Fréttablaðið - 03.12.2008, Side 2

Fréttablaðið - 03.12.2008, Side 2
2 3. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR VINNUMARKAÐUR Fimm hundruð og sextíu manns var sagt upp í tólf hópuppsögnum í nóvember. 43 prósent þeirra sem misstu vinn- una komu úr verslun, flutningum og tengdum greinum. 33 prósent voru í í mannvirkjagerð og tengd- um iðnaði og um fjórðungur í sér- fræðilegri þjónustu og upplýs- inga- og útgáfustarfsemi. Þetta sýna nýjar tölur frá Vinnumála- stofnun. 83 prósent uppsagna í mánuðin- um voru vegna starfsfólks á höfuðborgarsvæðinu. Að meðaltali sögðu fyrirtækin sem um ræðir upp 23 prósentum starfsmanna sinna. Uppsagna- hlutfallið er langhæst í mann- virkjagerð, eða yfir áttatíu pró- sent. Helstu ástæður uppsagna voru sagðar rekstrarerfiðleikar, fyrir- sjáanlegur samdráttur verkefna eða verkefnaskortur, og endur- skipulagning. Í heild hefur fimm þúsund manns verið sagt upp með hóp- uppsögnum á árinu. Flestar til- kynninganna bárust í október. Þúsund manns hættu störfum nú um mánaðamótin eftir að hafa misst vinnuna í hópuppsögnum. Önnur þúsund hætta um næstu mánaðamót og annar eins hópur um þar næstu mánaðamót. - hhs Jón Adólf, hefurðu verið upp- nefndur „Adolf Ingi“? „Nei, ég hef eingöngu verið upp- nefndur eftir gamla Dolla.“ Jón Adólf Steinólfsson tréskurðarlista- maður var oft uppnefndur Adolf Hitler í æsku, sem særði hann mjög. Ekki er vitað hvort Adolf Ingi Erlingsson, íþróttafréttamaður hjá RÚV, hefur lent í svipuðum hremmingum. STJÓRNMÁL Ríkisstjórnin ætlar, í samvinnu við aðila vinnumarkaðar- ins, að fara yfir nýsettar reglur um gjaldeyrishömlur. Skoða á neikvæð hliðaráhrif með það að markmiði að takmarka þau eins og kostur er. Seðlabankinn setti reglurnar, að fengnu samþykki viðskiptaráð- herra, á grundvelli laga sem Alþingi samþykkti aðfaranótt föstudags. Bankinn taldi samþykki ráðherrans óþarft en sú skoðun hlaut ekki hljómgrunn þingmanna. Komið hefur í ljós að reglurnar girða fyrir erlendar fjárfestingar á Íslandi. Því vill ríkisstjórnin breyta og hefur ákveðið að farið verði yfir málið á vettvangi hennar. - bþs Ríkisstjórnin um gjaldeyrishöft: Fer yfir reglur Seðlabankans DÓMSMÁL Séra Gunnar Björnsson, sóknarprestur á Selfossi, var í gær sýknaður í Héraðsdómi Suð- urlands af kynferðislegu áreiti og blygðunarsemisbroti gegn tveim- ur ungum stúlkum. Alls höfðu lögreglu og ákæru- valdi borist fimm kærur vegna meintra brota séra Gunnars. Ákært var í tveim málum en þrjú þeirra voru felld niður þar sem þau töldust ekki líkleg til sakfellis. Í dómnum sagði að sú háttsemi sem ákærða hafi verið gefin að sök, og sönnun sé talin liggja fyrir um, lúti að því að hann hafi faðmað umræddar stúlkur og jafnframt strokið annarri þeirra um bakið utan klæða, talandi um að honum liði illa, en einnig kysst hina á báðar kinnar. Með hliðsjón af því sem undan sé rakið telji dómurinn að þessi háttsemi geti ekki talist kynferðisleg áreitni í skilningi almennra hegningarlaga. Þá sé heldur ekki fallist á að ákærði hafi með háttsemi þessari sýnt stúlkunum yfirgang, ruddalegt né ósiðlegt athæfi, sært þær né móðgað. Því sé hann sýknaður af báðum liðum ákærunnar. Séra Gunnar mætti ekki við dómsuppsögu í gær. - jss SR. GUNNAR BJÖRNSSON Var sýknaður í héraðsdómi. Dómsuppsaga í Héraðsdómi Suðurlands í gær: Séra Gunnar var sýknaður Háskólatorgi Sæmundargötu 4 Sími 570 0777 boksala@boksala.is www.boksala.is - Upplestur úr jólabókum á fi mmtudögum kl. 16 - Háma með kaffi og meðlæti - Vefverslun opin allan sólarhringinn www.boksala.is Í Bóksölu stúdenta, Háskóla- torgi, fæst m.a. fjölbreytt úrval af bókum úr hinni vinsælu bókaseríu „A very short introduction“ frá Oxford University á hagstæðu verði. FRUMLEGAR OG FRÆÐANDI BÓKAGJAFIR FÓLK Það er mikilvægt að ráðamenn viðurkenni ábyrgð í þeirri stöðu sem uppi er í samfélaginu. Jafn- framt er mikilvægt að þeir sýni reiði fólks fullan skilning. Að öðrum kosti er hætt við að ólgan sem vart hefur orðið að undan- förnu magnist. Þetta er mat Elsu Báru Traustadóttur sálfræðings. Almenningur hefur látið skoðan- ir sínar í ljós á skipulögðum mót- mælafundum, með greinaskrifum og ýmsum öðrum hætti. Elsa segir viðbrögðin eðlileg. Fólk reiðist þegar það telur sér ógnað eða finnst vegið að sér eða stöðu sinni. „Ótti, kvíði og óvissa brjótast oft út með reiði. Eins ef fólk er sakað um eitthvað að ósekju. Það er til dæmis eðlilegt að fólk reiðist þegar sagt er að allir beri ábyrgð og það eigi þar með sök á að þjóðin sé komin í vond mál.“ Elsa telur jákvætt að fólk sæki mótmælafundi eða skrifi greinar, því finnist það þá vera að gera eitt- hvað í málunum og fái útrás fyrir tilfinningar sínar. Reiðin geti þó snúist í höndum fólks því ef dag- legt líf þess fer að snúast um reið- ina geti afleiðingarnar orðið nei- kvæðar og þar með alvarlegar. „Þá getur depurðin tekið yfir og fólk hætt að sjá möguleika þar sem tækifæri leynast.“ Að mati Elsu skipta orð og gjörð- ir ráðamanna miklu í ástandi sem þessu. Leynimakk og tvöföld skila- boð virki sem olía á eld. „Fólki líkar illa ef það finnur að farið sé á bak við það. Við höfum orðið vitni að því að stjórnmálamenn segja eitt í dag en annað á morgun og það dregur enn frekar úr trausti og eykur óöryggið. Þannig var það með Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, aldrei mátti segja neitt. Á hinn bóg- inn var jákvætt þegar aðgerða- pakkinn fyrir fjölskyldurnar var kynntur. Þá sögðust stjórnmála- mennirnir hafa lagst yfir málið og við sáum allavega að þeir höfðu verið að gera eitthvað. Það er svo annað mál hvort okkur þykja aðgerðirnar nægilegar,“ segir Elsa. Viðurkenning á ábyrgð er mikil- væg að hennar mati, bæði ráða- mannanna sjálfra og þjóðarinnar vegna. „Stjórnmálamaður sem seg- ist hafa brugðist er með því að axla ábyrgð og því líklegur til að fá jákvæð viðbrögð en stjórnmála- maður sem segist ekki hafa gert mistök er ólíklegur til að skapa ró og afla trausts.“ Viðurkenning ráðamanna á reiði og viðbrögðum fólks er líka nauðsynleg. „Það verð- ur að sýna tilfinningum fólks skiln- ing annars magnast ástandið. Það má ekki afgreiða mótmælendur sem skríl, vinstri sinnaða óláta- belgi eða með ámóta niðrandi athugasemdum. Það er aðeins til að æra óstöðuga.“ bjorn@frettabladid.is Ráðamenn verða að viðurkenna ábyrgð Viðbrögð fólks við bankahruninu eru eðlileg, að mati sálfræðings. Stjórnvöld ráða miklu um framhaldið. Þau geta bæði gert illt verra og róað þjóðina. MÓTMÆLT Átta laugardaga í röð hefur fólk komið saman á Austurvelli og látið í ljós andúð sína á ráðamönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BJÖRGUN Leit að rjúpnaskyttu, sem saknað hefur verið í Árnes- sýslu, hefur verið frestað fram á laugardag. Maðurinn var á rjúpnaveiðum um liðna helgi ásamt félögum sínum en skilaði sér ekki að bílnum á umsömdum tíma. Um fimmtíu leitarmenn, frá björgunarsveitum á suðvestur- horninu, leituðu mannsins í gær án árangurs. Áhersla var lögð á að fínleita á ákveðnum svæðum. Voru til þess notaðir bæði hundar og hestar. - hhs Leit að rjúpnaskyttu frestað: Hefja aftur leit á laugardaginn VIÐSKIPTI Nýi Glitnir keypti eignir fyrir um 13 milljarða króna úr Sjóði 9. Sjóðnum voru ekki lagðir til fjármunir. Þetta kemur fram í svari Eignastýringar Glitnis við fyrirspurn Markaðarins. Bankarnir hafa ekki mótmælt því að yfir hundrað milljarðar hafi runnið frá þeim í peningamark- aðssjóði þeirra. Viðskiptaráð- herra hefur sagt að ákvarðanir um kaup á skuldabréfum í sjóðnum hafi verið teknar af stjórnendum bankanna á við- skiptalegum forsendum. Bankarnir hafa ekki viljað upplýsa um samsetningu skulda- bréfasafna peningamarkaðssjóð- anna. - ikh, óká / sjá Markaðinn Keyptu eignir úr Sjóði 9: Greiddu fyrir 13 milljarða króna Ásgeir Jónsson Fjármagnsflótti, flot og bankaleynd Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 3. desember 2008 – 50. tölublað – 4. árgangur Hluthafaábyrgð Skuggastjórnendur ábyrgist skuldbindingar 4 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Ódýr olía | Verð á hráolíu fór í rúma 47 dali á tunnu í gærmorg- un og hafði ekki verið lægri í rúm þrjú ár. Verðið fór hæst í rúma 147 dali í júlí. Fulltrú- ar OPEC-ríkjanna funduðu um málið um helgina en söltuðu það í hálfan mánuð. Segja nei | Stjórn írska flugfé- lagsins Aer Lingus vísaði tilboði lággjaldaflugfélagsins Ryanair í félagið útaf borðinu í fyrradag. Tilboðið er helmingi lægra en það sem Ryanair lagði fram fyrir tveimur árum. Tortímandi í neyð | Vöðva- tröllið Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, sem fyrir allmörgum árum sló í gegn sem Tortímandinn, hefur lýst yfir efnahagslegu neyðarástandi í Kaliforníu. Kassinn er tómur og vel það. Verði ekkert að gert verður ríkið auralaust í febrúar. Mikil lækkun | Helstu hluta- bréfavísitölur hafa fallið hratt víða um heim í vikunni. Dow Jones-vísitalan féll um tæp átta prósent á mánudag. Það jafn- gildir 680 stigum, sem er fjórða mesta fallið frá upphafi. Norskt hrun | Fasteignamark- aðurinn í Noregi hrundi í haust en sala á fasteignum hefur dreg- ist saman um 60 prósent frá í fyrra. Mestur er skellurinn í höf- uðborginni, Ósló, en þar hefur salan verið 45 prósentum minni nú en í fyrra. Jón Steinsson Óhagkvæmni eða spilling 6 Vistvæna prentsmiðjan! 5 Yfirvofandi innlendur fjármagnsflótti, bæði í bráð og lengd, er mun alvarlegri en viðbúinn flótti erlendra krónubréfafjárfesta. Þetta kemur fram í grein sem Ásgeir Jónsson, forstöðumað- ur greiningar deildar Kaupþings, skrifar í Markað- inn í dag. Fjármagnsflóttann segir Ásgeir ekki aðeins rek- inn áfram af ótta við myntina sjálfa, heldur af hræðslu við að geyma verðmæti inni í íslensku fjár- málakerfi þar sem þau frjósi, glatist eða verði að pólitísku bitbeini. Umræðan um bankaleynd tengist svo beint um- ræðunni um traust á stofnunum landsins. „Banka- leynd kemur því í veg fyrir að hægt sé að kúga fólk sem lendir upp á kant við stjórnvöld, stjórnmála- flokka, ríkisstofnanir stórfyrirtæki eða jafnvel fyrr- verandi maka með því að leka upplýsingum í fjöl- miðla eða hvískra þeim með öðrum hætti inn í opin- bera vitneskju. Bankaleyndin er því hluti af vernd þegnanna í lýðræðislegu samfélagi,“ segir Ásgeir, en áréttar um leið að sú þagnarskylda eigi samt ekki að koma í veg fyrir rannsókn á bönkunum né á að lög- brot séu upplýst. „Hún tryggir aðeins að slíkt sé gert í lögformlegu ferli. Það er gríðarlega mikilvægt að haldið sé í leikreglur lýðræðis, laga og reglu við að færa þessi mál upp á yfirborðið. Réttlæti sem feng- ið er með því að brjóta allar þessar reglur er því ekki aðeins sýndarréttlæti heldur mun verða til stór- skaða fyrir landið þar sem íslenskt fjármálakerfi mun ekki bera þess bætur.“ - óká / sjá síðu 5 Bankaleynd er hluti af lýðræðinu Vandræði krónunnar tengjast trausti á stofnunum landsins, ekki myntinni einni. „Nýi Glitnir greiddi ekki inn í Sjóð 9 heldur keypti eignir, alls fyrir um 13 milljarða króna.“ Þetta segir í svari Eignastýring- ar Glitnis við fyrirspurn Mark- aðarins. Fram hefur komið, og ekki verið mótmælt, að yfir hundrað milljarðar króna hafi runnið frá bönkunum inn í peningamark- aðssjóðina. Markaðurinn spurði viðskipta- ráðherra sem sagði að ákvörð- un um kaup á skuldabréfum í sjóðunum hefðu verið teknar á viðskiptalegum forsendum af stjórnendum bankanna. Ef frá er talið svar Eignastýr- ingar Glitnis, eru svör bankanna við fyrirspurn Markaðarins svo gott sem samhljóða. Ekki eru gefnar upplýsingar um samsetn- ingu sjóðanna. Ekki er greint frá því hverjar voru viðskiptaleg- ar forsendur þess að greitt var inn í sjóðina, það er að bréf hafi verið keypt úr þeim. Svörin eru á þá lund að byggt hafi verið á mati frá óháðum endurskoðend- um. Stjórn viðkomandi banka, hvers um sig, í lok október, hafi tekið ákvörðunina. Glitnir upplýsir að engin skuldabréf á Glitni banka hafi verið í Sjóði 9. Nýi Landsbankinn segir að ná- kvæm skipting skuldabréfasafns sé ekki gefin upp. Þó sé aug- ljóst að þar hafi verið skuldabréf bankanna, þar sem bréf Kaup- þings hafi vegið þyngst. „Einnig voru þar skuldabréf fyrirtækja sem enn eru í rekstri og því ekki rétt að nefna þau opinber- lega þar sem það gæti haft skað- leg áhrif á gengi þeirra,“ segir í svari Landsbankans. Nýja Kaupþing segir að bréf hafi verið seld úr sjóðunum áður en þeir voru gerðir upp. Kaup á bréfum hafi verið að kröfu Fjár- málaeftirlitsins sem vildi láta greiða úr og slíta sjóðunum. - ikh Þrettán millj- arðar í Sjóð 9 Björn Ingi Hrafnsson skrifar Íslenskt stjórnkerfi ferðast á hraða snigilsins og fylgdi alls ekki eftir stækkun fjármálageirans í landinu á undanförnum árum. Ísland stóð á end- anum uppi eitt og yfirgefið þegar neyðin var sem stærst. Þetta kom fram í máli Sigurðar Einarsson- ar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, í er- indi sem bar yfirskriftina Morðgátan um Kaupþing, sem hann flutti á fundi viðskiptaráðsins í Stokk- hólmi í síðustu viku. Rakti Sigurður fjölmargar ástæður fyrir falli Kaupþings og íslensku bankanna og tók nokkra sök á sig í þeim efnum. Kvaðst hann vera þess full- viss að Ísland gengi fljótlega í Evrópusambandið til þess að endurreisa efnahaginn, rétt eins og Svíar og Finnar hafi gert í upphafi tíunda áratugar síð- ustu aldar. Það sé sorglegt að hrun fjármálakerfis- ins hafi þurft til. Seðlabankinn fékk sinn skammt í ræðu Sigurðar. Þar var vaxtastefna hans harðlega gagnrýnd, hún hefði haldið uppi fölsku gengi krónunnar og lokk- að til landsins spákaupmenn sem gerðu út á vaxta- munaviðskipti. Hann hefði ekki náð markmiðum sínum um verðbólgu og fjármálastöðugleika, en vildi engu síður bæta við sig verkefnum og taka yfir stjórn Fjármálaeftirlitsins. Furðaði hann sig á því og bætti við að með þjóðnýtingu Glitnis hefðu stjórnvöld og Seðlabankinn hleypt af stað skriðu sem ekki hefði tekist að stöðva. Hugmyndin hefði verið að styrkja stöðu Glitn- is svo hann fengi sama lánshæfismat og ríkið, en niðurstaðan hefði orðið þveröfug og bæði ríkið og bankarnir verið kolfelldir í lánshæfismati í kjöl- farið og erlendir fjárfestar gert allt til að losa sig við íslenskar eignir, án tillits til gæða þeirra. Ofan í kaupið hafi Alþingi sett neyðarlög þar sem gerður var greinarmunur á kröfuhöfum jafnvel á grundvelli þjóðernis sem hafi verið augljóst brot á Evrópureglum og formaður bankastjórnar Seðla- bankans komið fram í sjónvarpi og tilkynnt að ekki stæði til að borga nema brot af erlendum skuldum bankanna. Fyrir vikið hafi bresk stjórnvöld talið hættu á að eignir Landsbankans í Bretlandi yrðu fluttar til Íslands sem trygging fyrir íslenskum innstæðum án þess að breskir sparifjáreigendur fengju neitt. Sagði Sigurður að Kaupþing Singer og Friedland- er í London hefði verið breskur banki og hefði því átt að lúta þarlendum reglum. Hafi bresk yfirvöld talið hann gjaldþrota hefðu þau átt að þjóðnýta hann. Aðgerðir þeirra séu óafsakanlegar og þess vegna telji hann að dauðdaga Kaupþings hafi ekki borið að með eðlilegum hætti. Morðgátan um Kaupþing Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaup- þings, segir dauðdaga bankans ekki hafa borið eðlilega að. VIÐSKIPTI Reglur Seðlabanka Íslands um gjaldeyrisviðskipti hindra skráningu hlutafjár í evrum, að sögn Einars Sigurjóns- sonar, forstjóra Verðbréfaskrán- ingar Íslands. Samkvæmt reglunum er óheimilt að gefa út og selja verðbréf, hlutdeildarskírteini verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, peningamarkaðsskjöl eða aðra framseljanlega fjármálagerninga sem ekki eru í krónum. Einar gerir ráð fyrir að sótt verði um undanþágu frá reglunum til Seðlabankans. Hann segir vonir standa til að gjaldeyrishömlur verði endurskoðaðar í mars í síðasta lagi. - jab, óká / Sjá Markaðinn Gjaldeyrislög trufla áætlanir: Lögin tefja evruskráningu 7% 42% 15% 11% 1% 3% 14% 3% 2% 2% Fiskvinnsla Iðnaður Mannvirkjagerð Verslun, viðg. Flutningar Gisti-/veitingahús Uppl. og útgáfa Fjárm. og trygg. Sérfr. starfsemi Ýmis starfsemi HÓPUPPSAGNIR Á ÁRINU 2008 EFTIR ATVINNUGREINUM Fimm hundruð og sextíu manns misstu vinnuna í hópuppsögnum í nóvember: Verslun tók stærsta skellinn NÁTTÚRA Rannsóknarmenn frá Hafrannsóknastofnun tóku í síðustu viku sýni úr skugganefju sem fannst við Hvaleyrarholt sunnan Hafnarfjarðar. Að sögn Droplaugar Ólafsdóttur, frá Hafrannsóknastofnun, er skugganefja afar sjaldséð hér um slóðir og er þetta einungis í sjöunda sinn svo vitað sé sem hún finnst hér við land. Í ljós kom að kjálkinn er illa brotinn svo talið er hugsanlegt að þessi rúmlega fimm metra langi hvalur hafi rekist á bát. Það voru starfsmenn á golfvell- inum á Hvaleyrarholti sem urðu fisksins fyrst varir. - jse Sjaldgæft smáhveli: Kann að hafa lent í árekstri FISKURINN RANNSAKAÐUR Starfsmenn Hafró rannsaka þetta sjaldséða smá- hveli. MYND/DROPLAUG ÓLAFSDÓTTIR SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.