Tíminn - 17.02.1982, Qupperneq 2

Tíminn - 17.02.1982, Qupperneq 2
í spegli Tfmans Miðvikudagur 17. febrúar 1982 Umslón: B.St. og K.L. -• l ■ Lorna Luft: Mamma getur ekki hafa átt þessa skó. Milljón króna skór f vitlausu númeri e Nú nýlega greiddi ónafngreindur aðdáandi Judy Garland riflega eina milljón króna fyrir fræga rauða inniskó, sem voru I eigu leikkonunnar, á upp- boði I hinu fræga upp- boðshúsi Christies i London. En voru þetta réttu skórnir? Ekki segir Lorna Luft, dóttir Judyar. — Þessir skór voru nr. 28. En svo vill til, að ég veit að móðir min notaði skó nr. 26. Hún getur ekki hafa átt þessa skó. ■ William llolden Hefði mátt bjarga lífi Williams Holden? ■ Bandariski leikarinn William Ilolden lést i ibúð sinni i nóvember sl., eins og kunnugt er. Hafði hann fallið og rekið höfuðið i borðshorn. Það atvik átti sér stað föstudaginn 12. nóvember. En það var ekki fyrr en næsta mánu- dag, sem kornið var að leikaranum, þá látnum. Nú hefur sú kenning skotið upp kollinum, að ef þjóni hefði ekkí veríð meinaður aðgangur að ibúðinni þessa helgi, kynni að hafa verið unnt að bjarga lifi leikarans. En þjónninn heldur þvi sem sagt fram, að honum hafi ekki veriðhleypt inn i ibúðina. Er málið nú I rannsókn og reynist framburður þjónsins réttur, mega eigendur og stjórneijdur hússins eiga von á stórkostlegum skaðabótakröfum. ■ •v ‘ ■ * . Aurelie streittist hraustlega á móti, þegar átti að taka hana út úr blöörunni. Og hún orgaði, rétt eins og önnur „nýfædd” börn. AURAUE „FÆDDIST AFTUR” 3 Vi ARS ■ Flest börn koma org- andi út i heiminn og er þaö merki um hraust lungu og heilbrigð, ofsa- fengin viöbrögð við þvi aö verða aö yfirgefa hlýjan, notalegan móðurkvið. Aurelie Combet orgaði lika, cn munurinn var sá, aö hún var oröin þrjggja og hálfs árs gömul, þegar hennar timi kom. Til þess tima haföi hún aliö aldur sinn inni i loftþéttri blöðru á meðan læknar voru önnum kafnir við að reyna að lækna hana af sjúkdómi, sem gæti reynst banvænn. Timinn er upprunninn. Loks þykir læknunum óhætt að hleypa Aurelie Combet út úr blöðrunni góðu. Þegar fyrsta barn hjónanna Lucette og Jean-Oaul Combet, Joss, dó aðeins 9 mánaða gam- all, kom i Ijós, að hann hafði fæðst með þann erföagalla, að hann bjó ekki yfir ónæmi gegn hinum minnstu kvillum, svo aö þegar hann fékk einhverja smálumbru, leiddi hún hann til dauöa. Þá tjáðu læknarnir for- eldrunum, að eignuðust þau fleiri börn, mættu þau búast við, að eitt af hverjum fjórum væri haldið þessum sama erfðagalla. Sem vonlegt er, fékk þcssi úrskuröur niikið á þau hjónin og fyrst voru þau eiginlega ákveðin I aö eignast ekki fleiri börn. Svo fór þó tveim árum siöar, að þau ákváðu að taka áhættuna og eignast barn. Lucette var undir nákvæmu eftir- liti lækna við sjúkrahús i Lyon, Frakklandi. Fæðingin gekk eðlilega, ■ Jean-Paui Combet horfir stoltur á dóttur sina, sem loks finnur ilm lifandi blóma. en ekki leiö á löngu uns upplýst var, að Aurelie var haldin sama fæöingargallanum og bróðir hennar. Til aö fjar- lægja alla sýkingarhættu, var henni komið fyrir i sérsmiðaðri lofttæmdri blöðru. Hún fékk sérstak- lega sótthreinsaðan mat inn til sin og mátti alls ekki komast i snertingu við nokkra mannlega veru. — Þaö var einkennilegt og óraunverulegt að snerta Aurelie með gúmmihönskum og kyssa hana á nefið, sem hún þrýsti að vegg blöðr- unnar, segir mamma hennar. — Oft langaði mig helst til að rifa hana út úr blöðrunni og taka hana meö heim. En svo var það fyrir um ári, að læknarnir tjáðu þeim hjónum, aö ný von hefði vaknað til þess, að ■ Á meöan Aurelie dvaldist I blöörunni fylgdist hún með athygli mcö þvi, sem fram fór fyrir utan hana. ■ Loks getur Lucette faðmað dóttur sina að sér. Og brúöan er ný. ■ Einu blómin, sem Aurelie máttifá til sin inn i blöðruna, voru sótt- hreinsuð gerviblóm og algerlega lyktarlaus. lækna mætti dóttur þeirra. Eitt atriði i lækn- ingunni var aö sprauta i kvið Aurelie frumum úr látnum fóstrum. Með þeim var ætlunin, að neyöa ónæmi i likama hennar i þeirri von, að þær vektu hennar eigið ónæmiskerfi til starfa. Loks, eftir 5. sprautuna, sýndi likami Aurelie merki þess, að ónæmis- kerfi hennar s jálfrar væri tekið til starfa. 6. sprautan gerði svo út- slagið og sú 7. var frekar ætluðtil öryggis en að hún væri álitin óhjákvæmileg. Og nú þótti óhætt að láta Aurelie „fæðast” öðru sinni. t blöðruvistinni læröi Aurelie að ganga og tala og þykir hún óvenju skýrt barn. En hvað ber fram- tíðin i skauti sér? Að sögn lækna er ekki hægt að úr- skurða, hvort Aurelie er hraust fyrr en að ári liðnu. Og kannski tekur enn lengri 'tima að komast að niðurstöðu um það, hvort hún ber eitt- hvert sálarlegt mein eftir innilokunina. En i augum foreldra hennar er fullur sigur unninn. — Þegar ég tek hana upp, segir mamma hennar, kyssir hún mig á nefið, eins og hún var vön að gera, þegar hún var i blöðrunni. En nú get ég fundið ylinn af andar- j drætti hennar á andliti minu. Hún segir mér oft, að hún elski mig. Þegar ég heyri þessi orð, er ég i \ sjöunda himni.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.