Fréttablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 17
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Mér datt þetta í hug af einskærri ævintýraþrá, enda ekki flókið; bara vatn og frost,“ segir ljós- myndarinn Kristján Maack um 50 fermetra íshokkívöll sem hann útbýr þegar frystir úti í bakgarð- inum heima. „Ég á þrjá stráka sem allir hafa ástríðu fyrir íshokkí og æfa af kappi með Skautafélagi Reykja- víkur. Sá elsti hóf æfingar fyrir áratug og hefur síðan smitað alla fjölskylduna, en til að byrja með kunni ég ekkert á skauta,“ segir Kristján sem nú stendur vaktina sem aðstoðarmaður á svelli litlu strákanna í Skautafélaginu, ásamt því að fara stundum utan í keppnis- ferðir með elsta syninum, sem spilað hefur með landsliði Íslands í mörg ár. „Þeir yngstu fylgja nú bróður sínum fast á eftir í færni, en til að verða góður þarf maður að hafa góðan aðgang að svelli,“ segir Kristján sem eyddi löngum stundum í ferðir með drengina að frosinni Tjörn og Rauðavatni fyrir tíma heimavallarins. „Það lá því beinast við að koma sér upp heimasvelli, en slíkt er algengt í Kanada og Finnlandi þar sem frost er stöðugt á vetrum. Hér er veðurfar rysjóttra og svellgerð háð frostatíð,“ segir Kristján sem kemur upp góðu svelli á tveimur til þremur sólar- hringum. „Þá legg ég byggingarplast á jörðina og fer út að vökva á þriggja tíma fresti allan sólarhringinn. Við höfum svo þróað með okkur tækni til að halda svellinu sléttu og byggja upp aftur ef koma í það skemmdir sem við steypum upp í með snjó og bleytu,“ segir Kristj- án um flóðlýstan völlinn sem oft er mannmargt á. „Þetta er vinsæll viðkomustaður í hverfinu og einir fimm strákar sem farnir eru að æfa íshokkí eftir stundirnar hér. Það er mikill hraði í þessu sporti og spennandi að klæða sig í bún- ing og tuskast aðeins með kylfu og pökk. Svo hafa vinir elsta stráks- ins í meistaraflokki, allt fullorðnir menn, komið hingað með skautana til að prófa. Þetta er enda þægi- legt; gott að fara inn að hlýja sér og borða á milli leikja.“ thordis@frettabladid.is Íshokkívöllur í garðinum Í bakgarði einbýlishúss í Kópavogi er að finna eina íshokkívöll landsins við heimahús. Þar ríkir mikil leikgleði og fjör, og sjaldan færri en sex menn að leik með kylfu og pökk á vellinum þegar frystir. Bræðurnir Pétur Andreas, sem er landsliðsmaður í íshokkí, Styrmir Steinn og Markús Darri með föður sínum Kristjáni Maack á íshokkívellinum heima, sem jafnan er nýttur frá fótaferð til háttatíma þegar tækifæri gefast í kaldri veðráttunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SÆNGUR og kodda er skemmtilegt að viðra vel eða hreinlega skella í þvottavélina fyrir jólin. Ef rúmfötin fara í vélina er ágætt að þurrka þau í þurrkara á eftir til að fá aftur fyllingu í þau. d Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A fyrirMatvinnsluvél MCM21B1, 450 W. Jólaverð: 19.900 kr. stgr. Töfrasproti MSM62PE, 750 W. Jólaverð: 12.900 kr. stgr. Sjáið jólatilboðin á www.sminor.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.