Tíminn - 28.02.1982, Blaðsíða 31
Sunnudagur 28. febrúar 1982
31
■ Benito Pérez Galdós 1843-1920
konu. En Juanito er eins og töfra-
maöur, hann getur snúiö af-
brýöissemi kvennanna upp i full-
vissu um sanna ást. Siöan dregur
ský afbrýöisseminnar aftur fyrir
sólu. Hjá Juanito skiptast á
sektarkennd og algjört sakleysi.
Ástin hefur ekki á
röngu að standa
1 bókinni er mikill fjöldi af per-
sónum, sem Galdós skoöar meö
innsæi, kaldhæöni og viröingu.
Allar persónurnar eru ákaflega
mannlegar, þótt stundum sé ekki
hægt aö finna þeim annaö til
málsbóta. Verkiö er flókiö og
stórt i sniöum, en efnistökin eru
óaöfinnanleg. Mannaumingi
nokkur vill ganga aö eiga
Fortunötu. Juanito viröist hafa
sagt endanlega skiliö viö hana og
hún neyöist til aö þekkjast boö
hans, þó ekki sé nema til aö
breiöa yfir fornar syndir. Hjóna-
bandiö er vonlaust frá upphafi.
Þau eru ekki slæmt fólk, en þaö er
útséö um aö um nokkurn skilning
geti veriö aö ræöa milli þeirra. An
árangurs reynir Fortunata aö
segja eiginmanni sinum frá fyrra
lifi sinu og ást sinni á Juanito. Aö
lokum hleypur hún aö heiman.
Prestlæröur bróöir eiginmanns-
ins reynir aö neyöa hana til aö
snúa aftur. Hann segir henni frá
guölegum refsingum og endur-
lausn. Hún hefur heyrt þessi orö,
en skilur þau ekki nema eins og
uggvænlega tónlist. Þessi kafli
gæti fullt eins hafa runniö úr
penna Dostojevskis. Samt er ólik-
legt aö Galdós hafi getað lesiö
bækur rússneskra risans fyrr en
löngu eftir að Fortunata og
Jacinta kom út. En þeir eiga oft
samleiö. Þó er Fortunata fulltrúi
einnar skoðunar sem Dostojevski
heföi seint getaö fellt sig viö. Hún
segir viö prestinn aö ástin, ást
eins og hún ber til Juanitos, geti
aldrei haft á röngu aö standa.
Hvaö var ekki sagt I kvikmynd-
inni Love Story hundraö árum
siöar: „Love means neverhaving
to say you’re sorry.”
Undir lok bókarinnar er For-
tunata dauövona, hún er nýbúin
aö fæöa annaö barn þeirra Juan-
itos og sér enga leið til aö sjá þvi
farborða. Hún sendir boð til Jac-
intu og biður hana aö sjá fyrir
barninu. Jacinta fellst á það og
sér nú loks eiginmann sinn i réttu
ljósi. Hún er miklu sterkari per-
sóna en hann og hefur alla þræði i
höndum sér.
Lífsleyndarmálið
Þaö hefur ætfö veriö nokk-
uð undrunarefni aö Galdós skuli
hafa vitað svo mikiö lifið i fá-
tækrahverfunum, um ódýrar
vændiskonur, öreiga, smáglæpa-
menn og spássiufólk. Það var
ekki svo erfitt aö komast inn á
gafl hjá þeim sem liföu rétt yfir
sultarmörkum, það gerðu kolleg-
ar hans Dickens og Dostojevskl.
Heimur Fortunötu er enn lægra i
mannfélagsstiganum, hvernig
varð Galdós svo hagvanur þar?
Svarið er einfalt — eftir beinustu
leiðum. Hann var öseðjandi
kvennamaöur og virtist hafa sér-
stakt dálæti á konum úr lægstu
stétt, vændiskonum og hálfvænd-
iskonum. Hann var frábitinn föst-
um samböndum. Hann átti aö
vi'su fáeinar hjákonur af sinu eig-
in sauðahúsien forðaði sér alltaf i
tæka tið. En hann var sérstakur
áhugamaður um allt sem konum
viðkom, en fyrst og fremst vildi
hann holdleg niök, fljótt og auð-
veldlega.
Hann gætti þessa leyndarmáls
sins mjög vandlega. Viö hann var
tekinn fjöldi viötala, en alltaf
talaði hann um bókmenntir og
, stjórnmál, aldrei um sjálfan sig.
ÍVini hans grunaöi ýmislegt, ekki
sist félaga hans i fyrirtækinu sem
gaf út bækur hans. Hann gat ekki
annaö en tekiö eftir þvi aö Galdós
var stööugt fjárþurfi, upphæö-
irnar sem hann tók út voru engan
veginn í samræmi viö hljóölátt og
reglubundiö lif hans.
Frá fimmtugsaldri var Galdós i
Utöðugum fjárhagskröggum sem
uröu erfiöari eftir þvi sem árin
liöu. Samt var hann lang vinsæl-
asti rithöfundur á Spáni. Ýmsa
fór aö gruna aö ekki væri allt meö
felldu, það er líka hugsanlegt aö
samstúdenta hans i lagadeildinni
hafi grunaö sitthvaö, þaö gefur
auknefni Hórunginn til kynna. A
þessum árum fengu flestir ungir
menn á Spáni og viöar fyrstu
reynslu sina af ástarlifi hjá
vændiskonum. En hjá Galdósi
viröist þetta hafa orðið ávani, á-
rátta, ástriöa, nauösyn allt frá
unglingsárunum. Heimsöknin i
fátækrahverfiö varö aö föstum
punkti I háttbundnu lifi hans.
Allan morgunin skrifaöi hann —
annað kom ekki til greina. Há-
degisveröur meö systrunum
klukkan eitt — hann var hugsi,
allir þögðu. 1 áratugi yfirgaf hann
húsiö klukkan tvö, skýringin var
sú aö hann væri að reka viðskipta-
óg bókmenntaerindi.
1 verkum Galdósar eru fáeinar
visbendingar, jafnvel smábrand-
arar á hans eigin kostnað. Tvær
konur eru að hjala um ástina.
önnur þeirra er Aurora vinkona
Fortunötu. Hún kvartar yfir þvi
að piparsveinar, stöndugir pipar-
sveinar, séu svo ótillitssamir.
Þeir vilji helst koma um miðjan
dag, klukkan tvö siödegis. En sá
timi! Það var tími Galdósar. Nú
vita menn aö hann haföi tvö til
þrjú ástarhreiöuri Madrid,leigui-
búöir þar sem hann átti fundi viö
konur. Meöal þeirra hefur ef til
vill veriö einhver Fortunata,
stæöileg stúlka sem hann sá
boröa hrátt egg framan viö hrör-
lega búðarholu. Það er kannski
ekki svo þung þraut fyrir rithöf-
und að skapa konur meö frum-
stæöa lífsnautn, en konur Galdós-
ar eru af holdi og blóði.
Samt umgekkst hann ekki ein-
göngu konur úr fátækrahverfun-
um. Ein ástkona hans var spænsk
aöalskona, Emilia Pardo-Bazán,
sem haföi ástriöufullan áhuga á
bókum og karlmönnum. Hún
haföi umtalsveröa ritgáfu og
skrifaöi honum mögnuö ástarbréf
sem hafa veriö gefin út á bók. En
um svarbréf frá hans hálfu var
ekki að ræöa. Reyndar var hún
óeðlilega feit, en bætti þaö upp
meö miklum og ómótstæöilegum
skapsmunum. En slik sambönd
stóöu ekki I vegi fyrir daglegum
heimsóknum hans I Barrios Baj-
os-hverfiö.
Fjárhagskröggur og
lausaleiksbörn
Hann þekkti götur þess, garöa
og sund eins og enginn góöborgari
fyrr eða siðar. Hann heyrði orö-
færi ibúanna, vændiskvennanna,
sölumannanna, betlaranna, smá-
glæpamannanna og notaöi þaö i
bókum sínum. Og fólkiö elskaöi
hann og virti á móti. Hann stakk i
stúf, I svörtum fötum og meö
valdsmannslegt yfirbragö á leið-
inni inn i' hrörlega stigaganga.
Þaö uppgötvaöi lika fljótt aö hann
var örlátur, næstum hiröulaus á
fé, og ekki aöeins viö ástmeyjar
sinar heldur viö alla sem voru
hjálpar þurfi. I bókum hans eru
kvenpersónur sem ekki getur
haldist á peningum frekar en þeir
væru vatn. Hann þekkti þennan
skapgerðarbrestsinn mæta vel. A
yfirboröinu virtist hann ráösettur
og hógvær, eyddi nánast engu i
sjálfan sig, en peningarnir hurfu
sporlaust. Samt er þaö enn
ráögáta hvernig honum tókst aö
komast i slikar kröggur. tJtgjöld-
in voru tæpast mikil. Sá orörómur
komst á kreik og Galdós lagöi
trúnaö á hann um tima aö félagi
hans i útgáfufyrirtækinu heföi
dregiö sér fé. Fátt bendir til þess.
En kannski voru tekjur hans
aldrei svo miklar þrátt fyrir vin-
sældirnar, aö minnsta kosti ekki á
mælikvaröa stórrithöfunda I
Bandarikjunum og Evrópu
hundrað árum siöar.
Skömmu áöur en hann dó
spunnust miklar vangaveltur út
af háttarlagi hans. Hann giftist
aldrei, en hversu mörg voru börn-
in? Þaö var engin leiö aö komast
aö þvi. Menn vita meö vissu aö
hann átti eina dóttur, hann haföi
skrifaö fæöingardag hennar hjá
sér, hitt barnið endrum og eins og
kostaö uppeidi hennar ab hluta.
Hún kallaöi sig Maria Galdós og
heimtaöi aö fá aö sjá fööur sinn á
dánarbeöi, honum til óblandinnar
hrellingar.
Þaö leikur litill vafi á þvi aö
börnin voru fleiri, en öll viröast
þau hafa setiö eftir i fátæktar-
hverfunum. Eins og Tolstoy hirti
Galdós litið um lausaleikskróana
sina. Spænsk yfirvöld áætluðu að
það væru að minnsta kosti sex
börn sem hefðu rétt til að bera
; nafn Galdósar aðrar heimildir
| segja að talan sé hlægilega lág.
Þetta var sérstakt liferni, svo
ekki sé meira sagt. Franski rit-
höfundurinn Guy de Maupassant
var hreinn nautnaseggur á meðan
Galdós var góðborgarinn upp-
málaöur. Enda fékk Maupassant
syfilis og dó á fimmtugsaldri.
Galdós fékk engan syndasjúk-
dóm, varö 77 ára og geröi aldrei
nema smávægilegar breytingar á
háttarlagi slnu.
Heimsfrægðin lætur
standa á sér
Þegar hann var fimmtugur
voru landar hans farnir að hlaða
hann lofi og viöurkenningum. Aö
vísu heyrðust óánægjuraddir frá
hægri og hann fékk ekki sæti i
Spænsku akademiunni fyrr en
mörgum árum siðar.
Hann tók aftur á móti sæti i
spænska þinginu, „Cortes”, eins
og þótti hæfa fremsta rithöfundi
frjálslyndra. Hann mætti sam-
viskusamlega á fundi en tók aö-
eins einu sinni til máls. Hann gat
aldrei hugsaö sér aö koma fram
opinberlega, losnaöi aldrei viö
feimni unglingsáranna og hegö-
aöi sé ailtaf eins og já-maöur sem
fylgdi tilskipunúm flokksins i
einu og öllu á þinginu.
Ekki aö hann sæktist ekki eftir
lofi og lófataki. Þvert á móti —
löngunin i almannahylli ágeröist
meö árunum. Hann var feiminn
fram úr hófi, en alls ekki hógvær.
Hann ferðaðist um alla Evrópu og
reyndi aö koma bókum sinum á
framfæri, en án árangurs. Hann
haföi ekki næga persónutöfra, var
ekki nógu ágengur. Þegar honum
fannst hann hafa afgreitt sam-
tima sinn i skáldsögum rak
metnaöurinn hann út I leikrita-
gerö. Nú taldi hann hlutverk sitt
aö endurvekja fornan ljóma
spænska leikhússins, rétt eins og
hann haföi endurvakiö spænska
skáldsagnagerö. Honum fannst
hann hafa skrifaö bestu spænsku
skáldsögurnar nú ætlaði hann að
skrifa bestu leikritin. Milli 1890 og
1918 skrifaði hann tuttugu og eitt
leikrit og var sjötiu og fimm ára
þegar hann lauk við það siöasta.
Leikritin gengu flest hver vonum
framar og aðeins fáein þeirra
urðu sjálfdauð. Hann varö vin-
sælasti leikritahöfundurinn i hin-
um spænskumælandi heimi, og
varö fljótt þekktari sem leikskáld
en skáldsagnahöfundur bæði á
Spáni og i Suöur-Ameriku.
Fyrir mann eins og hann þýddi
frumsýningarkvöldið helvitis-
kvaöir. Hann sat inn af leiksvið-
inu, ómálga, skilningsvana og
keðjureykti sigarettur.
Leikrit Galdósar náöu aldrei aö
hasla sér völl á evrópsku leiksviði
og þaö er erfitt aö meta hvaöa
gildi þau höföu fyrir samtima
sinn. 1 skáldsögunum haföi hann
sýnt aö hann var mikill meistari
samræðunnar og uppfærslur á
bókum hans eru mjög frambæri-
legar á sviöi. Samt er ekki hægt
að segja annað en aö leikritin séu
eftirbátar skáldsagnanna. Þaö
gæti veriö að hann hafi ekki tekiö
formiö nógu hátiölega, likt og
samtimamaöur hans Henry Jam-
es, sem átti bitra reynslu úr leik-
húsinu. Þar geröi hann sig
kannski sekan um einfaldanir
sem hann varaðist I skáldsögun-
um. Vinsælasta leikrit hans,
Electra varö eins konar herhvöt
fyrir frjálslynda Spánverja, en
efnið viröist ekki upp á marga
fiska — þaö er skrifað til höfuös
kirkjunni og fjallar um vondan
prest sem forfærir saklausa
yngismey. A Spáni var honum likt
viö Ibsen og frægö hans haföi
aídrei veriö meiri. Hann liföi lika
i voninni um að leikritin ynnu
fleiri lönd en skáldsögurnar og aö
ein heitasta ósk hans rættist — aö
vera hylltur i Paris. Það geröist
aldrei en hins vegar var hann
hylltur um alla Rómönsku-Ame-
riku og ennfremur reyndist leik-
húsið arðbærara en skáldsagna-
ritunin.
Blásnauð þjóðhetja
Þaö hrökk ekki til. Frá
fimmtugsaldri hrakaöi efnahag
hans stööugt, hann var næstum
kominn á vonarvöl, af ástæðum
sem teprulegir ævisöguritarar
segja að sé aö leita i einkallfi
hans. Sjálfur sagöi hann aö þeim
mun meiri peningar sem
streymdu inn, þeim mun fátækari
virtist hann vera. Til þess aö
komast hjá skuldafangelsi
skrifaði hann þriöju rööina af
sögulegu skáldsögunum,
Episodas Nacionales, og siöan þá
fjóröu. Vandamál hversdagsins
náöu ekki að trufla sköpunargáf-
una og á þessum árum skrifaði
hann mörg af sinum bestu verk-
um, meðal annars skáldsögurnar
Realidad og Nazarin.
Þegar hann varð sextugur var
aöstaöa hans I meira lagi kyndug.
Hann var umsetinn lánadrottnum
en um leið virtasti rithöfundur
Spánar og aukinheldur siðferöi-
legur ieiötogi frjálslyndra afla i
landinu. Það er ekki auðvelt fyrir
rithöfund aö vera tekinn I guða-
tölu og hann varö óþolinmóöari og
stirðari I skapinu meö árunum.
Salan minnkaöi ekki aö ráöi, en
þó nóg til aö valda gömlum rithöf-
undi áhyggjum. Hann fann sér
aðeins hugsvölun i siödegisævin-
týrunum góöu og gat gleymt ver-
aldarvafstrinu I hlýjum meyjar-
faömi. Hann fékk snert af of-
sóknaræöi og sakaöi félagann i
útgáfufyrirtækinu um fjárdrátt.
Sá vissi auðvitað upp á hár hvert
peingarnir höföu runnið og holl-
vinum Galdósar tókst aö afstýra
málaferlum. Hann varö róttækari
en áður og ungir Spánverjar tóku
sérstöku ástfóstri viö hann þegar
hann lýsti þvi yfir aö nú tryöi
hann á spænskt lýbveldi.
Heilsan fór einnig að bila, hann
fékk vægt hjartaáfall og þaö sem
verra var — sjóninni fór aö hraka
svo um munaöi.
Fréttir um örbirgö hans fóru aö
berast út meöal aðdáenda hans,
og sennilega slúðursögur um á-
stæöurnar, þó þær færu hljótt
Mönnum fannst aö eitthvaö þyrfti
að taka til bragös, ekki væri hægt
aö láta meistarann aldna lifa viö
sult og seyru, þaö var ekki hægt
aö hugsa sér fátæka þjóöhetju.
Einhver mundi eftir Nóbelsverö-
laununum. Spáni haföi aldrei
hlotnast sú viöurkenning, auk
þess sem þau færöu Galdósi
peninga og auglýsingu á alþjóöa-
vettvangi. Flestir rithöfundar á
Spáni veittu málinu stuöning, al-
menningur var uppnuminn af
hugmyndinni og ekki siöur
Galdós sjálfur. En kaþólskir
frammámenn og Ihaldsmenn
voru ekki jafnhrifnir.
Galdós fékk engin Nóbelsverð-
laun. Hann var ekki þekktur aö
marki utan heimalandsins. Og'!
ennfremur var hann umdeildur
maður á heimaslóöum, þar heföi
verölaunaveitingin mælst mjög
misjafnlega fyrir. Sjálfur Tolstoy
haföi ekki fengiö Nóbelsverðlaun
viö svipaöar aöstæöur, jafn
kyndugt og þaö viröist I ljósi bók-
menntasögunnar.
En stuöningsmennirnir létu
ekki deigan slga. Samskot innan-
lands gætu aflaö jafn mikils f.iár
ogNóbelsverölaunin námu gott ef
ekki meira. Galdós samþykktiog
söfnunin hófst. HUn byrjaði með
glæsibrag, kóngurinn Alfonso
XIII., lagöi fram væna upphæð en
siöan rann hún út I sandinn. Meö-
al-Spánverji hefur átt erfitt með
að skilja fyritækið. Aö safna fyrir
Galdósfrægasta rithöfund þeirra,
bækur hans voru til á hverju
heimili. Það hefðialveg eins mátt
biðja Bandarikjamenn aö safna
fyrirErnest Hemingway fimmtiu
árum siöar.
Aö lokum hljóp rikisstjórnin
undir bagga og sá til þess aö
Galdós andaöist ekki i örbirgð.
Hann var skipaöur fulltrúi I nefnd
vegna þrjúhundruö ára afmælis
Cervantesar. Þaö varö reyndar
litiö af hátiöarhöldunum, en
Galdós þáöi launin allt til dauöa-
dags.
Sjö ár í myrkri
Hann var orðinn næstum blind-
ur og gat hvorki lesiö né skrifaö,
árangurslaust var reynt aö skera
hann upp, en slöustu sjö ár ævi
sinnar sá hann ekki neitt. Þetta
voru grimm örlög — þaö eru ekki
margir menn sem hafa fært sér
sjónina jafn mikið i nyt.
En hann las fyrir i griö og erg
og samdi fjögur leikrit eftir aö
hann varö blindur. Ekki gaf hann
heldur hina ástrlöu lifs sins upp á
bátinn og hélt ótrauöur áfram aö
vitja kvenna. Hann gat ekki fariö
einn sins liös lengur og fór þvi i
fylgd þjóns sem gat þagað yfir
leyndarmáli. Þeir uröu kunnug-
leg sjón á götum Barrios Bajos,
gamli hávaxni maðurinn og
skjaldsveinn hans. Þjónninn varö
oft aö spyrja til vegar og var
svarað af virðingu og án allrar
hnýsni. Ibúar hverfisins höföu
lengi þekkt háttarlag Galdósar,
þaö elskaði hann og virti og vildi
ekki særa sjálfsviröingu hans.
Þaö varö aöeins ein smávægileg
breyting á háttum hans, áöur fór
hann I heimsóknirnar slödegis, af
einhverjum ástæöum varö breyt-
ing þar á og nú lagöi hann af staö
strax á morgnana.
Hann lést 77 ára að aldri árið
1920 eftir langt og hart dauöa-
striö. Lengst var hann meö óráöi
en reis þó upp viö dogg þegar
dóttirin Maria heimtaöi aö fá að
sjá hann. Þaö var ekki óviðeig-
andi aö siöustu dagana stóö mikill
styrr um hann þaö mál hefur
ekki enn veriö upplýst: Þáöi hann
siöustu sakramentin? Sneri þessi
óvinur kirkjunnar aftur i náöar-
faöm hennar þegar dró aö lokum.
Landar hans, læsir og ólæsir,
voru trúir honum allt þar til yfir
lauk. Aldrei hafði rithöfundur
hlotiö slika útför á Spáni. Tugþús-
undir voru i llkfylgdinni, likt og
Parisarbúar höföu áöur flykkst
um kistu Victors Hugos og Rússar
um Dostojevski liöinn. Þaö heföi
án efa kitlað Galdós.
eh. tók saman