Fréttablaðið - 21.10.2008, Síða 12

Fréttablaðið - 21.10.2008, Síða 12
12 21. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ ■ Erfitt er að segja hvenær fyrsta teikni- myndasagan var gerð, enda má nefna hella- málverk og egypskt myndletur sem nokkurs konar teiknimyndasögu. Svisslendingurinn Rodolphe Töpfer hefur verið nefndur faðir teiknimyndasögunnar. Hann var uppi á 19. öld og var upp- hafsmaður andhetjuhefðarinnar. Árið 1933 komu fyrstu mynda- sögublöðin út í Bandaríkjunum og Tinni leit dagsins ljós 1934 í Frakklandi. Á seinni hluta aldarinnar blómstruðu franskar/belgískar sögur um Ástrík, Sval og Val og Viggó við utan, svo einhverjir séu nefndir. MYNDASAGAN ALDAGÖMUL SKEMMTUN „Það er allt fínt að frétta af mér. Ég eyði miklum tíma með dætrum mínum þessa dagana en einnig fer nokkur tími og orka í að vinna og svipast um eftir framtíðarstarfi,“ segir Helga Dís Sigurðardóttir, matsfræðingur og skipu- leggjandi námshelga fyrir fólk um og yfir miðjum aldri. „Núna er ég í óða önn að kynna náms- helgi í Reykholti 28. til 30. nóvember og blæs á allar hrakspár um dræma þátttöku vegna efnahagsþrenginga. Ég hef sett saman þrjú metnaðarfull námskeið og er meðal annars í samvinnu við Snorra- stofu um námskeið um Snorra Sturlu- son og Reykholt. Einnig er boðið upp á jóganámskeið og svo er ég að leggja lokahönd á heimasíð- una hugleiðir.is,“ segir Helga Dís, sem greinilega hefur nóg að gera. „Annars er allt í góðu gengi. Ég nýt lífsins með fjölskyldunni og stunda ódýra líkamsrækt, meðal annars með því að ganga með eldri dótturina í skólann á hverjum morgni. Svo fer ég í sund með vinkonum mínum endrum og eins.“ Spurð hvort ferðalög séu á döfinni býst Helga Dís ekki við því frekar en margir aðrir þessa dagana. „Ég fór alla leið til Makedóníu í brúðkaup vinkonu minnar í sumar og það var frábær upplifun, en frekari utanlands- ferðir eru ekki planaðar á næstunni. Svo fer ég í annað brúðkaup á morgun og hlakka mikið til,“ segir Helga, sem má ekki við meira spjalli því hún þarf að drífa sig að taka þátt í fjöldatrommu- slætti á Ingólfstorgi. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? HELGA DÍS SIGURÐARDÓTTIR MATSFRÆÐINGUR Nýtur lífsins í ódýrri líkamsrækt Ragna Skinner, píanókenn- ari í Manchester, er með- limur hljómsveitarinnar Sisters of Transistors sem nýlega hefur hlotið umfjöll- un helstu tónlistartímarita Breta. Henni þykir erfitt að fylgjast með neikvæðri umfjöllun breskra fjölmiðla um Ísland en kann vel við sig í Englandi og er ekki á heimleið á næstunni. „Það var svolítið erfitt að horfa upp á neikvæða umfjöllun um Ísland í sjónvarpinu á hverjum degi og óþægilegt að hafa áhyggj- ur af fjölskyldu og vinum heima á Íslandi. Svo fjalla íslenskir fjöl- miðlar á neikvæðan hátt um Breta í þessari fjármáladeilu. Það eru allir að verja sig og sína. Fjölmiðl- ar hafa svo mikil völd,“ segir Ragna Skinner píanókennari og meðlimur hljómsveitarinnar Sist- ers of Transistors sem fengið hefur jákvæða umfjöllun helstu tónlistartímarita Bretlands upp á síðkastið. Ragna hefur verið búsett í Manchester í Norður-Eng- landi í nærri tíu ár. Sisters of Transistors er skipuð fjórum stelpum sem spila á orgel frá sjöunda og áttunda áratugn- um, auk trommarans Grahams Massey sem gerði garðinn frægan með Manchester-sveitinni 808 State á tíunda áratugnum. 808 State vann töluvert með Björk á sínum tíma, hélt tónleika á Íslandi og var meðal annars í miklu upp- áhaldi hjá öðrum kunnum Manchester-búa, Noel Gallagher, höfuðpaur Oasis. Ragna segir sveitina, sem leikur framsækna diskóhústónlist með brimbrettaívafi, hafa orðið til vegna sameiginlegs áhuga meðli- manna á hljóðgervlum og gömlum hljómborðum. „Graham hefur komið sér upp safni af slíkum hljóðfærum, sem hann kallar SMMOKT (South Manchester Museum of Keyboard Technol- ogy). Það er bannað að leika á hljóðfæri sem eru yngri en þrjátíu ára í hljómsveitinni, en að öðru leyti er þetta mjög afslöppuð sveit. Við hittumst venjulega yfir tebolla á þriðjudagsmorgnum heima hjá Graham og spilum í svona tvo tíma. Við erum öll að dunda okkur við aðra hluti og því er tónleika- hald oft óreglulegt,“ segir Ragna. Fyrsta smáskífa sveitarinnar, This is Music, kom út fyrir stuttu hjá plötufyrirtækinu Floor Bang- ers í London. Samhliða því var gert myndband við lagið „The Don“, sem er gert í þrívídd og því fylgja þrívíddargleraugu með smáskífunni. Sveitin hefur hlotið töluverða umfjöllun hjá breskum fjölmiðlum og lög hennar meðal annars verið leikin á útvarps- stöðvum BBC auk umfjallana í víðlesnum tónlistartímaritum á borð við Q, Uncut og NME. Ásamt því að spila með Sisters of Transistors sinnir Ragna píanó- kennslu í fullu starfi. Hún segist vera píanókennari upp á gamla mátann, hjóli um bæinn og kenni í heimahúsum auk þess að kenna nokkra daga í viku í litlum tónlist- arskóla í úthverfi Manchester. Hún á von á sínu fyrsta barni í byrjun desember með kærasta sínum David sem er frá Þýska- landi. Hún hyggur því á gott jóla- frí áður en hljómsveitin fer í hljóð- ver til að taka upp plötu sem kemur líklega út í apríl. Spurð hvort til greina kæmi að flytjast aftur til Íslands býst Ragna varla við því í bráð. „Endrum og eins hellist yfir mig söknuður eftir fjölskyldu og vinum, en ég leysi það með heimsóknum til Íslands þrisvar til fjórum sinnum á ári. Ég kann afskaplega vel við mig í Manchester og samheldnin hér er mikil. Ég er því ekki á heimleið strax að minnsta kosti. En það væri gaman ef einhver tónleika- haldarinn vildi fá okkur til að spila á Íslandi,“ segir Ragna. Því er hér með komið á framfæri. kjartan@frettabladid.is Allir að verja sig og sína Í MANCHESTER Ásamt því að spila með Sisters of Transistors kennir Ragna á píanó í þriðju stærstu borg Bretlands. FJÓRAR OG EINN Sisters of Transistors hafa hlotið jákvæða umfjöllun hjá tón- listartímaritum á borð við Q, Uncut og NME upp á síðkastið. Margir eru sannfærðir um að gjörn- ingaveðrið sem gengur yfir Ísland um þessar mundir eigi eftir að leiða til róttækra breytinga. En í hverju ættu þær verið fólgnar? „Það sem ég held að fari verst með fólk er óvissan,“ segir Hrafn- hildur Heba Júlíus- dóttir háskólanemi. „Ég held að það hafi aldrei verið brýnna en einmitt núna að standa vörð um velferðarkerfið, og sjá til þess að grunnstoðir íslensks samfélags hvíli áfram á gömlum grunngildum á borð við samtryggingu og samkennd.“ Hrafnhildur Heba segir að á sama tíma sé mikilvægt að reisa íslenskt efnahagslíf til vegs og virðingar á ný. Íslendingar ættu að leggjast í ræki- lega sjálfsskoðun og kanna hvað þeir hafa í raun og veru fram að færa. „Gleymum ekki að kaupsýslumenn eru ekki þeir einu sem hafa verið í útrás, það hafa íslenskir listamenn verið líka og þótt fjármálageirinn hafi siglt í strand verður það sama ekki sagt um listirnar. Þess vegna ættum við að halda áfram að styðja við bakið á listamönnum, tónlistarmönn- um og þar fram eftir götunum. Það er heilbrigð útrás til lengri tíma litið.“ SJÓNARHÓLL NÝ SAMFÉLAGSGILDI Samkennd og heilbrigð útrás HRAFNHILDUR HEBA JÚLÍUS- DÓTTIR Markaðurinn fylgir Fréttablaðinu á morgun Orðskýring Markaðarins leysir lesendur úr viðjum flókinna fjármálahugtaka. Í Markaðnum á morgun Hvað verður um sprotana í fárviðri fjármálaheimsins? Markaðurinn fundar með frumkvöðlum. Miklar endurbætur eru fyrirhug-aðar á göngustígnum sem liggur meðfram baklóðum húsa við Framnesveg í vesturbæ Reykja- víkur. Framkvæmda- og eignaráð Reykjavíkurborgar hefur sam- þykkt ýmsar breytingar á göngu- stígnum. Meðal annars verður lýs- ing bætt, lægri og minna truflandi ljósastaurar settir upp, svæði hellulögð, bekkjum komið fyrir og dregið úr truflun af bílaumferð. Þá verður „hljóðvist, næði og öryggi á svæðinu stórbætt“ eins og segir í tilkynningu. - hhs Göngustígar við Framnesveg fegraður: Meira næði á bekkjum við baklóðir FRAMNESVEGUR Göngustíginn sem liggur meðfram baklóðum húsa við Framnesveg á að fegra og bæta. Kaldur vogunarsjóður „Hver vissi að Ísland væri bara vogunarsjóður með jöklum.“ THOMAS L. FRIEDMAN, DÁLKA- HÖFUNDUR NEW YORK TIMES, UM ÁSTAND EFNAHAGSMÁLA. Fréttablaðið, 20. október Til í að tala „Ég hef ekki verið hlynntur Evrópusambandsaðild en ég er áhugamaður um umræð- una.“ BJARNI HARÐARSON ALÞINGISMAÐ- UR UM UMRÆÐUR UM EVRÓPU- SAMBANDSAÐILD HJÁ FRAMSÓKN- ARFLOKKNUM. Fréttablaðið, 20. október

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.