Tíminn - 28.02.1982, Page 9
Sunnudagur 28. febrúar 198?
menn og málefni f
Byggjum borg en ekki
samansafn þorpa
■ 1 Reykjavik er nóg landrými fyrir alla þá er þar vilja búa.
■ „Ég vildi að ég gæti gert
blóðuga byltingu og sett ykkur
af og tekið að mér stjórnina, en
ég er vopnafá svo af þvi verður
víst ekki”.
Þannig ávarpar húseigandi i
Reykjavik borgarstjórn sina og
fer ekki á milli mála að veru-
lega er farið að reyna á þolin-
mæði borgarans þegar hann
finnur sig knúinn til að rita
borgarstjóm bréf og bera upp
kvörtunarefni sin með orðalagi
sem þessu.
Bréfritari er Edda Björns-
dóttir Bjarkargötu 10, og þegar
erindi hennar er skoöað nánar
kemur iljós að hún hefurgengið
á milli Pontiusar og Pílatusar i
borgarkerfinu til að fá leyfi til
að setja kvist á hús sitt, væntan-
lega tii aö rýmka þaö og nýta
betur en nú er. Einnig fór hún
þess á leit að fá leyfi til að setja
útidyr á þá hlið hússins er snýr
frá götu til þess að þær fjöl-
skyldur sem íhúsinu eiga heima
geti búið sem mest að sinu án
óþarfa samgangs.
Hér sýnist um ofureðlilega
ósk að ræöa og þarf siður en svo
að bera vott um neins konar
ósamlyndi milli ibúanna. Vik
skal á milli vina og gott ná-
grenni byggist ekki hvað sfst á
þvi að of nánu sambýli sé bók-
staflega ekki troðiö upp á ftílk.
Það sem hér hefur gerst er að
einn af i'búum Reykjavikur-
borgar hefur komist i kast við
kerfisem samanstendur af em-
bættismönnum, nefndum, sér-
fræðingum alls konar og
borgaryfirvöldum og hverju
sem um er að kenna fæst erindi
borgarans ekki afgreitt.
Kannski er það rangt lagt fyrir
og ætti að vera hægtað leiðrétta
það i stað þess að visa erindinu
frá. Vera má aö formgallar á
umsókninni um kvist og útidyr
komi i veg fyrir aö hún hljóti
eðlilega afgreiðslu, eða að hana
beri ekki rétt að „kerfinu”.
Timinn gerir máli þessu
nokkur skil s.l. fimmtudag og
þar er haft eftir Kristjáni Bene-
diktssyni borgarfulltrúa að er-
indi Eddu Björnsdóttur hafi tvi-
vegis verið visað frá bygginga-
nefnd.
„Þetta færir okkur heim
sanninn um aö þarna hefur eitt-
hvað meira en litið verið að frá
upphafi. Mér finnst þvi ekki rétt
að skella skuldinni alfarið á
bygginganefnd. Skuldin liggur
h'ka hjá arkitektinum.sem er að
teikna þessar breytingar, og fer
i þeim út fyrir þær reglur sem
gilda um byggingar hér i borg-
inni”, er haft eftir Kristjáni.
111 múraðar
Sjálfsagter að hafa einhverj-
ar rúmar reglur um útlit húsa i
borginni sem annars staðar og
hafi arkitekt tekið að sér að
hanna breytingar á húsi hlýtur
hann að táia mið af þeim regl-
um sem i gildi eru. Tvisvar er
búið að teikna ráðgerðar
breytingar á húsinu og jafnoft
hefur bygginganefnd visaö er-
indinu frá, þar sem teikningarn-
ar standast ekki ákvæði i bygg-
ingarsamþykkt, en þær reglur
sem súrrað er saman í svoköll-
uðum byggingasamþykktum
eru álika skiljanlegar öllu
venjulegu fólki og lagabálkar
um skatta, eöa hegningar en
þetta eru þærbibliur sem skipu-
lagsnefndir og bygginganefnda-
menn starfa samkvæmt og eiga
sjálfsagt einhvern þátt i að
sem ja.
Engu er líkara en húseigandi
sá erhérum ræðir sé leiksoppur
arkitektsins sem er honum til
ráðuneytis um breytingar á
húsinu og arkitektana i bygg-
inganefnd sem tnla á bygg-
ingarsamþykkt og breyta ekki
út af boðum hennar. Arangurinn
er að hUseigandinn snýr sér til
borgarstjórnar og tjáir henni þá
frómu ósk sina að bylta stjórn-
inni með blóðugri byltingu.
Hér hlýtur að vera hægt að ná
samkomulagi ef vilji er fyrir
hendi og sérviska arkitekta ekki
ein látin ráða ferðinni. Öskir og
þarfir borgaranna hljóta að
ganga fyrir bókstafnum eða
þvermóðskufullu stolti misvit-
urra arkitekta.
Breyting
A siðustu árum hefur orðiö
mikil breyting á þvi viðhorfi
borgaryfirvalda að leyfa fólki
að bæta við hús sin og breyta.
Oftast er þá um aö ræða að lyfta
þökum og setja kvisti. Þannig er
hægt að bæta við tiltölulega
ódýrum ibúðumi eldrihverfum.
Merki þessarar stefnubreyging-
ar má sjá viða um borgina og er
sisttillýta. Yfirleitt verða hUsin
svipmeiri og viðkunnanlegri en
áður og umfram alltnýtast þau
betur.
Hér áður fyrr voru nær einu
breytingarnar sem leyfðar voru
á húsum að skipta um glugga og
urðu þær framkvæmdir þvi
miður oftast til lýta þvi glugga-
póstar urðu yfirleitt eldsmatur
en hræðilegar, stórar rúður
settar i stað hinna minni. Þetta
kalla áhugamenn um
menningarverðmæti að „augn-
stinga” hús. Um þetta var ekk-
ert i byggingarsamþykktum.
Annaö erþað sem borgaryfir-
völd hafa fært mjög i frjáls-
ræðisátt, en þaö er svonefnd
þétting byggðar. 1 Reykjavi'k
eru næg byggingarsvæði innan
EQiðaáa sem ekkert er annaö
v.ð að gera en reisa á þeim hús.
Varfærnislega er farið af stað,
en þó hafa viða risið allsnotur
hús og jafnvel litil hverfi þar
sem áður þótti góðgá að hrtífla
við holti eða mel.Og ekki vantar
að nóg er af úrtölufólki þegar til
mála kemur að reisa hús á mel
eða i mýri.
Fámennir en háværir hópar
taka sig stundum saman um að
mótmæla fyrirhuguðum fram-
kvæmdum hér eða þar i borgar-
landinu. Þá er hvaða nakinn
berangur sem er, orðinn að ein-
hverju sem kallað er „útivistar-
svæði”, og borgaryfirvöldum
hótað öllu illu ef þau dirfast að
leyfa einhverjum að reisa þar
hús. Alltof ofter farið að kröfum
þessara hópa sem reyndar gera
aldrei neina skynsamlega grein
fyrir máli si'nu eða hvaö það
ætlareiginlega að vernda eöa til
hvers.
Ferðalag
Reykvikingareru áreiöanlega
mestu ferðamenn hérlendis á
landi að langferðabilstjórum ef
til vill undanskildum . Svo
hönduglega hefur tekist til við
skipulag borgarinnar að tug-
þúsundir borgarbúa þurfa að
ferðast tugi ki'lómetra á dag
milli heimila sinna, vinnustaða
skóla og þjónustustofnana. Hér
skal engum getum að þvi leitt
hvað þetta kostar i peningum og
tima. Væri kannski verkefni
fyrir einhverja af þeim þróunar-
og rannsóknarstofnunum, sem
komið hefur verið á fót, að
glima við.
Tekist hefur að reisa Reykja-
vik i hálfhring kringum Kópa-
vog, og nú deila menn i borgar-
stjórn um hvort sé heppilegra
að reisa enn nýtt hverfi uppi á
heiði námunda við Rauðavatn
eða við norðanverðan Grafar-
vog. Báöir staöirnir hafa sér
það til ágætis aö vera vel fjarri
allri annarri byggð. Það er sem
sagt gamla ihaldsstefnan i
báðum tilvikum, að það sé al-
gjör nauðsyn að Reykjavik
megi ekki byggjast ööruvisi en
sem aðskilin þorp, sum æriö
stór að visu og helst á aö vera
langt i næsta þéttbýliskjarna.
Stórhuga
A meðan þessu fer fram l iðst
ofstopafólki að koma i veg fyrir
að byggt sé á miklu og góðu
byggingalandi i sjálfri borginni.
Það sama fólk hefur hreiðrað
vel um sig i byggðinni og ætlar
sér áreiðanlega ekki aö fiytja
upp á heiði eða austur og norður
i vog.
Fyrir nokkrum árum voru
uppi samtimis i þrem byggðar-
lögum áætlanir um stórfellda
byggð. Á Kjalarnesi átti að
reisa 50 þús. manna byggð, i
Mosfellssveit átti að taka við 50
þús. manns og Reykjavik gat
náttúrlega ekki verið eftirbátur
og skipulagsfræðingar litu hýru
auga allt upp undir úlfarsfell og
dunduöu sér við að leggja frum-
drög að 50 þús. manna byggð
þar. Svo datt einhverjum i hug
aölita i mannf jöldaspá Hagstof-
unnar og þá voru stórtæku
áætlunirnar settar niður i
skúffu.
Það er áreiðanlega rétt stefna
sem núverandi borgarstjórnar-
meirihluti hefur tekið upp og
greint er frá hér að framan að
rýmka verulega um reglur
varðandi þaklyftingar og kvisti
og það ætti ekki að saka neinn
þótt einhverjar sérviskur húsa-
hönnuða fái að fljóta með jafn-
vel þótt boðorð byggingarsam-
þykktarinnar séu brotin. Þau
eru ekki annað en manna-
setningar. Sú árátta skipulags-
fræðinga að steypa helst heilu
hverfin i sama mótið er vægast
sagt umdeilanleg og enginn er
kominn til með að segja að kon-
an sem langar til að fá kvist á
húsið sitt við Bjarkargötu og
arkitekt hennar hafi neitt lakari
smekk en samanlögð hjörðin i
bygginganefnd, skipulagsnefnd
og umhverfisnefnd, sem kann
væntanlega byggingarsam-
þykktina eins og klerkur guðs-
spjöllin.
Byggjum
Þétting byggðarinnar er
verkefni sem óefað er meira að-
kallandi en fleiri þorp uppi á
heiðieða norðan við vog. Hún er
þegar hafin og ber litið á kvört-
unum eftir að húsin eða hverfin
risa. Og nægt rúm er eftir enn
og verður. Mannfjölgunin er
ekki slik að ekki verði rúm fyrir
þá, sem i Reykjavik vilja búa,
að þeim dugi ekki jörð Ingólfs
bónda og þurfi ekki að breiða sig
út um landnám hans.
En það hefur miðað i rétta átt
i byggingamálum Reykjavikur
með fleira en það sem lýtur að
kvistum og þaklyftingum. Hér
og hvar i gömlum hverfum hafa
risið hús sem falla einkar vel að
umhverfi sinu og bæta það oft
fremur en hitt. Stundum risa
þessi hús á lóðum sem ein-
hverra hluta vegna hafa aldrei
veriö byggðar en oftar en ekki
hafa gamlir fúahjallar eða
steinkumbaldar sem farnir voru
að molna vikið fyrir nýsmiðinni.
Hús þessi eru eftirsótt af
kaupendum og t'á færri en vilja
og sýnir það að fólk vill búa i
Reykjavik sé þess nokkur
kostur.
Hér á árum áður voru iðulega
byggð hús i grónum hverfum,
eða i háheilagri miðborginni
sem er ág óðri leið með að verða
samansafn fúahjalla og
ryðkumbalda sem stungu
óþyrmilega i stúf við allt um-
hverfisitt kassalöguð bákn með
gljábrenndum álþynnum milli
glugga eða grámygluleg bákn
með skeljasandspússningum.
Allavega sviplaus og fráhrind-
andi byggingalist. Þeir arki-
tektar sem þarna stóðu að verki
komu óorði á nýbyggingar og
þáverandi bygginganefndir
lögðu blessun sina yíir.
Griðarstaður
Upp úr þessu rólinu greip
húsaverndunaræðið um sig. Þaö
er i sjálfu sér gott og blessað út
af fyrir sig en óttalega er orðin
leiðigjörn suðan um að einhver
óbætanlega menningarverð-
mæti fari I súginn ef hreyfa á við
nær sama hvaða ryðkumbalda
sem er. Það væri nær aö úthluta
áhugafólki um rottugang og
gólfkulda landspildu uppi á
heiði eða norður við vog en að
fara að reisa þar nýja byggð.
Sfðan er bitið höfuðið af skömm-
inni þegar l'arið er að l'lytja af-
lóga hrólfatildur utan af landi til
að setja upp i höfuðborginni.
Eitt er það sem hamlar eðli-
legri byggð i sjálfri Reykjavik
en það er eignarrétturinn. Sum-
ir eiga lóðir eða ónýt hús á lóð-
um sem þeir vilja byggja á en fá
ekki. Annars staðar eru smærri
og stærri landflæmi i eigu ein-
hverra aðila sem hvorki kæra
sig um aö nýta þær né selja.
Grjótaþorpið er dæmi um hið
fyrrnefnda. Hið eina sem þar
hefur mátt gera i marga áratugi
er að byggja Morgunblaöshöll
og leggja æ stærri svæði þar
undir bilastæði úr grús og mold.
Allt annað er bannað og hefur
verið lengi. Áhugafólk um
verndun nagdýra og útbreiðslu
bilastæöa leggur blátt bann við
öllu öðru og borgaryfirvöld
hlýða.
Stórar og smáar lóðir og jafn-
vel landspildur eru i eigu aðila
sem nota þær næsta litiö en væri
vilji og myndugleiki fyrir hendi
ætti að vera hægt að komast að
samkomulagi um nýtingu
þeirra.
Skýja
A velmektardögum sinum
gerði ihaldið i Reykjavik græna
byltingu sem fólst aðallega i þvi
að birta laglegar teikningar af
einhverjum „útivistarsvæðum”
I borginni og flytja ibúanna
burtu. Hvorki var sparað fé né
fyrirhöfn að flytja ibúana sem
lengst á brott. Græningjarnir
sem þarna stóðu að verki þurftu
ekki að lita á neinar upplýsingar
um veðurfar eða meðalhita
fremur en þeir sem skipulögðu
hverfin fyrir 150 þúsund manns
að koma við á Hagstofunni til að
lita á mannfjöldaskýrslur. Það
eru sem sagt reistar skýjaborg-
ir úr járnbentri steinsteypu.
Það er engin goðgá að reisa
byggö i Reykjavik og af allflest-
um gömlum og úr sér gengnum
húsum er engin eftirsjá aðeins
ef þeir arkitektar sem hanna
hús i þeirra stað hafa þá smekk-
visi til að bera að reisa betri hús
og aðlaðandi á grunni hinna
gömlu.
Það er umfram allt vondum
arkitektum og sérvitrum skipu-
lagsfræðingum um að kenna að
visa þarf Reykvikingum burt úr
eigin borg.
*
Oddur Olafsson,
ritstjórnarfulltrúi
skrifar