Fréttablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 24
 15. DESEMBER 2008 MÁNUDAGUR2 ● hvati Ágæti lesandi, Íþróttasamband fatlaðra hefur gefið út tímaritið Hvata síðastliðin 18 ár og er hlutverk blaðsins, sem venjulega er gefið út tvisv- ar á ári en kemur út að þessu sinni í styttri útgáfu og er nú dreift með Fréttablað- inu, að segja frá og kynna starfsemi sambandsins. Þegar litið er til þjóðfélagsað- stæðna og þeirrar brekku sem er fram undan í íslensku þjóðfélagi, þá þótti stjórn Íþróttasambands fatlaðra ekki við hæfi að leita til einstaklinga og fyrirtækja með beiðni um styrktarlínur og aug- lýsingar eins og venjulega til kost- unar útgáfu blaðsins, nógu erfitt væri ástandið. Stjórn ÍF tók því þá ákvörðun að ekki væri við hæfi að gefa blaðið út á jafn veglegan hátt og verið hefur, en á móti kemur að með þessu móti fær blaðið meiri dreifingu og var því ákveð- ið að nota tækifærið til kynning- ar á starfi Íþróttasambands fatl- aðra, þó sá viðburður er hæst bar á árinu þ.e. Ólympíumót fatlaðra í Peking, fái mesta plássið. Það er því von okkar að lesendur fái smá innsýn í starf sambandsins og hversu víðtækt það er. Íþróttasamband fatlaðra, ÍF, var stofnað 17. maí 1979 og er eitt sérsambanda ÍSÍ. Öll félög innan ÍSÍ er iðka, æfa og keppa í íþróttum fatlaðra eru aðilar að ÍF. Skrifstofa ÍF er í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Sérstaða ÍF miðað við önnur sérsam- bönd er sú, að ÍF hefur ekki aðeins með eina ákveðna íþróttagrein að gera. Ís- landsmót ÍF eru haldin í bocc- ia, bogfimi, borðtennis, frjálsum íþróttum, lyftingum og sundi. Auk þess fara fram æfingar og eða keppni í fleiri greinum t.d. fim- leikum, golfi, keilu, knattspyrnu og vetraríþróttum. Fatlaðir einstaklingar á öllum aldri æfa í dag hefðbundnar íþróttagreinar bæði innan íþrótta- félaga fatlaðra og einnig með al- mennum íþróttafélögum. Auk Ís- landsmóta á vegum Íþróttasam- bands fatlaðra eru haldin ýmis íþróttamót á vegum félaganna, innanfélagsmót og opin mót. Mikilvægi íþrótta þarf ekki að útskýra fyrir neinum en þó má með sanni segja að í því ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu séu íþróttir mikilvægari en nokkurn tíma fyrr. Á það ekki síst við um fatlaða einstaklinga sem oft eiga ekki jafna möguleika á að stunda önnur áhugaefni. Æfingarnar eru mikilvægur þáttur í lífi margra fatlaðra einstaklinga sem margir hverjir eiga erfitt með að breyta út af vananum. Því er það eink- ar mikilvægt að hægt sé að halda starfseminni óbreyttri. Í september síðastliðnum fór fram Ólympíumót fatlaðra í Pek- ing í Kína. Má með sanni segja að þetta mót hafi verið tilkomu- mesta mót sem fatlað íþrótta- fólk hefur tekið þátt í fram til þessa. Það er almennt viðurkennt af þjóðum heims að fatlaðir eiga ekki síður rétt á að keppa í íþrótt- um en ófatlaðir. Fatlaðir Íslend- ingar hafa tekið þátt í alþjóðamót- um frá upphafi íþróttastarfs fyrir fatlaða á Íslandi og gengið vel. Má þar að mestu þakka að búið hefur verið að undirbúningi og æfing- um af sömu festu hjá fötluðum sem ófötluðum frá byrjun og einn- ig að Íslendingar hafa átt einstaka afreksmenn og konur innan sinna vébanda. Frammistaða Íslendinga hefur verið slík að eftirtekt hefur hlotið og er landið vel þekkt fyrir fatlaða afreksíþróttamenn. Árið 2009 fagnar Íþróttasam- band fatlaðra 30 ára afmæli sínu og verður starfinu af því tilefni meira beint að innanlandsverkefnum. Ís- landsmót í hinum ýmsu greinum verða haldin eins og venjulega og margt annað verður á döfinni. Út- gáfa ýmissa bæklinga og upplýs- ingarita er mikilvæg í útbreiðslu- starfi sambandsins. Eins hafa sumarbúðir á Laugarvatni sem hafa undanfarin ár fengið vegleg- an styrk úr Pokasjóði verið mik- ilvægar fjölfötluðum einstakling- um sem margir hverjir hafa þetta eina tækifæri til að stunda íþróttir og útiveru. Annað atriði er að gefa mismunandi fötluðum börnum og unglingum tækifæri á vettvangi Norðurlandanna en þátttaka í nor- rænum barna- og unglingamótum hefur oft verið hvati fyrir börn víðs vegar að af landinu og mörg þeirra hafa síðar meir orðið okkar mesta afreksfólk. Það má því með sanni segja að starfið sé fjölbreytt og skemmtilegt. Það er von þeirra sem stuðla að íþróttum fyrir fatlaða að þessi út- gáfa Hvata veiti landsmönum inn- sýn í það helsta sem hefur verið á döfinni og hversu starfið er viða- mikið. Íþróttasamband fatlaðra færir öllu íþróttafólki, þjálfurum og öllum velunnurum sínum inni- legar þakkir fyrir samstarfið og óskar þeim sem og öðrum lands- mönnum gleðilegra jóla og far- sældar á nýju ári. Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður ÍF. Óbreytt starfsemi mikilvæg HLUTVERK ÍF • Að hafa yfirumsjón með þeim íþróttagreinum sem fatlaðir stunda á Íslandi. • Að annast útbreiðslu- og fræðslustarf varðandi íþrótt- ir fatlaðra. • Að vera fulltrúi Íslands varðandi erlend samskipti er tengjast íþróttamálum fatlaðra. • Að gæta hagsmuna allra þeirra fötlunarhópa sem eru innan ÍF en þeir eru: Þroskaheftir, hreyfihamlaðir, sjónskertir, blindir og heyrnar- lausir/skertir. Fyrsta sunnudag á nýju ári stend- ur Íþróttasamband fatlaðra að Ný- árssundmóti fatlaðra barna og unglinga. Mótið er eitt af fyrstu stóru mótunum á nýju ári en aðal- verðlaun mótsins eru Sjómanna- bikarinn eftirsótti. Sjómannabik- arinn hlýtur sá sundmaður sem vinnur besta sundafrekið sam- kvæmt stiga- og forgjafarút- reikningi. Sigmar Ólason, sjómað- ur á Reyðarfirði, gaf bikarinn til keppninnar í upphafi. Í tengslum við mótið hefur skapast sú hefð að bjóða heiðursgesti sem afhendir þátttakendum viðurkenningu og sigurvegaranum Sjómannabikar- inn. Að þessu sinni fer mótið fram sunnudaginn 4. janúar 2009 í inni- lauginni í Laugardal þar sem án efa verður mikið um dýrðir. Nýárssundmót ÍF í Laugardal Íþróttasamband fatlaðra hefur það að markmiði að efla samstarf við sérsambönd ÍSÍ. Með nýrri stefnu um skóla án aðgreining- ar og áherslu á að fötluð börn séu með sínum jafnöldrum er mik- ilvægt að komið sé til móts við þennan hóp hjá almennum íþrótta- félögum. Mikilvægt er að skapa valkosti og gefa fötluðum börnum tækifæri á að velja greinar sem ekki eru í boði hjá aðildarfélögum ÍF. Auk samstarfs við sérsambönd ÍSÍ hefur verið þróað samstarf við erlenda aðila svo sem Challenge Aspen og Winter Park í Colorado vegna vetraríþrótta. Einnig sam- starf við aðila í Noregi og Bret- landi vegna þróunarverkefna á sviði reiðmennsku og reiðþjálfun- ar fatlaðra. Samstarf við sérsambönd ÍSÍ Erna Friðriksdóttir frá Egilsstöð- um fer til æfinga í Winter Park, Colorado eftir áramót. Hún æfði þar ásamt landsliði Bandaríkjanna í nokkra mánuði árið 2007 og 2008 og tók þátt í mótum. Erna hefur sett sér það takmark að keppa á fleiri mótum árið 2009 og öðl- ast ef vel gengur þátttökurétt á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Van- couver 2010. Erna kom á námskeið ÍF, VMÍ og Challenge Aspen í Hlíð- arfjalli árið 2000 og prófaði þar skíðasleða fyrir hreyfihamlaða. Hún náði fljótt tökum á sleðanum, keypti eigin sleða og hóf æfingar fyrir austan með aðstoð föður síns. Stefnir á Vetrar- ólympíumót fatlaðra 2010 Lokaathöfn Ólympíumóts fatlaðra var tilkomumikil og einhver sú stærsta og veglegasta í sögu íþróttafólks með fötlun. MYND/ÚR SAFNI ÍF Sveinn Áki Lúðvíksson for- maður ÍF

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.