Fréttablaðið - 21.10.2008, Page 38

Fréttablaðið - 21.10.2008, Page 38
30 21. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. kerra, 6. persónufornafn, 8. hamfletta, 9. gogg, 11. hreyfing, 12. dramb, 14. gort, 16. slá, 17. húsfreyja, 18. pota, 20. borðaði, 21. maður. LÓÐRÉTT 1. stjórnarumdæmis, 3. frá, 4. garðplöntutegund, 5. hvíld, 7. tilgáta, 10. aur, 13. hrós, 15. höggva, 16. stormur, 19. rykkorn. LAUSN LÁRÉTT: 2. vagn, 6. ég, 8. flá, 9. nef, 11. ið, 12. stolt, 14. grobb, 16. rá, 17. frú, 18. ota, 20. át, 21. karl. LÓÐRÉTT: 1. léns, 3. af, 4. glitbrá, 5. náð, 7. getgáta, 10. for, 13. lof, 15. búta, 16. rok, 19. ar. „Það er Maður lifandi. Fari ég eitthvert þá fer ég þangað. Það er eitthvað svo hollur og góður matur þar og manni líður svo vel. Annars er það bara heimil- isbitinn.“ Magga Stína, tónlistarkona. „Mér finnst þetta rosalega stór viðurkenning því þetta er í fyrsta skipti sem þeir veita þessi verðlaun fyrir fatahönnun,“ segir Steinunn Sigurðardóttir fatahönn- uður sem hlýtur hin sænsku Söderbergs-verðlaun í ár. Steinunn hefur að sögn dómnefndar meðal annars fært Norðurlöndunum virtan fulltrúa á hinu alþjóðlega tískusviði með innblæstri frá íslenskri náttúru, en Söderbergs-verðlaunin eru ein stærstu hönnunarverðlaun heims, með 1.000.000 sænskar krónur í verðlaunafé. „Það er ótrúlega skemmtilegt að verð- launin skuli fara til Íslendings. Eftir atburði síðustu mánaða hefur það breyst hvernig maður lítur á þau. Mér finnst verðlaunin færa mikla von og minna á að við eigum ekki að leggja árar í bát. Mér finnst rosalega mikilvægt að það sé lögð meiri áhersla á nýsköpun á Íslandi og mér finnst þessi verðlaun vera gott dæmi um það,“ segir Steinunn. Hún mun taka við verðlaununum við hátíð- lega athöfn 4. nóvember í Röhsska- safninu í Gautaborg, þar sem haldin verður sýning á hönnun Steinunnar í kjölfarið. Steinunn er nú í óðaönn að undirbúa næstu línu sem verður tilbúin í febrúar. Hún segist ætla að koma verðlauna- fénu inn í fyrirtækið og segist óhjá- kvæmilega finna fyrir afleiðingum kreppunnar. „Það eru færri sem leggja út í að kaupa af nýjum hönnuðum, fólk hefur minni kaupmátt og pantanirnar eru ekki eins stórar, en maður verður að halda sínu striki og vona það besta.“ - ag Fær eina milljón sænskar Ergelsið í þjóðfélaginu og pirringur út í útrásarvíkinga sem eiga sér jeppa sem stöðutákn á sér ýmsar hliðar og bitnar meðal annars á starfsfólki Tinnu Gunnlaugsdótt- ur þjóðleikhússtjóra. Þannig hefur Gylfi Ingólfsson húsvörður þar orðið var við pirring í sinn garð í umferðinni en hann festi kaup á glæsilegum Dodge Durango fyrir um ári og greiddi fyrir bifreiðina af sparnaði sínum. Áður ók hann um á Ford Mondeo og þá örlaði ekki fyrir því að menn væru að flauta á hann í umferðinni eins og nú er raunin. Fyrir um tveimur árum var athyglis- verð hljómsveit við bílskúrsæfingar. Æft var í bílskúr trymbilsins frábæra Birgis Baldurssonar en annan hljóðfæraleik önnuðust meðal annarra auðmennirnir Tryggvi Jónsson og Sindri Sindrason auk þess sem Bjarni Ármanns- son greip oftar en ekki um míkrófóninn. Var hljómsveitin enda köll- uð Biggi og auðkýf- ingarnir en hún hefur nú lagt upp laupana og mun Biggi hafa látið þess getið í góðu gríni að kæmi hún saman aftur yrði hún líkast til kölluð Biggi and the Hobos. Tónleikar Bubba Morthens í Kaupmannahöfn um helgina þóttu heppnast með miklum ágætum. Fullur salur Íslendinga skemmti sér vel og sjálfur var Bubbi hæst- ánægður með útkomuna. Ástand efnahagsmála á Íslandi hafði vitanlega áhrif á þá tónleikagesti sem gerðu sér ferð til Kaupmanna- hafnar. Og reyndar sömuleiðis á Bubba og hans fylgdarlið. Þannig var Páll Eyjólfsson, umboðsmaður hans, ekki par hrifinn þegar hann þurfti að borga sextán þúsund íslenskar krónur fyrir kassa af sódavatns- flöskum sem tónlistarmenn- irnir dreyptu á baksviðs. - jbg, hdm FRÉTTIR AF FÓLKI „Það telst nú varla til tíðinda að maður taki sér blogghlé. Þegar ég sá tölvupóstinn minn í morgun blöskraði mér hins vegar svo leið- indin, illskan og hótanirnar að ég spurði sjálfan mig: Til hvers er ég að þessu?“ segir Árni Snævarr, bloggari og fyrrverandi fréttamað- ur, en hann starfar nú fyrir Sam- einuðu þjóðirnar í Brussel – upp- lýsingamiðstöð fyrir Norðurlönd. Árni hefur nú um skeið bloggað undir regnhlíf Eyjunnar og vakið athygli fyrir snarpa pistla. Síðast skrifaði hann um viðtal Dorritar í nýjum Sunnudagsmogga og gagn- rýndi harðlega það sem fram kom í máli Dorritar, meðal annars að fólk yrði að sýna nægjusemi sem honum þótti í hróplegri mótsögn við þær aðstæður sem Dorrit býr við. Pistillinn heitir „Vertu heima að telja demantana – Eyju-bréf til Dorrit Moussaieff“. Skömmu síðar tilkynnti Árni að hann væri hættur að blogga í bili. Mikil viðbrögð hafa orðið á athugasemdakerfi hans og fjöldi manna, þeirra á meðal Illugi Jökulsson, Árni Matthíasson og Páll Ásgeir Ásgeirsson, hafa hvatt Árna til að halda sínu striki. „Fólk má alveg rífast og skamm- ast eins og því sýnist en ég má líka alveg kjósa að halda kjafti og hætta að blogga. Það rifjuðust upp fyrir mér orð Össurar Skarphéð- inssonar: „Hvar ætlar þessi maður að fá vinnu?“ sem sögð voru í gríni í kvöldverðarboði sem við báðir sátum. Össur hefur svo sannarlega ekki haft í hótunum við mig, enda gott á milli okkar og það hefur eng- inn annar pólitíkus verið að gera heldur. Ég renndi yfir pistlana mína í kjölfarið og fannst ég helst til mikill nöldurseggur. Ég meina, að skamma Dorrit? Hvað næst, Mjallhvíti og dvergana sjö? Hún hefur engin áhrif þessi sómakona og ekkert gert af sér nema einna helst að hafa vondan smekk á karl- mönnum. Þannig að ég sagði bara skammastu þín, ljóti strákur. Ég ætla bara að taka mér frí frá kvarti, kveini og nöldri og taka þátt í samstöðu þjóðarinnar og læra mannasiði og kurteisi í leið- inni. Enda hvernig getur maður kvartað þegar maður hefur slíka snillinga eins og Davíð Oddsson og Ólaf Ragnar til að stjórna sér?“ jakob@frettabladid.is ÁRNI SNÆVARR: PISTILL UM DORRIT GERÐI ÚTSLAGIÐ Bloggari flýr leiðindi, illsku og hótanir á Netinu SKAMMASTU ÞÍN, LJÓTI STRÁKUR Þetta sagði Árni við sjálfan sig þegar hann las yfir pistil sinn um Dorrit. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. „Fyrir okkur talnaspekinga koma þessi átök milli Jóns Ásgeirs og Davíðs Oddssonar ekkert mikið á óvart því tölurnar þeirra eru algjörar andstæður,“ segir útgef- andinn, spekingurinn og sund- garpurinn Benedikt S. Lafleur. Um næstu mánaðamót kemur út ansi merkileg bók þar sem farið verður yfir tölur fræga fólksins og almenningi gefst jafnframt tækifæri á að fá skyndikúrs í núm- eralógíu. Þar kemur meðal annars fram að Jón Ásgeir hefur líftöluna 77 sem er umlukin framkvæmda- gleði og útrás en Davíð er 44; tala íhaldssemi og sparnaðar. Benedikt vill þó ekki meina að bókin sé tímaskekkja þótt blíðum höndum sé farið yfir marga af mestu áhrifavöldum síð- ustu vikna. Þannig er meðal annars sagt um Björg ólf Guðmunds- son að hann vinni fyrir heildina og skapi auð sem hjálpi öllu samfélag- inu. Útreikn- ingar Bene- dikts á tölum fræga fólks- ins benda jafnframt til þess að bæði Jón Ásgeir og Björgólfur Thor Björgólfsson hafi sömu líftölu sem er 77. Þeir séu því tölubræður. Í bókinni má einnig finna talnaspeki leikhúshjónanna Egils Ólafssonar og Tinnu Gunnlaugsdóttur, Bjarkar Guðmunds- dóttur og Ágústu Evu Erlendsdótt- ur. En fyrsti maðurinn er hins vegar hinn umdeildi seðlabanka- stjóri; Davíð Oddsson. Samkvæmt númeralógíu Benedikts er Davíð með fæðingartöluna 22 og um hana er sagt: „Þessari tölu er ætlað að byggja upp kærleiksríkt sam- félag í félagslegum anda […] hún er mikil hjálparhella og finnur auðveldlega lausn á vandamál- um.“ Benedikt þurfti reyndar aðeins að breyta bókinni í ljósi nýlegra atburða og hefur bætt við spádómi um árið 2009. „Það ár verður upp- gjörsár. Og það verður mikil spenna í ríkisstjórnarsamstarfinu. Enginn skyldi láta koma sér á óvart þótt það yrðu jafnvel ríkis- stjórnarslit,“ segir Benedikt. -fgg TALNAGLÖGGUR Benedikt S. Lafleur hefur helst verið í frétt- um fyrir misheppnaðar tilraunir til að synda yfir Ermasund. Nú gefur hann út bók um númeralógíu fræga fólksins. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Colin Powell 2 Lay Low 3 Dóra María Lárusdóttir MIKILL HEIÐUR Stein- unn segir verðlaunin færa mikla von og vera gott dæmi um hve nýsköpun á Íslandi skiptir miklu máli. FRÉTTABLAÐIÐ/HARALDUR JÓNASSON Davíð og Jón Ásgeir með andstæðar tölur Veljum íslenskt

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.