Fréttablaðið - 21.10.2008, Blaðsíða 32
24 21. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR
MAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR!
ENGIN MISKUNN. BARA SÁRSAUKI!
NÝTT Í BÍÓ! NÝTT Í BÍÓ!
SÍMI 462 3500
SÍMI 564 0000
16
16
L
14
16
L
L
L
L
MAX PAYNE kl. 8 - 10
HOUSE BUNNY kl. 6 - 10
REYKJAVÍK-ROTTERDAM kl. 8
SKJALDBAKAN & HÉRINN kl. 6
16
L
14
L
MAX PAYNE kl. 5.45D - 8D - 10.15D
MAX PAYNE LÚXUS kl. 5.45D - 8D - 10.15D
HOUSE BUNNY kl. 5.45 - 8 - 10.15
REYKJAVÍK-ROTTERDAM kl. 5.50 - 8 - 10.10
BURN AFTER READING kl. 8 - 10.15
MAMMA MIA kl. 5.30
SKJALDBAKAN & HÉRINN kl. 3.45
GRÍSIRNIR 3 kl. 3.45
LUKKU LÁKI OG DALTON BRÆÐUR kl. 3.45
5%
FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR
BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI
50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ
KAUPIR BÍÓMIÐANN Á
L
16
7
14
L
THE WOMEN kl. 5.30 - 8 - 10.30
MAX PAYNE kl. 5.45 - 8 - 10.15
HAMLET 2 kl. 10.15
REYKJAVÍK-ROTTERDAM kl. 5.40 - 8 - 10.10
MAMMA MIA kl. 5.30 - 8
5%
5%
SÍMI 530 1919
SÍMI 551 9000
16
L
16
16
12
L
BANGKOK DANGER kl. 5.30 - 8 - 10.20
HOUSE BUNNY kl. 6 - 8.20 - 10.30
BURN AFTER READING kl. 5.45 - 8 - 10.15
PINAPPLE EXPRESS kl. 8 - 10.30
STEP BROTHERS kl. 5.45
550kr.
fyrir börn
650kr.
fyrir fullorðna
ÁLFABAKKA SELFOSS
AKUREYRI
KEFLAVÍK
KRINGLUNNI
FRÁ HÖFUNDI „THE NOTEBOOK”
SEX DRIVE kl. 8 - 10:10 12
SMART PEOPLE kl. 8 L
BURN AFTER READING kl. 10 16
PINEAPPLE EXPRESS kl. 8 16
BABYLON A.D. kl. 10:10 16
REYKJAVÍK ROTTERDAM kl. 8 - 10:10 14
SEX DRIVE kl. 8 - 10 12
RIGHTEOUS KILL kl. 8 16
PATHOLOGY kl. 10 16
SEX DRIVE kl. 5:50 - 8 - 10:20 12
SEX DRIVE kl. 5:50 - 8 - 10:20 VIP
MAX PAYNE kl. 5:50 - 8 - 10:10 16
NIGHTS IN RODANTHE kl. 5:50 - 8 - 10:10 L
PATHOLOGY kl. 8 - 10:20 16
WILD CHILD kl. 8 L
GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 6 L
TROPIC THUNDER kl. 10:20 16
SVEITA BRÚÐKAUP kl. 5:50 L
SEX DRIVE kl. 6 - 8:10 - 10:20 12
NIGHTS IN RODANTHE kl. 8:10 L
HAPPY GO LUCKY kl. 8 12
QUEEN RAQUELA kl. 10:20D 12
DEATH RACE kl. 10:20 16
JOURNEY 3D kl. 6 L
WILD CHILD kl. 5:50 L
SEX DRIVE FER FRAM ÚR
AMERICAN PIE
Á 100 Km hraða!
DIGITAL-3D
TOPP GRÍNMYND!
MAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR!
ENGIN MISKUNN. BARA SÁRSAUKI!
MARK WAHLBERG
NÝTT!
500 kr Í SAMBÍÓIN
Á ÞRIÐJUDÖGUM
- bara lúxus
Sími: 553 2075
THE WOMEN kl. 5.50, 8 og 10.10 L
SKJALDBAKANN OG HÉRINN kl. 6 (650)- ÍSL.TAL L
RIGHTEOUS KILL kl. 6, 8 og 10 16
REYKJAVÍK ROTTERDAM kl. 8 og 10 12
ATH! 650 kr.
Ég hafði efasemdir um hvort Lov-
ísa Elísabet Sigrúnardóttir, Lay
Low, væri jafn frábær og af var
látið þegar hún kom fram á sjónar-
sviðið 2006 með plötuna Please
Don’t Hate Me. Þetta er alveg
þokkaleg plata svo sem, en ég
keypti ekki ofhlaðinn fagurgalann
sem þá heyrðist. Plata með leik-
hústónlistinni í fyrra gerði ekkert
til að auka áhuga minn. Nú sé ég
hins vegar loksins ljósið: Lay Low
er einfaldlega frábær tónlistar-
maður. Það sýnir hún og sannar
með nýju plötunni sinni, langbesta
verki sínu til þessa.
Tvennt gæti
komið til:
Að hún hafi
þroskast
svona gríð-
arlega sem
listamaður
eða að það
hafi
opnað
á
henni allar sköpunargáfuglufur að
fara úr táfýlubílskúrnum með
vinum sínum á Selfossi og vinna
með eldri atvinnumönnum í Lond-
on. Lovísa er eini Íslendingurinn
sem kemur að tónlistargerð á plöt-
unni. Hún semur öll lögin nema
eitt (sem er ævagamall kántríslag-
ari eftir Lefty Frizzell) og textana.
Fyrir tilviljun atvikaðist það svo
að Lovísu var komið í samband við
Bretann Liam Watson sem rekur
hljóðverið Toe Rag í London. Þar
er tækjakostur forn, eins og um
safn sé að ræða. Verið er frægast
fyrir að vera fæðingarstaður
Elephant-plötu The White Stripes.
Liam kallaði til nokkrar sigggrón-
ar hljóðversrottur sem lögðu á
ráðin með Lay Low og dembdu sér
í að spila lögin inn með henni.
Það er akkúrat ekkert skrýtið við
það að hálf-íslensk, hálf-srílönksk-
söngkona skuli taka sér amerískar
kántrístjörnur gærdagsins til fyr-
irmyndar, hvílíkt er vald Lovísu á
forminu. Hún býður upp á ellefu
lög, öll afslöppuð, en sum eru ein-
læg og mjúk á meðan önnur eru
harðari af sér og meira töff. Stál-
gítarinn syngur, kontrabassaleik-
arinn bograr yfir flykkinu og
stundum brestur á með bakrödd-
um eins og þær kæmu beint upp úr
kántrílagi með Elvis síðan 1958
eða eitthvað. Meira töff lögin
minna oft á eitthvað sem Lee Hazle-
wood hefði getað kokkað upp fyrir
Nancy vinkonu sína.
Allt við þessa plötu er mjög ekta
og flott, Lovísa stendur sig æðis-
lega vel með gullfallegum söng, og
allt er eins og vera ber. Þess ber þó
að geta að sum lög hljóma sem
hálfgert uppfyllingarefni og fölna
í samanburði við betri lög. Svo má
líka spyrja um frumleikann og til-
raunamennskuna – hefði ekki verið
hægt að mála út fyrir punktalín-
una?
Ef við gefum okkur að Lovísa tak-
ist á við þessar spurningar á næstu
plötu stendur eftir skotheld plata
fyrir kertaljósalýst kreppukvöld í
komandi skammdegi, þægileg,
gefandi, hlý og skemmtileg.
Dr. Gunni
Kreppukántrí og kertaljós
TÓNLIST
Farewell Goodnight‘s Sleep
Lay Low
★★★★
Lay Low er einfaldlega frábær
tónlistarmaður. Það sýnir hún og
sannar með nýju plötunni sinni,
langbesta verki sínu til þessa.
Til stendur að gefa út nýja
plötu Vals Gunnarssonar
og Gímaldsins Megasarson-
ar út í Pétursborg. Platan
heitir Vodka Songs og má
heita sérstætt að Íslending-
ar telji sig hafa eitthvað til
vodkamenningar Rússlands
að leggja.
„Þetta eru erfiðir tímar fyrir þjóð-
ina en góðir fyrir Rússlandsáhuga-
menn. En þó að ég hafi dálæti á
menningu Rússlands er ekki þar
með sagt að ég dái rússneska
stjórnarhætti,“ segir Valur Gunn-
arsson, tónlistarmaður með meiru.
Plata hans og Gímaldins
Megasarsonar er loksins að koma
út, formlegur útgáfudagur var í
gær, eftir að hafa verið í dái um
tveggja ára skeið. Platan heitir
Vodka Songs og er vart hægt að
ímynda sér betri tímasetningu
fyrir útgáfu hennar en núna.
Íslenskir tónlistarmenn horfa nú
mjög til austurs í kjölfar þess að
Davíð Oddsson lét þess getið að
vænta mætti láns frá Rússlandi
sem lagað gæti gjaldeyrisstöðu
Íslands. Reyndar bólar ekki enn á
láninu en hugmyndin ein og sér
hefur orðið til að efla mjög Rúss-
landsáhugamenn í andanum.
Skemmst er að minnast frétta af
því að Geir Ólafsson hyggst gefa út
nýja plötu sína í Moskvu í sérstakri
rússneskri útgáfu.
„Sum lögin eru orðin svolítið
„deituð“ en önnur eiga einhvern
veginn miklu betur við nú en þá.
Lögin Russian Century og Ameri-
can Century fjalla annars vegar
um hrun bandaríska heimsveldis-
ins, sem virðist nær núna en áður,
og hitt um hvernig nýir keisarar
taka við Rússlandi eftir að byltingu
lauk,“ segir Valur. En svo virðist að
þegar þeir Gímaldin voru að leggja
drög að plötunni hafi þeir séð eitt
og annað fyrir. „Þetta er verka-
skipting okkar á milli. Ég sem text-
ana og syng – Gímaldin semur tón-
list og leikur á hljóðfæri ásamt
fleirum.“
Til stendur að gefa plötuna út í
Rússlandi en Gímaldin er einmitt
staddur nú um stundir í Péturs-
borg. „Já, Gímaldin sér um þá hlið
mála. Við ætlum að gefa Vodka
Songs jafnframt út í Rússlandi. Í
það minnsta í einhverjum búðum.
Þarna er rússneskt forlag sem heit-
ir, merkilegt nokk, Manchester,
sem hefur verið að gefa út tónlist
Fimmtu herdeildarinnar – hljóm-
sveit Gímaldins.“
Valur segist fagna öllum menn-
ingarsamskiptum við Rússland en
þó með þeim fyrirvara að taka
skýrt fram að hann sé enginn aðdá-
andi rússneskra stjórnmála. „En
það eru kannski engir kostir í stöð-
unni þegar maður er blankur.“
jakob@frettabladid.is
Íslenskir vodka-söngvar
gefnir út í Rússlandi
VALUR GUNNARSSON Vodka Songs er loksins tilbúin en svo virðist sem tveggja ára lög plötunnar eigi miklu betur við nú en þá í
ljósi vendinga í efnahagsmálum og samskiptum Íslands og Rússlands.