Fréttablaðið - 21.10.2008, Blaðsíða 30
22 21. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR
folk@frettabladid.is
Bresku rokkararnir í Oasis ætla
að halda stórtónleika í Slane
Castle á Írlandi 20. júní á næsta
ári. Pláss er fyrir allt að hundrað
þúsund manns á tónleikunum,
sem yrðu á meðal þeirra stærstu í
sögu sveitarinnar.
Oasis hefur reyndar áður spilað
í Slane Castle, árið 1995, þegar
sveitin hitaði upp fyrir R.E.M.
Nýjasta plata Oasis, Dig Out Your
Soul, fór beint í efsta sæti breska
vinsældalistans. Þar með hafa
allar sjö plötur sveitarinnar
komist á toppinn í Bretlandi, sem
er einstakur árangur.
Stórtónleikar
í Slane Castle
OASIS Rokkararnir í Oasis ætla að halda
stórtónleika í Slane Castle á Írlandi
næsta sumar.
Framleiðslu hefur verið frestað á
nýrri hasarmynd Johns Travolta,
From Paris With Love, eftir að
kveikt var í tíu bílum sem átti að
nota í myndinni.
Íkveikjan átti sér stað í
úthverfi Parísar þar sem fjöldi
innflytjenda býr. Mikil uppþot
urðu í sama hverfi fyrir þremur
árum. Tökur á myndinni áttu að
hefjast á mánudag og áttu þær að
standa yfir í tólf vikur í París. Í
myndinni leikur Travolta
njósnara og Jonatahan Rhys
Meyers leikur starfsmann
sendiráðs sem lendir í mikilli
hættu.
Íkveikja
frestar mynd
Tískugúrúinn Mr. Blackwell,
sem setti á hverju ári saman
lista yfir verst klæddu stjörn-
urnar, er látinn, 86 ára gamall. Á
meðal þeirra sem komust á list-
ann var Björk Guðmundsdóttir
fyrir svanakjólinn sem hún
klæddist á Óskarshátíðinni um
árið. „Hún dansar í myrkrinu og
klæðir sig þar líka,“ sagði Black-
well og var ekki hrifinn af klæða-
burðinum. Á meðal fleiri stjarna
sem komust á listann voru Mad-
onna, Meryl Streep, Christina
Aguilera og Camilla Parker-
Bowles. „Listinn gerir og gerði
grín að tískumistökum ársins,“
sagði Blackwell í viðtali fyrir
nokkru. „Ég sagði bara upphátt
það sem aðrir voru að hvíslast á
um. Það er ekki ætlunin að særa
tilfinningar þessa fólks, heldur
að gagnrýna fötin sem það klæð-
ist.“
Mr. Blackwell látinn
RICHARD BLACKWELL Björk Guð-
mundsdóttir var ein þeirra stjarna sem
komust á lista Mr. Blackwell.
NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES
„Ráðstefnan gekk alveg vonum
framar. Við erum syngjandi glöð sem
stóðum að henni,“ segir Anna Hildur
Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri
Útóns, sem skipulagði alþjóðlegu ráð-
stefnuna You Are in Control sem
var haldin á Hótel Sögu.
Þar ræddu háttsettir aðilar úr
tónlistarbransanum um ný
viðskiptamódel á sviði afþreyingar
og listmiðlunar. Einnig fylgdust
þeir flestir með Iceland Airwaves-
hátíðinni og skemmtu sér vel.
Anna segir að ráðstefnan sé
komin til að vera, enda hafi
erlendu gestirnir gefið henni
mjög góða einkunn. „Okkar
metnaður liggur í því að skapa
svona ráðstefnu til að gera okkur
samkeppnishæf. Það er engin ástæða
til annars þegar vefurinn er farinn að
spila svona stóra rullu í þeim við-
skiptamódelum sem við vinnum í. Við
eigum að geta byggt upp miklu meira
stórveldi í kringum okkar tónlistar-
geira. Ímynd á íslenskri tónlist er
sterk og hefur verið í langan tíma og
það eru virkileg tækifæri sem liggja í
þessu,“ segir hún. „Það er mikilvægt
að svona ráðstefna fari fram hér því
við getum skapað miklu áhrifameiri
tengsl. Hérna er ekkert sem dreifir
athygli enda er fólk bara að koma
hingað til að hlusta á íslenska tónlist.“
- fb
Ráðstefnan komin til að vera
ANNA HILDUR HILDIBRANDSDÓTTIR
Anna Hildur segir að ráðstefnan You Are In
Control sé komin til að vera.
Hasarmyndin Max Payne, sem er
byggð á samnefndum tölvuleik,
fór beint á toppinn á aðsóknarlist-
anum vestanhafs um síðustu
helgi. Sló hún þar með fjölskyldu-
myndina Beverly Hills Chihuahua
af toppnum eftir að hún hafði
setið þar í tvær vikur.
Max Payne fjallar um lögreglu-
mann sem missir fjölskyldu sína
og ákveður í framhaldinu að
leggja í mikla hefndarför. Í þriðja
sæti á aðsóknarlistanum lenti
ævintýramyndin The Secret Life
of Bees en í því fjórða varð W,
mynd Olivers Stone um George
W. Bush, Bandaríkjaforseta.
Mynd hins efnilega Shia LaBeouf,
Eagle Eye, endaði síðan í fimmta
sæti.
Max Payne
á toppnum
MAX PAYNE Mark Wahlberg hlutverki
Max Payne.
> VILL DANSA VIÐ KONUR
Kate Moss, sem er þekkt fyrir
að stunda næturlífið
á skemmtistöð-
um stórborg-
anna, segist ekki
þola að dansa
við karlmenn sem
kunna ekki að hreyfa
sig. Ofurfyrirsætan segist
þá miklu frekar kjósa að dansa við
vinkonur sínar og klæðist þá gjarnan
mjög háum hælum og stuttum kjól.
Söngkonan Nelly Furtado giftist
kærasta sínum til tveggja ára,
Demacio Castellon, í laumi í
sumar. Þetta
viðurkenndi
hún í viðtali
í sjónvarps-
þættinum
Entertain-
ment
Tonight
Canada. „Ég
elska hann
og ég er
mjög
hamingju-
söm. Ég lít
björtum
augum á
framtíðina,“
sagði hún.
„Mér líður
eins og ég sé
frjálsari og
afslappaðri
en áður.“
Hjónin
nýbökuðu
kynntust þegar Castellon starfaði
við upptökur á síðustu plötu
hennar, Loose, sem kom út fyrir
tveimur árum. Vinsælasta lagið
af henni var Promiscuous.
Gifti sig í
laumi í sumar
NELLY FURTADO
Furtado giftist Demacio
Castellon í laumi í
sumar.
Birna Karen Einarsdóttir
fagnaði tveggja ára afmæli
Birna Concept Shop fyrir
helgi. Föt hennar eru seld í
níu löndum.
„Við erum búnar að opna þrjár
búðir á þremur árum og stefnum á
tvær í viðbót innan fimm ára,“
segir Birna Karen Einarsdóttir,
eigandi og hönnuður Birna concept
shop, sem fagnaði tveggja ára
afmæli verslunarinnar síðastliðinn
föstudag. Birna hannar og fram-
leiðir föt fyrir konur á öllum aldri
sem eru seld til níu landa út um
allan heim og segist fyrst og fremst
leggja áherslu á falleg snið. „Við
búum til föt fyrir mismunandi
týpur af konum á öllum aldri, af
öllum stærðum og gerðum. Við
leggjum líka áherslu á að sniðin
dragi fram kvenlegar línur og
gerum ekki bara tískufatnað held-
ur föt sem hægt er að nota ár eftir
ár. Merkið er orðið sex ára gamalt
og var upprunalega heildsala. Við
opnuðum fyrstu búðina í Kaup-
mannahöfn fyrir þremur árum, svo
á Íslandi fyrir tveimur árum og
síðast í mars opnuðum við 200 fer-
metra búð í miðbæ Kaupmanna-
hafnar,“ útskýrir Birna sem mun
opna vefverslun á síðunni birna.
net í næsta mánuði og hefur í
hyggju að opna verslanir í Árósum,
Ósló eða Stokkhólmi.
„Við vorum að koma frá Peking
og Shanghai þar sem við skoðuðum
saumastofu fyrir framleiðslu. Stof-
an er í eigu Dana og þar er vel pass-
að upp á öll réttindi starfsfólksins,
sem okkur finnst mjög mikilvægt,
en meirihluti framleiðslu okkar
mun áfram fara fram í Evrópu. Við
erum ekki að hugsa um að fara út í
neina fjöldaframleiðslu og ég vil
gera þetta á minn hátt. Ég hef feng-
ið tilboð frá fjárfestum, en ég hef
engan áhuga á því og vil frekar
vera á fáum en góðum stöðum,“
segir Birna að lokum.
alma@frettabladid.is
Fimm verslanir á fimm árum
HAFNAÐI TILBOÐUM FJÁRFESTA Birna skoðar möguleika á framleiðslu í Peking og Shanghai en hún vill ekki fara út í fjöldafram-
leiðslu á fatnaði sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA