Fréttablaðið - 21.10.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 21.10.2008, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 21. október 2008 25 Breska rokksveitin The Long Blondes hefur lagt upp laupana. Gítarleikarinn Dorian Cox tilkynnti þetta á MySpace-síðu sveitarinnar í gærmorgun. Cox fékk hjartaáfall í júní og segir hann að ástæða þess að sveitin hætti sé sú að hann viti ekki hvenær hann verði búinn að ná sér að fullu. „Ég veit ekki hvenær eða hvort ég verð nógu góður til að spila á gítar að nýju,“ skrifar Cox. The Long Blondes sendu frá sér tvær breiðskífur, Someone to Drive You Home árið 2006 og Couples sem kom út fyrr á þessu ári. Long Blond- es hættir HÆTT The Long Blondes þótti hin fram- bærilegasta rokksveit. NORDICPHOTOS/GETTY Rapparinn Eminem ætlar að snúa aftur úr langri útlegð með plötuna Relapse, sem verður fyrsta plata hans með nýju efni síðan Encore kom út fyrir fjórum árum. Þetta tilkynnti Eminem á útvarpsstöð sinni, Shade 45, á sama tíma og hann kynnti nýja bók sína, The Way I Am. „Það er fullt af röngum nöfnum á plötunni á sveimi,“ sagði hann. „Hið raunverulega nafn plötunn- ar er Relapse.“ Spilaði hann í framhaldinu lag af plötunni, I´m Having a Relapse, þar sem Slim Shady tilkynnir endurkomu sína. Ekki hefur verið greint frá því hvenær platan kemur út. Relapse er væntanleg EMINEM Rapparinn snýr aftur með plötuna Relapse. Samningar hafa náðst milli Reykjavík Films, sem framleiddi sjónvarpsþættina Mannaveiðar, og þýska fyrirtækisins Bavaria Film International um alþjóðlega dreifingu þáttanna. Bavaria Film er eitt stærsta fyrirtæki Evrópu í sölu kvikmynda og sjón- varpsefnis og dreifir kvikmyndaefni um allan heim. Þættirnir, sem nefnast I Hunt Men á ensku, verða fyrst kynntir á alþjóðlegri kaupstefnu fyrir sjónvarpsefni sem nú stendur yfir í Cannes í Frakklandi. Handrit Mannaveiða, sem voru sýndir í Ríkissjónvarpinu í vor, skrifaði Sveinbjörn I. Baldvinsson og byggir það á sögu Viktors Arnar Ingólfssonar, Aftureldingu. Sagan nefnist Daybrake á ensku og hefur verið gefin út víða í Evrópu. Alþjóðleg dreifing MANNAVEIÐAR TIL ÚTLANDA Sjónvarpsþætt- irnir Mannaveiðar fara í alþjóðlega dreifingu innan skamms. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 21. október 2008 ➜ Sýningar Tvær sýningar standa nú yfir í Listasafni Íslands. Ást við fyrstu sýn, sýning á nýjum aðföngum úr einkasafni Reinholds Würth. Shirin Neshat sýning á myndbands- verkum írönsku listakonunnar stend- ur yfir í sal 2. Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegi 7, er opið daglega nema mánudaga frá 11.00-17.00. ➜ Uppákoma Fríða og dýrið Sýning á endurnýtan- legu rusli sem einnig hefur fegurðar- gildi í sér. Sýningin er hluti af alþjóð- lega verkefninu SEEDS sem 300 sjálfboðaliðar frá 31 landi tóku þátt í. Sýningin stendur til 24. október og er opin virka daga frá kl. 12.00- 17.00. Hitt húsið, Pósthússtræti 3-5. ➜ Ljósmyndasýningar Stafræn skissubók Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu stendur yfir sýning á verkum Sissúar. Opið virka daga frá 12.00-19.00 og 13.00- 17.00 um helgar. ➜ Myndlist Vinnustofumyndir Elfar Guðni Þórðarson sýnir í sýningarsalnum Svarti-klettur í Menningarverstöðinni, Hafnargötu 9, á Stokkseyri. Sýningin er opin daglega frá kl. 14.00-18.00 og stendur til 7. des. Réttardagur Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýnir verk á Glerártogi. Sýningin er opin á opnunartíma verslana. Glerártorg, Gleráreyrum 1, Akureyri. Guðný Svava Strandberg sýnir pennateikningar og vatnslita- myndir í Boganum í Gerðubergi, Gerðubergi 3-5. Opið virka daga kl. 11.00-17.00 og um helgar frá kl. 13.00-16.00. Libia Castro og Ólafur Ólafsson sýna í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Opið alla daga 10.00-17.00, fimmtudaga er opið til kl. 22.00. ➜ Tungumálavika Ítalska sendiráðið í Ósló og ítölsku- kennarar við Háskóla Íslands standa fyrir Ítalskri tungumálaviku 20-26. okt. 18.00 Poesia in piazza – ljóðlist á torgi. Claudio Pozzani, skáld og tónlistarmaður, flytur frumsamin ljóð í Norræna húsinu. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is nokkrar af þeim myndum sem í boði eru þriðjudags tilboð kr. 500 í SAMbíóin á ALLAR MYNDIR alla þriðjudaga REYKJAVÍK AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS SEX DRIVE FER FRAM ÚR AMERICAN PIE TOPP GRÍNMYND! MAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR! ENGIN MISKUNN. BARA SÁRSAUKI! MARK WAHLBERG FRÁ HÖFUNDI „THE NOTEBOOK” N ÝT T! 50 0 kr Í SA M BÍ ÓI N Á ÞR IÐ JU DÖ GU M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.