Tíminn - 21.02.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.02.1982, Blaðsíða 8
8 Sunnudagur 21. febrúar 1982 Utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjori: Johann H. Jónsson/ Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjori: Sig- urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þorarínsson, Elias Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúir Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Páll M&gnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson. Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. (Jtlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guöjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygió Stefánsdóttir. Próf- arkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteins- dóttir. Ritstjórn, skrifslofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 84300. Aualvsinaasimi: 18300. Kvöldsimar: 84387, 84392. — Verð i lausasölu s.00. Askriftarqjald á mánuði: kr. 100.00— Prentun: Blaðaprent hf. Myndarlegt Reykjavíkurskákmót ■ Athygli landsmanna hefur að verulegu leyti beinst að Kjarvalsstöðum það sem af er þessum mánuði, en þar hefur verið háð Reykjavikurmót i skák. Þetta móthefur vakið enn meiri athygli en venja er um Reykjavikurskákmótin vegna þeirrar miklu þátttöku erlendra og innlendra skákmeistara, sem einkennir mótið. Miklar og oft skemmtilegar sviptingar hafa verið á mótinu, og margar góðar skákir verið tefldar. Að sjálfsögðu hafa landsmenn fylgst af sérstökum áhuga með islensku keppendunum, sem margir hver jir stóðu sig mjög vel framan af. Sú mikla athygli, sem Reykjavikurskákmótið hefur vakið, er aðeins eitt dæmi um þann mikla skákáhuga, sem rikir meðal landsmanna, jafnt yngri sem eldri. Og þar sem skák er meðal göf- ugustu iþrótta, þarf að hlúa að henni og auðvelda ungu fólki að fá nauðsynlega tilsögn. Það er ekki aðeins nauðsynlegt til þess að við eignumst fleiri úrvalsmenn i skák, heldur ekki siður til hins, að skákin verði áfram ein vinsælasta almennings- iþrótt i landinu. Bretlandsheimsókn forseta íslands ■ Opinberri heimsókn forseta íslands, Vigdisar Finnbogadóttur, til Bretlands er lokið. Óhætt mun að segja, að heimsóknin hafi tekist hið besta og vakið verulega athygli á islenskum málefnum i Bretlandi. Islendingar og Bretar hafa átt samskipti um aldaraðir og hefur þar gengið á ýmsu. Við höfum háð harða réttindabaráttu við bresk stjórnvöld. Sú barátta hefur leitt til endurtekinna þorska- striða, þar sem breska flotanum hefur verið beitt gegn islenskum varðskipum. íslendingar geta með sanni sagt, að þeir hafi þar ekki aðeins barist fyrir lifshagsmunum þjóðarinnar, heldur jafn- framt verið að móta nýja alþjóðareglu um efna- hagslega lögsögu strandrikja, sem Bretar jafnt sem flestar aðrar þjóðir telja nú sjálfsagða. En þessum kafla átaka i langri samskiptasögu þjóð- anna er fyrir löngu lokið, og hann hefur ekki skilið eftir sig nein sárindi meðal þjóðanna. Islendingar hafa löngum reynst breskum sjó- mönnum vel þegar þeir hafa lent i sjávarháska við Islandsstrendur. Mörg eru dæmi þess, að björgunarmenn hafi lagt lif sitt i hættu til þess að bjarga breskum sjómönnum. Landsmenn allir þekkja frásögur af ýmsum slikum björgunaraf- rekum. Breskir björgunarmenn svöruðu i sömu mynt þegar þeir björguðu áhöfninni á Tungufossi á siðastliðnu ári, og það fór þvi vel á þvi, að for- seti íslands skyldi heiðra þá sérstaklega við hátiðlega athöfn meðan á heimsókninni stóð. Samskipti Islendinga og Breta eru nú mikil á ýmsum sviðum og hin vinsamlegustu. Heimsókn forseta íslands til Bretlands hefur undirstrikað þá vináttu. Megi samskipti þjóðanna halda áfram að eflast og aukast á komandi árum. — ESJ TRAUST BJARG BYGGÐARLAGANNA Samvinnumenn fagna um þessar mund- IR ALDARAFMÆLI SAMVINNUHREYFINGAR- INNAR A ÍSLANDI. Jafnt fylgjendur sem and- stæöingar samvinnustefnunnar viöurkenna þann mikla árangur sem hreyfingin hefur náö á þessari einu öld og samvinnumenn sjá þörf fyrir enn nýja sigra á komandi árum og áratugum. Timinn hefur minnst þessara timamóta meö útgáfu blaöauka, sem fylgdi blaöinu á fimmtudag og föstu- dag, samtals 40 síöur. bar var barátta frumherjanna rifjuö upp, en jafnframt fjallaö um stööu samvinnu- hreyfingarinnar nú og framtiöarhorfur. Þaö hefur vakiö nokkra athygli aö i tilefni aldaraf- mælis samvinnuhreyfingarinnar hafa ýmsir and- stæöingar hennar enn komiö á framfæri gömlum lummum sinum um áviröingar hreyfingarinnar. Þessir menn hafa gagnrýnt Samband islenskra sam- vinnufélaga fyrir aö vera einokunarhring, hrevfinguna almennt fyrir skort á lýöræöi og jafn- framt fyrir útþenslu á ýmsum sviöum. Forsvars- menn samvinnuhreyfingarinnar hafa margoft svaraö þessum röngu ásökunum skilmerkilega, en svo viröist sem sumir öfundarmenn hreyfingarinnar taki engum rökum og þylji sömu rulluna aftur og aftur ár eftir ár. Má um þá segja, aö þeir hafi ekkertlært enda viljinn til þess ekki fyrir hendi. Samvinnumenn þurfa hins vegar ekki aö óttast þessar árásir einkahagsmunamanna og þeim er reyndar best svaraö meö öflugu og vaxandi starfi samvinnuhreyfingarinnar. Samvinnuhreyfingin naði fyrst fót- FESTU A LANDSBYGGÐINNI Og enn i dag er hreyfingin hlutfallslega langöflugust úti á landi. Þaö fer ekki á milli mála að kaupfélögin eru mjög viöa sú kjölfesta sem atvinnulif margra byggöarlaga byggir á. Staðreyndin hefursvo viöa veriö sú aö einkafram- takið hefur flúiö af hólmi þegar illa hefur gengið og litinn gróða aö hafa. Þá hefur samvinnuhreyfingin verið það trausta bjarg sem fólkið hefur getað byggt lifsafkomu sina á. Dæmin um þetta eru ótal mörg. Fólkið úti á landsbyggöinni þekkir þessi dæmi af eig- in raun og kann þar af leiðandi betur aö meta gildi samvinnuhreyfingarinnar en margir þeir, sem ávallt hafa búiö i höfuöborg landsins, þar sem atvinnulifið er fjölbreyttara. Eysteinn Jónsson sem veriö hefur talsmaður sam- vinnustefnunnar um áratuga skeiö m.a. sem for- maður Sambands islenskra samvinnufélaga oröaði þetta mjög skilmerkilega i viötali sem Timinn átti viö hann fyrir fimm árum siðan. Þar sagöi Eysteinn: „Kaupfélögin starfa i öllum byggöarlögum lands- ins. Þau eru félög fólksins opin öllum og þola súrt og sætt meö ibúunum. Meö starfi þeirra og tilstyrk styöur hver annan og meö mörgu móti er þeim beitt til þess að stuöla aö framförum i byggöarlögunum og farsæld ibúanna. Þau miöa störf sin mjög viö þaö sem þarf aö gera, og þvi ekki alltaf viö hitt, hvaö best borgar sig, og eru meöal annars þess vegna ómiss- andi i hverju byggöarlagi. Kaupfélögin eru þvi tals- vert meira en viöskiptafélög. Þau eru lika hjálpar- hellur viö aö koma i framkvæmd ýmsum nauösynja- málum, hvert i sinu byggðarlagi. Kaupfélögin hafa viöa oröiö sú kjölfesta sem aldrei hefur haggast á hverju sem oltiö hefur. Þau hafa ekki brugöist þeim vonum, sem frumherjarnir bundu við þau i upphafi og myndu þeir nú gleðjast ef þeir mættu lita hverju almenningi hefur tekist aö koma i framkvæmd meö þvi aö notfæra sér úrræöi samvinnu og samhjálpar sem þeir höföu svo mikla trú á, og beittu sér fyrir. Þannig má stundum sjá þaö aö hugsjónir rætast”. Þetta er ekki hægt aö oröa betur en Eysteinn gerir. I SAMVINNUHREYFINGUNNI HEFUR HVER FÉLAGSMAÐUR AÐEINS EITT ATKVÆÐI. Þaö skiptir engu máli hversu mikil viðskipti hans eru viö félagiö eöa hvernig fjárhag hans er háttaö: allir félagsmenn hafa jafnan atkvæöisrétt. Af þessu leiöir, aö félagsmenn hafa jafna mögu- leika til aö hafa áhrif á störf og stefnu félagsins og á val manna i forystu þess. Lýöræöislegra er vart hægt aö hafa skipulag f félagasamtökum. Hitt er svo annaö mál hvernig félagsmenn i kaup- félögunum nýta sér þennan rétt, sem þeir hafa. 1 kaupfélögunum eru núna um 42 þúsund félagsmenn og alltof margir þeirra notfæra sér ekki atkvæöisrétt sinn á aöalfundum eöa deildafundum og láta ekki f sér heyra um málefni félagsins. Þetta er sá félags- doöi sem einkennir flest ef ekki öll félög i landinu og á rætur sfnar fyrst og fremst aö rekja til langs vinnu- dags og gifurlegs framboös á afþreyingu og skemmt- unum I fjölmiölum og annars staöar. í þessari miklu samkeppni um tima fólks hafa félagasamtök almennt oröiö undir, aö minnsta kosti um sinn. Þessari samkeppni þarf samvinnuhreyfingin aö sjálfsögöu aö svara og hefur þegar gert ýmislegt i þá áttina meö auknu félagsmála- og útbreiðslustarfi. En vafalaust er hægt aö gera enn meira i þvi efni og þá m.a. aö nota þá sjónvarps- og videótækni sem svo mjög hefur rutt sér til rúms aö undanförnu. Þar er áhrifamikil leiö til þess aö ná til fólksins. En hinn hefðbundna starfsemi sam- VINNUHREYFINGARINNAR SKIPTIR ÞÓ AUÐ- VITAÐ ENN SEM FYRR MESTU MALI. Samvinnu- hreyfingin þarf áfram að vera kjölfesta hinna dreiföu byggða landsins og jafnframt þarf hún að ná enn frekari útbreiöslu á höfuöborgarsvæðinu. Þaö er al- rangt, sem andstæöingar samvinnuhreyfingarinnar halda fram, aö starfsemi hennar sé orðin of viöa- mikil. Þvert á móti er ástæöa til að efla starfsemi hreyfingarinnar, gera hana enn áhrifameiri i is- lensku þjóöfélagi. Samvinnumenn telja eölilegt aö fólkið i landinu standi saman aö lausn vandamálanna og sú stefna hefur hlotiö mikinn hljómgrunn meðal þjóöarinnar á þeirri öld sem nú er liöin siöan fyrsta stóra skrefið var stigiö. Samvinnustefnan hefur jafn mikiö gildi fyrir þjóöina nú eins og fyrir eitt hundrað árum, og svo mun veröa um ókomna framtið. Samvinnumenn munu þvi ekki aöeins fagna unnum sigrum á liöinni öld á afmælisdegi samvinnu- hreyfingar á tslandi, heldur einnig huga aö verkefn- um framtiöarinnar sem biöa eftir lausn i anda sam- vinnuhugsjónarinnar. —ESJ Elías Snæland Jónsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.