Fréttablaðið - 21.10.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 21.10.2008, Blaðsíða 34
26 21. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is Iceland Express-deild karla Njarðvík-Grindavík 84-98 (50-53) Stig Njarðvíkur: Friðrik Stefánsson 20 stig (12 fráköst, 6 varin), Logi Gunnarsson 20 (7 frák. 5 stoðs.), Hjörtur Hrafn Einarsson 15, Magnús Þór Gunnarsson 14 (7 stoðs.), Sigurður Gunnarsson 8, Sævar Sævarsson 4, Slobodan Subasic 3. Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 41 (14 frák., 5 stoðs.), Brenton Birmingham 16, Þorleifur Ólafsson 14, Helgi Jónas Guðfinnsson 10 (6 stoðs.), Páll Kristinsson 8, Arnar Freyr Jónsson 5 (5 stoðs.), Guðlaugur Eyjólfsson 2, Nökkvi Már Jónsson 2. ÍR-Stjarnan 81-82 Skallagrímur-Snæfell 62-94 Enska úrvalsdeildin Newcastle-Man. City 2-2 0-1 Robinho (14.), 1-1 Shola Ameobi (44.), 2-1 sjálfsmark (63.), 2-2 Stephen Ireland (86.). STAÐAN Í DEILDINNI Chelsea 8 6 2 0 19-3 20 Liverpool 8 6 2 0 13-6 20 Hull City 8 5 2 1 11-11 17 Arsenal 8 5 1 2 16-6 16 Man. Utd 7 4 2 1 12-4 14 Aston Villa 8 4 2 2 12-10 14 Portsmouth 8 4 1 3 9-13 13 West Ham 8 4 0 4 14-14 12 Blackburn 8 3 2 3 8-14 11 Man. City 8 3 1 4 20-14 10 WBA 8 3 1 4 7-11 10 Sunderland 8 2 3 3 7-9 9 M‘brough 8 3 0 5 7-14 9 Wigan 8 2 2 4 11-9 8 Bolton 8 2 2 4 8-10 8 Everton 8 2 2 4 12-18 8 Fulham 7 2 1 4 5-7 7 Stoke City 8 2 1 5 10-15 7 Newcastle 8 1 3 4 9-15 6 Tottenham 8 0 2 6 5-12 2 Sænska úrvalsdeildin GIF Sundsvall-Gefle 2-3 Hannes Þór Sigurðsson lék seinni hálfleikinn með Sundsvall og skoraði fyrra mark liðsins en Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með liðinu. ÚRSLIT FÓTBOLTI Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaðurinn ungi hjá Reading, vill framlengja lánssamning sinn hjá Shrewsbury Town en þetta staðfesti hann í viðtali við BBC Sport í gær. Gylfi skoraði í sínum fyrsta leik með Shrewsbury Town, sem leikur í fjórðu efstu deild á Englandi, en upphaflega átti hann að dvelja hjá félaginu í einn mánuð. „Þegar þú færð tækifæri til þess að spila viku eftir viku í byrjunarliðinu og ert að skora þá viltu halda því áfram. Ég er ekki búinn að fá jafn mörg tækifæri og ég var að vonast eftir hjá Reading og ég held að ef ég verð áfram hjá Shrewsbury Town og stend mig vel þá gæti ég átt betri möguleika að brjótast inn í liðið hjá Reading þegar ég sný aftur þangað,“ segir Gylfi Þór. - óþ Gylfi Þór Sigurðsson, Reading: Vill vera áfram hjá Shrewsbury > Veigar Páll lék á als oddi Sigurmark Húsvíkingsins Pálma Rafns Pálmasonar gegn Brann í fyrrakvöld nánast gulltryggði Stabæk norska titilinn í fyrsta skiptið í sögu félagsins. Hægt er að nálgast mynd- brot af fagnaðarlátum Stabæk-manna á heimasíðu norska dagblaðsins Aftenposten en þar má meðal annars sjá Veig- ar Pál Gunnarsson hella fullri fötu af vatni yfir þjálfarann sinn, Jan Jönsson. „Mig hefur alltaf langað til þess að prófa þetta eftir að ég sá leikmenn í NFL-deildinni í Bandaríkjunum fagna titlum á þennan hátt. Við höfum reyndar ekki unnið titilinn enn sem komið er en mér líður eins og og þetta sé í höfn. Það þarf ansi mikið að gerast til þess að við missum titilinn í hendurnar á Fredrikstad,“ segir Veigar Páll í viðtali við Aftenposten. Bryndís Sigurðardóttir verður um áramótin fyrsta íslenska konan sem gerist alþjóðlegur FIFA-dómari en dómaranefnd Knatt- spyrnusambands Íslands hefur tilnefnt hana til FIFA. „Nýr FIFA-listi verður birtur um áramótin og hún verður á honum. Við erum búnir að senda listann út og það er ekki búið að staðfesta hann en það er alltaf gert,” segir Magnús Már Jónsson sem er starfsmaður dómaranefndar. Hann segir að verið sé að vinna í því að fjölga konum í stéttinni. „Við erum með tvær aðrar í sigtinu en þær eru bara of ungar ennþá,“ segir Magnús. Bryndís sjálf var ánægð með að heyra þessar fréttir. „Þetta er mjög spennandi og ég bíð spennt ef af verður. Markmiðið er að komast sem lengst,“ sagði Bryndís og hún er sátt við tímabilið. „Það hefur gengið mjög vel í sumar. Þetta er búið að vera krefj- andi og skemmtilegt sumar. Þetta hefur bara legið upp á við,“ segir Bryndís sem var meðal annars á línunni í bikarúrslitaleik kvenna á dögunum. Bryndís stökk til í vetur þegar hún sá auglýst dómaranámskeið fyrir konur en Gylfi Þór Orrason sá um það. „Ég sá auglýst námskeið í vor. Ég er búin að vera að spila lengi en ætlaði ekki að halda því áfram. Mér fannst þetta vera sniðug hugmynd til að halda áfram að vera innan fótboltans,“ segir Bryndís sem hefur einbeitt sér að vera aðstoðardómari en það gæti verið að breytast því hún hefur áhuga á að dæma meira. „Ég hef verið lítið í að dæma leiki en maður fer kannski að huga að því með vorinu að fara að prófa að flauta eitthvað,“ segir Bryndís. Hún er reyndar svolítið einmana í þessari miklu karlastétt en vonast til að það breytist fljótt. „Við vorum þrjár konur sem byrjuðum í þessu í sumar. Svo meiddist ein og önnur er komin til útlanda. Ég er því bara ein eftir en það þarf bara að auglýsa þetta betur upp. Þegar ég hitti einhverjar gamlar sem hafa spilað fótbolta þá ýja ég þessu að þeim,“ segir Bryndís sem mælir með því að konur taki upp flautuna. „Ég hvet fleiri stelpur að koma að dæma. Þetta er mjög skemmtilegt.“ BRYNDÍS SIGURÐARDÓTTIR: VERÐUR FIFA-AÐSTOÐARDÓMARI UM ÁRAMÓTIN FYRST ÍSLENSKRA KVENNA Búið að vera krefjandi og skemmtilegt sumar FÓTBOLTI Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld þar sem Newcastle og Manchester City skildu jöfn, 2-2. Leikurinn fór fjörlega af stað á St. James‘ Park leikvanginum og það dró til tíðinda strax á 12. mín- útu þegar Habib Beye, varnar- maður Newcastle, fékk að líta rautt spjald fyrir tæklingu á City- manninum Robinho innan víta- teigs heimamanna. Leikmenn Newcastle mótmæltu harðlega enda virtist Beye fara í boltann áður en hann fór í Robinho en dómarinn Rob Styles var viss sinni sök rak Beye út af og dæmdi víta- spyrnu. Hinn brasilíski Robinho fór sjálfur á vítapunktinn og skor- aði af öryggi, 0-1. Leikmenn Newcastle misstu þó ekki móðinn þrátt fyrir mótlætið og á 44. mínútu náðu þeir að jafna metin þegar boltinn barst til fram- herjans Shola Ameobi eftir klaufa- gang í vörn City og hann skoraði af stuttu færi, 1-1 en skömmu síðar var flautað til hálfleiks. Lukkudísirnar gengu svo til liðs við Newcastle á 63. mínútu þegar Richard Dunne, varnarmaður City, skoraði sjálfsmark sem flest- ir framherjar hefðu verið stoltir af að skora í mark andstæðings. Föst innanfótarafgreiðsla efst í markhornið en eins og fyrr segir í vitlaust mark og Newcastle komið með forystu, 2-1. Flest benti til þess að Newcastle myndi halda þetta út þegar Step- hen Ireland jafnaði leikinn fyrir City á 86. mínútu, 2-2, eftir laglegt samspil og þar við sat. Jafnteflið þýðir að City færist upp í tíunda sæti deildarinnar en Newcastle, sem hefur nú aðeins náð í tvö stig af síðustu átján stig- um mögulegum, situr áfram í næst neðsta sætinu. - óþ Newcastle var nálægt því að landa sigri gegn Man. City þrátt fyrir að vera einum færri frá tólftu mínútu: Tíu leikmenn Newcastle héldu velli UMDEILT ATVIK Leikmenn New- castle mótmæltu harðlega þegar Habib Beye fékk að líta rautt spjald fyrir þessa tæklingu á Robinho. Sjónvarpsupptökur sýndu að Beye kom við boltann. NORDIC PHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI Páll Axel Vilbergsson, fyrirliði Grindavíkur, er gjörsam- lega óstöðvandi þessa daganna. Kappinn er kominn með 80 stig, 29 fráköst og 10 stoðsendingar í fyrstu tveimur leikjum Grindvík- inga og hefur hitt úr 13 af 18 þriggja stiga skotum sínum í þess- um tveimur sigurleikjum liðsins. Páll Axel hitti úr 15 af 22 skotum sínum í 98-84 útisigri á Njarðvík í gær og var með 41 stig, 14 fráköst og 5 stoðsendingar. Njarðvík byrjaði betur í gær og komst mest átta stigum yfir í öðrum leikhluta en Páll Axel hélt sínum mönnum inni í leiknum og Grindavík var síðan komin þrem- ur stigum yfir í hálfleik, 50-53. Njarðvíkingar reyndu allt til að stoppa Pál Axel en um leið losnaði um aðra Grindvíkinga og þá sér- staklega Brenton Birmingham og Helga Jónas Guðfinnsson sem skoruðu 19 af 16 stigum sínum í seinni hálfleik. Grindavík seig síðan fram úr og sigur liðsins var nokkuð öruggur í seinni hálfleik. „Þetta var betra en síðast hjá okkur. Það vantar enn svolítið upp á varnarleikinn. Hann kom aðeins í seinni hálfleik en hann var skelfi- legur í fyrri hálfleik. Við erum með fullt af vopnum sem geta sett boltann í körfuna en við þurfum bara að hysja aðeins upp um okkur í vörninni,“ sagði Páll Axel Vil- bergsson, fyrirliði Grindavíkur, eftir leik. „Þetta er alls ekki spurn- ing um mig heldur er þetta spurn- ing um hvernig liðið er að spila. Við erum sæmilega sáttir og það er bara aukatriði hvort ég sé eitt- hvað góður,“ sagði Páll Axel hóg- vær í leikslok en það er ljóst að Njarðvíkingum fannst það ekkert aukaatriði að Páll Axel raðaði niður skotunum í gær en flest þeirra tók hann úr mjög erfiðri aðstöðu en það skipti litlu. Páll Axel setti að meðaltali niður 8 af 10 þriggja stiga skotum sínum. „Eins og sagt er á góðri íslensku þá er hann í bullinu. Hann er bara funheitur þessa daganna og það léttir okkur rosalega lífið í sókn- inni þegar hann er svona heitur. Það liggur við að aðrir geti verið í þriðja gír á meðan hann er í fimmta gírnum,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, um Pál Axel eftir sigurinn í Njarð- vík í gær. „Svo er þetta bara spurn- ing um að ná upp liðsvörninni eins og við náðum í seinni hálfleik. Vörnin í fyrri hálfleik var léleg, þar sem við fórum og skoruðum og biðum síðan eftir að fara í sókn. Í seinni hálfleik hertum við vörn- ina og þá var þetta í fínu lagi,“ sagði Friðrik en Njarðvík hékk lengi í Grindvíkingum og úr varð baráttuleikur þó svo að gestirnir úr Grindavík hafi lengstum haft frumkvæðið. „Mér fannst margt í þessum leik þrælgott hjá báðum liðum. Njarð- vík var líka að spila flottan bolta og þeir eru mun sterkari en fólk gerir sér grein fyrir. Við erum með fína breidd og ég held að við höfum tekið þetta á breiddinni,“ segir Friðrik en fram undan er leikur á móti Tindastól sem hefur einnig unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu. „Það verður hörkuleik- ur og við þurfum að eiga toppleik til þess að taka þá,“ sagði Friðrik að lokum. Friðrik Stefánsson (20 stig, 12 fráköst, 6 varin) var besti maður Njarðvíkinga í gær og þeir Hjört- ur Hrafn Einarsson (15 stig), Logi Gunnarsson (20 stig, 7 fráköst, 5 stoðsendingar) og Magnús Þór Gunnarsson (14 stig, 7 stoðsend- ingar) áttu líka ágæta spretti en liðið þarf betri framlög hjá fleir- um. Hjá Grindavíki var Páll Axel stórskostlegur, Brenton var mjög góður í seinni hálfleik og Helgi Jónas Guðfinnsson er líka að kom- ast í sitt besta form sem eru góðar fréttir fyrir Grindvíkinga. ooj@frettabladid.is Páll Axel er bara í bullinu Páll Axel Vilbergsson setti á svið sýningu í Ljónagryfjunni í gærkvöldi og skoraði 41 stig í 98-84 sigri Grindavíkur á Njarðvík. Njarðvíkingar sýndu allt annan og betri leik en á móti FSU en það dugði skammt. FRÁBÆR Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson fór á kostum í gærkvöld og skaut Njarðvíkinga algjörlega í kaf með 41 stigi í 84-98 sigri Grindvíkinga í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gærkvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.