Tíminn - 21.02.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 21.02.1982, Blaðsíða 10
■ Ég fór á bíó á sunnudags- kvöldiðsem satt að segja gerist æ sjaldnar þegar ekki er kvik- myndahátið. Eftir að ég yfirgaf kvikmyndahúsið var ég miður min i heilan sólarhring, átti óró- legar draumfarir, var annars hugar daginn eftir, kannski er þaö ekkert einsdæmi eftir slika reynslu. Myndin var sýnd i Stjörnubiói, heitir af dularfullum orsökum 1941 og ku vera gerö af einum allsherjar kraftaverka- manni úr Hollywood, nefnilega Steven Spielberg. Sá veigrar sér vist ekki við að færa f jöll og ryðja skóga ef honum finnst það mynd- rænt, og auðvitaö spillir ekki fyr- iref lika er einhver vonum gróða. Aöur hefur Spielberg þessi gert einhverjar dýrustu kvikmyndir sem um getur, uppfullar af eftir- likingum af mannætuhákörlum i raunverulegri stærð, geimskipum á stærö viö gotneskar dómkirkjur og tæknibrellum sem eiga sér engan lika. Af hverju, til hvers, hvers vegna? Tékkum á þvi eftir augnablik. Jæja, nú ætlaði þessi margróm- aði snillingur að sleppa fram af sér beislinu og gera ærlega gam- anmynd, farsa allra tima, burt með alla alvöru, sorg og sút (eins og slikt er nú mikill þáttur af myndum hans). Til þess að allt yrði nú á hinn allra besta veg tryggöi hann sér alla þá tækni- kunnáttu sem Hollywood hei'ur upp á að bjóöa, og íræga gaman- leikara sem þurfa ekki annaö en að birtast á tjaldinu til þess aö fólk skelli upp úr. John Belushi Er þetta greinarhöfundur eftir að hann lét reyna á sér þolrifin i Stjörnubiói? Gallinn er bara sá að þrátt fyrir allar kraftaverkagáfurnar, pen- ingana og bellibrögð tækninnar verður með engu móti dregin fjöður yfir þá staðreynd að Spiel- berg þessi og kunningi hans Luc- as hafa ekki nokkurn skapaðan hlut að segja, nákvæmlega ekki neitt. Þeir eru sannir handverks- menn, iðnaðarmenn, tæknisnill- ingar, en listamenn, ónei... Þvi eru hreyfimyndir þeirra jafn óskaplega leiðinlegar og raun ber vitni og ofviða minum skilningi hvers vegna fólk flykkist á þær. En peningarnir sem eru lagðir i púkkiðeru ósviknir og peningarn- ir skila sér aftur og marg- faldast lika. Vikjum talinu aðeins hingaö heim á skerið: Nú er hún illu heilli afstaðin kvikmyndahátiðin, borgarbúar búnir að fara á ærlegt kvikmyndafylleri i rúma viku. Myndirnar voru margar hverjar afbragðsgóðar — Járnmaðurinn, Snjór, Fljótt fljótt, Vera Angi, Báturinn er fullur etc. — og að- sóknin ekki siðri, sem er ánægju- legt. Þá fáum við fleiri kvik- myndahátiðir, það sjá allir að áhuginn er fyrir hendi. En þó get ég ekki varist þeim ávæningi að kvikmyndahátiðin sé soldið húm- búkk, Potemkintjald fyrir kvik- myndaáhuga mörlandans. Þegar ástandið er eðlilegt (þ.e. fyrir neðan allar hellur) er kannski sýnd kvikmynd i Reykjavik árs- fjórðungslega sem eitthvað er spunnið i. Þessar ca. fjórar KRAfTAVERKAMENN I HOLUVUDD heitir einn þeirra, i örvæntingu spyr maður — hvar eru nú Chap- lin, Buster Keaton, W.C. Fields? ! En nú nægir ekki lengur aö lag- kökum sé hent og náunganum gefið á kjaftinn þaö er eyðilegg- ing i stórum stil sem kitlar hlát- urstaugarnar, allt skal lagt i rúst. Þetta skildi Steven Spielberg manna best. 1 siöustu myndinni um ævintýri Súpumanns var heil borg jöfnuð við jörðu, verur með yfirnáttúrulega krafta þeyttu á milii sin bilum og jafnvel húsum. Spielberg fer eins að, nema hvað nú er það „húmorinn” sem situr i íyrirrúmi. tíkutæki má ekki sjást i myndinni án þess að þaö springi eða hljóti einhver ennþá mein- legri örlög, danssalir og ibúöar- hús eru lögð i rúst, ílugvélar brot- lenda, skriðdreki keyrir út af bryggju sem siðan hrynur og sömu leið fer parisarhjól baðað ljósum. Úti á hafi liggur óvinur- inn ileyni, Japanir, ekkert tiltak- anlega slæmir en ákaflega vit- grannir, Þjóðverji — stereótýpa úr gömlum striðslummum, Kan- arnir eru aftur á móti hraustir, fullir af lifsorku og lýöræðisanda og huggulega klaul'skir. Þegar ljósin eru loksins kveikt hring- snýst allt i kollinum á áhoríand- anum sem átti sér einskis ills von, hann fer út, örlitið verri maður en áður, hann helur kannski rekið upp eina hlátursroku, liklega i óttablandinni gleði yfir atriði þar sem ekkert var skemmt. Hvilik sóun! Hin nýja kynslóð leikstjóra i Hollywood, þar sem þeir eru i fylkingarbrjósti Spielberg og mótingi hans Georg Lucas, hefur uppgötvað að nú eru það ævin- týramyndir sem ná að fanga hug almúgans. Veruleikinn er gjald- þrota — úti i geimnum gerast ósköp skemmtileg stjörnustrið, þar biða heilar stjörnuþokur þess eins að vera grandað, hringborös- riddarar nútimans leita saman að týndri örk, Súpumann hringsólar, snýr við rás timans og afstýrir kjarnorkustyrjöld með handaíl- inu einu saman. Dæmigert. Draumaverksmiöjan starlar sem aldrei fyrr i Hollywood. Hvernig var það aítur — það eru ekki nema íáein ár siöan aö margir álitu að Hollywood, alla vega æðri endi fabrikkunnar, hefði vent kvæði sinu i kross, þar værumenn larnir að gera myndir um vandamál samtimans, um venjulegt l'ólk, um fólk sem verð- ur undir i lilinu, allt i einu voru viðfangselnin þau sömu og sænskir leikstjórar, franskir og þýskir höfðu gert listræn skil og afraksturinn var ekki svo slæm- ur. Coming Home um aölögunar- erfiðleika heimsnúinna her- manna frá Vietnam, Kramer vs. Kramer um deilur íráskilinna foreldra um yfirráðarétt yfir barni, Deer Hunter um strið sem stiar i sundur vinum og elskend- um, myndir Scorseses um ógæfu- menn stórborganna, ölugugga, glæpamenn, vændiskonur og morðingja. Um tima má segja að þessar myndir hafi verið vöru- merki bandariskrar kvikmynda- gerðar. Að visu var það táknrænt að þegar erkigyðingurinn og grin- fuglinn Woody Allen reyndi loks að gera hlátursfria mynd hlaut hún slælegar og ómaklegar við- tökur i heimalandinu. 1 gamla heiminum var ínteriors hins veg- ar margrómuð sem meistara- verk. Vandamálin eru jú alltaf best geymd undir rós háðsins og Woody greyið fær að súpa sinn harmskoplega kokkteil til ævi- loka. Var þetta aðeins bylgja sem gekk yfir, stjarna sem kviknaði og slokknaði eins og aðrar stjörn- ur i Hollywood? Af öllum sólar- merkjum að dæma eru það ævin- týramyndirnar sem laða nú og lokka, áhyggjulausar viðáttur geimsins, veröld þar sem kökunni er snyrtilega skipt milli góðs og ills, grinmyndir þar sem lagköku- kastiðer hafiönipp i æðra veldi og þyngri hlutum slett en rjóma. Einhverra orsaka gæti verið að leita i videoinu margumtalaða. Það er alkunna að kvikmyndahús og kvikmyndafyrirtæki um allan heim eru i hatrammri baráttu við videoæöið sem alltaf vinnur nýja sigra og ný lönd. Nú er hægt að njóta flestra lystisemda hreyfi- myndanna heima i stofu og hvi þá að hafa fyrir þvi að fara i kvik- myndahús. Eina lifsvon kvik- myndanna er að yfirbjóða videó- ið. Stærra! Betra! Glæsilegra! Breiðtjald, Dolby-hljóð, hama- gangurinn jafn mikill og i heims- slitum. Þá loks vaknar millistétt- in úr videódoðanum og drifur sig i bio'. myndirá ári fara flestar fyrir of- an garð og neðan hjá kvikmynda- listarvinunum sem verða svo yf- irmáta áhugasamir á kvik- myndahátiðum. Þvi er það svo að i raun hefur það aldrei gerst að kvikmyndahúseigendum væri sýnt og sannað að hér sé áhugi og markaður fyrir iistrænar kvik- myndir. Að visu tryggja örfá nöfn alltaf aðsókn Fassbinder og Fell- ini til dæmis, en siðan ekki söguna meir. Eftir að kvikmyndahátið- inni lauk voru myndir hennar sýndar á hversdagslegum sýn- ingum i Regnbogabiói i tæpa viku. En þá var eins og allur menningarvindur væri farinn úr mönnum, hátiðarljóminn var horfinn, og mér sýndist aðsóknin ekki vera nema rétt i meðallagi. Þó voru þetta margar bestu myndirhátiðarinnarsem höfðu af vissum ásiæðum verið sparaðar meöan a hátiðinni sjálfri stóð. Og nú er hæ tt að sýna þessar kvik myndir sem margar hverjar munu áreiðanlega íá sinn sess i kvikmyndasögunni. Ekki ber þetta vott um lifandi og djúpstæð- an áhuga á kvikmyndum... Svo er vist staríandi dauövona kvikmyndaklúbbur hér i bæ. Við sitjum hér i varanlegu myndmálssvelti Islendingar og þvi ná kvikmyndahátiðir þvi mið- ur ekki að svala. Egill Helgason blaðamaður skrifar OLLUM HEIMSHORNUM M.a. Bananar — epli gul — epli græn appelsínur — mandarinur— sitrónur - vinber blá — vínber græn — perur ferskjur— kiwi — plómur — avocado epli rauð grape — melónur Bananar hf, Elliðavogi 103 — Símar 81674 - 81642 — 104 Reykjavík ^^FERSKIR AVEXTIR VIKULEGA^-^ Hfvj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.