Tíminn - 15.05.1982, Blaðsíða 12
12________
tekinn tali
Laugardagur 1S. mai 1982
„KÍNAFERÐIN
HREINASTA
ÆVINTÝRr’
- segir Ólafur
Jóhannesson,
utanríkisráðherra
sem er nýkominn
heim úr opinberri
heimsókn til Kína
■ UtanríkisráOherrarnir ólafur Jóhannesson og Hung Hua heilsast.á milli þeirra er Pétur Thorsteins
son, sendiherra.
■ „Þessi ferö var hreinasta æv-
intýri og móttökurnar sem við
fengum voru hreint stórkostleg-
ar”, sagði Ólafur Jóhannesson,
utanrikisráðherra þegar Ti'minn
átti við hann stutt spjall um Kína-
ferðina, sem hann, kona hans og
fylgdarlið komu Ur fyrir nokkrum
dögum.
— Þú ræddir við utanrfkisráð-
herrann, Huang Hua, og forsætis-
ráðherrann, Zia Ziyang. Hvað fór
ykkur i milli?
„Við utanrikisráðherrann
ræddi ég mest alþjóðamál. Hann
skýrði fyrir mér sjónarmiö sin i
utanrikismálum, svona almennt.
1 máli hans kom fram gagnrýni á
bæði stórveldin, Bandarikin og
Sovétrikin.
Viö forsætisráðherrann ræddi
ég aftur á móti kinversk innan-
landsmál. Hann minntist á þá
stöðnun sem varð i Kina á tímum
menningarbyltingarinnar og
sagði hann kinversku þjóðina nú
óðum vera aö ná sér á strik, hvað
varðar efnahagsmál og matvæla-
öflun. Við ræddum um fólksfjölg-
unarvandamáliö, sem virðist
næstum óyfirstiganlegt. Ef svo
heldur sem horfir, þá virðist mér
nokkuö augljóst að matvæla-
skortur verður orðinn að vanda-
máli I Kina eftir nokkur ár. Alla-
vega ef ekki tekst að stemma
stigu við fólksfjölguninni”, sagði
Ólafur.
100 réttir
í máltíð
— Þið ferðuöust talsvert um i
Kina og sáuð væntanlega margt
forvitnilegt?
„Já, við feröuðumst talsvert og
margt sem við sáum var hreint
stórkostlegt. Viö vorum fyrst I
Peking, skoðuðum Ming grafirn-
ar, sem ertitt er að lýsa með orð-
um. Við þær er búið að koma upp
söfnum með ævafornum lista-
verkum, af öllu mögulegu tagi.
Við sáum kórónur sem kinverskir
keisarar notuðu, þær voru úr
skiragulli, skreyttar eöalsteinum.
Við sáum múrinn fræga. Okkur
var boðið að skoða sumarhöllina i
Peking, þar er iburðurinn hreint
ótrúlegur. Viö heyröum lika aö
keisaray njan, sú sem siðast bjó I
höllinni hafi verið undarleg og
hún hefði aldrei sest til borðs
nema að máltiðin væri a.m.k. 100-
réttuð.
Við komum á háskóla i Peking.
Hann er dásamlega fallegur, á
svæði sem er alveg girt af. Allir
stúdentarnir búa innan girðingar-
innar og þótt á islenskan mæli-
kvarða virtust húskynnin ndckuö
þröng þá voru Kinverjarnir mjög
stoltir af skólanum enda ekki
vanir að hafa rúmt um sig. A há-
skólabókasafninu er að finna
fjölda stórmerkilegra bóka, sum-
ar þeirra eru ævagamlar.
1 háskólanum iPeking er ein is-
lensk stUdina, Edda Kristjáns-
dóttir frá Þverá I öxarfiröi. Við
hittum hana að máli og léthún vel
af dvöl sinni i Kina.
Kom niður á heilt ridd-
aralið
Frá Peking flugum við til Xain,
sem er gömul höfuðborg. Þar sá-
um við einar stórkostlegustu
fomminjar sem fundist hafa i
seinni tið. Það var bara fyrir ör-
fáum árum að bóndi nokkur var
að grafa fyrir brunni og þá kom
hann niður á mörg þúsund ára
gamla styttu af hermanni, sitj-
andi á hesti, í meira en fullri lik-
amsstærð. Þótti þetta hinn
merkilegasti fundur og fornleifa-
fræðingar fóru á stUfana og grófu
upp svæðið og fundu þá heilt ridd-
araliö, fylkt til bardaga með al-
væpni. Allt herliðið var gert úr
leir og þótt margar stytturnar
hefðu verið talsvert skemmdar
þá voru aðrar furöanlega heilar.
Rétt við Xain er mikið jarðhita-
svæði. Þar er bUiö að gera nokk-
urskonar ferðamannaparadis,
sem ferðamenn úr öllum heims-
hornum sækja heim Fólkið baðar
sig iheitum laugum, að visu gerð-
um af mannahöndum, og þaö var
ekki laustvið að staðurinn minnti
mann svolitið á Island.
Nálastungidækningar i
Shanghai
Shanghai var næsta borg sem
við heimsóttum og er hún með
nokkuö öðrum blæ en hinar fyrri,
enda hafnarborg sem á sér ára-
langa sögu erlendra yfirráða. Þar
heimsóttum við sjúkrahUs, mjög
fullkomiðað þvi'er virtist, og urð-
um vitni að nálarstungulækning-
um. Við skoðuðum sjúkrahúsið
hátt og lágt. Þaö var mjög fróð-
legt þvi Kinverjar sameina aust-
ræna og vestræna þekkingu á
sviði læknavisinda. Þeir nota sin-
ar gömlu aðferðir og svo eiga þeir
hámenntaða skurðlækna sem
hafa sótt sina þekkingu til Vestur-
landa.
Rétt fyrir utan borgina heim-
sóttum við stórt samyrkjubú sem
Kinverjarnir eru mjög stoltir af
og það ekki að ástæðulausu. Þar
eru þeir með allavega tilrauna-
starfsemi i gangi t.d. perlurækt.
Svo eru þeir með hefðbundnar
kuiverskar búgreinar, eins og ali-
fuglarækt, svinarækt, fiskeldi og
■ Hún leit ekki við máltiöum nema að þær væru minnst hundrað rétt-
aðar. Keisaraynjan sem siðast bjó i höllinni sem er bakvið Oddnýju
Thorsteinsson, Dóru Guðhjartsdóttur, Ólaf Jóhannesson og Pétur
Thorsteinsson.