Tíminn - 17.02.1982, Side 8
8
Miövikudagur 17. febrúar 1982
Utgefandi: FramsóKnarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur
Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjori: Sig-
urður Brynjólfssón. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson,Elías Snæland Jóns-
son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Olafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon.
Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes
Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðasoii,
Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin
Leifsdóttir, Ragnar orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. utlitsteiknun:
Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón
Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf-
arkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteins-
dóttir.
Ritstjórn, skrifs.'ofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjivik. Simi:
86300. Aualvsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð 1 lausasölu
■6.00. Askriftargjald 4 niánuöi: kr. 100.00—Prentun: Blaðaprent hf.
Egill Skúli
og Edward Koch
■ Borgarstjórnarflokkarnir i Reykjavik eru i
þann veginn að ganga frá framboðslistum sinum
i sambandi við borgarstjórnarkosningarnar, sem
eiga að fara fram á komandi vori. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur reyndar lokið þvi.
Það má segja, að reykviskir kjósendur gegni
tviþættu verkefni, þegar þeir ganga að kjörborð-
inu við borgarstjórnarkosningarnar. í fyrsta lagi
er verið að velja fulltrúa til að móta stefnuna i
borgarmálum næsta kjörtimabil. í öðru lagi er
verið að velja borgarstjóra, sem sjá á um fram-
kvæmdir í samræmi við ákvarðanir borgar-
stjórnar.
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að oft eða
oftast veltur ekki minna á framkvæmdinni en
stefnumótuninni. Rétt stefnumótun getur farið i
handaskolum, ef framkvæmd hennar fer úrskeið-
is. Af þessum ástæðum skiptir mjög miklu máli
fyrir Reykvikinga að borgarstjórinn sé traustur
og reyndur og leysi starf sitt miklu frekar af
hendi sem óháður embættismaður en pólitiskur
borgarstjóri.
Það leikur ekki á tveimur tungum, að valið á
núverandi borgarstjóra, Agli Skúla Ingibergs-
syni, hefur heppnazt mjög vel. Fjárstjórn borg-
arinnar hefur verið traust og er það ekki sizt
borgarstjóranum aö þakka. Enginn pólitiskur
styr hefur staðið um hann og það auðveldar hon-
um störfin. Verkfræöiþekking hans hefur komið
að góðum notum við hinar margháttuðu fram-
kvæmdir á vegum borgarinnar. Ekki aðeins þeir,
sem völdu hann til starfa, eru ánægðir með verk
hans, heldur hefur hann einnig unnið sér viður-
kenningu minnihlutans.
Sá möguleiki er vissulega fyrir hendi, að borg-
arfulltrúar geti allir sameinazt um borgarstjóra,
þótt þá greini á um málefni. Alla skiptir þá það
meginmáli, að íramkvæmdin á þeirri stefnu, sem
meirihlutinn kann að móta, takist sem bezt. öll-
um er þeim það vafalaust mikils virði, að borgar-
stjórinn sé traustur, reyndur og heiðarlegur og
njóti viðurkenningar og álits borgarbúa, án tillits
til flokka.
Þess vegna væri það áreiðanlega hyggilega
ráðið, ef borgarstjórnarflokkarnir allir samein-
uðust um að skora á Egil Skúla Ingibergsson að
vera áfram borgarstjóri.
Þess eru mörg dæmin, að andstæðir flokkar
hafi sameinazt um val borgarstjóra, þótt þá
greindi á um stefnumál. Eitt þekktasta dæmið
um þetta gerðist i New York á siðastliðnu hausti.
Þar sameinuðust tveir stærstu flokkarnir sem
sjaldnast sitja á sátts höfði, um að endurkjósa
Edward Koch sem borgarstjóra. Slikt álit hafði
hann unnið sér i borgarstjórastarfinu.
Það væri ávinningur fyrir Reykjavik, ef sam-
komulag gæti tekizt milli allra flokka um borgar-
stjóra, þótt leiðir skilji að öðru leyti.
Sá möguleiki er nú fyrir hendi, þar sem Egill
Skúli Ingibergsson er.
Þ.Þ.
á vettvangi dagsinsHHHHHHH
íþróttaken nsla
og aðstaða
íþróttakennara
eftir Þorstein Einarsson, fyrrv. íþróttafulltrúa ríkisins
■ 1 Timanum 4. iebrúar sl. birtist
grein eftir Pál Ólaísson iþrótta-
kennara, sem hann neínir: hug-
leiðingar um iþróttakennslu og
aðstöðu iþróttakennara.
Greinin er fyrst og fremst rituð
til þess að fagna og vekja athygli
á heimsókn nemenda, kennara og
ibúa skólasetursins að Laugar-
vatni 5. nóv. sl. til Keykjavikur á
fundi ráðuneyta og Alþingis til
áréttingar fjárveitinga til iþrótta-
mannvirkja þar á staönum..
Þó að greinin komi fyrir augu
lesenda nær þremur mánuðum
eftir að hún var skriíuö og fjár-
veitingar hafi fengist til ákveðins
áfanga iþróttamannvirkja
íþróttakennaraskóla tslands
(IKI), þá er hún timabær fyrir
ýmis atriði og framhald fram-
kvæmda.
Þennan aðaltilgang greinar
þessa ágæta iþróttakennara, sem
um skeið var starlsmaður IKÍ,
ber að þakka en það voru nokkur
önnur atriði sem ég tel rétt að
gera athugasemdir við.
Greinarhöfundur telur aö
iþróttakennarar leiti fyrst og
fremst til þeirra staða þar sem
skólar hafa upp á bestu aðstæð-
urnar að bjóða. Siðasta skólaárið
sem ég staríaði sem iþróttafull-
trúifengusteigi iþróttakennarar i
11 stöður utan Reykjavikur og
voru sjö þeirra við skóla með
góða aðstöðu til iþróttaiðkana.
Reynsla min hin siðustu 10 ár er
sú, að fyrst og fremst kepptust
iþróttakennarar viðað fá stööur á
höfuðborgarsvæðinu. Ástæðurnar
hafa einkum verið þrenns konar.
Þátttaka i þjálfun og keppni
áhugagreina sinna. Framhalds-
menntun þeirra sjálfra eða þeir
hafa átt maka eða verðandi maka
við framhaldsnám.
Rétt er það að kaup á tækjum
hafa setið á hakanum á loka-
sprettinum við aö ljúka smiði
iþróttahúsa. Sá sprettur helur
flestum aðstandendum húsanna
verið fjárhagslega eríiöur og
verið aðdáunarvert hvernig þeir
erfiðleikar voru yíi&stignir. Eitt-
hvað hlaut aö frestast og þá var
það að búa húsin fullkomlega að
tækjum. Sú írestun hefur ekki
bitnað á hinum smærri tækjum
svo sem knöttum.
Sú fullyrðing greinarhöfundar
að á sundstöðum séu eigi til sund-
kútar og sundflár a.m.k. 1 stk.
hvorrar tegundar á nemanda
leyfi ég mér að mótmæla, þvi
stofnunsú.sem ég vann við sá um
að útvega þessi tæki án nokkurrar
kaupmennsku og oft flutti ég þau
með mér á vigsludegi sund-
staðarins. Eftir að ötulir sölu-
menn iþróttatækja, sem sumir
hverjir eru iþróttakennarar,
komu til skjalanna hefur stofnun-
in dregið að sér hendur með út-
vegun t.d. sundfláa en haft til af-
greiðslu gömlu gúmmikútana.
Greinarhöfundur lætur orð
liggja að þvi að iþróttahúsin séu
„minnisvarðar”, sérhönnuð af
„Ekki verður
horfið til fyrri
starf saðgerða’ ’
— greinargerð frá stjórnarnefnd Fríhafnarinnar
■ I viðtali sem dagblaðiö Timinn
átti við Ara Sigurðsson, starfs-
mann Frihafnarinnar á Keflavik-
urflugvelli, 12. febrúar sl. koma
fram alvarlegar ásakanir i garð
stjórnenda fyrirtækisins og þó
sérstaklega verkstjóra þess. Þar
sem allar fullyrðingar starfs-
mannsins eru órökstuddar og
jafnframt ærumeiöandi i garð
annarra starfsmanna telur stjórn
Frihafnarinnar rétt að gefa fjöl-
miðlum eftirfarandi yfirlit yfir
starfsemi fyrirtækisins á siðast-
liðnu ári.
I upphafi ársins 1981 tók gildi
nýr kjarasamningur við starfs-
menn Frihafnarinnar. Kjara-
samningur þessi grundvallaðist á
þvi að starfsmenn fengu ákveðna
prósentu af veRu og hagnaði fyr-
irtækisins i sinn hlut i stað yfir-
vinnu, vaktaálags og fleiri kjara-
atriða. Auk þessa skyldu starfs-
menn greiða þá rýrnun sem væri
umfram 0.3% af veltu.
Við gerð kjarasamnings var
gengið út frá fjárlögum 1981 þar
sem reiknað var með 8 milljóna
króna hagnaði. Af nettóhagnaði
áttu starfsmenn að fá 9% i sinn
hlut eða 720 þúsund krónur, ef
reiknaö er út frá f járlagatölu árs-
ins 1981. Vegna hins nýja vinnu-
fyrirkomulags og margra ann-
arra aðgerða stjórnenda fyrirtæk-
isins til að bæta rekstur þess varð
hagnaður 150% meiri en ráð hafði
verið fyrir gert. Hagnaður varð
þannig 20 m.kr. Samkv. sam-
komulaginu við starfsmenn komu
1.8 milljón af þessum hagnaði i
þeirra hlut eöa um 1.1 millj.kr.
meira en reiknað haföi verið með.
Rýrnun varð hins vegar heldur
hærri en stjórnendur vonuöust
eftir eða um 1.1%. Á árinu 1980
hafði i fyrsta skipti tekist að
koma rýrnun niður fyrir 1% en
það ár var hún 0.97%. Ef litið er á
rýrnun siðustu 10 ára er árangur
siðasta árs næst besti árangur
sem náðst hefur i þessu efni. Fyr-
ir árið 1978 var rýrnun i fyrirtæk-
inu yfir 2% og i einstökum deild-
um náði rýrnun jafnvel 5%. Með
breytingu þeirri sem gerð var á
yfirstjórn fyrirtækisins um mitt
ár 1978 urðu þáttaskil i þessu efni.
Þaöár fór rýrnun niður i 1.2% og
1.3% 1979.
Þrátt fyrir að starfsmenn greiði
hluta af rýrnun i fyrirtækinu á
siðasta ári verður að telja afkomu
þeirra nokkuð góöa enda voru
meðaltekjur starfsmanna á árinu
1981 um 150.000 kr. Meðaltalsyfir-
vinnustundafjöldi var 430 klukku-
stundir 1981 en var yfir 1.000
klukkustundir á fyrri árum.
táðurnefndu viðtali iTimanum
er fullyrt að lélegt eftirlit með
vöruflutningum milli vörulagers
og verslunar sé orsök aukinnar
rýrnunar. Þessum órökstuddu
fullyrðingum er algjörlega visað
á bug þar sem allar vörur eru
fluttar milli þessara staða undir
tolleftirliti eða tollinnsigli. Mis-
talningar milli vörulagers og
verslunar hafa auk þess engin
áhrif á heildarrýrnun fyrirtækis-
ins. Rýrnun á þessari leið gæti þvi
ekki átt sér stað nema með sam-
vinnu starfsmanna fyrirtækisins
og tollvarða. Verður að telja slik-
ar ásakanir mjög alvarlegar
gagnvart þeim starfsmönnum
sem hlut eiga að máli.
Samkvæmt kjarasamningi
höfðu starfsmenn tillögurétt um
ráöningu verkstjóra, en endan-
legt ákvörðunarvald var i hönd-
um stjórnenda fyrirtækisins, sbr.
lög um réttindi og skyldur starfs-
manna rikisins. Fjórir verkstjór-
ar vorur ráðnir, þar af þrir skv.
tillögum starfsmanna. I áður-
nefndri grein er sagt að neytt hafi
verið upp á starfsfólk verkstjór-
um sem það gat ekki sætt sig við
og taldir voru óhæfir vegna fyrri