Tíminn - 21.02.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 21.02.1982, Blaðsíða 20
Sunnudagur 21. febrúar 1982 BESTjffiJLgft Toni Morrison: Tar Baby. Signet 1981. ■ Fyrir nokkrum árum gerði Toni þessi Morrison garðinn frægan meö skáldsögunni „Song of Solomon”, mjög seldri og margverðlaunaöri. Hún er bandariskur svertingi og söguefni hennar þvi eðli- lega sambandið milli hvitra og svartra og svartra manna af tvennum heimum, þeirra sem hafa samlagast heimi hvita mannsins og þeirra sem enn lifa i nánd viö myrkviðið. „Tar Baby” er ástarsaga svartrar ljósmyndafyrirsætu sem lifir i hvitri veröld siöfágunar og taminna tilfinninga og svert- ingja sem er öllu frumstæðari að upplagi og i háttum, þ.e.a.s. i bestu merkingu. Og eðlilega setur hann stórt spurningamerki við hvitan glyslifnað hennar. Sagan ger- ist ýmist á baðströndum i Karabiahaíinu, meöal gáfu- manna á Manhattan og i hin- um djúpa suðri Bandarikj- anna. Það er þung undiralda heitra tilfinninga i þessari bók og höfundinum er mikiö niöri fyrir. En ansi getur útgangur- inn á ameriskum pappirskilj- um stundum veriö ljótur. AMERICA’S I 8EST SELLER SURPASSING EVEN SH0CU8! .Iiiiii(‘s(’lm(‘irs Mervyn Peake: Titus Groan. Penguin 1981. ■ Ég hef séð þessa bók i hill- um í mörg ár og spurt sjálfan mig hvað þetta sé fyrir nokk- uð, en ekki megnað aö aðgæta það nánar. Bókin er öldungis ekki ný af nálinni, fyrst útgef- in 1946 og ef fyrsta bókin af þremur um Titus, en i samein- ingu eru þær vist kallaðar „Gormenghast”-trilógian. Gormenghast er kastali á Englandi, rakin umgjörð íyrir hryllingssögu, saggafullur, mosavaxinn, hrörlegur. Þar býr ætt Titusar undjr olriki fornra hefða 'og bókavarii- arins og hirðsiðameistarans Sourdust sem sér um að allt fari fram eftir siðvenjum sem eru skráðar á fornar bækur. En nútiminn leynist bak við næstu súlu i liki uppskafnings- ins Steerpike sem brennir bókasafnið, drepur bókavörð- inn þannig að faðir Titusar sturlast. 1 lok bókarinnar verður Titus svo 77di jarl af Gormenghast þótt hann sé að- eins 2ja ára. 1 bindunum tveimur sem á eftir fylgja er svo sagt frá afdrifum Titusar i fláráðum heimi. Hryllingssög- ur, gamansögur, lykilsögur — það er erfitt að skipa bókum Peakes i flokk. Tungumálið er þungt í vöfum, heimur Titusar lokaður og loftlaus, alvaran aldrei langt undan. Bókin kemur hér i hinni nýju King- Penguin seriu, og hver haldiði að skrifi formála, nema An- thony Burgess! IKICA JON6 ' ■ . ■ . ■ AUTHO« or FANNY ANDFEAROFatlNG Janies Clavell: Noble House. Ilell 1982 ■ „Noble House” er fjórða bindið i flokki Asiusagna eftir James Clavell, en fyrri bæk- urnar eru alþekklar — „Sho- gun” sem gerðist um 1600, „Tai-Pan” um 1841 og „King Rat” um 1945. Allar eru þess- ar bækur feikn miklar að vöxturn og hafa náö omældri metsölu og siðastliðið sumar voru gerðir firnavinsælir sjón- varpsþættir eítir „Sliogun”. Svo Clavell er kóngur i sinu riki. Þessi, „Noble House" var störa metsölubókin i Banda- rikjunum i fyrra. Hún á sér stað i Hong Kong árið 1963. Ég ætla ekki að þykjast hafa lesiö bókina sem er heilar 1370 siö- ur, en vist er að aödáendur Clavells verða ekki sviknir, hér eru bæði stórir atburöir og smáir og heil ókjör af persón- um, enda þykist ég vita aö Clavell hefur heilan her að- stoðarmanna til að vinna heimavinnuna fyrir sig. Frá- sagnargáfan er hans aðall og hér er allt sem hugur lesand- ans girnist — glæpir, ástir, kynlif, ofbeldi, samsæri og svindl, náttúruhamfarir og privathamfarir. Já, einhver skýring hlýtur að vera á vin- sældum hans. AT THE EIKiE OF TIIE BOI Erica Jong: At the Edge of the Body. Granada. 1981. ■ Erica Jong hefur halt mik- ið og gott lag á að fara i taug- arnará karlrembusvinum. Og ekki aö áslæðulausu, þvi hún hefur verið iðin við að storka veldi þeirra, ekki sist i rúm- inu, með hreinskilni sinni og kjaftagangi i bókunum „Fear of Flying”, „How to Save Your Own Life”, og nú siðast i „Fanny”, prakkarasögu með konu i aðalhlutverki. En Erica Jong lagði upp sem ljóðskáld og er það enn i aðra röndina, hún hefur sent frá sér mörg ljóðasöfn sem hafa náð óvenju mikilli útbreiðslu, enda eru viðfangsefni hennar oftast ákaflega hversdagsleg og ljóömálið einfalt, en þó fágað og markvisst. 1 þessari siðustu kvæðabók sinni yrkir hún um sjálfa sig, kynlifið, hamingj- una, sorgina og ekki sist dauð- ann. Lesandinn hlýtur að hrif- ast með, hann hlær upphátt, sér spegilmynd sina i kvæðun- um — ekki svo slæmt... ■ Bækurnar hér að ofan eru fengnar hjá Bókaversiun Sigfúsár Eymundssonar. ■ Hvað eiga þessir rithöfundar — Ilemingway, Steinbeck, Solsjenitsin og Shakespeare — sameigin- legt? Jú, bækur þeirra eru bannaðar á bandariskum bókasöfnum! Bókabrennur ✓ í Bandaríkjunum ■ Eru ekki Bandarikin frjálst land? Og þar ritfrelsi? Jú, þaö hélt maður. En nú renna tvær gr- imur á ýmsa vestra — alls konar ritskoðunartilburðir hafa færst i aukana undanfarna mánuði og ár, og það svo að mörgum vel- hugsandi mönnum er hreint ekki rótt. Fyrir skömmu siðan ákvað hæstiréttur aö taka til endur- skoðunar mál sem reis árið 1976 er skólastjórn i Island Trees á Long Island lét fjarlægja niu bækur úr bókasafni skólans, af ýmsum ástæðum. Þessar bækur eru: „The Fixer” eftir Bernard Malamud, „Slaughterhouse Five” eftir Kurt Vonnegut, „Go Ask Alice” nafnlaus dagbók ung- lingsstúlku sem dó af nofneyslu eiturlyfja, „Soul on Ice” eftir Eldridge Cleaver, „A Reader for Writers” sem Jerome Archer tók saman, „Down These Mean Streets” eftir Piri Thomas en þetta er raunsæ lýsing á fátækra- hverfum Púertórikana i New York, „A Hero Ain’t Nothin ’But a Sandwich” eftir Alice Childress, „Nakti apinn” eftir Desmond Morris, og loks „Bestu smásögur svartra höfunda” sem Langston Hughes tók saman. Að þvi er skólastjórnin sagði eru bækur þessar „ó-ameriskar, ókristi- legar, andgyðinglegar (þ.e. bók Malamuds) og bara klám.” Afrýjunardómstóll kvaö upp þann úrskurð á siðasta ári að skólastjórarnir hefðu fullt leyfi til að fjarlægja úr bókasöfnum skóla sinna bækur sem brytu i bága við siðferðiskennd meðlimanna i stjórninni. Þessi úrskurður var kveöinn upp vegna þess aö skóli i Varsjá, bæ i Indiana, hafði fjar- lægt fimm bækur úr safni sinu, þar á meöal „The Bell Jar” eftir Sylviu Plath. Þetta mál vakti mjög mikla athygli þvegna þess að samtök ihaldssamra borgara söfnuðu öllum eintökum bókanna sem þau náðu i saman og brenndu þær opinberlega. Þá fór hrollur um marga og minningar af vondum atburðum skýrðust. 100 titlar horfnir Mörg fleiri dæmi má nefna. t Abingdon, Virginiu, á skólabóka- safn i vök að verjast gagnvart reiðum borgurum sem ólmir vilja banna bækur á borð við „Goodbye Columbus” eftir Philip Roth, „The Lonely Lady” eftir Harold Robbins, „Bloodline” eftir Sidney Sheldon. Þessar sögur og fleiri eru „klámfengnar” að áliti séra Tbm Williams sem fer i farar- broddi bannmanna og það verður að vernda börnin. Bannmenn eru að sögn i minnihluta en áhrifa- miklir i stjórn bæjarins og hafa hótað aö fella niður fjárveitingar til bókasafnsins. I Georgiu var nýlega kveöinn upp sá úrskurður að bannað væri að auglýsa á áberandi hátt bækur sem væru „klámfengnar” og „grófar” og hafði bann þetta þær afleiðingar aö stærsta keðja bókaverslana i rikinu, Rich’s frestaði öllum bókakaupum um sinn. Eftir að þessum úrskurði var hrundið fyrir áfrýjunardóm- stóli gengur bóksala sinn vana- gang i 'Georgiu en þó ■ færast rit- skoðunarmenn slfellt i aukana og láta þeir til sin heyra við hvert tækifæri. Og sömu sögu er að segja hvar- vetna A undanförnum sex mánuðum hafa um það bil 100 bókatitlar: horfið úr bókasöfnum i að minnsta kosti 30 rikjum Bandarikjanna, og gildir það bæði um bókasöfn i eigu rikis og sveitarfélaga. Þá aukast kvar- tanir stöðugt til bókasafnanna og alls konar ihaldssöm samtök hafa nú krafist þess að hátt i 1000 bækur til viðbótar veröi bannaðar. Stikilsberja-Finnur bannaður Það sem valdið hefur miklum vandræöum i málum af þessu tagi er að ekki fyrirfinnst nein löggjöf um réttindi og/eða skyldur bóka- safna hvað þetta snertir, sem sé hvort löglegt sé að fjarlægja bækur sem tilteknir hópar hafa eitthvaðá móti. Þeir sem leggjast gegn öllum bönnum af þessu tagi vitna til fyrstu greinar stjórnar- skrár Bandarikjanna þar sem kveðið er á um ritfrelsi og tján- ingarfrelsi. Nú er fylgst grannt með fyrrnefndu máli frá Long Island þvi útreið þess fyrir Hæstarétti mun án efa hafa mikil áhrif. En hvaða bækur eru það sem púritanar leggjast gegn og vilja helst brenna? Þar kennir ótrú- lega margra grasa. „Jaws” eða Ökindin eftir Peter Benchley er bönnuð, sem og margar bækur eftir Judy nokkra Blume en hún. hefur skrifað kynfræöslurit fyrir börn og unglinga. Skáldsögur Richard Barutigans eru á bann- listanum, sem og „Cramer vs. Cramer” eftir Avery Corman, „Catch-22” eftir Joseph Heller, „One Flew Over the Cuckoo’s Nest”eftir-Ken Kessey.The Thorn Birds” eftir Colleen McCullough, „Godfather” eftir Mario Puzo, „Portnoy’s Complaint” eftir Philiph Roth, „Listin að elska” eftir Erich Fromm og orðabók yfir „slang” i bandarisku máli. Sumar bækurnar er mjög undarlegt að finna á slikum lista. Þar er helst að nefna „Kaup- manninn i Feneyjum” eftir Willi- am Shakespeare, „Stikils- berja-Finn” eftir Mark Twain, „Vopnin kvödd” eftir Heming- way, „Bjargvætturinn i grasinu” eftir Salinger, „Þrúgur reiöinnar” eftir John Steinbeck. Og: „1984” eftir George Orwell, „Brave New World” eftir Aldous Huxley”! Áhersla á rétt minnihlutans Astæðurnar fyrir að einmitt þessar bækur eru bannaðar eru oft á tiöum harla augljósar og mörgum þykir þær vafalaust smámunir. Þannig var „Slaughterhouse Five” eftir Vonnegut bönnuð vegna þess að það fór fyrir brjóstið á einum skólanefndarmanni að ein persóna I bókinni fer óvirðulega með nafn frelsarans. „A Reader for Writers” var bönnuð af þvi að þar er blökkumannaleiðtoginn Malcolm X borinn saman við þá menn sem stofnuöu Bandarikin á sinum tima. Talsmenn þeirra sem andvigir eru ritskoðunarherferðinni sem nú hefur gripið um sig I Banda- rikjunum hafa tekið þá stefnu — og finnst mörgum skynsamleg — aö leggja ekki megináherslu á að þeir eru án nokkurs efa i miklum meirihluta almennings i Banda- rikjunum, heldur hafa þeir þvert á móti sagt að jafnvel þó þeir væru i minnihluta þá ættu sjónar- mið þeirra að ráða, meirihlutinn mætti ekki undir nokkrum kringumstæðum kúga minnihlut- ann. Þar sem það er aukinheldur næsta vist að andstæðingar bóka- bannsins séu i raun i meirihluta mætti ætla að dómstólar úrskurð- uöu þeim i hag. En þaö er engan veginn öruggt. ivan Densióvitsj bannaður....! Dómstólar i Bandarikjunum hafa alltaf verið hallir undir sam- tök ihaldssamra borgara, enda er u margir dómaranna komnir úr þeirra rööum, og þar að auki fer nú andi fyrirbærisins „Moral Majority” um Ameriku I kjölfar kosningasigurs Reagans — nefni- lega andi ihalds- og afturhalds- semi af verstu tegund. Telja þeir sem frjálslyndari eru. Eitt er það sem ætti að valda áhyggjum. Sú bók sem lýsir á bersöglan og magnaðan hátt fangabúðalifinu i Sovétrikjunum, sú bók sem fyrst varð til þess aö glæða steingelt bókmenntalif Sovétrikjanna ofurlitlu lifi, sú bók sem löngum hefur stappað stálinu i andofsmenn i alræðisrikinu — „Dagur i lifi Ivans Denisóvitsj” eftir Alexander Solsjenitsin —1 hún er bönnuð á bandariskum bókasöfnum. Og lagðist þar litið fyrir.. Snúið og sneitt — j.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.