Fréttablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 18
„Þó hart sé í ári og allar stofnanir hvattar til að skera niður útgjöld þá breytum við ekki þeim vana okkar að bjóða foreldrum í hangi- kjöt fyrir jólin. Okkur fannst svo veigamikið að halda í þessa hefð að efna til samveru og gleðjast,“ segir Hulda Guðjónsdóttir, full- trúi skólastjóra Háteigsskóla. Hún segir þennan sið hafa verið tekinn upp í desember árið 2000 svo þetta sé níunda árið í röð sem hann sé við lýði. Þótt raðirnar að kjötkötlunum nái yfir allt stóra holið í Háteigs- skóla og upp á skólastofugang þá gengur afgreiðslan ótrúlega fljótt fyrir sig og innan stundar eru allir sestir við rauðdúkuð borð og farnir að gæða sér á hangikjöti og kartöflum, uppstúfi, grænum baunum og rauðkáli. Borðsalurinn er tvísetinn í tvo daga meðan á veislunni stendur en þriðja daginn kemst unglinga- deildin að í einu lagi með sínum foreldrum. „Hangikjötsveislan er mjög vel sótt. Í fyrra voru þetta eitthvað um 800 skammtar sem afgreiddir voru. Við erum með um 380 nemendur og umsjónar- kennararnir borða yfirleitt með nemendum sínum í sal. En þar fyrir utan eru að minnsta kosti á fjórða hundrað gesta sem koma. Þó tekur borðhaldið ekki meiri tíma en svo að ég held að enginn hafi tafist verulega frá vinnunni sinni. Þetta er mjög skemmti- legt.“ Nóg er að gera hjá Huldu eins og öðru skólafólki þessa dagana. Fyrir utan próf var Háteigur, nýj- asta fréttablað skólans að koma út í ellefta skipti þetta árið og er hægt að skoða það á heimasíðu skólans www.hateigsskoli.is gun@frettabladid.is Dýrmætt að halda í hefðir Háteigsskóli lætur ekki kreppuna hafa áhrif á þá hefð að bjóða foreldrum nemenda í hangikjötsveislu með börnum sínum á aðventunni. Veislan stendur í þrjá daga enda um átta hundruð manns sem mæta. Forskot tekið á jólasæluna. Mikinn jafning, namm. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON JAKKAFÖTIN er ágætt að draga fram tímanlega fyrir jólin og skoða vel með tilliti til þess hvort þarf að hreinsa þau. Ekki er gott að uppgötva það á síðustu stundu. Velbon þrífætur mikið úrval Gott úrval af fóðruðum leðurstígvélum fyrir dömur. Stærðir: 36 - 40 Verð frá 16.750.- til 21.650. Tösku og hanskabúðin • Skólavörðustíg 7 • 101 Reykjavík • Sími 551 5814 • www.th.is Góðar jólagjafahugmyndir Mikið úrval af handtöskum, skjalatöskum, dömuveskjum, seðla-og leðurveskjum, ferðatöskum að ógleymdu hinu landsfræga úrvali af dömu- og herrahönskum. Líttu við í verslun okkar eða skoðaðu vöruúrvalið á www.th.is. Alla þriðjudaga Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.