Tíminn - 17.02.1982, Side 6
6
stuttar fréttir
■ Hópurinn sem stendur að sýningu „Barnalánsins” á Þórs-
höfn. Fremst situr leikstjórinn, Sigurgeir.
„Blessað barna-
lán” á Þórshöfn
ÞÓRSHÖFN: Leikfélag Þórs-
hafnar frumsýnir leikritið
„Blessað barnalán” eftir
Kjartan Ragnarsson annaö
kvöld, fimmtudaginn 18.
febrúar, i Þórsveri. Leikstjóri
er Sigurgeir Scheving. Leik-
endur eru 12, en alls taka lið-
lega 20 manns þátt i sýning-
unni.
Forsýning fyrir börn er i
kvöld, miðvikudagskvöld 17.
febr. Onnur sýning á leikritinu
verður á föstudagskvöld, en
fyrirhugað að þriðja sýning
verði á Raufarhöfn á sunnu-
dagskvöld.
Meira en næg
atvinna
SIGLUFJÖRÐUR: „Það er
meira en næg atvinna hérna
núna og hefur vantað fólk til
skreiðarvinnu”, sagði Stefán
Ottesen á Siglufirði spuröur
um atvinnuástand á staðnum.
Hins vegar sagði hann nokkr-
ar uppsagnir á fólki fyrirsjá-
anlegar hjá Sildarverksmiðj-
um rikisins, svo kannski væri
von á einhverju af fólki þaðan
til vinnu viö skreiðina.
Togarinn Siglfiröingur land-
aði um 70 lestum af fiski á
Siglufirði 12. febrúar, en
Sigluvikin var væntanleg eftir
helgina með um 100 tonn. Stál-
vikinhélttil veiða þann 10. eft-
ir að hafa landað um 90 tonn-
um, þar af 6 tonnum af grá-
lúðu, en megnið af aflanum
var þorskur.
— HEI
Eigendaskipti
á plast-
verksmiðju
SAUÐARKRÓKUR: Kaupfé-
lag Skagfirðinga hefur nýlega
gengið frá kaupum á plast-
verksmiðju Braga Þ. Sigurðs-
sonar á Sauðárkróki, bæði
húsnæði, vélar og tæki. Yfir-
tók félagið rekstur verksmiðj-
unnar frá siðustu áramótum.
Plastverksmiðja þessi hefur
starfaölengiog framleitt allar
gerðir af einangrunarplasti.
Hún er eina verksmiðjan sinn-
ar tegundar á Norðurlandi
vestra og hefur að mestu selt
framleiðslu sina á svæðinu frá
Siglufirði og vestur i Hrúta-
fjörð.
Almennings-
samgöngur
helsta verk-
efni ársins
I HÖFUÐBORGARSVÆÐI:
„Aðalfundur Samtaka
I sveitarfélaga á höfuðborgar-
svæðinu leggur áherslu á
I mikilvægi góðra almennings-
I samgangna á svæðinu og sam-
þykkir að könnun á æskilegu
framtiöarskipulagi almenn-
I ingssamgangna á svæðinu
I veröi eitt helsta verkefni
j Skipulagsstofu höfuðborgar-
I svæöisins á núverandi starfs-
I ári”, segir i frétt af aöalfundi
I SSH er haldinn var nýlega. En
Itöluverðar umræöur urðu á
I fundinum um þann mikla
Ikostnað sem bæði almenning-
ur og sveitarfélög bera af
þessum sökum.
A fundinum var einnig mik-
ið rætt um svæðaskipulag og
fjármögnun skipulags á þessu
svæði. I samþykkt var vitnað i
svohljóðandi lið i lögum um
hlutverk Jöfnunarsjóðs
sveitarfélaga: „Að greiða 1%
af tekjum sjóðsins til Sám-
bands islenskra sveitarfélaga
og 1% til landshlutasamtaka i
sveitarfélaga, sem skiptist
jafntá milli þeirra”. Með hlið-
sjón af þessu telur SSH rétt
sinn til framlaga úr sjóðnum
ótviræðan.
Samkvæmt tilvitnun i lög
um Framkvæmdastofnun,
sem heimilar Byggðasjóði að
greiða landshlutasamtökum
sveitarfélaga sem svarar árs-
launum starfsmanns, telur
aðalfundurinn að SSH eigi að
sitja við sama borð og önnur
landshlutasamtök sveitarfé-
laga.
Einnig var samþykkt að
heimila SSH að taka upp við-
ræður um hugsanlegan sam-
runa SSH og Samtaka sveitar-
félaga I Reykjanesumdæmi.
1 stjórn SSH fyrir næsta
starfsár voru kosin: Adda
Bára Sigfúsdóttir Reykjavik,
Guðrún Þorbergsdóttir Sel-
tjarnarnesi, Hörður
Zóphóniasson Hafnarfirði, Jó-
hann H. Jónsson Kópavogi,
Magnús Sigursteinsson, Mos-
fellssveit, Markús örn An-
tonsson Reykjavik, Markús
Sveinsson Garðabæ, Richard
Björgvinsson Kópavogi og
Stefán Jónsson Hafnarfirði.
— HEI
Uppsteypu
nýja stór-
markaðarins
að Ijúka
KEFLAVIK: Framkvæmd-
um við byggingu nýrrar stór-
verslunar Kaupfélags Suður-
nesja sem nú er að risa i
Njarðvik er sagt það langt
komiö að áætlað er að búið
verði að steypa húsið i þessum
mánuði. Jafnframt er búið að
skipta um jarðveg i bilastæð-
um.
Aðalhæð byggingarinnar
verður 2.330 fermetrar. Þar
verða til húsa kjötvinnsla,
matvörubúð, vefnaðarvöru-
verslun, raftækjadeild og
búsáhaldaverslun. Auk þess
vörumóttaka og lager, kaffi-
teria og e.t.v. bakari. I kjall-
ara verður um 90 fermetra að-
staða fyrir kælivélar og fleira.
En I risi hússins verður um 400
fermetra aðstaða fyrir starfs-
fólk félagsins.
Atvinnuleysi á Norðurlandi í fyrra:
HMMFALT MEIRA EN A
HÖFUÐBORGARSVÆBINU
■ „Mönnum varð ljóst að við-
fangsefnið „atvinnumál á
Norðurlandi” er mikið og marg-
brotið. Virðist heldur vera að
halla undan fæti i þeim efnum”,
segir m.a. i frétt af ráðstefnu um
atvinnumál á Norðurlandi, sem
haldin var á Akureyri 5. og 6.
febrúar s.l. á vegum Fjórðungs-
sambands Norölendinga i sam-
vinnu við aöila vinnumarkaðar-
ins.
Tiltölulega hagstæð búsetuþró-
uná Norðurlandi á siðasta áratug
er nú greinilega að snúast við. Má
bæði marka það af auknu at-
vinnuleysi i fjórðungnum sem á
siöasta ári varð meira en mælst
hefur s.l. 7 ár. I fyrra voru aö
meðaltali 155 manns skráðir at-
vinnulausir, sem er 55% meira að
fjölda til en á höfuðborgarsvæð-
inu og þvi miklu meira hlutfalls-
lega. Slikt er fljótt aö koma fram i
íbúafjölda, en ibúum fjölgaði á
s.l. ári aðeins um 0,74% á Norður-
landi-eystra og 0,53% á Norður-
landi-vestra á sama tima og þjóð-
inni i heild fjölgaði um 1,23%. A
siðasta áratug var þessu öfugt
íarið, þá varð fólksfjölgun
norðanlands yfir landsmeðaitali.
Lögð var áhersla á aö uppbygg-
ing atvinnulifs i fjórðungnum sé
ekki einkamál atvinnurekenda,
heldur séu það hagsmunir Norð-
lendinga allra sem þar koma til.
Meginatriði hagstæðrar atvinnu-
þróunar eru talin þessi:
Að skapaðar verði almennar
forsendur fyrir hallalausum
rekstri framleiðslufyrirtækja.
Að komið verði betra skipulagi
á sölu og markaðsmál, fyrst og
fremst I ýmsum þáttum fiskút-
flutnings.
Að aukning útflutnings byggist
að miklu leyti á þvi að islenskri
framleiðslu verðisköpuð sérstaða
i kynningu erlendis eins og kostur
er.
Og að orka er mikilvæg undir-
staða atvinnulifsins og þvi eitt af
meginatriðunum að tryggja hag-
stæða orkuöflun i fjórðungnum.
— HEI
■ Hluti ráöstefnugesta sem voru um 100 talsins.
Landshluti Hlut'fa 11 atvinnulaus ra af mannafla (%)
1975 1976 1977 1978 1979 1980^ 1981^
Höfuðborgarsv. 0.3 0.3 0.2 0.2 0.3 0.2 0.2
Suðurnes 0.2 0.1 0.1 0.5 0.3 0.3 0.4
Vesturland 0.4 0.3 0.3 0.3 0.2 0.2 0.2
Vestfirðir 0.9 0.7 0.2 0.2 0.2 0.2 0.0
Norðurland 0.8 0.9 0.6 0.7 0.8 0.8 1.0
Austurland 0.7 1.1 0.7 0.6 0.6 0.5 0.4
SuðurD.and 0.2 0.4 0.5 0.5 0.4 0.5 0.5
allt landið 0.5 0.5 0.3 — 0.3 0.3 0.3 0.4
1) byggt á áætluðum mc'innafla
■ Eins og sjá má á þessari töflu hefur atvinnuleysi veriö áberandi mest á Norðurlandi slöustu fjögur
árin og þó mest f fyrra er þaö var 150% meira en I landinu I heild og 5 sinnum meira en á höfuðborgar-
svæöinu.
Kjarnorkuvígbúnadi
verði bægt frá hafinu
umhverfis ísland
■ Guömundur G. Þórarinsson
mælti i s.l. viku fyrir þings-
ályktunartillögu um alþjóðlega
ráðstefnu um afvopnun á Norður-
Atlantshafi. Flutningsmenn auk
hans eru Halldór Asgrimsson,
Haraldur ölafsson, Guðmundur
Bjarnason, Páll Pétursson, Jón
Sveinsson, Þórarinn Sigurjóns-
son, Jón Helgason og Ingólfur
Guönason.
Tillagan er þannig: „Alþingi
ályktar að fela rikisstjórninni að
beita sér fyrir þvi, að haldin verði
alþjóðleg ráðstefna hér á landi
um afvopnun á Norður-Atlants-
hafi.
Tilgangur ráðstefnunnar verði
að kynna viðhorf islendinga til
hins geigvænlega kjarnorkuvig-
búnaðar, sem nú fer fram i hafinu
kringum ísland og þá afstöðu Is-
lendinga að þeir telji tilveru þjóð-
ar sinnar ógnað með þeirri stefnu
sem þessi mál hafa verið og eru
að taka.
A ráðstefnunni verði itarlega
kynnt þau sjónarmið Islendinga,
að þeir geti með engu móti unað
þeirri þróun mála, að kjarnorku-
veldin freisti þess að tryggja eig-
in hag með þvi að fjölga kafbát-
um búnum kjarnorkuvopnum i
hafinu við Island.
Til ráöstefnunnar verði boðaðir
fulltrúar þeirra þjóða, sem ráða
yfir kjarnorkuvopnum, og þeirra
rikja, sem liggja að Norður-At-
lantshafi”.
Guðmundur sagði að megintil-
gangurinn með flutningi þessa
máls sé sá, að íslendingar hafi
sjálfir frumkvæði að þvi, að mót-
mæla þvi aö þungamiðja vig-
búnaðarins sé að færast i hafið
umhverfis landið. Hér væri ekki
verið að fara fram á afvopnun,
þótt æskileg væri, heldur fyrst og
fremst að vekja athygli á þeirri
kröfu okkar aö hafið við landið
verði ekki gert að vighreiðri.
Æskilegt væri að alþjóðlegar
stofnanir gætu fylgst með ferðum
kjarnorkukafbáta og að þeim
verði beint frá landinu eins og
kostur væri á. Hann sagði að
heyrst hefðu raddir um aö ráð-
stefna sem sú er tillagan gerði
ráð fyrir, væri tilgangslitil, enda
hlustuðu stórveldin ekki á smá-
þjóð eins og okkur þegar þau
væruaðgætasinna hagsmuna, en
hann minnti á að rétturinn til að
lifa væri jafnmikilvægur hjá
smáþjóöum og hinum stærri og að
afliðog vaidiðværi ekki ávallt hið
sama.
Islendingar eiga ekki annarra
kosta völ en að hreyfa máli þessu
sjálfir á alþjóðavettvangi og
koma þeirri skoðun á framfæri að
við munum ekki una þvi að her-
veldin færi kjarnorkuvopnabirgð-
ir sinar i hafið við island.
Guðrún Helgadóttirlýsti þvi yf-
ir að þingflokkur Alþýðubanda-
lagsins styddi tillöguna.
Arni Gunnarssontaldi tillöguna
ganga i rétta átten væri losaraleg
og allt eins mætti taka málið upp
á öðrum vettvangi.
Halldór Blöndal ræddi ekki
óvinsamlega um sjálfa tillöguna
sem slika en taldi að friðun Norð-
ur-Atlantshafsins væri illfram-
kvæmanleg þótt við hefðum vilja
á sliku.
Eiður Guðnason benti á að þótt
heita ætti að Indlandshaf væri
friðað virtu stórveldin þá friðun
að vettugi.
Stefán Jónsson tók einnig til
máls og sagði að friðun Norður-
Atlantshafsins væri sjálfsögð.
OÓ