Tíminn - 17.02.1982, Page 18
18
Kvikmyndir og leikhús
l| iH'll l| í'il'ii
Mibvikudagur 17. febrúar 1982
kvikmyndahornid
■ Angela og Pablo búa sig undir vopnafi rán I „Fljótt, fljótt”.
Unglingar á
refilstigum
FLJÓTT, FLJÓTT (Deprisa, deprisa).
Leikstjórn og handrit: Carlos Saura.
Afialhlutverk: José António Valdelomar, José Maria Hervás
Roldán, Jesús Ariás Aranzeque, Berta Socuellamos Zarco.
Myndataka: Teo Escamilla.
Framleiöandi: Elias Querejeta, Toni Moliére, Spáni, 1981.
■ Carlos Saura er tvimæla-
laust einn af forystumönnum
spænskrar kvikmyndagerðar
siðustu ára, og hann hefur
hlotið góðar viðtökur á kvik-
myndahátiðum allt frá árinu
1976 aö mynd hans, Cria Cuer-
vos/Cria!, fékk verðlaun i
Cannes. Þær kvikmynda
'Saura, sem fjallað hafa um
borgarastyrjöldina á Spáni og
atburði tengda henni, hafa
þótt um margt merkilegar.
Fyrsta leikna kvikmyndin i
fullri lengd, sem Saura gerði,
hét Los Golfos og fjallaði um
afbrotaunglinga. Þeirri mynd
var að visu illa tekið, bæði i
Cannes og annars staðar, en
er þó að sumu leyti eins konar
aðdragandiað „Fljótt, fljótt”,
sem fengið hefur mun betri
viðtökur og m.a. verðlaun i
Berlin i fyrra, að visu um-
deild.
„Fljótt, fljótt” segir frá
nokkrum afbrotaunglingum á
Spáni. Höfuðpaurarnir i
glæpaflokknum eru Pablo og
Sebas. Þeir ræna bilum og
stunda vopnuð rán i fyrirtækj-
um, þar sem peninga er að
hafa.
Pablo veröur hrifinn af An-
gelu, sem er afgreiðslustúlka i
veitingahúsi, og hún af hon-
um. Eftir nokkur kynni er An-
gela tekin inn i glæpaflokkinn,
enda hefur hún sýnt sig að
vera mjög fær i skotfimi. Þau
fremja nokkur rán saman,
Angela kaupir ibúð fyrir sig og
Pablo, en hann fær sér nýjan
bfl. Peningarnir fara næstum
þvi jafn fljótt og þeirra er afl-
að, og þess vegna leggja þau
alltaf i ný og ný rán. Loks gera
þau tilraun til að ræna banka
og komast undan með veru-
legt fjármagn, en einn i
flokknum er skotinn til bana á
staðnum, og Pablo særist
hættulega á flóttanum. Sebas
og Angela koma honum heim i
ibúð Angelu, en siðan fer Se-
bas að brenna bifreiðina, sem
þau notuðu við ránið, til að
þurrka út öll spor. En lögregl-
an verður vör við brunann og
umkringir staðinn og Sebas
fellur. Angela hringir i lækni
og borgar honum milljón pe-
seta til að gera að sárum
Pablos. Læknirinn tekur pen-
ingana og kveðst þurfa að ná i
græjur, en kemur ekki aftur.
Pablo deyr að lokum en An-
gela tekur peningana, sem eft-
ir voru, og vopnin og heldur út
i borgina.
Mynd Saura er óneitanlega
spennandi, og honum tekst vel
að lýsa stuttu timabili i sögu
nokkurra ungmenna, sem
leiðst hafa út á glæpabrautina.
Hinsvegar fer litið fyrir
skýringum á þvi, hvers vegna
þau velja þá braut: ef marka
má dæmið um Angelu virðist
ástæðan vera ást hennar á
Pabló, en hvað með hina? Það
hefði vissulega gefið myndinni
aukna þýðingu ef nánar hefði
verið farið ofan i orsakir þess,
að unglingarnir gerast glæpa-
menn. —ESJ.
Elias Snæland
Jónsson
skrifar
★ ★ FljÓtt, fljótt
-¥■ Hver kálar kokkunum?
' ★ ★ ★ Járnmaðurinn
★ ★ ★ Báturinn er fullur
★ ★ Stalker
★ ★ Barnaeyjan
★ ★ Systurnar
★ ★ Private Benjamin
★ Glæpurinn i Cuenca
-¥■ Jón Oddur og Jón Bjarni
★ 1941
Stjörnugjöf Tímans
* * * * frábær ■ * + * mjög göð - * * góð - * sæmileg - O léleg