Tíminn - 28.02.1982, Page 12

Tíminn - 28.02.1982, Page 12
Sunnudagur 28. febrdar 1982 12___________________ leigupennar i útlöndum ■ Likt og Frakkar á siðustu öld stálu, f engu og eignuðust kynstrin öll af listaverkum og munum frá nýlendum sinum og öðrum þeim þjöðum sem voru taldar hafa ver- ið hámenningar til forna, hafa þeir sjálfir á undanförnum árum og áratugum mátt sjá af marg- vfslegum eigin menningarverð- mætum i hendur fyrrum fjand- manna sinna Þjóðverja og aldrei eiginlega góðra vina Bandarfkja- manna sem áskotnast hefur viö gjafir og kaup til að mynda ófátt málverkiö. Augljósterá allri um- fjöllun þaraðlútandi að þeim Frökkum sem f nokkru láta sig varða listafuröir landa sinna þyk- ir þetta heldur súrt i brotiö og þeimmun meir sem litið lát virð- ist ætla að verða á slikum útflutn- ingi. Og nálægterað frekar teljist það niðurlægjandi en hitt þegar söfn þvilikra gripa koma i heim- sókn hingað til Parisar þó svo þeim sé einróma fagnað, þau sett upp i helstu sali borgarinnar, og þeim hátt hampað af fjölmiðlum. Tvær slikar voru nýverið opnað- ar, báöar griðarlega stórar, mikl- ar og merkar. Nálægt forsetahöllinni, á milli Avenue des Champs Elysées og Signu; sitthvoru megin við Avenue Winston Churchill, standa tvö stórhúsi sem byggö voru fyrir Heimssýninguna 1900, og eru nú i eigu Parisarborgar og höfð fyrir söfn undir listaverk og til fræðslu. t einhverjum sal eða sölum hallarinnar stærri og veigameiri „Grand-Palais” var i febrúar- byrjun opnuð sýning á verkum ■ Mynd af konu e. Palma Vecchio. ■ Maria mey i trénu þurru e. Petrus Christus. MALVERKASÝNING I PARÍS franskra meistara 17. aldar i'eigu bandariskra safna. Er þar að finna margan ómetanlegan dýr- gripinn, eftir ámóta menn og La Tour (1593-1652) og Poussin (1594- 1665), og þaö m jög þykir bera við að forsetinn sjálfur listelskur maðurinn gerði sér ferð og var við opnunina, gekk um ásamt meö forráðamanni staðarins og öðru fylgdarliði skálda og skrif- stofumanna,og kunni vel að meta að því er þótti virðast, mælti ann- ars ekki orð af munni svo hátt aö blaðamenn gætu numiö.Mun sýn- ing þessi teljast til fyrirburða ársins.Enn erég ekkifarinn til aö skoöa hana, en liklega stendur það til. 1 stórum hluta hallarinnar minni, „Petit-Palais” stendur yfir frá þvi skömmu eftir áramót sýningin „Fornir meistarar”: „Maitres Anciens, Collection Thyssen-Bornemisza.” Þá sýn- ingu hef ég séð og þótti mikið til koma. Frönsk málverk eru þar að visu fá, og ekki þau mest spenn- andi. Sýningin fellur þó vel i geð og ummæli eru vinsamleg og já- kvæð. Sem og von er. Aðsókn er þvilik, að einum gestanna sá ég fannst ástæða til að skrifa það i bók sem liggur frammi málóöum fyrir last og lof, að skammarlegt væri að hleypa taumlaust inn og fylla salina þannig að sýningin hyrfi. Upphafsmaður þessa safns sem Paris ein borga Evrópu fær að njóta að þessu sinni, eftir talsvert feröalag sýningarinnar um Bandarikin, er þýskur iönjöfur og auökýfingur sem giftist inn i ung- verska aðalsfjölskyldu, Heinrich Thyssen-Bornemisza (1875-1947). Hann hófst handa við söfnunina uppúr 1920 að hart var i búimeðal annarra safnara og auðvelt að komast yfir meistaraverk á yfir- komanlegu veröi. Hann bjó þá i Ungver jalandi, en 1933 flutti hann til Sviss og lét þar reisa sérstök húsakynni undir málverk sin, þar sem hægt mun vera að sækja þau heim. Sonurhans hélt uppi merki fööur si'ns, og bætti um betur: ekki aðeins jók hann við þau mál- verk sem fyrir voru eftir málara frá 14. öld til 18. aldar, heldur sótti hann einnig i nýrri verk og alveg nú, sem nú eru oröin fleiri en hin. Einhver f jöldi nýrri verka úr safninu var sýndur við vin- sældir i París fyrir fjórum árum. Þar að auki hafa feðgar þessir sankað að sér ógrynni skartgripa, teppa, húsgagna, silfurmuna og annarra frá miðöldum og Endur- reisn. Auðæfin eru ótrúlega mikil. ■ Adam og Eva e. Jan Gossart. Sköpun er skrýtin skepna Sýningin þessi er 59 verk, frá 14., 15, 16., 17. og 18. öld: hvert ööru betra, hvert hinum fegurra: Sköpun er skrýtin skepna. 1 upp- hafi gerði Guð almáttugur alvitur allsstaðar himin og jörð af auðn og tómi. Úr eilifðinni ofar tima hófst hann handa og hafðist að i sex daga að hann hvildist af verki sinu harla góðu. Þetta vitum við, en siður hversu skapnaöur sá sem hann skóp siðastan skapar. Hver væri sköpun mannsins hversu væri henni háttað? Sköpun er að gera úr þvi sem alltaf hefur verið eitthvaö sem aldrei hefur verið. Sköpun er að gera úr þvi sem aldrei hefur verið eitthvað sem alltaf hefur verið. Sköpun er framtiðin, sköpun er i framtið- inni, hún miðast við framtiðina, verður til fyrir framtiðina. Sköp- un er vinna, verk, ætlun, vilji, löngun, þrá. Aö skapa er að gera, að skapa er að hafast að. En hvar byrja? A tilvist: likaminn, lifið. Við erum, við erum i heimi sem er. Hann er tóm, hann er auðn, hann er endalaus og ótæmandi, hann er óskapnaður og ósköp. Við gerum okkur heiminn, við gerum okkur okkar heim úr þvi sem hann er. Enginn er án hugmynda um heiminn. Allir eiga sér heim. Við erum, við finnum, við heyr- um, við sjáum, við hugsum, við vitum, við þekkjum, við kunnum, við skíljum. Þaðan sprytti sköp- un: að segja, að sýna: málarinn málar, tónsmiðurinn semur, skáldið yrkir. Þar er i engu frá- brugðið skósmiðnum og bakaran- um: aðgreining gæti verið skir- skotun til eilifðarinnar og ódauð- leikans og munur mætti vera taumlaus viðleitni til fegurðar og gæða, linnulaus sókn i að geta hið ómögulega: sýna hið ósýnilega, segja hið ósegjanlega: nálgast fullkomnun, ná fullkomnun. Sköpun er átök, frá henni fæst ekki hvild, hún á sér engan endi, endirinn er upphafið aftur á ný, endirinn endanlegur væri dauð- inn. Okkurersköpun nauðsynleg: þeirsemskapa þjástfái þeir ekki svigrúmog tóm tilþess: þeirsem njóta sækja þangað næringu hugsunar sinnar og nautnir lifs sins. Sköpuö verk vara við séu þau góð, þa varða ekki þá stund eina sem þau eru unnin úr. Sem og má sjá: A sýningunni ber mest á itölskum verkum, þau eru ni- tján eftir sautján málara: til að mynda „Krossfesting Krists” eftir Ugolino di Nerio (14. öld), stórkostlegur „Ungur Riddari” Carpaccio (1465-1525), dáyndis- fögur „La Bella” Palma Vecchio (1480 ) sjá mynd, höfðingja- myndir Tiziano (1490-1576) og Tintoretto (1518-1594), „Heilög Katrin af Alexandriu” eftir Cara- vaggio (1572-1610), „Betlarar” Ceruti (18. öld) og tvær Feneyjar- myndirCanaletto (1697-1768). Ein nitján verk jafnmargra málara eiga upphaf sitt á Niðurlöndum gervöllum og nálægt þar: meðal annarra „Boðun Mariu” eftir Jan van Eyck (1390-1441), „Maria mey i trénu þurru” eftir Christus (1410-1472) — sjá mynd, „Adam og Eva” Gossaert (1470/80-1532) — sjá mynd, „Snyrting Venusar” Rubens (1577-1640) og stillubein Heda (1599-1680), Heem (1606-- 1684) og Kalf (1619-1693). Þýsk verk eru átta talsins eftir jafn- marga málara, likt og undursam- leg „Himnaför Mariu” eftir Koerbecke (1400/10-1491) með miklum englanna tóna slætti og söng, „Mari'a mey við berin vins” eftir Granach eldri (1472-1553) og „Kvenmynd” Baldung-G rien (1485-1545), spönsk verk eru sjö frá fimm málurum, svo sem tvær „Boðanir Mariu” eftir Greco (1541-1614), „Heilög Agnes” Zur- baran (1598-1664) og „Maria mey og dýrlingar birtast heilagri Rósu” eftir Murillo (1618-1682) frönsk málverk eru sex fimm málara, til aðmynda „Snyrting” Boucher (1703-1770) og „Aning” Watteau (1684-1721), Þannig mætti lengur telja og fara mis- löngu máli um hverja mynd, þvi misjafnlega þótti mér i þær varið: einkum seiddumig myndir frá 15. og 16. öld, en þeim yngri nenntiég illa að sinna nema stutt. Úrvalið er fjölskrúðugt og vitt: andlitsmyndir, bibliumyndir, landslagsmyndir, stillubein... Fleiri salireru lagðirundir og allt er upp sett af stakri nákvæmni eftir þaulhugsaðar ákvarðanir ábyrgs fólks: lýsing er góð og vel fer um málverkin, hvert og eitt nýtur sin og þau hafa nægilegt pláss: hiðminnsta (sem er 15x12 sm) sem hið stærsta (190x150 sm). Raðað er eftir löndum og ekki i timaröð innan þeirra: Svo ótal margt er að sjá i þessum verkum svo fjölmargur háttur er á þvi' að skoða þau og tala um: en erum við ekki blind, gaumgæfum við málið? Litir, stærðir, viddir, blóm, dýr, englar, fólk, hús, steinar og allt hvað eina: ég er blindur og veit ekki hvað ég sé. Og einhvern veginn virðist mest- ur hluti umræðna um myndlist um list, vera óþarfa bull og vit- leysis hjal. Fegurð listarinnar verður viöurstyggð orðræöunnar, málverkið hættir að vera sköpun lifandi mannveru á tilteknum tima og itilteknu rúmi, en verður lik til að kryfja og krukka i: rammiog dúkur, drættir og hand- bragð. Allt sem við snertum á verður að sandi, allt sem við lit- um á breytist I stein. Við hugsum ekki. Við hugsum en ekki nema i heiminum, við hugsum díki um heiminn við hugsum ekki út heiminn. Við virðum að vettugi að hvert einasta smáatriði hvers sem er varðar öll hin, við sjáum aðeins eitt i einu, aðeins eitt af öllu en aldrei eitt i öllu. Eplið i vinstri hendi Evu, appelsinan viö höfuð hennar og skelin við fætur hennar visa til sérhvers atriðis myndarinnar og vekja þaðan upp allt það sem er. Það er svo margt og það er meira. Már Jónsson skrifar úr Frakklandi

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.