Fréttablaðið - 03.11.2008, Qupperneq 8
8 3. nóvember 2008 MÁNUDAGUR
Borgartúni 26 // 105 Reykjavík // Sími : 570 1200 // Fax : 570 1209 // vbs.is
TILKYNNING
FRESTUN HLUTHAFAFUNDAR VBS
FJÁRFESTINGARBANKA HF.
OG NÝTT FUNDARBOÐ
Stjórn VBS fjárfestingarbanka hf. tilkynnir að áður boðuðum hluthafafundi
sem halda átti þriðjudaginn 4. nóvember n.k. hefur verið frestað.
Nýr hluthafafundur er boðaður þriðjudaginn 11. nóvember, kl. 17:00,
í húsakynnum bankans að Borgartúni 26, 105 Reykjavík (6. hæð).
DAGSKRÁ:
1. Aðstæður á fjármálamarkaði, stefna og áherslur VBS.
2. Heimild til stjórnar til þess að víkja frá ákvæði í starfskjarastefnu.
3. Breyting á samþykktum:
Að heimilt verði að gefa út skuldabréf með breytirétti í hlutafé allt að fjárhæð
krónur 3.000.000.000.-
Að stjórn hafi umboð til að ákvarða verð og kjör skuldabréfa ásamt gildistíma
breytiréttar.
4. Að gildandi heimild til útgáfu nýrra hluta að fjárhæð allt að krónur 150.000.000
að nafnvirði falli niður.
5. Að heimild verði veitt til útgáfu nýrra hluta allt að krónur 300.000.000 að
nafnvirði án forkaupsréttar.
Að stjórn hafi umboð til að ákvarða fjárhæð bréfanna, gengi og hvort greitt er með
reiðufé eða í öðru formi.
6. Kosning stjórnar og varastjórnar.
7. Önnur mál, löglega upp borin.
Framboðsfrestur til stjórnar og varastjórnar rennur út miðvikudaginn 5.
nóvember 2008 kl. 16:00. Framboðum skal skilað á skrifstofu félagsins,
Borgartúni 26 (6.hæð), 105 Reykjavík. Tillögur sem lagðar verða fyrir
fundinn geta hluthafar nálgast á skrifstofutíma frá klukkan 16:00,
miðvikudaginn 5. nóvember.
Athygli er vakin á því að samkvæmt lögum og reglum um fjármálafyrirtæki
skal í tilkynningu um framboð koma fram: nafn frambjóðanda, kennitala,
heimilisfang, upplýsingar um aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun,
reynslu og hlutafjáreign í félaginu. Enn fremur skal upplýsa um
hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins,
sem og hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu.
Fundargögn og atkvæðaseðlar verða afhentir við innganginn frá klukkan
16:30 á fundardegi.
Virðingarfyllst,
Stjórn VBS fjárfestingarbanka hf.
1 Hvaða fyrrverandi barna-
stjarna teiknar nú skýjaklúfa í
Danmörku?
2 Hver er formaður verkalýðs-
félags Húsavíkur?
3 Hvaða þingmaður Sjálfstæð-
isflokks vill leggja af aðstoð-
armenn landsbyggðarþing-
manna?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 26
EFNAHAGSMÁL Stúdentaráð
Háskóla Íslands fagnar því að
ríkisstjórnin hafi brugðist svo
skjótt við þeim vanda sem
íslenskir námsmenn hafa átt við
að etja síðustu daga, sérstaklega
þeir stúdentar sem stunda nám
sitt erlendis, að því er segir í
ályktun frá ráðinu.
Samkvæmt ályktuninni fagnar
Stúdentaráð því að menntamála-
ráðherra hlusti á kröfur stúd-
enta og taki mið af þeim tillög-
um sem stjórn Lánasjóðs
íslenskra námsmanna lagði til í
formi neyðarúrbóta í þeim
aðstæðum sem skapast hafa á
fjármálamörkuðum. - kh
Stúdentaráð HÍ ályktar:
Fagnar skjótum
viðbrögðum
ríkisstjórnar
NEYÐARHJÁLP Það væri skammsýni
af hinum ríku þjóðum heims að
spara aðstoð við nauðstadda í
hinum fátækari löndum á þeim
forsendum að þær eigi nóg með að
sinna eigin fólki nú þegar heims-
kreppa er skollin á.
Þetta segir Encho Gospodinov,
yfirmaður stefnumótunar- og sam-
skiptasviðs Alþjóðasambands
landsfélaga Rauða krossins og
Rauða hálfmánans, sem staddur er
hér á landi til að ráðfæra sig við
forsvarsmenn Rauða kross
Íslands.
Gospodinov viðurkennir að á
síðustu árum hins óhefta hnatt-
vædda kapítalisma hafi hið félags-
lega öryggisnet víða látið undan
síga, sem valdi því að nú, þegar
kreppa er skollin á, fjölgi þeim
sem á aðstoð þurfi að halda, líka í
ríkustu og þróuðustu löndum
heims. Við þessu þurfi landsfélög
Rauða krossins og Rauða hálfmán-
ans að bregðast, líka á Íslandi.
„En það má gera ráð fyrir að
eftir eitt til hálft annað ár verði
ríku löndin búin að ná tökum á
kreppunni og farin að eygja hag-
vöxt á ný. Fátæku ríkin standa hins
vegar frammi fyrir fjórföldum
vanda: afleiðingum fjármála-
kreppunnar, gróðurhúsaáhrifun-
um, háu verði á matvæum og orku,
og uppflosnun fólks,“ bendir Gos-
podinov á. Bregðist ríku löndin í að
veita nauðstöddum í þeim fátæku
nauðsynlega aðstoð muni þau, ríku
löndin, fá að kenna á afleiðingum
þess, svo sem í formi stóraukins
straums flóttafólks.
Þessi mikli vandi fátækustu ríkj-
anna, sem flest eru í Afríku sunn-
an Sahara, gæti að sögn Gospodin-
ovs gert að engu svonefnd
þúsaldarmarkmið Sameinuðu
þjóðanna, ef ríku þjóðirnar láta
deigan síga í að aðstoða þessi lönd.
Hann ákallar því þá sem aflögu-
færir eru - sem enn séu margir
þrátt fyrir kreppu - að gleyma ekki
þeirri siðferðislegu skyldu að
leggja sitt af mörkum til að lina
þjáningar nauðstaddra. Rauði
krossinn, sem sé virkur í 186 lönd-
um heims og byggi á sjálfboðaliða-
starfi, vonist því til að missa ekki
mikið af fjárframlögum þrátt fyrir
kreppuna. audunn@frettabladid.is
Aðstoð við
nauðstadda
borgar sig
Yfirmaður hjá Alþjóðasambandi Rauða kross-félaga
segir það vera góða fjárfestingu að hjálpa nauðstödd-
um. Í hnattvæddum heimi séu þjóðir heims háðar
hverri annarri og vandi eins verði fljótt vandi annars.
AFLÖGUFÆRIR HJÁLPI Encho Gospodinov segir það geta verkað sem bjúgverpill á
hinar ríkari þjóðir heims að bregðast nauðstöddum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FANGELSISMÁL Fangelsismálastofn-
un og áfangaheimilið Ekron undir-
rituðu fyrir skömmu samkomulag
um vistun afplánunarfanga á
áfangaheimili Ekron. „Fangelsis-
málastofnun bindur miklar vonir
við að úrræði þetta fyrir afplánun-
arfanga geri þá betur í stakk búna
til að takast á við lífið að lokinni
afplánun án afbrota,“ segir Páll E.
Winkel, forstjóri Fangelsismála-
stofnunar.
Samkomulagið er tilraunaverk-
efni til sex mánaða en að þeim
tíma loknum verður það endur-
skoðað.
Ekron er sértæk einstaklings-
miðuð atvinnutengd starfsþjálfun
og endurhæfing fyrir einstaklinga
með skerta vinnufærni sökum
afleiðinga af áfengis- og vímu-
efnasýki. - jss
Fangelsismálastofnun semur við Ekron:
Úrræði í vistun
afplánunarfanga
PÁLL WINKEL,
fangelsismála-
stjóri.
■ Sendið
umboðsmanni
neytenda
ábendingar eða
sparnaðarráð
á neytendur@
frettabladid.is
DR. GUNNI
neytendur@
frettabladid.is
Að eiga bíl er ekkert grín á
krepputímum, hvað þá ef
skrjóðurinn er á súrrealískt
hækkandi myntkörfuláni. Ína
Ólafsdóttir notar því hjól til
að komast á milli áfangastaða
og leitaði nýlega ódýrustu
lausnar við að setja hjól-
fákinn á nagladekk. „Ég
hringdi í nokkrar sérverslanir
með reiðhjól og verð á einu
stykki af nagladekki var á
bilinu 5.000-7.000 kr. Verðið
fer eftir fjölda nagla í dekki.
Síðan á eftir að kaupa
þjónustu til að setja þau
undir,“ skrifar Ína og bætir
við: „Þar sem mér fannst
þetta allt of dýrt ákvað ég að
athuga hvort fyrirtæki sem ég
lét yfirfara hjól hjá í haust
væri með nagladekk til sölu.
Hjá Verklaginn, Vagnhöfða 8,
fékk ég tvö ný og fín nagla-
dekk og þau sett undir á
innan við fjórum tímum fyrir
kr. 4.900. Frábær þjónusta og
vonandi nýta aðrir hjólreiða-
menn sér þetta góða verð.“
Neytendur: Ódýrasti ferðamátinn
Ódýr nagladekk undir hjólið
HJÓLAÐ UM HÁVETUR Best að vera
á nöglum í svona færi.
STJÓRNMÁL Jonas Gahr Støre,
utanríkisráðherra Noregs, kemur
í opinbera heimsókn til Íslands í
dag, í boði Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur utanríkisráðherra.
Þar með endurgeldur hann
heimsókn Ingibjargar Sólrúnar til
Noregs í fyrrasumar.
Utanríkisráðherrarnir munu á
fundi sínum ræða samskipti
ríkjanna, efnahagsmál og horfur í
alþjóðamálum. Þá mun Støre
funda með forsætisráðherra, Geir
H. Haarde, auk þess sem hann
heldur fyrirlestur í Háskóla
Íslands um Norðurslóðir og er
ræðumaður á opnum fundi
Samfylkingarinnar í Iðnó. - kh
Utanríkisráðherra Noregs:
Fundar með
ráðherrum
VEISTU SVARIÐ?