Fréttablaðið - 21.10.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.10.2008, Blaðsíða 16
16 21. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Engum dylst lengur að heims-kerfi hins hnattvædda kapítalisma er í kreppu og að meginorsökin er hrun fjármála- stofnana í Bandaríkjunum. Nú beinist athyglin að undirstöðum þessa kerfis. Undanfarin ár og áratugi hefur ríkt þensla í vestrænum samfélögum jafnhliða því að hnattvæðing fjármagnsins hefur aukist. Á þenslutímanum varð söguleg nauðhyggja ríkjandi hugmyndafræði; þeir sem efnuðust fóru að líta á þensluna sem náttúrulegt fyrirbæri, líkt og fjárhættuspilari sem heldur að örlögin séu að verki þegar heppnin er með honum. Þegar kerfið brotlendir reynast endalok sögunn- ar hins vegar sjónhverfing. Undirstöðurnar eru skyndilega ljósar öllum þorra fólks og eru ekki sérlega traustar. Í kapítalísku samfélagi eru kreppur ekki frávik heldur eðlilegur hluti af gangvirkinu, náttúruval hins frjálsa markaðar. Þær tryggja að einungis hinir hæfustu lifi en hinum sé tortímt. Samkvæmt kennisetningum þeirra sem trúa á hinn frjálsa markað eru öll ríkisafskipti óeðlileg og ekki síst þau sem koma hinum snauðu til góða. Það er vegna þess að þau trufla gangvirkið að þessu leyti; koma í veg fyrir að lággróðurinn sé grisjaður. Þess vegna gengu vestræn iðnaðarsamfélög reglu- lega í gegnum kreppur á 19. öld, gullöld afskiptaleysisstefnunnar, og þótti ekki tiltökumál. Blandað hagkerfi Uppgangur lýðræðis og hreyfingar jafnaðarmanna breytti þessu á 20. öld og heimskreppan á 4. áratugn- um leiddi til nýsköpunar. Þar var merkast uppbygging velferðar- samfélaga og aukinn skilningur á því að hinn frjálsi markaður myndi aldrei tryggja velferð allra. Þess vegna voru settar hömlur á markaðshagkerfið, sjónarmið félagshyggju fengu aukna áheyrn og til varð hið blandaða hagkerfi. Það var við lýði á tímum lengsta vaxtarskeiðs nútímans án alvar- legrar kreppu; uppbyggingar- skeiðsins sem varði 1945-1973. Þessi hugmyndafræði hafði hins vegar sín takmörk eins og aðrar. Þau alvarlegustu voru ónógur skilningur á því að náttúruauðlind- ir eru endanlegar. Félagshyggju- menn 20. aldar lögðu ekki næga áherslu á sjálfsbært atvinnulíf og sú vanræksla varð afdrifarík í olíukreppunni á 8. áratugnum. Olíukreppan veitti óvinum velferðarkerfisins gullið tækifæri til að endurreisa hugsunarhátt 19. aldar. Værukærir vinstrimenn í hinum auðugu vestrænu samfélög- um virtust ekki hafa neinar nýjar hugmyndir á meðan málflutningur frjálshyggjumanna boðaði valkost sem þá virtist ferskur, afturhvarf til tímans fyrir daga heimskrepp- unnar. Í góðæri getur nefnilega samábyrgð og velferð virst heftandi; slagorð um frelsi höfða til ímyndunaraflsins þegar lífsbaráttan er ekki lengur jafn hörð. Loftbólurnar springa Það er hins vegar í eðli kapítalism- ans að þegar hömlurnar hverfa þá fara loftbólur að myndast og þær springa að lokum. Það er því kostu- legt að sjá postula hins frjálsa markaðar á hliðarlínunni að predika ábyrga hegðun og fordæma græðgi auðmanna. Hún er óaðskiljanlegur hluti kerfisins sem þeir boða og trúa á. Frá sjónarhóli útrásarvíkinganna og ofurlaunamannanna í bönkunum var útrásin eðlileg og rökrétt hegðun. Gríðarlegur skyndigróði féll þeim í skaut en skuldadagarnir voru langt undan. Það er ekkert við afskiptaleysisstefnuna sem virkar letjandi á slík viðskipti enda vitað mál að þegar veislan er búin þarf einhver annar að borga reikninginn. Og það erum við – almenningur. Í ljós hefur komið að við bárum allan tímann sameigin- lega ábyrgð á bönkunum þótt við ættum ekki öll sama hlut í gróðanum. Milljónaskuldirnar falla á okkur. Við munum greiða vextina af stóru lánunum sem eiga nú að knýja hjól atvinnulífsins. Engum dylst lengur að heims- kerfi hins hnattvædda kapítalisma er í kreppu en sú kreppa er líka pólitísk. Þeir stjórnmálamenn sem hafa ráðið ferðinni um allan heim, líka hér á Íslandi, voru haldnir sömu nauðhyggju og trúboðar hins frjálsa markaðar. Þeir trúðu á endalok sögunnar og jafnframt á endalok allra valkosta – að árið 1994 væri í raun árið 0 og á undan því væri einungis svarthol sem ekkert mætti læra af. Sorglegasta birtingarmynd þess eru jafnaðar- mennirnir sem hafa reynt að yfirgnæfa íhaldið í fordæmingu á hinu blandaða hagkerfi – og voru dyggustu talsmenn íslensku útrásarinnar. Nú þegar stund sannleikans er runnin upp þá kann þessi elíta ekkert annað en frjálshyggjusöng gærdagsins. Í stað þess að stokka spilin upp á nýtt benda samábyrgir stjórnmála- menn hver á annan og ríkisstjórn útrásarinnar ákveður fyrir hönd þjóðarinnar að skuldsetja hana langt fram í tímann og framselja ákvarðanatöku um efnahagsmál til frjálshyggjukreddumannanna hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Við erum föst á árinu 0. Auðmagnið SVERRIR JAKOBSSON Í DAG | Fjármálakreppan Steingrímur og Davíð UMRÆÐAN Gunnar Tómasson skrifar um seðla- bankastjóra Fyrrverandi forsætisráðherra Stein-grímur Hermannsson og höfundur snæddu saman hádegisverð á Hótel Holti daginn eftir að fréttir bárust að Steingrím- ur væri á leið út úr pólitík inn í Seðlabank- ann. Hvorugur minntist á það mál yfir hádegisverðinum. Á leiðinni yfir á bílastæði hinum megin við götuna frá Hótel Holti nefndi Steingrímur að Davíð Oddsson hefði nefnt við hann að gerast seðla- bankastjóri. Hver var skoðun höfundar á þeim ráða- hag? Höfundur svaraði: „Það skiptir engu máli hver er seðlabankastjóri því Seðlabankinn er valdalaus.“ Og átti þá við að í gegnum árin hefur Seðlabanki Íslands aldrei staðið undir nafni. Steingrímur svar- aði um hæl: „Ef það væri aðeins einn seðlabanka- stjóri þá væri ég ekki rétti maðurinn í það starf.“ Þetta var 1994. Ellefu árum síðar var Davíð Odds- son skipaður einn af þremur seðlabanka- stjórum og formaður bankastjórnar SÍ. Og sem slíkur ber Davíð ábyrgð á ákvörðun- um SÍ sem reynast þjóðinni dýrkeyptar. Þar er fyrst að nefna afskiptaleysi SÍ gagn- vart erlendri skammtíma skuldsetningu bankanna. Höfundur fullyrðir að enginn hagfræðingur með alþjóðastarfsreynslu hefði gert sig sekan um slíkt glappaskot þar sem skyndilokun erlendra lánalína skuldsettra banka er vel þekkt fyrirbæri í gegnum tíðina, sbr. umsagnir Þorvaldar Gylfasonar og fleiri í gegnum árin um nákvæmlega þetta atriði. Eins væri með ólíkindum ef hagfræðingar Seðlabanka Íslands hefðu ekki skilgreint og varað bankastjórn SÍ við sívaxandi nettó vaxtakostnaði þjóðarbúsins sem þaut úr 13% af vöruútflutningi 2004 í 47% árið 2007. Steingrímur og Davíð hafa margt til brunns að bera. Og annar þeirra þekkir sín takmörk á vett- vangi peningastjórnar. Höfundur er hagfræðingur. GUNNAR TÓMASSON Ráðdeild Eins og kunnugt er situr Gísli Marteinn nú á skólabekk í Edin- borg en er engu að síður starfandi borgarfulltrúi, ásamt því að hann er 2. varaforseti borgarstjórnar. Samtals tryggir það honum um 325 þúsund krónur í mánaðarlaun. Í haust sagðist Gísli Marteinn vel geta sinnt starfi sínu sem borgarfulltrúi meðfram meistaranámi í útlöndum og hann myndi mæta á alla þá fundi sem honum væri frekast unnt. Gísli Marteinn hefur líka bent á að hann sé í nokkrum ólaunuðum vinnuhópum. Það er auðvitað til fyrirmyndar, nú þegar borgaryfirvöld boða aðhald og niðurskurð í sínum ranni. Kjör og kvaðir Fundir borgarstjórnar eru haldnir á tveggja vikna fresti. Fram að þessu hefur Gísli Marteinn mætt á tvo af þeim fjórum sem haldnir hafa verið frá því í ágúst. Gísli Marteinn er vissu- lega ekki á neinum ofurlaunum, en nýtur óneitanlega betri kjara en til dæmis íslenskir stúdentar erlendis sem eru upp á náð LÍN komnir. En þeir þurfa auð- vitað ekki að mæta á fundi á Íslandi einu sinni í mán- uði. Spámannlega vaxinn Jón Magnússon, þingmaður Frjáls- lynda flokksins, ritaði grein í 24 stundir 24. september síðastliðinn, þar sem hann gerði gys að Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttir fyrir að vilja senda „stóran hluta íslenskra athafnamanna í fjármálalega afvötn- un og girða fyrir það að þeir taki áhættu“. Aðra eins fjarstæðu hafði Jón aldrei heyrt og fannst „frekar ólíklegt að stjórnmálamaður sem vill láta taka sig alvarlega og er tekinn alvarlega hafi viðhaft jafn furðulegt orðfæri í markaðs- samfélagi fyrr en utanríkis- ráðherra nú“. Úbbs. bergsteinn@frettabladid.isE kkert virðist nú geta komið í veg fyrir að Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn komi til hjálpar við að leysa þjóðina úr þeirri fullkomnu sjálfheldu sem stjórnendur landsins hafa komið henni í. Rúin trausti og virðingu umheims- ins, niðurlægð og ófær um að bjarga sér sjálf. Koma gjaldeyrissjóðsins gefur von um að nauðsynlegri við- spyrnu verði loks náð. Að frjálsu falli undanfarinna vikna ljúki og að uppbyggingarstarfið geti hafist. Um það starf á öll þjóðin að geta sameinast. En viðspyrnan með komu gjaldeyrissjóðsins gefur líka kost á að fara í það geysilega mikilvæga uppgjör sem verður að fara fram. Mótun nýs samfélags, með breyttri forgangsröðun og nýju vinnulagi, má ekki vera í höndum þeirra sem hafa stýrt þjóðinni undanfarin ár. Óhjákvæmilegt er annað en að Sjálfstæðisflokknum, fremur en öðrum, verði hegnt fyrir þetta hrun. Og það verðskuldað eftir samfellda sautján ára valdasetu. Hversu grimmileg refsing Sjálfstæðisflokksins verður er hins vegar að töluverðu leyti í hans eigin höndum. Það mun velta á uppgjörinu sem hlýtur að fara fram innan raða hans. Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn á Íslandi sem hefur haft sæmilega mótaða sýn og stefnu um aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru. Byggir sú stefna bæði á efnahagslegum forsendum og hugsjónum um hvar Ísland á að velja sér stað í samfélagi þjóðanna. Það þótti mörgum heldur klént þegar Samfylkingin lét Sjálf- stæðisflokkinn komast upp með að festa í stjórnarsáttmálann innihaldsrýran kafla um afstöðu til Evrópusambandsaðildar. Samfylkingin hefur að auki látið yfir sig ganga ítrekaðar yfir- lýsingar forystumanna Sjálfstæðisflokksins um að ekki sé tíma- bært að velta fyrir sér aðild. Í þeirri stöðu sem nú er uppi er rétt að skoða þann stóra hóp sjálfstæðismanna sem hefur aðra skoðun en opinberu flokkslínuna. Mikill og vaxandi Evrópuáhugi hefur verið innan samtaka sem hafa sögulega verið í lykilhlutverki í baklandi Sjálfstæðisflokks- ins. Þetta á við um Félag íslenskra stórkaupmanna, Samtök iðn- aðarins og síðast en ekki síst Samtök atvinnulífsins, sem hafa að auki verið einhver harðskeyttasti gagnrýnandi Seðlabankans undanfarin misseri. Innan þessara samtaka eru áhrifamiklir sjálfstæðismenn sem voru fyrir löngu búnir að gera sér grein fyrir því að íslenskt efna- hagslíf var vaxið upp úr allt of litlum fötum krónunnar. Þessir menn sitja nú uppi með að hafa leyft þeim að ráða ferðinni sem lofsungu sveigjanleika sjálfstæðrar peningamálastefnu og mik- ilvægi krónunnar. Sú ferð hefur nú endað með stórkostlegum hörmungum fyrir íslenska þjóð. Bróðurpartur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur stutt þessa stefnu og er fyrir vikið að vakna upp við hugmyndafræði- legt gjaldþrot. Tími þeirra sem hafa haldið fram öðrum sjónar- miðum innan flokksins hlýtur að vera runninn upp. Ef þeir láta ekki sverfa til stáls verður litlu að fagna á áttatíu ára afmæli Sjálfstæðisflokksins á næsta ári. Uppgjör við Sjálfstæðisflokkinn framundan. Viðspyrnan JÓN KALDAL SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.