Fréttablaðið - 21.10.2008, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 21.10.2008, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 21. október 2008 17 UMRÆÐAN Magnús Jóhannesson skrifar um umhverfismál Í umróti þeirra hremminga sem orðið hafa á íslenskum fjármála- markaði undanfarna daga hafa komið fram raddir hjá ýmsum um að nú væri þjóðráð að slaka á umhverfiskröfum svo sem vegna atvinnurekstrar. Hefur í því sambandi sérstaklega verið nefnt að draga verulega úr eða jafnvel fella alveg niður kröfur um mat á umhverf- isáhrifum framkvæmda. Þegar ábyrgir aðilar þ.á m. forystumaður öflugra hagsmunasamtaka í landinu og yfirmaður norrænnar stofnunar sem Ísland á aðild að og fjallar mikið um umhverfismál í sínum störfum nefna þetta opinberlega, er rétt að staldra aðeins við og rifja upp tilgang og stöðu mats á umhverfisáhrifum á Íslandi. Krafan um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda kemur fyrst fram í sam- þykktum ríkja heims á heimsráðstefnu SÞ í Rio de Janeiro sumarið 1992. Öll vestræn ríki hafa síðan tekið þessa kröfu upp í löggjöf hjá sér og ekki er vitað til þess að nokkurt ríki hafi hugleitt að leggja til hliðar mat á umhverfis- áhrifum stærri framkvæmda. Alþingi Íslendinga samþykkti fyrst lög um mat á umhverfis- áhrifum 21. maí 1993. Síðan hefur Alþingi í tvígang gert breytingar á lögunum með það fyrir augum að gera matið skilvirkara og þannið að það þjónaði sem best markmiðum. Megintilgangur mats á umhverfisáhrifum er að draga fram og lýsa á hlutlægan hátt öllum umhverfisáhrifum viðkomandi framkvæmdar, þannig að viðkomandi leyfisveitendum, sem hér á landi eru oftast sveitarfélögin, geri sér fulla grein fyrir því hver umhverfisáhrifin verða. Enn fremur að leyfisveitendur geti eftir atvikum sett skilyrði sem lágmarka umhverfisáhrif þegar leyfi er veitt fyrir framkvæmdinni. Frá því að mat á umhverfisáhrifum kom fyrst fram hafa orðið miklar breytingar á viðhorfum fyrirtækja, ekki síst stórra fyrirtækja, til umhverfismála. Öll stærri fyrirtæki heims hafa mótað sér stefnu í umhverfismálum og leggja aukna áherslu á að bæta ímynd sína á því sviði. Að mati þessara fyrirtækja er umhverfismat á nýjum verkefnum hluti af þeirri ímynd sem þeir vilja skapa fyrirtækjunum. Allar helstu fjármálastofnanir heimsins líta núorðið á mat á umhverfisáhrifum sem hluta af áhættumati vegna fyrirgreiðslu við stærri verkefni. Má nefna í þessu sambandi Alþjóðabankann og norrænu stofnanirnar Norræna fjárfestingabankann (NIB) og Norræna umhverfisfjármögnun- arfélagið (NEFCO). Þau fyrirtæki í stóriðju sem starfa á Íslandi hafa öll sett sér metnaðarfulla stefnu í umhverfismálum og líta á mat á umhverfisáhrifum sem eðlilegan hlut og þátt í því að styrkja umhverfisstefnu sína. Því mætti ætla að ef ekki væri gerð hér krafa um mat á umhverfisáhrifum stærri framkvæmda, þá gæti það minnkað áhuga hinna metnaðarfyllri fyrirtækja í umhverfismálum að koma hér fyrir starfsemi sinni. Að síðustu má nefna að mat á umhverfis- áhrifum framkvæmda hefur að mati margra framkvæmdaaðila stórra fram- kvæmda haft margvísleg jákvæð áhrif önnur en að minnka umhverfisáhrif framkvæmda. Hið sérfræðilega matsferli sem íslensk lög mæla fyrir um hefur oft og tíðum leitt til betri faglegra lausna og í einstaka tilvikum leitt í ljós ódýrari lausnir. Ég tel því að öll umræða um að leggja niður eða draga úr kröfum um umhverfismat vegna tímabundinna erfiðleika í efnahagslífi þjóðarinnar sé á miklum misskilningi byggð og hef ég þá ekki fjallað um það hvort það væri yfirhöfuð mögulegt vegna alþjóðlegra skuldbindinga okkar. Umhverfisráðherra hefur reyndar svarað þeirri spurningu afdráttarlaust á Alþingi. Hins vegar er eðlilegt að velta því reglulega fyrir sér hvort hægt sé að ná sama árangri á þessu sviði sem öðrum með breyttum vinnuaðferðum. Það hafa umhverfisyfirvöld og Alþingi gert í tímans rás og munu halda áfram að skoða það í ljósi reynslunnar. Höfundur er ráðuneytisstjóri umhverfis- ráðuneytisins. Mat á umhverfisáhrifum framkvæmda MAGNÚS JÓHANNESSON Frá því að mat á umhverfisáhrifum kom fyrst fram hafa orðið miklar breyt- ingar á viðhorfum fyrirtækja, ekki síst stórra fyrirtækja, til umhverfismála. UMRÆÐAN Jóhannes Geir Sigur- geirsson skrifar um áliðnað og útflutning Andri Snær rithöfund-ur skrifar gein í Fréttablaðið á laugardag- inn var og fjallar um þjóð- hagsleg áhrif áliðnaðar- ins á Íslandi. Andri segir að allir sem kunna heim- ilisbókahald geti sannreynt útreikninga sína. Við skulum skoða nokkrar af fullyrðingum Andra. 1. Andri hefur grein sína á full- yrðingunni um að orkuverð til almennings hafi verið hækkað. Ef litið er á almennan taxta frá RARIK þá borgaði fjölskylda sem keypti 4400 GWst af raforku (með- alheimilið) tæp 59 þúsund fyrir orkuna árið 1998 en þessi tala var komin niður í um 45 þúsund 2006. Báðar tölurnar eru á verðlagi 2006. Enda liggur fyrir að um ára- bil hefur heildsöluverð á raforku til innlendra dreifiveita hækkað minna en almennt verðlag. 2. Andri fullyrðir að Alcoa greiði 6 - 8 milljarða fyrir orkuna á ári. Ef tekið er mið af álverði og gengi ársins í ár; en í öðrum hlutum greinarinnar kemur fram að hann leggi gengisforsendur ársins til grundvallar útreikningum sínum; þá sýnist þeim sem þetta skrifar að Alcoa sé að greiða um 12-14 milljarða fyrir orkuna miðað við 340 þúsund tonna framleiðslu. 3. Andri segir að öll sú upphæð fari beint úr landi til að greiða skuldir Landsvirkjunar. Því er til að svara að miðað við meðalvexti af erlendum skuldum Landsvirkj- unar síðustu ár þá eru erlendar vaxtagreiðslur vegna Kárahnjúka- virkjunar milli 4 og 5 milljarðar en sú tala fer lækkandi eftir því sem skuldirnar eru greiddar niður. Annað fer í laun og þjónustu sem fyrirtækið kaupir en stærstur hlutinn þó í að byggja upp verðmæta framtíðareign í orkuver- um fyrirtækisins; en sú eign kemur á móti erlend- um afborgunum og verð- ur því eftir í landinu. Alveg á sama hátt og við eigum meira í húseign- unum okkar eftir því sem við borgum lánin okkar niður. 4. Andri segir að nánast allar tekjur sjávarútvegs og ferðaiðn- aðar verði eftir í landinu og virð- ist ekki reikna með að þessar greinar skuldi neitt erlendis. Lítum nánar á þetta. Þessar grein- ar flytja inn veiðarfæri og hráefni til vinnslu ásamt mörgu öðru í sjávarútveginum; kaffi og áfengi ásamt líni og húsbúnaði svo eitt- hvað sé nefnt í ferðaiðnaðinum. Að baki greinanna eru líka fjár- festingar; í skipum, vinnslustöðv- um og hótelum þannig að fyrir- tækin í þessum greinum skulda einnig peninga og þurfa að borga erlenda vexti. Útflutningsgreinar eru allar í innflutningi Staðreynd málsins er sú að meðal- tal þess sem verður eftir í landinu af heildarútflutningi er um 50%. Þ.e. helmingurinn verður eftir í landinu; afgangurinn eru erlend aðföng í einhverju formi. Áður hefur verið nefnt að allar greinar greiða til viðbóta vexti af erlend- um lánum sínum. Hvað hver ein- stök útflutningsgrein skilar til samfélagsins ræðst ekki af nettó hlutfallinu; þ.e. því sem verður hlutfallslega eftir í landinu. Það ræðst af flóknu samspili þátta eins og umfangi og vaxtamöguleikum; erlendum viðskiptasamböndum og hlutfallslegum yfirburðum. Þessir þættir endurspeglast í getu viðkomandi greina til að borga laun og fyrir önnur aðföng sem eru notuð. Þar hafa álfyrirtækin staðið fyrir sínu og vel það. Það sést m.a. á því að þegar verið er að skrifa þessar línur var að koma tilkynning frá Norðuráli um að fyrirtækið hyggist borga öllu starfsfólki sínu viðbótar mánaðar- laun vegna góðrar afkomu. Ef horft er til orkuverðsins síðustu ár þá er orkuverðið til álvera á Íslandi í góðu lagi í alþjóðlegum samanburði sem endurspeglast í því að allt bendir til þess að orku- salan til álframleiðslunnar borgi virkjanirnar niður hraðar en reiknað var með í upphafi. Samræmi í málflutningi Við skulum að lokum líta aðeins betur á útreikningana hans Andra. Ef notaður er sambærilegur mæli- kvarði á t.d. álframleiðsluna og sjávarútveginn þá gæti nettó verð- mæti útfluttra sjávarafurða verið um 80% af útflutningsverðmæt- inu en á bilinu 35-40% í áliðnaðin- um. Sundurliðun á reikningum Alcan í Straumsvík frá 2006 sýna t.d. að rúmlega 40% af tekjum fyr- irtækisins fer í að borga innlend- um aðilum. Það er því algjörlega fráleitt að einungis um 6-7% af útflutningstekjum Alcoa verði eftir í landinu en nánast allt í sjáv- arútvegi og ferðaiðnaði eins og Andri Snær heldur fram. Slíka niðurstöðu er ekki hægt að fá nema gera eins og Andri; segja að allt nema laun séu erlendur kostn- aður í áliðnaðinum en að allar tekj- ur af erlendum ferðamönnum séu nettó í þjóðarbúið og einungis olían komi til frádráttar í sjávar- útveginum. Engri af þessum grein- um er greiði gerður með því að halda svona rökleysu fram. Höfundur er fyrrverandi stjórnar- formaður Landsvirkjunar. Andri Snær og útflutningurinn JÓHANNES GEIR SIGURGEIRSSON Áskorun til veitingamanna UMRÆÐAN Magnús Ingi Magnússon skrifar um veitingaþjónustu Ég lít svo á að nú þurfum við veitingamenn að endurskoða hlutverk okkar og sýna sömu ráð- deildarsemi, auðmýkt og velvilja í garð náungans og ætlast er til af öðrum Íslendingum á þessum erfiðu tímum. Áður fyrr voru veitingahús kölluð greiðasölur þar sem þreyttir og svangir ferðalangar gátu reitt sig á að fá góðan beina í merkingunni að njóta veitinga og gestrisni. Í orðabókinni er sögnin að beina m.a. útskýrð svona: efla, hjálpa, greiða fyrir. Það er í þeim anda sem ég skora á veitingamenn að taka höndum saman og gera sem flestum kleift að koma saman yfir góðum en ódýrum málsverði. Við getum stuðlað að því á ýmsan hátt; með því að fjölga tilboðum með ódýrum réttum, bjóða upp á fjölskyldu- máltíðir á lægra verði, lækka verðið einn dag í viku eða fara svipaða leið og við á Sjávarbarn- um ákváðum að fara, að lækka verðið á sjávarréttahlaðborðinu okkar um helming á kvöldin. Þetta ætti að auð- velda fjölskyldum og vinahópum að eiga góða stund saman á veitinga- húsi. Það hefur enda sjaldan verið mikilvæg- ara að fólk hittist, spjalli saman og stappi stálinu hvert í annað. Um leið eru meiri líkur á því að veitingahúsin lifi af þá erfiðu mánuði sem fram undan eru þótt hagnaðurinn verði minni en enginn um skeið. Höfundur er veitingamaður á Sjávarbarnum. MAGNÚS INGI MAGNÚSSON UMRÆÐAN Árni Daníel Júlíusson skrifar um Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn Kanadíska blaðakon-an Naomi Klein hefur skrifað bók sem heitir The Shock Doct- rine: The Rise of Disast- er Capitalism. Bókin fjallar um það hvernig nýfrjálshyggjumenn og stofnanir þeirra eins og Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn nýta sér stórslys og stór- áföll af ýmsu tagi til að koma stefnu sinni í framkvæmd. Meðal dæma sem hún nefnir eru einkavæðing skólakerfisins í New Orleans eftir að fellibylurinn Katrina hafði lagt borgina í eyði, einkavæðing og einkavinavæðing Bandaríkjanna á efnahagskerfinu í Írak eftir inn- rásina 2003, frjálshyggjutilraunin í Chile eftir morðið á Salvador Alli- ende 11. september 1973 o.fl. o.fl. Sameiginlegt þessum dæmum er að þeir sem ástunda nýfrjálshyggju af þessu tagi leita uppi svæði, aðstæður og lönd þar sem efna- hagskerfið hefur orðið fyrir svo miklu áfalli að auðvelt er að koma stefnuskrá nýfrjálshyggjunnar í framkvæmd. Eitt af bestu dæmum um fram- kvæmd slíkrar stefnuskrár er lík- lega Rússland eftir fall Sovétríkj- anna. Nýfrjálshyggjumenn fengu þar frítt spil og komu stefnuskrá sinni í framkvæmd. Velferðarkerfi sósíalismans var tekið niður og eignir ríkisins afhentar örfáum ólígörkum á silfurfati. Fámenn yfirstétt ræður nú ríkjum í Rúss- landi og stjórnar með harðri hendi. Hér ætla nú Íslendingar að leita aðstoðar eftir sitt eigið efnahags- lega stórslys. Rússar sjá sér leik á borði, þeir þekkja hvað hægt er að gera við slíkar aðstæður. Möguleikarnir eru ótakmarkaðir fyrir ein- beitta og sniðuga menn. Annað mjög gott dæmi er „aðstoð“ Alþjóðagjald- eyrissjóðsins við lönd í Austur-Asíu eftir fjármála- kreppu þar um slóðir árið 1997. Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn nýtt sér aðstæð- ur þar sem stjórnvöld og almenningur voru í sjokki eftir fjármálahrun á verðbréfa- mörkuðum og heimtuðu „umbæt- ur“ í anda nýfrjálshyggjunnar. „Umbætur“ þessar kostuðu Aust- ur-Asíubúa enn meira en fjármála- kreppan sjálf og Naomi Klein notar aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að vandanum í Austur-Asíu 1997 sem enn eitt dæmi um það hvernig nýfrjálshyggjumenn nýta sér áföll af ýmsu tagi til að koma stefnuskrá nýfrjálshyggjunnar í framkvæmd. Það verður að segjast að líkurn- ar á því að aðstoð frá aðilum sem þeim sem Íslendingar eru núna að reyna að biðja um hjálp í vandræð- um sínum er ekki líkleg til að reyn- ast raunveruleg aðstoð. Langlík- legast að bæði Rússar og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni reyna að fiska í gruggugu vatni hins efnahagslega stórslyss sem Íslendingar hafa orðið fyrir. „Aðstoðin“ gæti því orðið til að gera illt verra. Best væri að bíða átekta um sinn og sjá hverju fram vindur í hinni alþjóðlegu fjármála- kreppu, byggja upp nýjar banka- stofnanir og koma á gjaldeyrisvið- skiptum í gegn um þær. Við eigum að hafa gjaldeyrisvaraforða til níu mánaða, eftir því sem Seðlabank- inn segir, svo ekkert virðist liggja á. Höfundur er sagnfræðingur. IMF og stórslysa- kapítalisminn ÁRNI DANÍEL JÚLÍUSSON Strandgötu 43 | Hafnarfirði Sími 565 5454

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.