Tíminn - 21.02.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.02.1982, Blaðsíða 4
4 Sunnudagur 21. febrúar 1982 Enn um listamannalaun BREYTINGA ER ÞÖRF — Samdóma álit listamanna og fulltrúa úr úthlutunarnefnd ■ Biaðamcnn eiga að vera lilut- lausir á þann hátt aö láta ekki skoöanir sinar birtast i fréttum, greinum eða viðtölum, sem þeir skrifa. Þetta reynist inörgum erfitt, en til að fá útrás fyrir skoðanir okkar, bældar, höfum við hér i llelgar-Timanum fastan dálk upp á siðu eða svo og heitir af einhverjum ástæðum Bergmál. Þar skrifa blaðamenn undir fullu nafni — fá mcir aö scgja mynd af sér! —og taka fulla ábyrgð á þvi scin þeir láta út úr sér. Berg- málsgreinin i fyrri viku var helg- uð listamannalaunum, var raun- ar gagnrýni á núgildandi skipulag þessa styrks og/eða viðurkenn- ingar rikisins til listamanna. Grcinina skrifaði lllugi nokkur Jökulsson, og höfum við nú ákveðið að fylgja henni eftir á þann hátt aðleita álits hjá nokkr- um sem við máliö eru riönir. Illugi þessi gerði raunar þau fáránlegu mistök i grein sinni aö gleyma heilum nefndarmanni i úthlutunar ncfnd lista manna- launa. Þcssi nefndarmaður cr Bessi Jóhannesdóttir, eu mistökin munu vera sprottin af þvi að hlaðamaöurinn las einungis um úthlutunina i Dagblaðinu & Visi, en ekki sinu eigin blaði. Allt um það, er bcðist velvirðingar á mis- tökunuin. Ncfndin er sem sé þannig skipuð: sira Bolli Gústavsson, förmaður, Halldór Blöndal, Gunnar Stefánsson, Magnús Þórðarson, Jón K. Iljálmarsson, Sverrir Ilólmars- son og siðast en ekki sist Bessi Jó- hannesdóttir. Kjarninn i þeirri grein sem hér er fylgt el'tir var aö listamanna- launin hefðu i rauninni glataö til- gangi sinum, þar eö upphæöin sem veitt væri til hvers og ein- staks listamanns væri svo lág aö hún gæti meö engu móti komiö honum að gagni viö listsköpun sina. Kifjaö skal upp aö auk heiöurslaunaflokks (þarsem sitja 15 listamenn og fá beint frá Al- þingi kr. 33.750) veitir úthlutunar- nefndin 94 listamönnum 10 þús- und krónur og 40 lislamönnum 5 þúsund krönur. Ulaöamaöurinn vildiömögulega taka tilgreina þá röksemd sem olt heyrist aö hér sé fyrstog fremst um aö ræða viöur- kenningu rikisins til listamanna, ogfjargviöraðistmikiöyfir þvi aö nefndarmenn i úthlutunarnefnd væru kosnir pólitiskri kosningu, nefnilega af stjórnmálallokkun- um. Taldi hann ekki hlutverk rikisins, né stjórnmálaflokkanna, að veita listamönnum viöurkenn- ingar, aöeins aö búa svo um hnút- anaað sem flestum listamönnum væri gert kleift að vinna að list sinni án þess að hafa áhyggjur af brauöstriti og markaðshorfum á sölutorgi listarinnar. Og til þess dygðu þeir peningar sem nú væru veittir listamönnum alls ekki. Orðaði loks óljósar hugmyndir um að veita fáa styrkien stóra, og til þeirra listamanna sem raun- verulega þyrftu á peningum að halda, væru til dæmis ekki á föst- um launum úti i bæ meðan þeir væru styrkþegar. Við leggjum sem sé engan dóm á þessa grein hér, eða þær skoðanir sem þar komu fram, en spuröum nokkra aðila um álit þeirra á listamannalaunum.Tek- iö skal fram að þeir listamenn sem rætt er viö voru valdir meira eöa minna af handahófi. Umræddur blaöamaður var ekki lengi að fá viöbrögö við grein sinni. Gunnar Stefánsson, annar fulltrúa Framsóknarflokksins i úthlutunarnelndinni, ansaöi meö stuttri athugasemd i Timanum, siöaslliöinn þriðjudag, og sagöi þar meðal annars: ,,Á það vil ég ... benda aö nefnd- in starfar samkvæmt lögum sem sett voru i samráöi við samtök listamanna á sinum lima. Þrýstingur al' þeirra háli'u i þá átt að breyta lögunum hefur verið litill hin siðustu ár... Reynslan fyrr og siðar sýnir aö óíriöur um slika úthlutun verður enn meiri ef aðilar sem listamenn sjálfir til- nefnastanda aö henni. Núverandi skipan listamannalauna er vissu- lega meingölluö. Þaö mun fáum ljósara en þeim sem setiö hafa i úthlutunarnefnd... Ekki mun standa á nefndarmönnum aö taka þátt i umræðu sem stuðlaði aö þvi að launin kæmu aö betri notum en nú er. Hætt er þó viö aö seint veröi menn á eitt sáttir i þessum efnum fremur en hingað til heíur reynst. Og alveg vist að listamannalaun- in verða ekki endurskoðuð aö gagni nema til komi vilji og lrum- kvæði listamanna sjálfra...” óljós lög um lista- mannalaun Orstutt brot úr grein Gunnars, og visast slitin úr samhengi, en hér að neðan veröur rætt viö hann. Athugum lyrst þau lög sem úthlutunarnefnd starlar eítir. Þau eru l'rá árinu 1967, en áöur höfðugiltaðrar reglursem meöal annars munu hafa f'alið i' sér l'leiri flokka en nú er, þaö er aö segja tvo — heiðursiaun undanskilin. Áður, er flokkarnir voru þrir og jafnvel ljórir, mun mörgum hafa þótt listamenn um oi' dregnir i dilka, og þvi kostur að nýju lögun- um. Oft er deilt um hvort lista- mannalaun skuli vera styrkir til listamanna — til aö gera þeim kleift að starfa óhikaö aö listinni — ellegar viöurkenning til þeirra sem Alþingi almennt en nelndar- mönnum sérstaklega þykja hafa. til þess unnið. 1 lögunum — sem eru númer 29, sett 29. april 1967 — er ekki kveðiö skýrt á um þetta atriði. 1 upphal'i fyrstu greinar segireinungis: „Alþingi veitir ár- lega fé á fjárlögum til aö launa listamenn.” Siðan segir: „Getur þaö bæöi veilt tilteknum lista- mönnum ákveðin heiöurslaun og veitt aö auki i þessu skyni eina upphæö, sem siöan skal skipt af nefnd sjö manna, kosinni af sam- einuðu Aiþingi að al'loknum al- þingiskosningum... Kostnaöur við störf nef'ndarinnar greiöist úr rikissjóði.” 1 annarri grein er nánar kveöið á um starlshætti nefndarinnar. Þar segir meðal annars að upp- hæð þeirri sem nefndinni er ætlaö að skipta m illi listamanna — eftir aö Alþingi helur sjálft komiö sér saman um þá sem heiöurslaun skuli hljóta — eigi að skipta þann- ig að um tvo launaílokka sé að ræða, „og séu launin i öörum helmingi hærri en i hinum. Nefndin ákveöur hæð launanna, áður en tillögur eru gerðar um, hverjir skuli hljóta laun.” Þvi næst ákveða nefndarmenn hversu margir skulu fá laun úr hvorum flokknum og greiöa at- kvæði sin i milli ef ekki semst. Þá segir i lögunum: „Þegar ákvörö- un hefur veriö tekin um það, skal gerður kjörseðill meö nöfnum allra þeirra, sem tillaga hefur komið fram um, að hljóta skuli hærri launin. Skulu nefndarmenn leynilega merkja við nöfn jafn- margra listamanna á kjörseölin- um og ákveðiö var, að hljóta skyldu hærri launin. Er kjör- seðillinn ógildur ef merkt er viö fleiri nöfn eöa færri. Skulu þeir listamenn hljóta launin, sem flest atkvæði f'á.” Sama gildir um neðri f'lokkinn, þar er kosið um þá sem tillögur hafa veriö gerðar um, og að auki hina sem ekki komust inn i efri flokkinn. I niður- lagi annarrar greinar er veitt heimild til sérstakra launa, segir á þessa leið um þau: „Hafi Alþingi ekki veitt tiltekn- um listamönnum laun, getur nefndin i upphafi starfs sins ákveðið að veita sérstök laun, er séu hærri en laun i þeim tveim launaflokkum, sem gert er ráð fyrir i grein þessari...” Þessi heimild hefur ekki verið notuð, að minnsta kosti ekki hin siöari ár og sennilega aldrei. í þriðju og siðustu grein lag- anna frá 1967 er kveðið á um aö aðildarfélög Bandalags islenskra listamanna skuli eiga rétt á að til- nefna hvert um sig tvo íulltrúa til samstarfs við úthlutunarnefnd- ina„ og hafi þeir fulltrúar mögu- leika á aö segja álit sitt áöur en greidd eru atkvæði um þá sem til- lögur hafa komiö lram um. 1 mörg ár hafa listamenn, eða al- tént samtök þeirra, ekki notlært sér þessa heimild til að hafa áhrif á störf neíndarinnar. „Vildi gjarnan hræra upp i efri flokknum” Þetta voru sem sagt lögin sem nefndin starfar ef'tir, og verður varla sagt að þau séu mjög skýr og afdráttarlaus. Gunnar Stefánsson, lyrrnefndur fulltrúi i úthlutunarnel'ndinni, sagði enda að það hef'ði oft háð nefndinni aö lögin væru ekki skýrari. Hann sagði hins vegar aö gegnum árin hefðu orðið til ýmsar hef'öir sem nefndarmenn færu að öllu jöfnu eftir, til að mynda sú hefð að ef'tir að menn eru einu sinni komnir upp i efri ílokk listamannalauna sitja þeir þar til æviloka, nema Alþingi l'æri þá upp á viö, i heiðurslaunaflokkinn. Þessi hefð hefur iöulega veriö gagnrýnd, og sagði Gunnar að hann væri sjálf- ur ekki alltof hlynntur þessu. „Eg vildi gjarnan hræra upp i efri flokknum, ekki siður en i þeim neðri, og það hef'ur töluvert verið rætt á fundum nefndarinn- ar, en ekki náðst samstaða. Það má segja að við höfum ekki lagt i aðbrjóta gegn þessari hefð, enda má telja vist að þaö myndi vekja mikinn úllaþyt. Ég held satt að segja að það sé varla fram- kvæmanlegt að breyta þessari hef'ð, nema það héldist i hendur við aðrar breytingar, sem gerðar væru á þessu fyrirkomulagi. En þessi hefð bindur hendur nefndarinnar og svigrúmið er lit- ið. Þaösegir sig auðvitað sjálft að upphæöin i neðri flokknum er allt- of lág til að hún geti komið að gagni, en hins vegar þykir mér upphæðin i efri flokknum þokka- lega há, fyrst þetta skipulag er notað á annað borð”. Þá sagði Gunnar að nef'ndin hefði undanfarin ár reynt að hækka launin, en meðal annars vegna hefðarinnar um ævilanga setu i efri flokknum, yrði það helst gert með þvi að fækka i neðri ílokknum. Þar eru nú sem áður segir 40, en 94 i hinum efri. Að viðbættum þeim 15 sem eru i heiðurslaunaflokki eru það þvi 149 listamenn sem hljóta laun Al- þingis, og Gunnar tók fram að siðustu árin hefði þeim verið ■ Gunnar Stefánsson: „Núver- andi skipan listamannalauna er vissulega meingölluð. Það mun fáum Ijósara en þeim sem setið hafa i úthlutunarnefnd”. fækkað töluvert. 1 hitteðfyrra hefðu þgir verið 180, i fyrra 153. Af fækkun þessari leiðir, sagði Gunnar, að launin hækka hlut- fallslega með hverju árinu. Þá var Gunnar spurður að þvi hvernig tiliögur kæmu fram hjá nefndinni, hvort listamenn og/eða samtök þeirra gerðu mik- ið af þvi að beita nefndina þrýstingi, en hann kvað svo ekki vera. „Samtök listamanna hafa ekki notfært sér rétt til að skila tillög- um til nefndarinnar, og ég get ekki sagt að um mikinn þrýsting einstaklinga sé að ræða. Ekki hvað mig snertir, að minnsta kosti. Þó er alltaf svolitið um að menn hafi samband við okkur, til að minna á sig, eða aðrir bendi á einhverja sem þeim linnst eiga skilið að hljóta listamannalaun. Þetta á einkum við um efri flokk- inn, en hann er takmark flestra, þá eru þeir komnir i örugga höfn.” Samkvæmt öðrum heimildum sem Helgar-Timinn heíur aflað sér sætir nefndin oft á tiðum meiri þrýstingi en Gunnar vill vera láta, bæði frá listamönnum sjálfum og öðrum sem koma vilja þeim á framfæri. Þá vill oft verða svo að um pólitiskan þrýsting er að ræða, þó alls ekki i öllum til- fellum. Gunnar itrekaði það sem hann sagði i fyrrnefndri athugasemd sinni i Timanum, að hann sæi ekki hverjir væru betur til þess fallnir að sitja i nefndinni en fulltrúar stjórnmálaflokkanna, úr þvi að Alþingi veitti þessi laun. Hann benti á að deilur um úthlutun slikra launa væru venjulega enn meiri ef aðilar tilnefndir af lista- mönnum sjálfum veldu launahaf- ana, og minnti til dæmis á deilur sem oft hafa risið um launasjóö rithöfunda, en úthlutun úr þeim sjóði annast menn sem valdir hafa veriö af Rithöíundasam- bandinu. Þá sagði Gunnar Stefánsson: „Það er kannski aðalgalli þessa kerfis að úthlutunarnefndin fylgir of mörgum sjónarmiðum i einu i starfi sinu. Ákveðnar reglur eru ekki til en i þeirra stað hefðir sem ekki er gott að leggja af fyrir- varalaust. Ég getnefnt sem dæmi að við reynum að heiöra gamla listamenn sem ef til vill eru ekki starfandi lengur, við reynum að örva yngri menn til dáða, og við höfum reynt aö styrkja listamenn á einangruðum stöðum úti á landi, einfaldlega til aö þeir missi ekki móðinn. Meðan það eru svona mörg sjónarmið sem við verðum að hafa i huga viö út- hlutunina er náttúrlega ómögu- legt að gera þetta almennilega. En ég get sem sagt ekki séð að betri kostur sé fyrir hendi eins og er. Meðan listamenn sjálfir gera ekkert til að breyta þessu er ekki von að Alþingi nenni að standa i þvi.” ,,Hef beðið nefndina að sjá mig i friði” Þarna talaði fulltrúi i út- hlutunarnefnd, en hvað segja listamenn sjálfir? Margir þeirra hafa gagnrýnt núverandi kerfi listamannalauna og sumir harka- lega en aðeins einn hefur afþakk- að þau, að við vitum. Það er Þor- geir Þorgeirsson, rithöfundur. „Já, ég hef frá upphafi haft ■ Þorgeir Þorgeirsson: „For- dóinar úr uppeldi minu að þiggja ekki listamannalaunin”. samband við nefndina áður en út- hlutað er og beöið hana um að sjá mig i friði. Tvisvar sinnum gerðu þeir það ekki og þá neyddist ég til þess að frábiðja mér þessi laun opinberlega. Ástæðan fyrir þessu er engin heift eða reiði, mér finnst þetta bara svo óskaplega til- gangslaust, þetta kemur ekki aö neinu gagni. A sinum tima, þegar ég var i Listabandalaginu, þá bar ég upp þá tillögu aö allir meölimir ' þess sem launin fengju eitt árið skyldu láta þau renna til banda- lagsins. Ætlun min var að banda- lagið gæti fyrir þessa peninga komið sér upp húsnæði og komiö einhverri starfsemi af stað, en þessi tillaga var aldrei meðhöndl- uð, hvað þá meira. Ég, sem starfandi rithöfundur, myndi ekkert gagn hafa af þess- um listamannalaunum. Ég fæ nóg úr launasjóði rithöfunda til að láta enda ná saman að mestu leyti, fæ úr þeirri átt þetta tiu til ellefu mánaöa laun á ári, og hitt er óþarfi. Tildur. „Það eru hins vegar”, sagði Þor- geir ennfremur, „sjónarmið i þessu sem ég skil að visu ekki en hlýt að virða, sem sé að mörgum finnst einhver heiöur eða viður- kenning að þessu. Meira veit ég nú ekki um það.” — Heldurðuaðlistamenn i heild liti þannig á, að þetta sé viöur- kenning, fremur en raunveruleg- ur styrkur eða laun? „Ja, það tala margir með litilli virðingu um þessi laun en i þau fáu skipti sem reynt er að ná samstöðu um að hrópa þau af, eða réttara sagt breyta þeim i skyn- samara form, þá hefur það ekki tekist. Svo ég hlýt aö marka það litið þó fólk sé meö glósur út i þetta. Sama fólkið vill þegar til kastanna kemur ekki taka þátt i þvi að hrófla við þessu kerfi svo ég hygg að i hjarta sér þyki þvi ósköp vænt um þetta”. — Hefurðu gert þér hugmyndir um hvernig mætti verja þessum peningum betur? „Hluta þeirra mætti verja til samtaka listamanna, til að kaupa undir þau húsnæði og slikt. Oðr- um hluta mætti verja til þess að ýta undir starfslaunakerfiö sem — að minnsta kosti i tilviki rithöf- unda — er lengst á veg komið, þó ýmislegt vanti enn upp á að rikið skili viðeigandi hluta þess fjár sem það græðir af bókum. Eink- urh er það skerandi að það vantar laun fyrir debúttanta, byrjendur, sem þurfa næði og tima til að koma sér al' stað. Eitthvað af þessum peningum mætti vel lenda i þeirra vasa i stað þess að lenda ofan i buddu hjá vellrikum aðilum.” Að lokum sagði Þorgeir Þor- geirsson: „Það er sem sagt hvorki heift né mikilmennsku- háttur sem fyrir mér vakir er ég hafna þessum launum. Það er einföld skynsemi. Og ætli þetta séuekki lika fordómar úr uppeld- inu, ég vil ekki taka laun nema fyrir skilgreinda vinnu.” „Mikilvægast að styrkja byrjendur” Annar rithöfundur, af yngri kynslóð en Þorgeir, tók i svipaðan streng. Það er Þórarinn Eldjárn, ljóðskáld, smásagnahöfundur og leikskáld, sem þetta árið fékk laun úr neðri flokk listamanna- launa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.