Fréttablaðið - 21.10.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 21.10.2008, Blaðsíða 18
„Við hvetjum fólk til að hjóla áfram þótt dimmasti tími ársins sé framundan og allra veðra von. Reiðhjólum þarf ekki að ýta í gegn- um skafla og þau festa sig ekki, en létt er að hlaupa með þau yfir. Það er því betra að hjóla en í bíl að spóla,“ segir Magnús Bergsson, rafvirki og fjallahjólagarpur, sem stofnaði Íslenska fjallahjólaklúbb- inn fyrir tveimur áratugum og var formaður hans fyrstu tíu árin. Magnús er með leiðsögn í stand- setningu reiðhjóla fyrir veturinn á fimmtudagskvöld klukkan 20 í húsi Íslenska fjallahjólaklúbbsins að Brekkustíg 2 í Reykjavík. „Þar fer ég yfir öruggan vetrar- búnað reiðhjóla sem og fatnað hjól- reiðafólks, sem yfirleitt klæðir sig of vel. Fatnaður, drif og hjól fara illa á saltpækli gatnanna og ég upplýsi hvernig best er að verja það allt ásamt því að kynna mis- munandi tegundir nagladekkja og ljósabúnaðar svo eitthvað sé nefnt,“ segir Magnús sem brýnir fyrir hjólreiðamönnum að taka með í reikning hvar þeir búa og við hvaða aðstæður þeir ferðast. „Það er mikilvægt að velja vetr- ardekk undir hjól eftir búsetu. Dekk með miklum nöglum eru óhentug fyrir þá sem fara ferða sinna í miðbænum, en þeir sem þurfa um lengri veg að fara, í snjó og hálku, þurfa á öðruvísi dekkj- um að halda. Þá þarf að velja ljósa- búnað af gaumgæfni. Lítið úrval fæst hérlendis af góðum slíkum, en auðvelt er að panta að utan ljósabúnað sem veitir fullkomið öryggi,“ segir Magnús og staðfest- ir að hjólreiðamönnum hafi fjölgað mikið á síðustu árum; mestmegnis vegna betra veðurfars suðvestan- lands. „Hjól hafa breyst til mikils batn- aðar á undanförnum árum, og útkoman orðið auðveldari og þægi- legri fararmáti. Slys eru fátíðari, og bremsur farnar að virka þannig að nú geta menn stoppað á punkt- inum þótt sumir fari þá fram fyrir sig. Þetta verður alltaf spurning um hæfni, varkárni og að kunna á hlutina. Reiðhjól í dag eru ekki lengur barnaleikföng heldur alvörufarartæki sem krefjast kunnáttu þeirra sem á þeim ferð- ast. Dýrari hjól eru hönnuð til betri afkasta og betri nýtingu orku og fara yfirleitt um fimmtán kíló- metrum hraðar en áður, sem þýðir um þrjátíu kílómetra á klukku- stund á jafnsléttu,“ segir Magnús sem vill sjá betri aðbúnað hjól- reiðafólks á höfuðborgarsvæðinu. „Því miður hefur samgöngu- stefna Reykjavíkur gengið út á að auka flæði bílaumferðar. Fyrir hjólreiðafólk er umferðarmenning mjög vanþróuð, sem er synd því það ætti að vera hagur stjórnvalda að sem flestir hjóli en aki ekki. Það sparar ekki aðeins einstaklingnum sem hjólar stórfé heldur bætir heilsu hans og dregur úr umhverf- ismengun, og þetta er geysilegur heilsufarslegur ávinningur fyrir samfélagið í heild.“ Um námskeiðin má lesa á vef- síðunni www.fjallahjolaklubbur- inn.is. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. thordis@frettabladid.is Hjóla í stað bíl að spóla Þótt Vetur konungur hafi formlega boðað komu sína næstkomandi laugardag er engin ástæða til að leggja niður hjólreiðar í höfuðstað lýðveldisins yfir vetrartímann, svo framarlega sem hjólið er vel búið. LÍKAMSSTAÐA skrifstofuumhverfið og æfingar er heiti nám- skeiðs sem haldið verður hjá Manni lifandi þriðjudaginn 4. nóv- ember frá klukkan 17.30 til 19.00. Námskeiðsgjald er 1.500 krónur og skráning er á madurlifandi@madurlifandi.is. Magnús Bergsson er þaulreyndur fjallahjólagarpur og sést hér á sérstæðu hjóli sínu, tilbúinn í veturinn. Magnús segir fólki til um vetrarútbúnað reiðhjóla á vegum Íslenska fjallahjólaklúbbsins á fimmtudagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Engin bein tengsl eru milli þess að verða kalt og að fá kvef. Aftur á móti er talið að kvefveiran geti smitast á milli manna í köldum lönd- um. Ástæðan er mögulega sú að við eyðum meiri tíma innan- dyra og í meiri nálægð við hvort annað til að halda á okkur hita. www.lyfja.is, svar við spurn- ingunni hvert er samhengið milli þess að verða kalt og fá kvef. Mataræðið skiptir öllu máli fyrir heilsuna enda erum við það sem við borðum. Á vef Berlingske Tidende er nú greint frá því að prófessor nokkur í næringarfræði við Leeds- háskóla, Gary Williamson, hafi sent frá sér lista yfir æskilegar matartegundir. Listinn inniheldur til dæmis súkkulaði og kaffi, sem er gleðiefni fyrir þá sem vilja gera vel við sig. Á honum má líka finna svart og grænt te, epli, blá- ber, spergilkál, appelsínur og rauðlauk svo eitthvað sé nefnt. Tekið er fram að þeir sem borða ekki mat með nógu af andoxunarefnum eigi fremur á hættu að fá króníska hjarta- og æðasjúkdóma. Sjá www.berlingsketidende.dk. - rat Súkkulaði lengir lífið Kaffi og súkkulaði er á lista prófess- ors í næringarfræði. Slys á börnum – námskeið Kópavogsdeild Rauða krossins heldur námskeiðið Slys á börnum 20. og 22. okt kl. 18-21 í Hamraborg 11, 2 hæð. orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri. Leiðbeint er í skyndihjálp við barnaslysum og áverkum af ýmsu tagi, endurlífgun barna, andlegum undirbúningi við komu barna á sjúkrahús o . Námskeiðið getur gagnast öllum þeim sem umgangast börn hvort sem er í sta eða daglegu lí . Námskeiðsgjald: 6.500 kr. á mann en 5.000 krónur ef maki eða eldra systkini tekur líka þátt. Leiðbeinandi er Sigríður K. Sverrisdóttir, hjúkrunarfræðingur. Innifalin eru námskeiðsgögn og þátttökuskírteini. Sjálfboðamiðstöð Hamraborg 11 www.redcross.is/kopavogur opið virka daga kl. 10-16 Frekari upplýsingar má fá með því að hringja í síma 554 6626 eða senda tölvupóst á kopavogur@redcross.is. Skráning er til 14.mars Kópavogsdeild Rauða krossins heldur námskeiðið slys á börnum 27. og 30. október í Hamraborg 11, 2 hæð. , r sk arna og slys sem tengjast aldri. i j l við barnaslysum og áverkum af ýmsu r , a dlegu undirbúningi við komu barna Ná skeiðið getur gagnast öllu þeim sem umgangast börn Frekari upplýsingar fást í sí a 554 6626 eða með tölvupósti á kopavogur redcross.is. ráning er til 24. október. @ KULDASKÓRNIR ERU AÐ KLÁRAST! TAKMARKAÐ MAGN VERTU KLÁR FYRIR VETURINN Í ECCO GORE-TEX SKÓM 72962 54783 Lir: Fjólublá Stærðir: 27-35 Winter Queen 70241 51228 Lir: Hví/Silfur Stærðir: 20-26 Track Uno 70381 50620 Lir: Rau Stærðir: 20-28 Track Uno 78512 54000 Lir: Svart Stærðir: 27-35 | 36-39 Ice Breaker 73261 51052 Lir: Svart Stærðir: 22-30 Snowride KRINGLAN SMÁRALIND LAUGAVEGUR TA KM AR KA Ð M AG N 73291 50667 Lir: Rau Stærðir: 22-30 Snowride 72962 51052 Lir: Svart Stærðir: 27-40 Winter Queen Næstu fyrirlestrar og námskeið 21. okt. Fitur í mataræði Haraldur Magnússon osteópati 28. okt. Erum við andleg og líkamleg eiturefna- úrgangs-ruslaskrímsli Edda Björgvins leikari 29. okt. Hvað á ég að gefa litla barninu mínu að borða? Ebba Guðný Guðmundsdóttir kennari 30.okt. Hollusta og hagkvæmni - Matreiðslunámskeið Auður I. Konráðsdóttir heilsukokkur 04. nóv. Líkamsstaða, skrifstofuumhverfið og æfingar Haraldur Magnússon osteópati 11. nóv. Góð heilsa er auðveldari en þú heldur Matti Ósvald heilsuráðgjafi www.madurlifandi.is Árskort í tækjasal aðeins 3.333 kr. á mánuði*

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.