Fréttablaðið - 01.12.2008, Síða 36
20 1. desember 2008 MÁNUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Sérðu
eitthvað?
Já. Vertu alveg kyrr,
og ég næ þessu út.
Ókei, ég kom semsagt
heim í gærkvöldi.
Tveimur mínútum eftir að
ég kem inn byrjar mamma
að nöldra um níu mismun-
andi hluti og pabbi hótar að
taka af mér vasapeningana
ef ég taki mig ekki saman í
andlitinu.
Úps.
Það er
slæmt.
Já.
Yfirleitt
gengur þetta
fljótt yfir.
Ég vona að þau
séu ekki veik
eða eitthvað.
Rigning, rign-
ing. Er engin
leið að losna
við þetta?
Ég held að sé
engu tauti við
hann komið.
Hey! Ég finn
fyrstu tönnina
hennar Lóu!
Er þetta ekki
gaman??
Ég veit ekki
hvort þetta
sé „gaman“,
þetta er nú
bara tönn.
En þetta er
fyrsta tönn
barnsins
þíns!
Já, en þetta er
þriðja barnið
mitt... þetta er
nú ekki beint
neitt nýtt.
Þetta er það
kaldranaleg-
asta sem ég
hef heyrt!
Þér finnst ég víst kald-
ranalegur líka? Heldur
betur, ef
það þýðir
að þú gefur
mér gjöf til
að ég geti
jafnað mig.
Hæ, þú hlýtur
að vera kom-
inn á blint
stefnumót,
Harry...
... og þannig hófst
ferill Harrys Hou-
dini, töframanns-
ins sem gat látið
sig hverfa...
Fyrirsagnir síðustu daga hafa ekki beint reynst prozak-skammturinn handa þunglyndri þjóð. Orðin „hópuppsagnir“,
„greiðslustöðvun“ og „gjaldþrot“ falla ekki
beint undir skilgreininguna „gleðigjafar“.
Stutt er til jóla og manni er það hreinlega til
efs að einhver geti tekið undir með jólalög-
unum.
Fyrir ári lýstu SÞ því yfir að Íslendingar væru hamingjusamasta þjóð í heimi. Við ættum gommu af cashi, glæsikerr-
um og Gucci-skóm. SÞ komust að þeirri
niðurstöðu að þjóðin réði sér varla fyrir
kæti út af öllum þessum hlutum. Gleðin
hvarf eins og dögg fyrir sólu þegar
bankarnir hurfu. Íslendingar
breyttust á einni nóttu úr ham-
ingjusömu hórunni sem glöð
fækkaði fötum fyrir yfirdráttar-
lán í syrgjandi ekkju kapítal-
ismans.
En kannski ætti ekkjan ekkert að vera að
gráta karlinn. Enda var hann eigingjarn
fauti sem skildi ekkert eftir sig nema
skuldir. Kannski ættum við að vera rosalega
glöð. Kerfið sem hvatti til skilyrðislausrar
hlýðni og ástar á guðinum Mammon er
hrunið. Þjóðinni hefur verið rétt tækifæri
til að byggja upp nýtt samfélag sem
grundvallast á einhverju öðru en afbrýði-
semi út í fótanuddtæki náungans. Við
gætum þess vegna orðið fyrsta gjaldþrota
þjóðin sem toppar tilgangslausan hamingju-
lista SÞ ef menn vilja.
Góðærið gerði okkur heimsk. Íslenska
þjóðin er loksins að ranka við sér eftir að
hafa verið mötuð á kræklingi og humri af
matseðli heimsendingarþjónustu greining-
ardeildanna. Eðlilega er hún nokkuð úrill
enda var svefninn góður. Til að vakna
almennilega þarf hún róttækar breytingar í
morgunmat. Ekki bara kaffi og sígó.
Kaffi og sígó
NOKKUR ORÐ
Freyr Gígja
Gunnarsson
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki