Fréttablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 40
24 15. desember 2008 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Kynntu þér tæmandi lista yfir ferðir á leiki á www.expressferdir.is F í t o n / S Í A 30. jan. – 1. feb. Arsenal West Ham Verð á mann í tvíbýli: 78.900 kr. 79.900 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, Club level-miði á leikinn, gisting í tvær nætur með morgunverði. 16. – 18. janúar Chelsea Stoke Verð á mann í tvíbýli: Innifalið: : Flug með sköttum og öðrum greiðslum, miði á leikinn, gisting í tvær nætur með morgunverði. Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Barkalaus þurrkari D72325 Hljóðlát með íslensku stjórnborði. Afkastageta: 7 kg. Þurrktími: 110 mín. Snýst í báðar áttir. Hurðarop: 34 cm. Gorenje þurrkari Reykjavík . Borgartún 24 . Sími 562 4011 Akureyri . Draupnisgata 2 . Sími 460 0800 Reyðarfjörður . Nesbraut 9 . Sími 470 2020 Reykjanesbær . Hafnargata 52 . Sími 420 7200 P IP A R • S ÍA • 8 23 41 > Tekur Guðmundur við GOG? Danski netmiðillinn Sporten.dk sem er í samvinnu við Berlingske Tidende greindi frá því í gær að samkvæmt heimildum blaðsins mun Guðmundur Guðmundsson taka við danska úrvalsdeildarliðinu GOG Svendborg á næsta tímabili. Með GOG spila Snorri Steinn Guðjóns- son og Ásgeir Örn Hallgrímsson. GOG mun vera að reyna að fá Guðmund til að taka við þjálfun liðsins af Ulf Schefvert sem mun taka við þjálfun kvennaliðs félagsins. Guð- mundur staðfesti viðræður í viðtali við Stöð 2 í gær en sagði þær mjög skammt á veg komnar. FÓTBOLTI Barcelona vann sinn fyrsta sigur á Real Madrid frá árinu 2005 þegar liðið vann 2-0 sigur í El Clásico á Nou Camp á laugardagskvöldið. Samuel Eto’o og Lionel Messi skoruðu mörkin á síðustu sjö mínútum leiksins en Eto’o hafði áður látið Iker Cas- illas verja frá sér vítaspyrnu. Barcelona er þá komið með 12 stiga forskot á Real en átta stiga forskot á Valencia sem er í 2. sætinu. Þetta var fyrsti deildarleikur Juande Ramos við stjórnvölinn hjá Real Madrid og pakkaði hann í vörn með spænsku meistarana. Það virtist vera að ganga upp þar til Börsungar náðu loksins að brjóta ísinn eftir hornspyrnu. Eiður Smári Guðjohnsen spil- aði fyrstu 63 mínúturnar í leikn- um og komst ágætlega frá sínu, sérstaklega á upphafsmínútum leiksins. Sergio Busquets kom inn á fyrir Eið Smára og fiskaði vítaspyrnu fimm mínútum seinna en Casillas varði frá Eto’o eins og áður sagði. Eto’o bætti hins veg- arfyrir það þegar hann potaði boltanum inn eftir að Carles Puyol hafði unnið skallaeinvígi eftir hornspyrnu. Messi skoraði síðan seinna markið í uppbótar- tíma eftir undirbúning frá Henry. „Við vitum alveg hvað það þýðir að vinna Real. Þetta er samt bara einn sigur í viðbót og við eigum marga leiki eftir. Við erum komnir með gott forskot á Real Madrid en við erum ekki bara að keppa við þá,“ sagði Pep Guardi- ola, þjálfari Barca, eftir leik. - óój FRAMMISTAÐA EIÐS SMÁRA Í EL CLÁSICO: Mínútur spilaðar 63 Skot 0 Lykilsendingar fyrir færi 1 Brot 1 Aukaspyrnur fengnar 1 Unnir boltar 2 Tapaðir boltar 6 Sendingar 33 Hlutfall heppnaða sendinga 81% Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona gegn Real í El Clásico: Varnarmúr Real brast í lokin Á FULLRI FERÐ Eiður Smári hefur hér betur í baráttu við Fernando Gago hjá Real. NORDICPHOTOS/AFP Sigrún Brá Sverrisdóttir setti sitt annað Íslandsmet á tveimur dögum og varð fyrst íslenskra sundkvenna til þess að synda 200 metra skriðsund undir tveimur mínútum þegar hún varð í 23. sæti í 200 metra skriðsundi á EM í 25 metra laug í Króatíu í gær. Sigrún synti á 1:59,45 og bætti gamla metið um rúmar tvær sekúndur. Hálftíma áður bætti Sigrún sinn persónulega tíma í 50 metra skriðsundi. „Ég er mjög ánægð með allt mótið. Það kom bæting í öllum greinunum mínum og það er ekki hægt að kvarta yfir því,“ sagði Sigrún. „Markmiðið var að reyna að komast undir tvær mínúturnar sem gekk eftir og ég er því mjög sátt. Mér hefur liðið vel í lauginni og ég vissi að ég var í mjög góðu formi. Ég fór bara jákvæð af stað og ég fann alveg um leið og ég byrjaði að synda að ég væri með þetta,“ segir Sigrún. „Það er alltaf rosalega gaman að koma á þessi stóru mót og sjá alla þá bestu. Maður er farinn að læra þetta núna enda búin að fara á nokkur svona stór mót. Þetta er ekki lengur svona mikið stress. Það er líka langskemmtilegast að ná að toppa sig á svona mótum,” segir Sigrún. „Það hefur verið mjög gaman að vera hérna úti og fá líka að sjá heimsmetin falla. Maður reynir líka að fylgjast með og sjá eitthvað þar sem maður getur sjálfur bætt sig.“ Daginn áður en Sigrún setti metið í 200 metrunum þá setti hún annað met í 400 metra skriðsundi. Það sund sat alls ekki í henni í gær. „Ég er orðin vön því að synda svona mikið því ég geri það nánast á hverju móti. Þegar maður stendur sig svona vel þá finnur maður ekki alveg eins mikið fyrir þreytunni.“ Fram undan er keppni í 50 metra laug og nú hefur Sigrún skipt yfir í Ægi úr Fjölni. „Það var mjög erfið ákvörðun. Mig langaði að vera áfram í Fjölni en það er bara svo erfitt þegar maður er bara einn eftir. Maður þarf meiri keppni á æfingum þegar maður er þreyttur og ekki alveg upplagður. Þá er gott að hafa einhvern sem getur ýtt á eftir manni. Það var kominn tími á þetta,“ sagði Sigrún sem segist ætla að bæta sig enn meira í framtíðinni. SIGRÚN BRÁ SVERRISDÓTTIR: KVADDI FJÖLNI MEÐ TVEIMUR ÍSLANDSMETUM Á EM Í STUTTRI LAUG Í KRÓATÍU Bætti Íslandsmetið um meira en tvær sekúndur Portsmouth-Newcastle 0-3 0-1 Michael Owen (51.), 0-2 Obafemi Martins (77.), 0-3 Daniel Guthrie (89.). Chelsea-West Ham 1-1 0-1 Craig Bellamy (33.), 1-1 Nicolas Anelka (51.). STAÐA EFSTU OG NEÐSTU LIÐA Liverpool 17 11 5 1 26-11 38 Chelsea 17 11 4 2 36-7 37 Man. United 16 9 5 2 27-10 32 Aston Villa 17 9 4 4 29-20 31 Arsenal 17 9 3 5 29-20 30 Hull City 17 7 6 4 26-27 27 Everton 17 7 4 6 23-25 25 Portsmouth 17 6 5 6 19-26 23 Wigan 17 6 4 7 21-20 22 ------------------------------------------------------ Newcastle 17 4 7 6 22-24 19 Tottenham 17 5 4 8 19-21 19 West Ham 17 5 4 8 18-25 19 Man. City 17 5 3 9 30-25 18 Sunderland 17 5 3 9 17-25 18 Blackburn 17 3 4 10 17-34 13 West Bromwich 17 3 3 11 12-32 12 ENSKI BOLTINN FÓTBOLTI Chelsea mistókst að taka toppsætið af Liverpool þegar liðið náði aðeins jafntefli á móti West Ham á heimavelli. Liverpool, Manchester United og Arsenal gerðu öll jafntefli á laugardaginn og því var þetta kjörið tækifæri fyrir lærisveina Luiz Felipe Scol- ari að taka frumkvæðið í topp- slagnum. Heimavöllurinn hefur hins vegar reynst liðinu illa því Chelsea hefur aðeins unnið 3 af 9 heimaleikjum sínum í ár en er aftur á móti með hundrað pró- senta árangur á útivelli. Nicolas Anelka jafnaði leikinn í seinni hálfleik eftir að Craig Bella- my hafði komið West Ham í 1-0 í fyrri hálfleik. Markið hjá Anelka var hans fjórtánda á tímabilinu og enn fremur það 100. sem hann skorar í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur skorað mörk fyrir Arsenal (23), Liverpool (4), Manchester City (37), Bolton Wanderers (21) og Chelsea (15). Chelsea var sterkari aðilinn í leiknum og fékk fleiri færi en gat einnig þakkað fyrir það að þeirra gamli liðsmaður Carlton Cole stæli ekki öllum stigum þegar hann fékk gott færi í uppbótar- tíma. Jafntefli var mik- ill sigur fyrir Gian- franco Zola, stjóra West Ham, sem lék í sjö ár með Chelsea. „Mínir menn stóðu sig frábær- lega, ekki bara í að ná þessum úrslitum heldur einnig hvernig þeir spil- uðu þennan leik,“ sagði Zola sem var snortinn yfir þeirri virðingu sem stuðn- ingsmenn Chelsea sýndu honum með því að syngja nafn hans fyrstu fimmtán mínútur leiksins. „Þetta var erfiður leikur fyrir okkur. Við vorum miklu meira með boltann og ef við hefðum klárað færin okkar betur þá hefð- um við unnið þennan leik,“ sagði Luiz Felipe Scolari, stjóri Chelsea, eftir leik en hann setti Didier Drogba inn á við hlið Anelka í hálfleik og það skilaði jöfnunar- markinu. Scolari vildi enn fremur meina að aðalástæðan fyrir slöku gengi á Brúnni væri að liðið fengi miklu minna pláss til að vinna með á heimavelli en á útivelli. Michael Owen fagnaði 29 ára afmælisdegi sínum með því að skora fyrsta mark Newcastle í 3-0 útisigri á Portsmouth. Obafemi Martins og Danny Guthrie gull- tryggðu síðan sigurinn sem var sá fyrsti sem Newcastle vinnur utan St. James Park á þessu tímabili. Jermain Defoe og Peter Crouch óðu í færum í sókn Portsmouth í byrjun leiks og sá fyrrnefndi hefði auðveldlega getað skorað þrennu. „Við erum að vinna okkur sjálfa þessa dagana. Við verðum að loka á þessi mistök og fara að sýna meiri þrautseigju. Stuðningsmenn okkar vilja sjá sóknarbolta en það gengur ekki ef við fáum svona mörg mörk á okkur,“ sagði Tony Adams, stjóri Portsmouth, sem gaf það til kynna að hann ætlaði að breyta bæði um leikmenn og leikaðferð fyrir næsta leik. Það gæti kannski gefið Her- manni Hreiðarssyni vonir um að komast aftur inn í liðið en hann sat á bekkn- um í gær. „Það eru ekki mörg lið sem koma hingað og skora þrjú mörk. Við erum að spila vel og erum komnir á gott skrið sem ætti að gefa okkur mikið sjálfstraust fyrir leikinn á móti Tottenham í næstu viku,“ sagði Joe Kinnear, stjóri Newcastle. ooj@frettabladid.is Chelsea fór ekki á toppinn West Ham náði jafntefli á Stamford Bridge í gær og Liverpool heldur því topp- sætinu í ensku úrvalsdeildinni. Michael Owen skoraði á afmælisdaginn sinn. ERFIÐ NÓTT Luiz Felipe Scolari gisti á sjúkrahúsi nóttina fyrir leikinn á móti West Ham. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.