voru í hörkustuði á tónleikunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Vinkonurnar Valý Þórsteinsdóttir, Sólveig Helgadóttir og Inga Lára Ingvarsdóttir litu við á Nasa. Þorgeir Már Jónsson og Anna Katrín Arnfinnsdóttir hlýddu á Motion Boys spila lög af nýju plötunni. Rithöfundurinn Óttar Norðfjörð og Elois Basques létu sig ekki vanta á tónleik- ana. Guðný Ella Thorlacius, Laufey Ingibjörg Lúðvíksdóttir og Elísabet Margeirsdóttir voru meðal gesta. Söngkonan Britney Spears tjáir sig um ógöngur sínar í nýrri heimildarmynd sem verður sýnd á MTV-sjónvarpsstöðinni 30. nóvember. „Ég hef gengið í gegnum ýmislegt og það er margt sem fólk veit ekki um,“ segir hún í myndinni. „Ég sit hérna og horfi til baka og hugsa: „Ég er skynsöm manneskja. Hvað í ósköpunum var ég að hugsa?“ segir hún. Britney játar að eiga erfitt með að lifa í stöðugu sviðsljósi fjölmiðlanna. „Ég er eiginlega föst á þessum stað og fólk spyr mig hvernig ég ráði við þetta. Maður sættir sig bara við þetta og tekur einn dag í einu,“ segir hún. Britney talar um ógöngur sínar á MTV BRITNEY SPEARS Poppprinsessan hefur gengið í gegnum ýmislegt að undan- förnu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.