Fréttablaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Í mestum metum heima er eld- húsborðið sem tengir okkur fjöl-skylduna saman, því þar sitjum við og borðum og hittumst þegar heim er komioð eftir anndag i borð,“ segir Guðbjörg, fullviss um að borðið bláa muni fylgja fjöl- skyldu sinni um ókomna tíð„Borðið árum voru drapplitir og brúnirlitir allsráðandi s bþ Borð sem sameinar sögu Óhóf og nýjabrum er allsendis komið úr móð þegar að hýbýlaprýði kemur. Í ljósi þess er nýtni og hús- munir með fortíð eftirsótt og húsgögnin fara frá kynslóð til kynslóðar og hafa sína sögu að segja. Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir skartgripahönnuður við túrkísblátt eldhúsborð sem var sérsmíðað á Íslandi árið 1967 og sér ekki rispu á enn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA JÓLABAKSTURINN er farinn að brenna á mörgum en tilval- ið er að byrja snemma á einhverjum tegundum. Sörur geta verið tímafrekar í framkvæmd en geymast þeim mun betur í frysti svo gott er að gefa sér góðan tíma í þær. Uppskriftir að sörum er að finna á www.eldhus.is. fasteignir 3. NÓVEMBER 2008 ER Hús efh. er með til sölu íbúðir í tveimur samliggjandi stigahúsum við Eskivelli 21A og B í Hafnarfirði. Þ au skiptast í A hluta með sextán íbúðum og B hluta með tólf íbúðum. Sérinn-gangur er í íbúðir á fyrstu hæð og sérinngangur af svölum á hæðum.Allar íbúðirnar eru bæði meðgeymslu í íbúð Íbúðunum fylgja Lifa-Design-inn-réttingar, granít Crystal Quarts-borðplata í eldhúsi og að sama skapi vönduð tæki og hurðir frá BYKO. Gólfhiti verður í öllum íbúðum og einnig hljóðeinangrun milli hæða. Hús afhendist fullfrá-gengið að utan, einangrað og klætt með báruformaðri álklæðningu. Með því móti hefur viðhald verið lágmarkað. L framtíðinni, til að mynda skóla, sund og íþróttaaðstöðu. Verktaki er tilbúinn til að lána 90 prósenta lán á eftir Íbúðalána-sjóði; þess má geta að 80 prósenta lán eru frá Íbúðalánasjóði og engin stimpilgjöld fyrir kaupend-ur að fyrstu íbúð. Íbúðir kosta frá 19,3 milljónumog upp í 26 0 ill Þjónusta og afþreying í næsta nágrenni Íbúðirnar eru annað hvort tveggja eða fjögurra herbergja og afhendast fullbúnar að innan. Getum bæ við okkur eignum á skrá – vönduð vinnubrögð Grunnur að góðu lífi Fasteignasala :: Lágmúla 7 :: 108 Reykjavík :: sími 535_1000 Þorlákur Ó. Einarsson lögg. fasteignasali Þórhildur Sandholt lögfr. og lögg. fasteignasali Hafðu samband og kynntu þér málið! ™ Hefurðu kynnt þérkaup á búseturétti? Með kaupum á búseturétti færðu það sem máli skiptir;heimili Öryggi til framtíðar, frelsi þegar þér hentar Sí i Allt sem þú þarft... ...alla daga Fréttablaðið er með 116% meiri lestur en Morgunblaðið. 33,47% 72,34% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára. Könnun Capacent í maí–júlí 2008. Sími: 512 5000 MÁNUDAGUR 3. nóvember 2008 — 301. tölublað — 8. árgangur Hlíðasmári 1 - Kópavogi - S. 554 6969 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi Baldursnesi 6 • Akureyri Mikið úrval af upphengdum salernum Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá10 -15 tengi.is Aldrei verið vinsælla Auður Kristindóttur hefur gefið út prjónablaðið Ýr í tuttugu ár. TÍMAMÓT 16 FASTEIGNIR Fullfrágengnar með lágmarks viðhaldi Sérblað um fasteignir FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG GUÐBJÖRG KRISTÍN INGVARSDÓTTIR Fékk túrkísblátt borð frá tengdaforeldrunum • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS Opnar Sirkus aftur? Barinn Sirkus er kominn heim frá London. Kristján Björn Þórðarson vill að staðurinn opni aftur á Klapparstíg. FÓLK 26 Fresta útgáfu Íslensk útgáfufyrirtæki fresta út- gáfu á 13 plötum fyrir jólin vegna efnahagsástandsins. FÓLK 20 BJART EYSTRA Í dag verða víðast suðvestan 8-13 m/s, hvassast fyrir og um hádegi. Skúrir á vesturhluta landsins en þurrt lengst af og bjart austan til. Hiti 2-10 stig, svalast til landsins eystra. VEÐUR 4 6 4 2 67 TVÍHÖFÐI? Þær voru ansi samrýndar álftirnar tvær sem ljósmyndari Fréttablaðsins rakst á í gær, svo samrýndar reyndar að vart mátti á milli sjá hvort þarna væri á ferðinni einn fugl eða tveir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Yngsti meistarinn Lewis Hamilton varð heimsmeist- ari í Formúlu 1 á meðan Ferrari- menn fögnuðu. ÍÞRÓTTIR 22 VEÐRIÐ Í DAG STJÓRNMÁL Bókun Samfylkingarinnar um að Davíð Oddsson sé alfarið í umboði Sjálfstæð- isflokksins í embætti seðlabankastjóra snýr einnig að þeim Eiríki Guðnasyni og Ingimundi Friðrikssyni sem starfa ásamt Davíð sem bankastjórar Seðlabankans. Bókunin var gerð föstudaginn 3. október eða á öðrum fundi ríkisstjórnarinnar eftir að Glitnir var þjóðnýttur. Þessi bókun var ítrekuð á ríkis- stjórnarfundi á föstudaginn var. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er farið fram á það í bókuninni að breytingar verði gerðar á stjórnskipan í Seðlabankanum. Þar eigi aðeins einn seðlabankastjóri að starfa og hann eigi að vera faglega ráðinn. Töluverð gremja mun ríkja meðal sjálfstæðismanna vegna bókunarinnar. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að ráðherrar Samfylkingarinnar hafi upphaf- lega lagt fram bókunina þar sem þeir voru ósáttir við framgöngu stjórnar Seðlabankans í kringum þjóðnýtingu Glitnis. Þá hafi þeir ítrekað bókunina á föstudaginn var vegna yfirlýsingar Seðlabankans um samningsatriði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Geir H. Haarde forsætisráðherra neitaði því í viðtali í Kastljósi, miðvikudaginn 22. október, að rætt hefði verið um það innan ríkisstjórnarinnar hvort stjórn Seðlabankans ætti að víkja. „Forsætisráðherra er ráðherra Seðlabankans og ég hef ekki tekið neina slíka ákvörðun og hyggst ekki gera,“ sagði Geir í viðtalinu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær sætir bókun sem þessi miklum tíðindum en afar fátítt er að bókanir séu gerðar á ríkis- stjórnarfundum. Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segist vart muna eftir að slík bókun hafi verið gerð í hennar ráðherratíð. Reyndar sé rík hefð fyrir því, sem hún muni ekki að hafi verið rofin á meðan hún gegndi embætti, að ráðherrar taki ekki upp mál sem heyra undir annan ráðherra. „Þarna hefur mál sem heyrir undir forsætis- ráðherra verið tekið upp af öðrum ráðherra sem sætir einnig tíðindum.“ Hvorki Geir H. Haarde, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir né Össur Skarphéðinsson svöruðu skilaboðum Fréttablaðsins. - kdk / sjá síðu 4 Samfylking ítrekar óánægju sína með seðlabankastjóra Ráðherrar Samfylkingarinnar ítrekuðu á föstudaginn var bókun um að seðlabankastjórar starfi alfarið í umboði sjálfstæðismanna. Sjálf bókunin var lögð fram í byrjun síðasta mánaðar, skömmu eftir yfirtöku Glitnis. Forsætisráðherra neitaði þó í viðtali að málið hefði verið rætt innan ríkisstjórnarinnar. BANDARÍKIN, AP John McCain og Barack Obama eyða nú síðustu dögum kosningabaráttunnar í þeim ríkjum þar sem flokkar þeirra biðu ósigur í síðustu kosningum. Þeir hafa líka beint sjónum sínum að þeim ríkjum þar sem munurinn á milli þeirra er hvað minnstur. Kosið verður til forseta í Bandaríkjunum á morgun. McCain heimsótti Pennsylvaníu og New Hampshire í gær. Á mið- nætti var hann kominn til Flórída og mun í dag heimsækja Virginíu, Indíana, Nýju-Mexíkó og Nevada. Hann mun svo koma við í Tenn- essee á leið sinni til Arizona á þriðjudag. Obama eyddi gærdegin- um í Ohio, en í dag mun hann heim- sækja Flórída, Norður-Karólínu og Virginíu. Á þriðjudag verður hann í heimaborg sinni Chicago. Á laugardagskvöld höfðu yfir 27 milljónir manna kosið utan kjör- fundar í þrjátíu ríkjum en aldrei hafa fleiri kosið utan kjörfundar. Skoðanakannanir benda enn til þess að Obama muni sigra á morgun en samkvæmt könnun sem AP-frétta- stofan gerði í samstarfi við Yahoo er einn af hverjum sjö kjósendum óákveðinn, eða um fjórtán prósent. - þeb Forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum herja á lykilríki á lokasprettinum: Síðasti dagur kosningabaráttu VIÐSKIPTI Félagið Rauðsól ehf., sem er í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, hefur keypt fjölmiðla sem voru í eigu 365. Með í kaupun- um er 36,5 prósenta hlutur í Árvakri. Rauðsól mun greiða einn og hálfan milljarð í reiðufé og yfirtaka skuldir fyrir tæpa fimm milljarða. Jón Ásgeir og Ari Edwald, forstjóri 365, segja báðir að í raun sé um hlutafjáraukningu að ræða. Öllum hluthöfum verði boðinn hlutur í nýja félaginu í samræmi við núverandi hlutafé, og að sögn Jóns Ásgeirs hafa um 90 prósent hluthafa lýst því yfir við hann að þeir muni taka þátt í nýja félaginu. - þeb / sjá síðu 6 Félag í eigu Jóns Ásgeirs: Kaupir fjöl- miðlahluta 365 JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.